Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1998, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998
%&ikmyndirv
I ® P P 21 O
í Bandaríkjunum
- aösókn dagana 3.-5. apríl. Tekjur í mllljónum dollara og helldartekjur
■ •
Eftlr aö hafa verlð fimmtán vikur i efsta „Wwm-
sæti yfir vinsælustu kvikinyndir í Banda- mKkím'ÚL'-aL
ríkjunum kom loks aö því aö Titanic varö FB
aö gefa eftir og láta annarri kvikmynd eft- ’mW
ir efsta sætiö. Ekki varö þaö nýjasta kvik- ' I |lM|
mynd Bruce Willis, Mercury Rising, held- //P
ur geimfantasían, Lost In Space, sem lauslega er byggö á vinsælli sjón-
varpsserfu frá sjötta og sjöunda áratugnum. Lost In Space náði aö hala inn
20 milljónir dollara sem er hæsta upphæö sem komiö hefur f byrjun apríl.
Fyrra metiö átti Indecent Proposal, rúmlega 18 milljónir. John Travolta er
vinsæll og eru tvær mynda hans f efstu sætum, hin klassfska Grease, sem
ný kynslóö er aö meötaka, og Primary Colors þar sem hann leikur „tilvon-
andi forseta Bandaríkjanna". Um þessa helgi eru frumsýndar myndir sem
búast má viö aö fari inn á listann, má þar nefna Species II, City of Angels,
My Giant og The Odd Couple II. -HK
Tekjur Heildartekjur
1. (-> Lost In Space 20.154 20.154
2. (i) Titanic 11.533 530.406
3. h Mercury Rising 10.104 10.104
4. (2) Grease 5.466 173.245
5. (3) Primary Colors 4.702 28.944
6. (5) Wild Things 3.617 26.349
7. (4) The Man in the Iron Mask 3.507 49.047
8. (6) As Good as It Gets 3.330 136.381
9. (7) Good Will Hunting 3.169 126.001
10. (9) The Newton Boys 2.303 7.571
11. (-> Bamey’s Great Adventure 2.203 2.203
12. (8) U.S. Marshall 2.180 52.918
13. (11) - Ride 1.412 4.479
14. (13) The Wedding Singer 1.178 72.880
15. (14) L.A. Confidental 1.063 61.178
16. (10) Mr. Nice Guys 0.961 10.964
17. (12) Meet the Deedles 0.947 3.408
18. (17) Everest 0.814 4.940
19. (16) The Apostle 0.559 18.689
20. (15) The Big Lebowski 0.485 16.018
Martin
Scorsese
Martin
Scorsese
hefur í tutt-
ugu ár stað-
ið í fremstu
röð banda-
riskra leik-
stjóra. Strax
í æsku
hreifst
hann af
kvikmynd-
um og var
tíður gestur
i kvik-
myndahús-
um. Hann
ólst upp á
trúuðu ka-
þólsku
heimili og
var það vilji
fjölskyldu
hans að
hann yrði
prestur.
Scorsese
hóf guð-
fræðinám
en strax á
fyrsta ári sá
hann að það
átti ekki við
hann að
verða prestur og hætti og skráði
sig í kvikmyndadeild háskólans í
New York. Þar gerði hann nokkr-
ar stuttmyndir sem vöktu at-
hygli. Martin Scorsese sló í gegn
með fyrstu kvikmynd sinni í
fullri lengd, Mean Streets. í þeirri
mynd kynnti hann fyrir heimin-
um tvo unga leikara sem síðan
hafa gert garðinn frægan, Robert
De Niro og Harvey Keitel. í kjöl-
far Meán Streets kom Taxi Dri-
Martin Scorsese ásamt Tulku Jamyang Kunga Tenzin
sem leikur Dalai Lama fimm ára gamlan.
ver sem stillti Scorsese upp við
hlið allra bestu leikstjóra nútím-
ans.
Þeir sem höfðu mikla trú á
Scorsese í upphafi hafa ekki orð-
ið fyrir vonbrigðum. Ferill hans
er einkar glæsilegur og nægir að
nefna kvikmyndir eins og Raging
Bull, The Last Temptation of
Christ, Color of Money, The Last
Waltz, GoodFellas, Cape Fear og
Casino því til sönnunar. -HK
Quentin Tarantino hefur leikstýrt
þremur kvikmyndum, Reservoir
Dogs, Pulp Fiction og Jackie Brown.
Má segja að Reservoir Dogs hafi vak-
ið athygli á honum og Pulp Fiction
gert hann frægan. Tarantino lét hina
ljölmörgu aðdáendm- sína bíða í þrjú
ár eftir Jackie Brown. 1 millitiðinni
var hann ekki aðgerðalaus, lék í
nokkrum kvikmyndum við misjafnan
orðstír, skrifaði
handrit og ýmis-
legt annað sem
tengist kvik-
myndum. í Jackie
Brown leitar Tar-
antino i smiðju til
uppáhaldsrithöf-
undar síns, El-
more Leonard og
ér myndin byggð
á skáldsögu hans,
Rum Pimch.
