Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Qupperneq 10
"5- 32
tónlist
FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998
ísland
— plötur og diskar —
i 1(4) Left of the Middlc
Natalie Imbruglia
t 2(1) Pottþétt 11
Ýmsir flytjondur
| 3(3) This is Hardcore
Pulp
4 4(2) All Saints
All Saints
f 5(11) Madonna
Ray of Light
4 6(5) Pilgrim
Eric Clapton
| 7(6) Titanic
Úr kvikmynd
| 8(7) The Pillage
Cappadonna
4 9(8) Drumsanddecksandrockandroll
Propellerheads
* 10 (17) Moon Safari
Air
t 11 (13) Let'sTalk AboutLove
Celine Dion
t 12 ( - ) Moment of Truth
Gang Starr
t 13 (Al) OK Computer
Radiohead
t 14 (Al) Together Alono
Anouk
4 15 ( 9 ) Urban Hymns
The Verve
* 16 (12) Fat Of The Land
The Prodigy
4 17(16) Yield
Pearl Jam
t 18 (Al) Very BestOf
Sting & Police
| 19 (19) King of the Beats
Ýmsir flytjendur
t 20 (Al) Með allt á hreinu
Stuðmenn
London
-lög-
I 1. (1 ) It's Like that
Run DMC Vs Jason Nevins
| 2. ( 2 ) Turn it up / Fire it up
Busta Rhymes
f 3. ( - ) Feel It
The Temperer featuring Maya P...
t 4. ( 3 ) My Heart will go on
Celine Dion
) 5. ( 5 ) Truely Madly Deeply
Savage Garden
| 6. ( 6 ) Found a Cure
Ultra Nate
| 7. ( 9 ) How Do I Live
LoAnn Rimes
4 8. ( 7 ) La Primavera
Sash!
t 9. (- ) Kung Fu
187 Lockdown
| 10. ( 4 ) Kiss the Rain
Billie Myers
NewYork
1
1
t
|
|
I
t
I
I
4
1.(3) Too Close
Next
2(1) All My Life
K-Ci & Jojo
3. ( 2 ) Lot's Ride
Montell Jordan
4. ( 4 ) Frozen
Madonna
5. (14) You're Still the One
Shania Twain
6. ( 6 ) Romeo & Juliet
Sylk-E. Fyne
7. (11) Body Bumpin' Yippie-Yi-Yo
Public Announcement
8. ( 5 ) Truely Madly Deeply
Savage Garden
9. ( 7 ) Nice and Slow
Usher
10. ( 8 ) Sex & Candy
Marcy Underground
Bretland
-plöturog diskar —
| 1. ( 1 ) Life Thru a Lens
Robbic Williams
| 2(2) Let's Talk About Love
Celine Dio
t 3. ( 4 ) Titanic
Úr kvikmynd
| 4. ( 3 ) The Best Of
James
t 5. ( -) In My Life
George Martin / Ýmsir
| 6. ( 6 ) Urban Hymns
The Verve
4 7. ( 5 ) Ray of Light
Madonna
t 8. ( -) Essentials
■4. George Benson
) 9. ( 9 ) All Saints
All Saints
t 10. ( 8 ) Left of the Middle
Natalie Imbruglia
Bandaríkin
— plötur og diskar —
) 1. ( 1 ) Titanic
Úr kvikmynd
) 2. ( 2 ) Let's Talk About Love
Celine Dion
t 3. ( - ) Got the Hook-Up!
Úr kvikmynd
) 4. ( 5 ) Backstreet Boys
Jjtr Backstreet Boys
t 5. ( 3 ) Savage Garden
Savage Garden
t 6. ( - ) Still standing
Goodie Mob
t 7. ( -) City of Angels
Úr kvikmynd
t 8. ( 9 ) Love Always
K-ci & Jojo
) 9. ( 4 ) Ray of Light
Madonna
t10. (11) Left of the Middle
Natalie Imbruglia
Hróarskelduumfjöllun DV:
ÓteljandiBhápanktar
BolýsanlegBstemning
Roskilde
Festivall
Lilde
Þá er að tékka á böndunum sem
boðið er upp á á Hróarskelduhátíð-
inni í sumar eða broti af þeim. Há-
tíðin fer fram síðustu helgina í júní
og árlega eru ein 150 atriði sem
koma fram á sjö sviðum. Útlínurnar
Supergrass spiluöu á hátíöinni í
fyrra.
eru farnar að skýrast með böndin í
ár. Stórglæsileg og vegleg blanda af
rokk- og dansatriðum er í boði, þó
með sterkari áherslu á rokkið, og að
vanda slæðast með gömul brýni inn-
an um ferskasta rokkkjarna dagsins
í dag.
