Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Síða 6
26 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 íþróttir DV i Svipmyndir frá Andrésar andar leikunum á Akureyri um helgina Það er auðvelt að gleyma sér í hita leiksins á Andrésar andar leikum. Björn Þór Ólafsson, í rauðri úlpu, sem keppt hefur á tugum landsmóta var meðal áhorfenda á göngukeppni þeirra yngstu í Hlíðarfjalli og gleymdi sér gjörsamiega í hvatningarópunum til sinna manna frá Ólafs- firði sem stóöu sig að venju mjög vel í göngunni. DV-mynd gk Hermann Hermannsson, fararstjóri á Andrésar andar leikunum: „Þetta er þriðja árið sem ég kem á Andrésar andar leikana sem farar- stjóri og leikamir breytast lítið. Þaö er líka lítil ástæða til breytinga, framkvæmdin er í föstum skorðum og stjómað af gífurlegum krafti,“ segir Hermann Hermannsson sem var fararstjóri Breiðabliksliðsins úr Kópavogi en í því vora 38 keppendur að þessu sinni. „Þessir leikar era eitt það merkilegasta sem gert er fyrir bömin í landinu, umgjörð leikanna er slík og framkvæmdin frábær. Margir koma ár eftir ár. Þeir sem kepptu héma á fyrstu árum leikanna era famir að koma með börnin sin og svona mun þetta ganga. Sjálfur á ég 13 ára ungling sem keppti i síðasta skipti í fyrra og ég á 10 ára keppanda núna. Svo var ég farinn að sjá fram á að hafa ekki erindi hingað þannig að nú er ég kom- inn með 15 mánaða bam sem kemur sem keppandi eftir nokkur ár. Þannig gengur þetta fyrir sig.“ -gk Hermann Hermannsson fararstjóri Breiðabliks. „Fleiri í alpagreinum Bikaraboröiö f íþróttahöllinni á Akureyri þar sem verðlaunaafhending á Andrésar andar leikunum fer jafnan fram. Alls voru veittir 56 bikarar á leikunum að þessu sinni og verölaunapeningarnir sem hengdir voru um hálsa keppenda voru mörg hundruð. DV-mynd gk Þessar hressu stelpur frá Austurlandi létu mikið til sín taka í alpagreina- keppni 10 ára stúlkna. F.v.: Kristín Auöbjörnsdóttir, Eskifirði, sem var í 3. sæti í stórsvigi, Alexandra Tómasdóttir frá Neskaupstaö, sem vann bæöi svig og stórsvig, og Arna Mekkín Ragnarsdóttir frá Neskaupsstaö sem varð f 2. sæti bæöi í svigi og stórsvigi. Það var ekki nema von aö þær brostu sínu blíðasta fyrir framan myndavélina. Svona haga menn sér sem hafa komiö 18 sinnum á Andrésar andar leika. Haukur Sigurðsson frá Ólafsfirði hóf feril sinn á leikunum sem keppandi og varö síöan landsliðsmaður okkar og fremsti skíðagöngu- maður um árabil. Síðan hefur hann veriö í hlutverki fararstjóra, þjálfara, pabba og „smyrjara" og á leikunum nú brá hann sér einnig í hlutverk skemmtikraftsins og stjórnaöi fjöldasöng og leikjum á kvöldvökum í höllinni. DV-mynd gk en göngu á Siglufiröi" - segir Tinna Mark Duffield sem keppti í svigi og stórsvigi Hrafnhildur hélt sínu striki DV, Akureyri: Hrafnhildur Guðnadóttir frá Siglufirði fór að æfa sig á gönguskíðum þremur vikum fyrir Andrésar andar leikana í fyrra. Hún hélt síðan til Ak- ureyrar og gerði sér lítið fyr- ir og vann sigur, bæði með hefðbundinni aðferð og frjálsri aðferð í 11 ára flokkn- Hrafnhildur Guönadóttir. um Hrafnhildur var mætt aftur á Andrésar-leikana að þessu sinni og keppti að sjálfsögðu í 12 ára flokki stúlkna. Og sigrar hennar í báðum göngunum þar komu ekki neinum á óvart. „Ég veit ekki hvers vegna ég byrjaði ekki fyrr að æfa en þetta er mjög skemmtilegt og það er frábær aðstaða til að æfa á Siglufirði. Vonandi gengur mér áfram svona vel,“ sagði Hrafnhildur. -gk Brynjar og Hrannar meö skjöl til staðfestingar á Par- ísarferöinni. Tinna Aiavisdóttir frá Eskifiröi var farin heim á leið þegar dregið var úr nöfnum keppend- anna. DV-mynd gk Þrjú fengu Parísarferð DV, Akureyri: Yngstu krökkunum á Andrésar andar leikunum var boöið upp á „leikjabraut" í Hlíðarfjalli en slík braut er eins kon- ar keppnisbraut þar sem þó er farið i gegnum óvenjuleg hlið á leiöinni. Hér má sjá einn keppanda í leikjabrautinni og ekki er annað aö sjá en stíllinn sé góður þótt hann sé ekki hár i loftinu. DV-mynd, gk. DV, Akureyri: „Ég er sko ekki ánægð með þennan tíma en vonandi gengur mér betur í sið- ari ferðinni,“ sagði Tinna Mark Duffield frá Siglufirði en hún hafhaði í 9. sæti í svigi 12 ára stúlkna, og í 18. sæti í stór- sviginu. Tinna er, eins og reyndar má sjá á nafni hennar, dóttir knattspymu- kappans landskunna frá Siglufirði, Marks Duffields. Þrátt fyrir mikinn gönguskíðaáhuga á Siglufirði segir Tinna að þar æfi þó samt fleiri alpagreinar og sjálf segist hún vera búin að æfa síðan hún var 6 ára. „Ég hef komið á Andrésar-leikana á hverju ári siðan og mér hefur oft gengið vel hér og unnið til verðlauna. Ætli ég hafi ekki dalað aðeins síðustu árin á með- an hinar hafa líka verið að verða betri og betri," segir Tinna. Hún segist harðákveðin að æfa áfram þótt hún fái ekki að keppa oftar á Andr- ésar-leikunum, nú taki unglingamótin við og það verði líka skemmtilegt. -gk Tinna Mark Duffield að lok- inn fyrri feröinni i sviginu. Pimkturinn yfir i-ið á Andrésar andar leikunum að þessu sinni var þegar Haukur Sigvuðsson, fyrrum skíðakappi og skemmtikraftur frá Ólafsfirði, var kail- aður fram á gólfið í íþróttahöliinni á lokaathöfii leik- anna og fengið það verkeftii að draga út nöfn þriggja keppenda. Það var mikil spenna í höllinni enda var i boði ferð til Parísar fyrir hina þrjá heppnu þar sem m.a. verð- ur farið í skemmtigerðinn heimsfræga, Euro Disney, í boði Sambands sparisjóðanna, Samherja og Flug- leiða. Nöfnin sem Haukur dró úr pottinum vora: Brynjar Valþórsson og Hrannar Ólafsson sem báöir eru frá Akureyri, og Tinna Alavisdóttir frá Eskifirði og þeirra býður ævintýraferð til Frakklands. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.