Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Side 11
FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998
tónlist*
Mezzanine:
Massive
Attack
- setur í fimmta gírinn
lagarnir, þeir Grant Marshall (Daddy G), Ro-
bert del Naja (3D) og Andrew Wowles (Mus-
hroom), draga fram úr pússi sínu. Bandið hef-
ur spilað um víðan vöÚ á síðustu árum (m.a.
hérlendis seint í fyrra á iila sóttum tónleik-
um) og því ber nú meira á „lifandi filingi" í
tónlistinni. Líkt og áður minnir tónlistin oft á
hljóðrás í dularfullri biómynd og áheyrand-
inn er tekinn með um ýmsa geðheima og
sveiflur. „Það er meiri hreyfing í þessari
plötu, hún minnir mig á ferðalag," segir 3D úr
reykjarkófinu. „Það er hægt að hlusta á hana
á margan hátt. Við vildum ná fram miklu
rými og dýpt.“
Að vanda syngur reggae-goðsögnin Horace
Andy með þeim á plötunni en þeir heppnu
sem sáu hann á tónleikum Massive Attack á
íslandi vita hvaða fjörefni hann er í tónlist
sveitarinnar. Sveitin nýtur líka aðstoðar
söngkonunnar Elizabeth Fraser úr Cocteau
Twins í þrem lögum, þ. á m. á næsta smá-
skífulagi, Teardrop, og ung söngkona, Sara
Jay, syngur eitt lag.
Samstarf við Radiohead
Samvinna Massive Attack og Radiohead
hefur staðið til síðan meðlimir sveitanna
hittust á músíkhátíð í Dublin i fyrra. Fyrst
stóð til að Massive endurhljóðblandaði
Þriðja plata Massive Attack, Mezzanine, er
komin út og miklar væntingar eru gerðar til
hennar. Hún hefur þegar verið kölluð „OK
Computer" þessa árs og er þá verið að bera hana
saman við hina geysigóðu plötu Radiohead frá
því í fyrra. Meðlimir Massive Attack eru frá
Bristol í Englandi og eru eiginlegir guðfeður
Bristolbylgjunnar svonefndu sem gat af sér tripp-
hoppið, Tricky, Portishead og Roni Size. Bristol
hafði þó löngu áður en Massive Attack kom fram
verið deigla rokks og döbb-tónlistar með sveitum
eins og The Pop Group og Mark and the Mafia.
Þessi tónlist væri ekki til ef hassreykingar væru
ekki til: grúfið er afslappað og hægt en hlaðið
skynvillum og þungum bassalínum. Tvær fyrri
plötur Massive Attack fengu almenning til að
snúa höfði og píra augun í átt til Bristol og þeirra
seiðandi tóna sem kokkaðir voru í hljóðverum
borgarinnar. Nú er sá hljómur sem sveitin þróaði
á fyrstu plötum sínum orðinn viðurkenndur og
minni spámönnum, eins og Madonnu og Natalie
Imbruglia, finnst ekki tiltökumál að læðast í að
hirða afrakstur tilraunanna og útjaska í eigin
poppi. Hvað gera hassbændur í Massive Attack
þá? Nú, þeir koma auðvitað með enn þróaðri og
þyngri plötu, áðumefnda Mezzanine.
Dýpt og rými
Platan er flókið safn áhrifa og strauma sem fé-
Massive Attack: Tónlist sem minnir á hljóórás úr dularfullri bíómynd.
Kylie Minogue:
Tilraunir með stíla
Ástralska leik- og söngkonan
Kylie Minogue hefur aldrei slegið í
gegn svo um muni á íslandi en á
flestum öðrum Vesturlöndum er
hún fræg og vinsæl og algengt and-
lit í „Fólki i fréttum" heimsins, að
koma út af matsölustað með ein-
hvem glaumgosa upp á arminn eða
snöktandi í jarðarfor Michaels Hut-
chence (þau voru einu sinni kær-
ustupar). Kylie kom fram á sjónar-
sviðiö sem leikkona í áströlsku sáp-
unni Nágrönnum fyrir tíu árum og
sló samhliða í gegn í poppinu með
nýrri útgáfu af eldgömlum smelli,
Locomotion. Síðan fylgdi samning-
ur við lagahöfundaþríeykiö Stock,
Aitken og Waterman og smellimir
rúlluðu stjórnlaust fram á tímabili:
sautján lög rötuðu á topp 10 í Eng-
landi og samtals seldust plöturnar í
14 milljón eintökum. Síðustu árin
hefur Kylie verið fræg fyrir að vera
fræg en átti skemmtilegan og
óvæntan sprett með Nick Cave í lag-
inu frábæra, „Where the Wild Roses
Grow“. Kella er löngu hætt að vinna
með Stock, Aitken og Waterman en
nýtur þess í stað aðstoðar úr ýms-
um áttum á nýrri plötu sem kom út
fyrir nokkrum vikum.