Aðalpersónan
er Jackie Brown,
flugfreyja sem
drýgir tekjumar
með því að
smygla peningum
inn til Bandarikj-
anna fyrir byssu-
salann Ordell Robbie. Eftir eina slíka
ferð er hún handtekin á flugvellinum
af tveimur lögreglumönnum. Þeir
hóta henni öllu illu verði hún ekki
samvinnuþýð og hjálpi þeim að hafa
hendur á hári Robbies. Jackie Brown
er ekki alls kostar hrifin af lögreglu-
mönmmum en er samt búin að fá nóg
af að starfa fyrir byssusalann. Hún
ákveður því að taka til eigin ráða og
reyna að losna undan bæði löggum og
glæpamönnum sem reynist hægara
sagt en gert.
Það er valinn maður i hveiju hlut-
verki. Pam Grier leikur Jackie
Brown, Samuel L. Jackson leikur Or-
dell Robbie, Michael Keaton og Mich-
ael Bowen leika lögreglumennina, Ro-
bert Forster leikur bandamann Jackie
Brown og Robert de Niro og Bridget
Fonda leika samverkafólk Ordells
Robbie.
Pam Gríer
Þeir sem þekkja Quentin Tarantino
best segja að hann sé bíósjúkur og að
hann hafi séð allar myndir. Þegar
Tarantion var unglingur sá hann
nokkrar harðsoðnar sakamálamynd
irþar sem Pam Grier lék og hreifst af
Robert De Niro og Bridget Fonda
leika varasamt par sem er í sam-
starfi viö Ordell Robbie.
Pam Grier
og Samuel
L. Jackson í
hlutverkum
sínum í
Jackie
Brown.
henni. Fyrir fáum árum hitti hann
svo Grier og sagði henni þá að ein-
hvem tímann myndi hann bjóða
henni hlutverk í kvikmynd. Þegar
Tarantino hringdi síðan í Grier og
bauð henni hlutverk í Jackie Brown
hélt hún að hann væri að hugsa um
einhverja aukapersónu en fann hana
ekki í handritinu, datt aldrei í hug að
hann ætlaði henni aðalhlutverkið.
Pam Grier byijaði kvikmyndaferil
sinn í byrjun áttunda áratugarins og
lék aðallega í löggumyndum
þar sem hún stal oft-
ar en ekki sen-
unni. Hlut-
verkin
urðu
stærri
og lék
hún í
nokkr-
um harðsoðnum kvikmyndum þar
sem hún var aðalstjaman. Má nefha
Foxy Brown, Coffy og Sheba. í þessum
myndum lék hún öll áhættuatriði
sjálf. Þessar myndir vom of líkar og í
boði fyrir Grier voru ekki önnur hlut-
verk svo stjama hennar fór jafnt og
þétt lækkandi. Undanfarin ár hefúr
hún leikið lítil hlutverk í kvikmynd-
um og sjónvarpi og síðast sást hún i
Mars Attacks og Escape From L.A.
Pam Grier hefur meira og meira
verið að færa sig inn í leikhúsin og
leikið mörg stór hlutverk á
sviði. Árið 1993 fékk hún
verðlaun sem besta leika-
kona á Leiklistarhátíð
svartra og fékk einnig
heiðursverðlaun Af-
rican American
Film Society.
Pam Grier er
löngu flutt frá
Hollywood,
býr á eigin
búgarði
stutt frá
Denver í
Colorado.
-HK
L.A. Confidentaf ★★★★
Skuggahliöar Los Angeles sjötta ératugar-
ins eru sögusviðiB í óvenju innihaldsrikri og
spennandi sakamálamynd sem enginn ætti
aö missa af. Spilltar löggur, ósvífnir
æsifréttamenn, melludólgar og glæsilegar
vændiskonur eru á hverju strái. -HK
litanic ★★★★
Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af
miklum fítonskrafti tókst James Cameron
að koma hellli I höfn dýrustu kvikmynd sem
gerð hefur verið. Fullkomnunarárátta
Camerons skilar sér í eðlilegri sviðsetningu
sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Leon-
ardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir-
minnileg í hlutverkum elskendanna. -HK
Good Will Hunting ★★★★
í mynd þar sem svo mikið er lagt upp úr per-
sónunum verður leikurinn að vera góður.
Sérstaklega eftirminnilegur er samleikur
Williams og Damons. Hið sama má reyndar
segja um flesta leikara í aukahlutverki.
