Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1998, Blaðsíða 7
I>V MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 nlist HLJÓMPLQTll iiiffi m Ýmsir - King of the Beats ★★★ Breikdansinn virðist aftur vera orðinn vinsæll hjá krökk- unum. í tilefni Englandsmeist- aramótsins í breiki í fyrra kom út þessi tvöfaldi breiktónlistar- pakki sem kynnir til sögunnar nokkur helstu breiklög síðustu tveggja áratuga, klassísk lög og minna þekkt. Elstu lögin eru frá upphafi síðasta áratugar en nýlegra dæmi er t.d. big bít-út- gáfa Cut Le Roc sem sýnir sterklega tengsl hipp- hopps við big bítið. Ég hef engan sér- stakan áhuga á fótamennt en get ekki ímyndað mér annað en blítt sé að breika við tónlistina í þess- um pakka. Sé tónlistin skoðuð án samhengis við breikdansinn kem- ur i ljós músík sem byggist á eðalgrúfi og hvarvetna glittir í tónlist- arsögu blökkumanna: soul, fonk og hipphopp. Það sem einkennir alla tónlistina hér er ferskur léttleiki og góður taktur. Jafnvel stirðustu spýtukarlar ættu að fara að tromma með tánum þegar melódískustu og taktfostustu lögin dynja yfir. Best þykir mér takast þegar lögin eru „lög“ en ekki bara samansúrraður taktur úr trommuheila með lág- marks-tónlistarfyllingu, en það er að sjálfsögðu bara vegna þess að ég dansa ekki. Til að breikið stimplist nú óhindrað inn í neytandann fylgja pakkanum greinargóðar upplýsingar. í bæklingi rekur einn helsti breikarinn, Crazy Legs, kynni sín af breikinu og seinni diskur- inn er einnig CD-Rom, fullur af breiksýnishomum og veggjakrots- myndum. Sem sagt: upplagður diskur fyrir alla en sérdeilis ómissandi fyrir breikara. Gunnar Hjálmarsson High Llamas - Cold and Bouncy ★★★ Bretinn Sean O’Hagan er að- almaðurinn í High Llamas og hann hefur rekiö hljómsveit- ina sem hálfgert sólóverkefhi síðustu árin. „Cold and Bouncy" er fjórða platan frá High Llamas en Sean hefur getið sér gott orð á öðrum stöð- um, t.d. sem hjálparhella með hljómsveitinni Stereolab. Nokkuð svipaðar pælingar era í gangi hjá Stereolab og High Llamas: báðar sveitirnar vaða um tónlistarsöguna sem væri hún skranbúð og hirða rykfallnar tónpælingar og setja í nýjan bún- ing. Hjá báðum sveitum fær þýska krautrokkið uppreisn æra og ferskur gustur af frönsku eðalpoppi leikur um eyra. Sean er þó ólík- ur Stereolab í þvi að hann er algjör Brian Wilson-aðdáandi og þessi plata ber þess glögg merki. Sean reynir að feta í sömu spor og Brian tók er hann gerði meistaraverk Beach Boys, Pet Sounds, og fer nokk- uð nálægt því að ná sömu hæðum og þar tókst. Sá er þó auðvitað munurinn að Brian er sniliingur en Sean er að herma eftir snillingi. Það má hafa nokkurt gaman af plötunni, hún flýtur áfram líkt og sól- ey á læk og stundum kraumar lítillega í henni eins og í freyðibaði. Lögin era bæði sungin og ósungin og ná yfirleitt betra flugi séu þau ósungin. Þar er meira um flottar útsetningar, óvænta hljóðfæranotk- un og útúrdúra. Sungnu lögin vilja verða fullbítlaleg og Sean hefur enga stórkostlega rödd. Ég mæli óhikað með þessari plötu sé ljúft leit- andi popp þín deild. Gunnar Hjálmarsson James Iha - Let It Come Down ★★i Þeir sem hafa búist við pump- kinsrokki þegar þeir settu debutplötu James Iha á geisl- ann hafa sennOega orðið fyrir vonbrigðum. Hér er að finna ástarballöður og ástarballöður sem líkjast hinum ástarballöð- unum sem era á þessum diski. Það era hnökrar annars ágætr- ar plötu að lögin era helst til keimlík og fyrir rokkarann alltof róleg en James Iha er greinilega skítsama hvað Smashing Pumpkins aðdáend- um finnst og semur beint út frá sinu hjarta og tilfinningum. Be Strong Now, fyrsta lag disksins, á augljóslega að vera smellur plötunnar en lagið Sound Of Love kemur skemmtOega á óvart og verður eftir nokk- urra hlustun uppáhaldslagið manns. Önnur lög plötunnar ætla ég ekki að telja upp, þau era af svipuðum kalíber og öO góð. Rödd Iha er sérstök, blíð í meðforum og á fyOOega við tónlistina og þær tilfinningar sem hann er að reyna að túlka og á endanum svifur maður inn í heim værðar og brothættra tilfinninga. Þetta feOur að því sem Iha hefur sagt sjálfur: Að þegar komið sé heim eftir tónleika hafi hann ekki áhuga á að þrama gegnum MarshaU-magnarastæðuna sína, heldur setjist niður með kassann og dútli við innri tdfinningar, í þessu tdviki ást td kvenna. Páll Svansson Hljómsveitin Rammstein hefur verið að sækja í sig veðrið upp á siðkastið með sínu ofurþétta dans- þungarokki sem er stutt af tölvu- tónum, vélrænum töktum og skrjáfþurrum