Vaxið frá vinsælda-
poppinu
Fyrst átti platan að heita „The
Impossible Princess" og koma út í
september i fyrra. Dauði Díönu
prinsessu setti aldeilis strik í reikn-
inginn og því var plötunni frestað
og heitir nú eftir söngkonunni,
„Kylie Minogue". Á plötunni reynir
Kylie að vaxa frá vinsældapoppinu
og leitar aöstoðar bæði úr rokk- og
dansgeiranum. Kylie er illa við að
verið sé að flokka sig og blæs á að
hún sé að eltast við tískustrauma í
tónlistinni. „Popptónlist er alltaf að
breytast," segir hún, „og það sem
áður var talið „indie" er nú orðið
popp. Platan er útkoma innri hugs-
ana, tilfmninga og reynslu sem ég
hef orðið fyrir á síðustu tveim
árum. Þetta eru tilraunir með texta
og ýmsar tegundir af tónlist." James
Dean Bradfield úr Manic Street Pr-
eachers samdi tvö lög með Kylie á
plötunni. Þau hittust heima hjá hon-
um. „Ég lét hann hafa nokkra texta
og hann fékk hugmynd, fór að slá á
gítarinn og sagði mér að skilja text-
ana eftir hjá sér. Nokkru síðar sendi
hann mér spólu með hrárri upptöku
af „I Don’t Need Anyone" og ég varð
yfir mig hrifin. Það var svo frisk-
andi að heyra tónlist sem var algjör-
lega öðruvísi en það sem ég hafði
verið að vinna að sjálf.“ í dansdeild-
inni nýtur hún aðstoðar Brothers in
Rhythm, Robs Dougan úr Clubbed
to Death-genginu og Dave Ball úr
The Grid.
Lærði af Nick Cave
Kylie hrósar samverkamönnum
sínum. „Fólki kann kannski að finn-
ast þessi samvinna einkennileg,"
segir hún, „en eftir að ég vann með
Nick Cave opnuðust fyrir mér dyr
og ég fer ekki af stað með neina for-
dóma þegar ég prófa mig áfram í
samvinnu." Það sem Kylie lærði
helst af Nick Cave voru heilindi og
einlægni í tónlistinni. „Hann er svo
gegnheill í því sem hann gerir að ég
gat ekki annað en orðið fyrir áhrif-
um af því. Ég fékk aðstoð og ráð hjá
honum þegar ég gerði þessa plötu og
hann benti mér fyrst og fremst á að
fylgja mínu eigin nefi.“
Að lokum lýsir Kylie nýju plöt-
unni í einni setningu: „Með þessari
plötu vildi ég gera poppaða dans-
plötu sem er aðgengileg en samt
með óslípuðum brúnum."
-glh
Aðgengileg en með óslípuðum brúnum: Kylie Minogue.
„OK Computer" en ekki
vannst tími til þess: „Radi-
ohead hafði mikil áhrif á
okkur með þessari plötu.
Þegar hún kom út sögðust
þeir félagar gjarnan vilja
að við endurmixuðum plöt-
una en það hefði tekið
marga mánuði þvi við
hefðum viljað vinna að
þessu verkefni með 100%
virðingu." Daddy G segir að sveitirnir ætli að f
reyna að hittast og hanga saman í lok sumars
og sjá til hvað gerist. „Thom á hús í Devon og
við ætlum bara að djamma saman þar. Von-
andi kemur eitthvað út úr því.“
Þar til að þvi kemur verður Massive Attack
að fullu að fylgja Mezzanine eftir með tón-
leikahaldi, viðtölum og öllu þvi sem bransinn
krefst af poppurunum. -glh
Djasstónleikar
Á sunnudagskvöld spil-
ar Kvartett Eyþórs Gunn-
arssonar þekkt djasslög í
Múlanum og hefst djass-
inn klukkan 21.
Stæner
í dag kl. 17 spilar
hljómsveitin Stæner, ný-
bökuð sigursveit mús-
íktilrauna, á síðdegistón-
leikum Hins hússins sem
fram fara á Geysi kakób-
ar.
Skítamórall
Hljómsveitin Skíta-
mórall spilar á heima-
velli í kvöld, á skólaballi
Fjölbrautaskóla Suður-
lands. Á morgun heldur
sveitin svo til Keflavíkur
þar sem haldinn verður
dansleikur fyrir 18 ára og
eldri í Skothúsinu.
Álafossföt
Bezt
Tríóið Slikk er ný
hljómsveit sem skipuð er
þremur sjóuðum tónlist-
armönnum. Þeir ætla að
troða upp á skemmti-
staðnum Álafossföt Bezt í
Mosfellsbæ föstudags- og
laugardagskvöld.
Buttercup
Gleðigjafarnir í Butt-
ercup munu skemmta
þeim sem mæta á Rósen-
berg í kvöld. Þeir halda
síðan norður á morgun
og halda sveitaball á Hót-
el Mælifelli á Sauðár-
króki.
Sóldögg i
Sjallanum
Sóldögg er komin í
sumarhaminn og heldur
norður á morgun til að
leika á Sjallanum á Akur-
eyri.
Kaffi
Amsterdam
Trúbadúrinn Siggi
Bjöms mun heiðra gesti
á Kaffi Amsterdam með
nærveru sinni og söng
um helgina.