Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Side 2
FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998
ie %vikmyndir
KVIKMYHDAl
■ÍlfYI
Bíohöllin - Fallen:
Fallnir englar
★★★
Það hafa margir brandarar þegar
verið sagðir um Denzel Washington
og englamyndir svo ég ætla ekki að
fara neitt út í það hér. Hins vegar
er hann hinn góði engill þessarar
ákaflega misjöfnu myndar þar sem
leikur hans og sterkur persónuleiki
hera Fallen uppi. John Hobbes
(Washington) er kórrétt lögga sem
hefur unnið sér heiðursverðlaun
fyrir að finna krimma. Nýjasti
fundurinn er sérlega hress
fjöldamorðingi sem er á leiðinni í aftökuklefann en syngur samt „Time
Is on My side“. Hressleiki morðingjans er ekki að ástæðulausu, því þrátt
fyrir dauða hans halda morðin áfram og Hobbes er í klípu, sérstaklega
þegar böndin taka að berast að honum sjálfum. í örvæntingarfullri leit
aö lausn á málinu fylgir hann vísbendingum morðingjans og kemst að
raun um að það er margt annað í heiminúm en heimspeki hans hafði
gert ráð fyrir. S.s. fallnir englar sem sækjast eftir falli mannkyns. Þetta
er ekta fyrirtíðaspennustöff en nú hriktir í stoðum kristinnar heims-
byggöar þegar árþúsundamótin nálgast,
Leikstjórinn Gregory Hoblit ætlar sér greinilega stóra hluti með þess-
ari mynd og leggur mikla áherslu á frumlega myndatöku og önnur
myndræn brögð til þess að undirstrika þá trufluðu heimsmynd sem
hann dregur upp. Þar hefur hann David Fincher greinilega að fyrir-
mynd en einnig minnti margt mig á myndavélaleiki Lars von Triers.
Með þessu og frábærum Washington tekst honum vissulega að skapa
ansi magnaða stemningu á köflum en vegna óþcirfa lengdar verður
myndin nokkuð ójöfn og kemur þar einnig til óþarflega ójafnt handrit.
Það sem ljær myndinni mestan styrk er vel uppbyggð togstreita milli
hins ferkantaða og kunnuglega kvikmyndaheims rannsóknarlögreglu-
manna og hins grófkomaða teygjanlega og yfímáttúrulega demónarým-
is sem ferðast úr manneskju yfir í manneskju með snertingu.
Leikstjóri: Gregory Hoblit. Handrit: Nicholas Kazan. Kvikmyndataka:
Newton Thomas Sigel. Tónlist: Tan Dun. Aðalhlutverk: Denzel Washing-
ton, John Goodman, Donald Sutherland, Embeth Davidtz.
Úlfhildur Dagsdóttir
Oft er reynt án árangurs að gera skemmtimynd sem um leið á að
koma boðskap á ffamfæri og er Red Corner dæmi um mynd sem klofn-
ar vegna þessa. Tilgangurinn hefur sjálfsagt verið að gera velþjappaða
skemmtimynd en um leið að koma inn hjá fólki hve Kínverjar geta ver-
ið varasamir og kínverskt réttarfar óréttlátt. Með minni áherslu á þá
neikvæðu mynd sem áhorfandinn fær af Kína og í staðinn að láta Kín-
verjana bara vera venjulega vonda kalla eins og svo oft áður hefði Red
Comer getað orðið beinskeyttur og góður spennutryllir, margt i mynd-
inni gefur til kynna að svo hefði getað orðið. Greinilegt er þó að Richard
Gere, sem er mikill andstæðingur þess óréttlætis sem tíbeska þjóðin hef-
ur orðið fyrir af völdum Kínverja, hefur haft hönd í bagga með gerð
myndarinnar og sjálfsagt verið í heilagri krossferð gegn Kínverjum sem
eins og áður segir kemur niður á gæðum myndarinnar sem skemmtun
og um leið verður áróðurinn yfirborðskenndur.
Richard Gere leikur slægan lögfræðing, Jack Moore, sem er að semja
um kapalsjónvarpsefni við Kínverja. Þegar allt virðist klappað og klárt
er lítið annað að gera en að fara út á lífið. Á líæturklúbb hittir hann
fagra sýningarstúlku og saman fara þau upp á hótelherbergi hans þar
sem nóttinni er eytt. Það er ekki nóg með að Moore vakni með mikla
timburmenn heldur nánast dregur lögreglan hann út úr rúminu, sýnir
honum illa farið lík hjásvæfu hans og ákærir hann fyrir nauðgun og
morð. Þegar hann loks fær lögfræðing, unga og fallega stúlku, segir hún
honum að það sé best fyrir hann að játa, annars verði hann dæmdur til
dauða og í Kína er dauðarefsingu yfirleitt framfylgt innan einnar viku.