og urrandi söng. Hérlendis minna þeir fólk á gæða- sveitina Ham og era nokkuð vin- sælir þess vegna. Meðlimirnir sex koma frá Schwerin og Berlín svo áður en múrinn féO voru þeir Austur-þjóðverjar. Hljómsveitin var stofnuð 1994 en áður höfðu meðlimirnir verið í ýmsum óþekktum hljómsveitum. Fyrsta platan, „Herzeleid" (Hjartasár), kom ári síðar. Textarnir endur- spegluðu tilfinningalegt ástand meðlimanna á þeim tíma er platan var gerð þvi annirnar meö hljóm- sveitinni urðu td þess að kærastur þeirra allra hættu með þeim. í kjölfar plötunnar fór Rammstein í viðamikið tónleikaferðalag um Þýskaland. Þeir spduðu með Ramones og Clawfinger og héldu eigin tónleika. Hörö tónlistin og eldfimir tónleikarnir (í orðsins Rammstein illa farnir eftir föröunarslys. Rammstein: Þýsk hryll- ingsrómantík fyUstu merkingu) færðu sexmenn- ingunum frægð og frama í þýsku- mælandi löndum, enda syngja þeir aUt á þýsku sem er hluti af sjarm- anum við þá. Öfgafullar langanir Þrátt fyrir þýskuna hefur Rammstein verið að fá sífeUt meiri athygli utan föðurlandsins, sér- staklega eftir að kvikmyndaleik- stjórinn David Lynch hreifst af sveitinni og notaði tvö lög í mynd- inni „The Lost Highway". Þar kemur kraftmikið Rammstein- rokkið eins og skrattinn úr sauð- arleggnum í viðkvæmu atriði og býr tU spennuþrungna stemningu. Önnur platan, „Sehnsucht" (Löng- un), hefur einnig styrkt stöðuna. í Þýskalandi nægðu fyrirpantanir td að platan fór í platínu áður en hún kom út í júlí í fyrra. Á plöt- unni halda sexmenningarnir áfram aö slípa „hryUingsróman- tíkina", eins og þeir kalla tónlist sína og daðra við sadómasóisma í lögum eins og „Búck Dich“ (Beygðu þið niður) og „Bestrafe mich“ (Refsaðu mér). Hljómsveitin notar þó nógu mikið af svörtum húmor td þess að tónlistin verður aldrei niðurdrepandi þrátt fyrir myrkt yfirbragð og þunglamalega imynd. Konur virðast hafa meiri húmor fyrir hljómsveitinni og hún er miklu vinsæUi meðal kvenna en karla. „Karlar virðast vera hrædd- ir við okkur," segir TUl söngvari, „kannski vegna þess að þeir kann- ast við þær öfgaftdlu langanir sem við syngjum um hjá sjálfúm sér en hafa grafið þær djúpt niður.“ í nóvember sl. gaf Rammstein út smáskífu með gamla Kraftwerk- laginu „Der ModeU“ og eyddu síð- ustu mánuðum ársins í að koma ár sinni fyrir borð í Bandaríkjun- um; spUuðu þar viðs vegar með hljómsveitinni KMFDM. Ekki nasistar EðlOega hefur ímynd sveitar- innar, sex hávaxnir aríar að spila taktfast gæsagangsrokk, vakið upp grunsemdir um að sexmenning- amir séu nýnasistar. MTV hefur m.a.s. rifið ýmis ummæli frá hljómsveitinni úr samhengi tU að ýta undir þessa ranghugmynd. TiU sver af sér aUa þjóðemisdýrkun; „Sú staðreynd að þjóðinni var stjórnað af röngum aðilum í 12 ár er slæm, en það er ekki hægt að snúa hjóli tímans við. En það var líka annað Þýskaland; ég er að tala um þriðja áratuginn þegar Brecht og Weill voru upp á sitt besta. Þetta er tímabil sem ég hefði vilj- að vera uppi á því það var mjög spennandi. Því miður er þessi tími alveg gleymdur, sérstaklega af fjöl- miðlum. Fólk virðist bara geta munað eftir erfiðu timabOunum." -glh Á tL Skítamórall Um páskana ætlar hljóm- sveitin SkítamóraU að gera víðreist. I kvöld verða þeir í Miðgarði, á laugardag og sunnudag verða þeir í Neskaupstað en á öðrum páskadegi spOa þeir í Njálsbúð ásamt Landi og sonum. Gaukurinn Mikið verður um að vera á Gauknum um páska- helgina. í kvöld spilar hljómsveitin Land og synir, á föstudag og laug- ardag spilar Buttercup og á sunnudag og mánudag spOar hijómsveitin GOS. Papar Papamir halda uppi stemningu á Kaffi Amsterdam á miðviku- dag, fóstudag og laugar- dag. Fógetinn Á Fógetanum verða tón- leikar með EOen Krist- jáns, KK og Guðmundi Péturssyni í kvöld, á fimmtudag verða þar Maggi Einars og Tommi Tomm en á fóstudag hljómsveitin Hafrót. Jón Ingólfs verður þar laugar- dag, Hafrót á sunnudag og Jón Ingólfs aftur á annan í páskum. Barflugan Á skemmtistaðnum Sir Oliver leikur hljómsveit- in Barflugan á miðviku- dag og fóstudag. Sóldögg Hljómsveitin Sóldögg spOar á HlöðufeUi, Húsa- vík á fóstudag og á Þórs- höfn daginn eftir. Broadway Um páskahelgina verður opiö tvö kvöld á Broad- way þar sem skemmti- dagskráin Rokkstjörnur íslands verður flutt í kvöld og stórdansleikur verður meö Greifunum á laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: Fjörkálfur (08.04.1998)
https://timarit.is/issue/198009

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Fjörkálfur (08.04.1998)

Aðgerðir: