Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Side 1
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998
21
Daða var boð-
inn samningur
Þýska handknattleiksliðið Dor-
magen hefur boðið Daða Hafþórs-
syni, Fram, þriggja ára samning.
Daði er þessa dagana að hugsa sinn
gang og mun svara Dormagen Qjót-
lega. -JKS
Lottó:
6 7 19 30 32 B: 16
Enski boltinn:
1x2 x21 221 22x1
„Viljum gjarnan koma aftur"
- Grænlendingar voru með á Andrésar andar leikunum
DV, Akureyri:
„Við erum hér 12
manna hópur, þar af
níu krakkar og allir
hafa skemmt sér stór-
kostlega," sagði Ole
Jens Lundblad, farar-
stjóri grænlenska hóps-
ins frá Ammassalik á
Grænlandi, en keppend-
ur þaðan og frá Nuuk
settu skemmtilegan svip
á Andrésar andar leik-
ana. „Þetta hafa verið
afskaplega skemmtileg-
ir dagar hér á Akureyri,
og við viljum mjög
gjarnan koma aftur á
næsta ári,“ sagði Ole
Jens Lundblad.
-gk
Umfjöllun um
Ole Jens Lundblad frá
leikana er á bls. 23-28 Grænlandi. DV-mynd gk
EM í borðtennis
Tap i ollum
leikjunum
íslenska landsliðið í borðtennis reið ekki feitum
hesti frá riðlakeppni Evrópumótsins í borðtennis
sem fram fór um helgina.
íslenska liðið tapaði fyrir liði Búlgara, 0-4, með
sama mun fyrir Dönum en naumlega fyrir liði
Eistlendinga. -SK
Evrópumótaröðin í golfi:
Sá danski í
miklu stuði
Danski kylfingurinn Thomas Björn vann
góðan sigur á opna
spænska meistara-
mótinu í golfi sem
lauk um helgina.
Þetta var annar
sigur Danans í
mótaröðinni á
þessu ári í jafn-
mörgum mótum.
Björn lék loka-
Thomas Bjorn. hringinn á aðeins
66 höggum og samtals lék hann holum-
ar 72 á 267 höggum, 21 höggi undir pari
vaiiarins á 72 holum.
Á hæla Bjöms, aðeins einu höggi á
eftir Dananum, komu þeir Jose Maria
Olazabal, Spáni, og Greg Chalmers frá
Ástralíu. -SK
Londonmaraþon:
Lítill munur á
42 kilómetrum
írska stúlkan Catherina McKiern-
an vann mjög
nauman sigur í
hinu sterka
Londonmara-
þonhlaupi sem
fram fór í stór-
borginni i gær.
McKieman
kom í mark á
2:26,26 klst.
Catherina McKiernan. önnur varð Liz
McColgan frá Bretlandi á 2:26,54
klst., aðeins 28 sekúndum á eftir sig-
urvegaranum. Aðeins 28 sekúndum á
eftir McColgan og í þriðja sæti kom
Joyce Chepchumba frá Kenýa á
2:27,22 klst.
í karlaQokki sigraði Abel Anton
frá Spáni á frábæram tíma. Hann
hljóp kQómetrana 42 á 2:07,57 klst.
Annar varð Abdelkhader el Mouciziz
frá Marokkó á 2:08,07 klst., aðeins 9
sekúndum á eftir sigurvegaranum.
Þriðji varð Antonio Pinto frá Portú-
gal á 2:08,13 klst., aðeins 15 sekúnd-
um á eftir Abel Anton. Þetta er eitt
jafhasta Londonmaraþonhlaupið sem
fram hefur farið. -SK
Evrópumótið í fimleikum:
Rúnar komst
ekki í úrslit
Rúnar Alexanderson komst ekki í úrslit á Evrópumeistaramótinu í fim-
leikum sem fram fór um helgina. Rúnar stóð sig þó vel og var í raun óhepp-
inn að komast ekki i úrslit í fjölþraut og í æQngum á bogahesti.
í íjölþrautinni fékk Rúnar 9,025 fyrir æfingar á tvíslá, 9,175 fyrir æfingar á
bogahesti og var lengi vel í öðm sæti í báðum greinum. Rúnar fékk 8,35 fyr-
ir stökk, 8,15 fyrir gólfæfingar og 8,0 fyrir æQngar í hringjum. Rúnar gerði síð-
an afdrifarík mistök á svifrá og fékk aðeins 6,825 fyr-
ir æQngamar. Þar með fór draumurinn um þátt-
töku í úrslitum í fjölþrautinni. Rúnar hafnaði í
34. sæti af 129 keppendum. Hrein og klár dóm-
aramistök komu í veg fyrir að Rúnar keppti i úr-
slitum á bogahesti.
Auk Rúnars keppti Jón Trausti Sæmundsson í
karlaQokki. Hann fékk 7,45 fyrir gólfæfingar, 6,9 fyr-
ir bogahest, 7,375 fyrir æfíngar í hringjum, 8,25 í
stökki og var það hans hæsta einkunn. Samtals
hlaut Jón Trausti 45,875 í einkunn og hafnaði í 40.
sæti af 129 keppendum. Þriðji íslenski keppand-
inn á mótinu, en þeir koma allir frá Gerplu, var
Viktor Kristmannsson, en hann er 14 ára og
keppti í unglingaQokki. Viktor stóð sig vel,
hlaut samtals 37,5 í einkunn, en komst ekki í
úrslit. Mótið fór fram í St. Pétursborg í Rúss-
landi og fór í alla staði vel fram.
-AIÞ/-SK
- Stjarnan íslandsmeistari í handbolta kvenna og vann öll þrjú mótin. Bls. 28