Aldur er hugarástand
Sérstaka athygli á hátíðinni í ár
vekur „kombakk" tveggja hljóm-
sveita, Kraftwerks og Black
Sabbath. Þær verða að teljast
frumkvöðlar hvor á sínu sviði:
tölvupopps og dauðarokks.
Kraftwerk er frá Dtisseldorf í
Þýskalandi og ber öðrum fremur
ábyrgð á flestri tölvu- og danstón-
list dagsins í dag. Kraftwerksmenn
eru orðnir miðaldra og hafa ekki
komið fram á tónleikum eða plötu
í áratug eða svo, ef undan er skil-
in þátttaka á ensku Tribal Gather-
ing í fyrra. Það ríkir mikil spenna
með tónleika þeirra því bandið er
dularfullt og ætti það eins til að
senda vélmenni í staðinn fyrir sig
ef þeir eru uppteknir við hjólreið-
ar í Ölpunum. Black Sabbath með
Ozzie Özbourne fremstan í flokki
kemur nú saman í fyrsta skipti
síðan þeir félagar tóku tvö lög á
Live Aid ’85. Þetta eru forfeður
flestra þungarokkbanda í dag,
stofnuðu sveitina í Manchester í
kringum 1970 og eru þekktir fyrir
ofsafengna sviðsframkomu og
gegndarlaust sukk. Þeir eru flestir
komnir á snúruna í dag en ættu að
geta kreist fram þunga og árásar-
kennda rokktóna fyrir því.
Iggy Pop, afi pönksins, eins og
hann er stundum kallaður, mætir
líka í Hróarskeldu í sumar í hárri
rokkelli. Síðast var hann á hátíð-
inni ’91 og hélt þá þvögunni í
miklu stuði í tvo tíma, gargaði sitt
klassíska rokk í spenntu flogi og
sannaði að aldur er bara hugará-
stand. Spennandi verður að sjá
hvort enn séu töggur í þessum
tálgaða meistara.
Tjaldbúöir íslendinga í Hróarskeldu; ekkert slen, takk!
Aldrað gítargoð
þefað uppi
Birgir Öm Thoroddsen, kenndur
viö Curver, fór á Hróarskelduhátíð-
ina 1995 og er enn með aðgöngu-
miðaarmbandið um úlnliðinn.
Stærstu böndin það sumarið voru
R.E.M., Blur, Suede og Bob Dylan.
„Dylan var flnn,“ segir Birgir, „en
ég var aðallega að fylgjast með
fimmtugum endurskoðendum sem
vom að reykja hass.“ Uppáhaldsat-
riði Birgis vora japanska hljóm-
sveitin Boredoms; „Söngvarinn
stökk fram í áhorfendaskarann og
fótbraut sig.“ Og svo auðvitað brim-
brettarokkarinn Dick Dale en sjálf-
ur hefur Birgir reynt sig í „sörfinu”
með hljómsveitinni Brim. „Þetta
var í fyrsta skipti sem ég sá hann.
Ég bjóst ekki við að svona væri til:
58 ára karl í leðurjakka og í ótrúleg-
um rokkham. Hann spændi upp gít-
ameglur og henti út í sal. Ég var
staðráðinn í að hitta hann eftir gigg-
ið og fékk aðstoð við að stökkva yfir
girðingu. Sem betur fer var hann í
miðju viðtali baksviðs og ég gat
blandað mér í blaðamannaskarann
og tekið af honum nokkrar myndir
með einnota myndavélinni minni.
Svo fékk ég eiginhandaráritun og
tók í höndina á honum en var of
uppveðraður til að láta einhvern
taka „buddy“-myndir af okkur. Síð-
ar á hátíðinni missti ég af Chemical
Brothers því ég fór til að fá mér
pylsu. Lélegustu skipti ævinnar!"