Þegar Red Comer er skoðuð út frá því að vera sakamálamynd er sag-
an ekki frumleg, maður í leit að næturgamni vaknar upp við hliðina á
líki og er saklaus ákærður um morð er margnotað efni. Það er umhverf-
ið sem aftur á móti sker sig úr og umhverfmu fylgir mikill fróðleikur
sem oft tefur fyrir atburðarásinni. Richard Gere og Bai Ling fara vel
meö hlutverk sín, sérstaklega er leikur Bai Ling eftirminnilegur.
Leikstjóri: Jon Avnet. Handrit: Robert King. Kvikmyndataka: Karl Walter
Lindenlaub. Tónlist: Thomas Newman. Aðalhlutverk: Richard Gere, Bai
Ling og Bradley Whitford.
Hilmar Karlsson
Kringlubíó - Red Corner:
í klónum á kínversku réttarkei..
Lustig (Robert De Niro) er ánægður að hitta Finn Bell (Ethan Hawke) aftur.
Hlutverk Finns Bells á fúllorðins-
aldri er í höndum Ethan Hawke, Gwy-
neth Paltrow leikur Estelle, Robert De
stjömudýrkun heldur farið eigin leiðir
og hefúr auk þess gefið út eina skáld-
sögu, The Hottest State, sem fékk góð-
ar viðtökur. Hawke kom fyrst fram í
kvikmynd fjórtán ára og stuttu síðar
var honum boðið eitt aðalhlutverkið í
Dead Poets Society. Næstu myndir
hans voru Dad, þar sem hann lék á
móti Jack Lemmon og Ted Danson, og
Rich in Love á móti Albert Finney. Þá
lék hann aðalhlutvekrið í White Fang
sem gerð var eftir klass-
ískri sögu Jack London.
Hann hefur síðan leikið
X;
\ í nokkrum athyglis-
verðum kvikmynd-
um. Má þar nefna
Alive og Reality
Bites. Nýjasta
kvikmynd hans
er The Newton
Boys og á
þessu ári
verður Snow
Falls on
Cedars
fiumsýnd
en þar
leikur
hann eitt
aðal-
hlut-
verkið.
The Great Expectations er lauslega
byggð á klassískri skáldsögu eftir
Charles Dickens. í fyrstu vildi leik-
stjóri myndarinnar, Alfonso Cuarón,
ekkert koma nálægt myndinni, sagði
sem rétt var að David Lean hefði gert
stórkostlega mynd eftir sögunni og
hann sæi enga ástæðu til að keppa við
hann. Þegar Cuarón hafði lesið hand-
ritið breytti hann þó um skoðun enda
er sögusviðið fært inn í nútímann og
breytingar hafa verið gerðar á sög-
unni.
Myndin hefst í smáborg við strönd
Flórída þar sem hinn átta ára gamli
Finn Bell býr með systur sinni,
Maggie, og Joe „frænda“. Snemma
kemur upp listamannseðlið í Finn og
hann unir sér best við að teikna mynd-
ir á ströndinni. Breytingar verða á lífi
hans þegar fangi, sem er á flótta, neyð-
ir Finn til að hjálpa sér. Þessi atburð-
ur hefúr mikil áhrif á hann og á eftir
að fylgja honum í gegnum lífið. Hann
kynnist einnig ellefu ára gamalli
stúlku, Estelle, sem hefur mikinn
þroska og innsæi. Finn verður strax
ástfanginn af Estelle og sú ást verður
aðeins sterkari með aldrinum. Þegar
Estelle lætur sig hverfa án þess að
kveðja einn eða neinn brotnar Finn
andlega og hættir að mála. Óvænt fær
hann boð frá óþekktum velgjörðar-
manni um að koma til New York,
þar finnur Finn Bell fyrir veröld
lista og skemmtana sem á vel við
hann og þar hittir hann einnig
Estelle aftur.
Niro
leik-
ur
vel-
gjörð-
ar-
mann
Finns og
Anne
Bancroft
leikur
hálfbijál-
aða for-
ríka konu
og frænku
Estelle.
Ethan
Hawke hefur í
nokkur ár verið
einn athyglisverðasti
ungi leikarinn.
Hann hefur aldrei
látið glepj-
ast af
Gúálfarnir
í The Borrowers fylgjumst við með Clock-fjölskyld- merkingu. Foreldrarnir eru Pod og Homily og böm
unni sem er agnarsmá Qölskylda í orðsins fyllstu þeirra, Arrietty og Peagreen. Þau verða að halda til-
veru sinni leyndri
því þau lifa á því
að fá „lánað“ þar
sem þau búa. Þjóð-
flokkur þeirra
gengur undir heit-
inu Borrowers
(Búálfarnir) og
lögmálin eru að
aldrei megi þau
sjást og aldrei
megi þau fá meira
að láni en nauðsyn
er.
Fjörutíu og
fimm ár eru síðan
rithöfundurinn
Mary Norton skrif-
aði fyrstu bókina
um The Borrowers
og hafa bækur
hennar um smá-
fólkið notið gífur-
Vinur smáfólksins, Pete, ræöir viö einn úr Clock-fjölskytdunni. legra vinsælda.