Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Page 4
FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998 TIV 1« |im helgina Gamansami harmleikurinn í Þjóðleikhúsinu: Að varðveita barnið í sjálf- um sér I gærkvöld veit leikritiö Gaman- sami harmleikurinn frumsýndur á litla sviði Þjóðleikhússins. Þar fer hinn góðkunni leikari, Örn Árna- son, með öll hlutverk sýningarinn- ar í leikstjóm hins jafn góðkunna leikara, Sigurðar Sigurjónssonar, sem er að takast á við leikstjórnar- hlutverkið í fyrsta skipti. í viðtali við helgarblað DV sl. laugardag segir Sigurður sjá nýjar hliðar á leikritinu á hverri æfingu: „Það er ekki létt að segja í einni setningu hvað leikritið er. Það gæti fjallað um ástina, að lifa lífinu lif- andi, að varðveita bamið í sjálfum sér, að láta drauma sína rætast og svo framvegis og svo framvegis. Það gæti líka fjallað um leikhús- heiminn og er aö mörgu leyti skrif- að sem slíkt.“ Leikritið er eftir Eve Bonifanti og Yves Hunstad sem eru leikarar sem hafa bæði fengist við að semja leikrit og leikstýra. Gamansami harmleikurinn er í raun um leik- hús, þar sem hann lýsir á einkar hnyttinn hátt glímu leikarans við hlutverkin, áhorfendur og sjálfan sig. Áhorfendum er boðið um stund inn í heim leikhússins þar sem galdur leiklistarinnar ræður ríkj- um. Örn Árnason fer á kostum er hann leikur öll hlutverkin í Gamansama harmleiknum sem frumsýndur var í Þjóöleikhúsinu í gær. DV-mynd Pjetur Listvinafálag Hallgrímskirkju: Oskastund heiðursmanns Listvinafélag Hallgrímskirkju gengst fyrir tónleikum á sunnudag- inn kl. 17 undir yfirskriftinni Sópr- an, selló og orgel. Þar munu koma fram sópransöngkonan Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Inga Rós Ing- ólfsdóttir sellóleikari og Hörður Ás- Inga Rós Ingólfsdóttir, Hörður Áskelsson og Arndís Halla Ásgeirsdóttir ætla aö flytja fjölbreytta dagskrá í Hallgríms- kirkju á sunnudaginn. DV-mynd E.ÓI kelsson, organisti Hallgrímskirkju. Tilefni tónleikanna er sérstætt en verið er að heiðra þýska listunnand- ann Peter-Paul Schautes, einn dygg- asta stuðningsmann Listvinafélags- ins, í tilefni af sjötugsafmæli hans. DV sló á þráðinn til Harðar Áskels- sonar og spurði nánar út í tilefnið. „Já, þetta verður sannkölluð óska- stund heiðursmanns en hann mætir galvaskur til landsins til að hlýða á tónleikana. Þegar hann kom í fyrsta skipti til landsins árið 1991 varð hann einn sá fyrsti til að festa kaup á einni af stærstu pípu orgelsins. Þá gekk hann í Listvinafélag Hall- grímskirkju og hefur síðan komið árlega hingað til lands til að fylgjast með helstu viðburðum í tónlistarlífl kirkjunnar. Það verður gaman að fá að spila fyrir Schautes," sagði Hörð- ur. Á efnisskránni verða kirkjulög sem samin eru af mörgum eftirlæt- ishöfundum Schautes. Þar er að finna verk eftir J.S. Bach, Jón Leifs, Pál isólfsson og Áskel Jónsson, ein- söngskantötu eftir G.B. Brevi og verk fyrir selló og orgel eftir Saint- Saens og Karl Höller. Broadway: ABBA-sýning Á laugardagskvöldið verður frumsýnd á skemmtistaðnum Broa- dway ný söngdagskrá sem er byggð á lögum hins feikivinsæla sænska söngkvartetts, ABBA. Um þessar mundir eru 15 ár síðan hljómsveitin lagði upp laupana og þvi gráupplagt að draga fram diskóbúninginn og rifja upp gömlu smellina. Ekki skemmir það heldur stemninguna að frumsýningin er haldin á afmælis- degi Björns Ulva- eusar sem verður 53 ára gamall á laugardaginn. ABBA lifði góðu lifi á árunum 1973 til 1983 og var hátt á stjörnu- himninum um tíu ára skeið. Allir sem einhvem tímann hafa hlustað á útvarp ættu að kannast við smelli eins og Waterloo, Voulez-Vous, Thank Music og Super Trouper. Það eru sex ungir og efnilegir söngvarar sem ætla að gera ABBA- lögunum skil á sýningunni. Þetta eru þau Birgitta Haukdal, Erna Þór- arinsdóttir, Rúna G. Stefánsdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður H. Ingi- marsson og Kristján Gíslason. Stór- hljómsveit Gunnars Þórðarsonar mun sjá til þess að undir- leikurinn verði alveg eins og hann á að vera. Þaö eru sex ungir og upprennandi söngvarar sem munu syngja öll gömlu góöu ■ ABBA-lögin á Broadway næstu helgar. DV- mynd Pjetur Kvennakór Suöurnesja heldur sína árlegu vortónleika um þessar mundir. Kvennakór Suðurnesja: Vortónleikar Kvennakór Suðurnesja er um þessar mundir að fara af stað með sína árlegu vortónleika. Þeir fyrstu vom haldnir í Grindavíkurkirkju 20. apríl að viðstöddu miklu fjöl- menni. Kórinn verður síðan í Ytri- Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 22. apríl og mánudaginn 27. apríl. Kvennakórinn verður síðan með tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnar- flrði miðvikudaginn 29. apríl. Tón- leikarnir hefjast allir kl. 20.30. Efniskrá Kvennakórsins verður að vanda mjög fjölbreytt, úrval ís- lenskra og erlendra tónverka, með og án undirleiks. Söngstjóri er Ágota Joó, einsöng og tvisöng syngja Sigrún Ósk Ingadóttir og Guðrún Egilsdóttir, á píanó leikur Vilberg Viggósson, á bassa Þórólfur Þórsson, á slagverk Baldur Jósefs- son, og á harmóniku Ásgeir Gunn- arsson. Kórinn mun síðan fara í söngferðalag til Snæfellsness 8.-10. maí og syngja í Stykkishólmi. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.