Sörfkóngurinn Dick Dale svarar fyrir sig.
Beint af hátindinum
Mörg böndin á Hróarskelduhá-
tíðinni eru á hátindi frægðarinnar
um þessar mundir. T.d. eru fáar
sveitir vinsælli en The Verve og er
jafnvel talað um sveitina sem arf-
taka Oasis sem vinsælasta band
Englands í dag. Sveitin verðm- á
hátíðinni og spilar væntanlega
efni af síðustu plötu sinni, Urban
Hymns, einni bestu plötu síðasta
árs. Svipað er ástatt fyrir hljóm-
sveitinni Spiritualized, hún hefur
aldrei verið vinsælli og plata
hennar, „Ladies and Gentlemen,
We’re Floating in Space,“ er eitt af
gullkornum liðins árs.
Aðrar stórar sveitir eru með
glænýtt efni á takteinum og ný-
eða óútkomnar plötur til að
kynna. Hið frábæra tónleikaband
Pulp verður í Hróarskeldu og gam-
an verður að heyra hvernig lögin
af meistaraverkinu, „This Is
Hardcore”, pluma sig á tónleikum.
Ætli Jarvis sé búinn að hanna ný
spor til að fylgja þeim eftir? Gar-
bage verður í Keldunni með lög af
nýju plötunni, „Version 2.0“, og
hinir sígildu gítarglamrarar í Son-
ic Youth ættu ekki að svíkja aðdá-
endur sína. Fjórtánda plata þeirra,
„A Thousand Leaves", er væntan-
leg innan skamms. Ekki er svo
neitt vafamál að margir munu ger-
ast Hróarskeldufarar til þess eins
að sjá Beastie Boys sem komnir
eru á stjá á ný eftir nokkurt hlé.
Þessi einstaka rokk/rapphljóm-
sveit verður með nýja plötu í sum-
ar sem ætti ekki að klikka, önnur
eins rakin snilld og hefur runnið
úr smiðju sveitarinnar til þessa.
Meira um Hróarskeldu eftir
viku og ég minni á Hróarskeldu-
leikinn sem er i gangi hér annars
staðar í blaðinu.
-glh
Stáltá i hökuna
Kristján Kristjánsson, Kiddi
rokk, er starfsmaður hjá Japis og
mikill Hróarskeldufari. Honum
telst til að sjö sinnum hafi hann
verið meðal gesta, fyrst árið 1989.
Hann segir að hátíðin hafl vaxið
mikið síðan hann mætti fyrst.
„Það hefur fjölgað rosalega á há-
tíðinni og hópurinn er orðinn
mjög breiður. Fj’rst þegar maður
var að fara voru gamlir hippar og
rokkarar langijölmennastir en nú
hefur fjölgað diskóliði og hópur-
inn er orðinn mjög alþjóðlegur.
Mér fannst einum of fjölmennt
þegar ég fór síðast, ’96, en nú heyri
ég að eigi að takmarka miðafjölda
við 80.000 manns svo þjónustan
verði sem best. Það lýsir hugsun-
arhætti aðstandendanna vel og
sýnir hve litlir peningahyggju-
menn þeir era.“ Kiddi segist muna
vel eftir mikilli rigningarhátíð
árið ’93. „Þá rigndi alla fjóra dag-
ana og maður var aldrei þurr -
samt var stemningin frábær.”
Einnig elti óheppnin Kidda ’96,
þegar Skunk Anansie kom fram:
„Það flaug maður af sviðinu og
stáltáin á honum small á hökuna á
mér. Ég varð kolringlaður og var
næstum því borinn út en þaö var
samt ótrúlega gaman!“ Kiddi segir
líka að það hafi verið fyndið og eft-
irminnilegt þegar Sex Pistols var
grýtt af sviði eftir eitt lag þegar
hún var með „kombakk” árið 1996.
„Þó að hápunktarnir í tónlistinni
séu ofsalega margir er það þó
aOtaf stemningin á svæðinu sem
er minnisstæðust; hún er ótrúleg
og ólýsanleg," segir hann. „Þaö
getur verið frábært að ráfa um
svæðið og detta inn á eitthvað
óvænt á minni sviðunum eða þá
að fatta aOt í einu að maöur er að
pissa við hliðina á uppáhaldsrokk-
aranum sínum.“