Bestur er þó Stellan Skarsgárd en I túlkun
sinni á stærðfræðingnum Lambeau dregur
hann upp sannfærandi mynd af manni með
mikla sérgáfu sem þó veröur að játa sig
sigraðan 1 návist ótrúlegrar sniiligáfu. -ge
Anastasía ★★★
Sagan af týndu prinsessunnl Anastasíu er
hreinn ævintýramatur. Myndin einkenndist
öll af hugmyndariki og hélt gamllngjanum
mér uppteknum allan timann, þrátt fyrir frem-
ur leiöinlega músík, sem virðist skylda I
skemmtiefnl af þessu tagi. Fyrir utan smá-
hroll yfir söguskýringum þá fannst mér
Anastasía hin besta skemmtun og með betri
teiknimyndum sem ég hef séð lengi. -úd
Wag the Dog trtck
Beinskeyttur svartur húmor sem beinist að
forsetaembætti Bandarikjanna og striðs-
rekstri stórveldanna er undirstaðan ! kvik-
mynd sem er vel heppnuð og góð skemmt-
un en er þó ekki gallalaus. Dustin Hoffman
er frábær í hlutverki kvikmyndaframleið-
anda sem setur strið í Albantu á svið. -HK
Litla hafmeyjan ★★★
Teiknimyndir Walts Disneys eru kiasslskar
og þegar ný kynslóð ris eru þær settar á
markaðinn á ný og er ekkert annað en gott
um það að sega. Litla hafmeyjan kom með
ferskan blæ inn I þetta kvikmyndaform eftir
að teiknimyndir I fullri lengd höfðu verlö I
lægð um nokkurt skeiö og hún á fullt erindi
enn til ungu kynslóöarinnar. (slenska tal-
setningin er vel heppnuð. -HK
The Boxer ★★★
Handrit þeirra Sheridans og Georges er
ágætlega unniö, leikur Daniel Day-Lewis til
fyrirmyndar og hnefaleikaatriðln vel úr garðl
gerö. Aðrir leikarar standa sig elnnig meö
stakri prýði. -ge
Djarfar nætur ★★★
í Boogie Nights snýst allt um hin gríðar-
langa lim klámstjörnunnar Dirks Digglers.
Sem tímabilskönnun er mynd Anderssons
afbragðsgóð, handritið er vel skrifað og ef
drengurinn heföi bara skafiö af eins og
hálfa Tarantinósenu hér og hálfa Travolta-
senu þar (og sleppt ofurlanga gúmmítypp-
inu) þá hefði þetta getað orðið ansi fullkom-
ið. En verður að láta sér nægja að vera bara
ómissandi. -úd
Það gerist ekki betra
★★★
Framan af er As Good as It Gets eins góð og
gamanmyndir gerast. Samræðurnar einkenn-
ast af óvenjumikilli hnyttnl, leikurinn er með
ólikindum og handritshöfundunum Andrus
og Brooks tekst að stýra fram hjá helstu
gildrum formúlufræöanna. Það var mér þvl til
mikilla vonbrigða þegar myndin missti flugið
eftir hlé. Leikurinn var enn til fyrirmyndar en
þær fjörmiklu og óvenjulegu persónur sem
kynntar voru til sögunnar I upphafi fengu
ekki svigrúm til þess að vaxa. -ge
Þú veist hvað þú gerðir...
Handritshöfundurinn Kevin Williamson er
hér aftur búinn að hrista þessa fínu ung-
lingahrollvekju fram úr erminni og er hér
með mynd sem er bæði sjálfsmeðvituö og
alvöru spennandi hrollvekja, smart og vel
gerð. Og það flaug popp. Það hlýtur að vera
þriggja stjörnu viröl. -úd
Stikkfrí ★★★
Gott handrit og góöa barnaleikara þarf til að
gera góða barnamynd og þetta er að finna I
kvikmynd Ara Kristinssonar sem auk þess
gertr góðlátlegt grin að þeim aðstæðum sem
börn fráskilinna foreldra lenda I. Skemmtileg
og Ijúf fyrir alla fjölskylduna. -HK
Flubber ★★★
Flubber býr yfir einfaldleika sem þvl miður
er allt of sjaldséður I kvikmyndum slðustu
ára. Hún er bamamynd fyrir börn og ég get
engan veginn séð þaö sem galla. Besti
mælikvaröinn á slikar myndir er salur fullur
af ánægöum börnum. Og krakkarnir voru I
stuöi. -ge
Seven Years in Hbet ★★★
Myndin ber meö sér að hvert einasta atriði
er þrauthugsað og raunsæið látiö ráöa ferð-
innl, kannski um of. Myndin verður af þeim
sökum aldrei þetta mikla og spennandi
drama sem efnið gefur tilefni til þótt ein-
staka atriði risi hátt. Útlit myndarinnar er
óaðfinnanlegt, kvikmyndataka stórfengleg
og leikur mjög góður en neistann vantar.-HK
Desperate Measures ★★★
Sem spennumynd er Desperate Mesures,
hin sæmilegasta skemmtun en býður þó
ekki upp á neitt nýtt I frásagnarfléttu og per-
sónusköpun. Helsti kostur hennar eru leik-
ur Michaels Keatons, sem er afbragðs ill-
menni og morðhundur, og Andy Garcia sem
er sannfærandi sem faðirinn sem fórnar
öllu I þágu sonar síns. Túlkun þeirra er það
eina sem hefur myndina yfir meðalmennsk-
una. -ge
Jackie Brown