Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Page 8
28 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 íþróttir Stjarnan (13)24 Haukar (10) 23 0-1, 1-2, 6-2, 7-5, 10-6, 11-8, 13-9, (13-10), 17-10, 18-11, 20-12, 21-15, 22-17, 23-19, 23-23, 24-23. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 12/2, Anna Blöndal 6, Hrund Grétarsdóttir 3, Inga S. Björg- vinsdóttir 1, Herdís Sigurbergsdóttir 1, Nína K. Bjömsdóttir 1. Varin skot: Lijana Sadzon 21. Mörk Hauka: Harpa Melsteð 9/2, Judith Esztergal 7, Hulda Bjarnadótt- ir 5, Auður Hermannsdóttir 1, Tinna Björk Halldórsdóttir 1. Varin skot: Alma Hallgrímsdóttir 4. Utan vallar: Stjaman 8 mín., Haukar 2 min. Ahorfendur: Rúmlega 1000 og húsið troðfullt. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Dæmdu vel. Maður leiksins: Ragnheiður Steph- ensen, Stjörnunni. Herdís Sigurbergsdóttir: „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Viö trúðum því innst inni að við myndum hafa þennan leik,“ sagði Herdís Sigurbergsdóttir, fyrirliði Stjömunnar. „Ég var búin að segja fyrir þennan leik að það skipti engu máli hvernig leikurinn væri í tölum á meðan annað liðið væri einu marki yfir og það stóðst. Ég átti alveg von á þvi að það yrði spenna fram á síðustu sekúndur. Núna er mér hins vegar alveg sama. Við unnum og það er æði,“ sagði Herdís. Ragnheiður Stephensen: „Átti að koma heim" „Þetta er það sem við höfum verið að rembast við mörg und- anfarin ár og það var alveg ör- uggt að þessi titill átti að koma heim,“ sagði Ragnheiður Steph- ensen, sem átti frábæran leik fyrir Stjörnuna. „Þegar ég tók vítið hugsaði ég aðeins að maður gæti ekki sleppt þessu tækifæri. Hún var búin að verja tvö frá mér í fyrri leiknum og það þýddi bara að ég var búin að klikka," sagði Ragnheiður. Thelma fékk höfuðhögg Thelma Björk Árnadóttir, homamaður Hauka, fékk þungt höfuðhögg þegar hún lenti í sam- stuði við Herdísi Sigurbergsdótt- ur þegar tæpar 13 mínútur vora eftir. Hún vankaðist og lá lengi á vellinum meðan margir stumr- uðu yfir henni. Hún var síðan studd af velli og lék ekki meira. Hún náði þó að jafna sig og óskaði Stjörnustúlk- um til hamingju með titilinn ásamt félögum sínum. Herdís fékk aukahring Stjörnustúlkur hlupu sigur- hring með bikarinn að verð- launaafhendingu lokinni. Einn liðsmann vantaði þó í hringinn, Herdísi Sigurbergs- dóttur, sem var í sjónvarpsvið- tali. Hún var ekki sátt við það og krafðist þess að hlaupinn yrði annar hringur sem hún gæti tek- ið þátt í. Það var gert. íþróttaandi Þrátt fyrir tapið bám Hauka- stúlkurnar sig vel og samfogn- uðu Stjörnustúlkum brosandi. Þær mega líka vel viö una enda bjuggust margir við því að Haukar yrðu auðveld bráð fyrir Stjömuna. Ánægjulegt var að sjá sannan iþróttaanda ríkja milli þessara liða að leik loknum. Stjaman rauf oddaleikjaheföina og tryggði sér þriðja titilinn í vetur Loksins tókst Stjömunni að vinna þrefaldan sigur í kvenna- flokki. Liðið hefur verið í fremstu röð til margra ára en hefur þó aldrei tekist að vinna alla titlana þrjá sem í boði em þó að oft hafi lið- ið haft burði til þess. En nú tókst það loksins og það fór vel á því að þær tryggðu sér þennan sigur í hreinum úrslitaleik um íslands- meistaratitilinn i Ásgarði í Garða- bæ þar sem þær hafa tapaði rimm- unni um titilinn síðustu tvö árin. Haukar höfðu frumkvæðið fram- an af en eftir fimm mínútur kom slæmur kafli hjá þeim þar sem liðið skoraði ekki mark í rúmar átta mín- útur. Það var fyrst og fremst frá- bærri 5-1 vöm Stjömunnar að þakka, sem og markverðinum Sadzon sem sýndi nú sitt rétta and- lit. Haukamir komust lítið áleiðis gegn þessari vöm og réðu auk þess ekkert við Ragnheiði Stephensen sem raðaði hreinlega inn mörkun- um í fyrri hálfleik. Hún gerði þá 8 af 13 mörkum Stjömunnar. Eftir miðj- an fyrri háifleik hélt Stjaman 3-5 marka forskoti og var munurinn þrjú mörk í leikhléi, 13-10. Segja má að Stjaman hafi tryggt sér sigurinn á fýrstu sjö mínútum síðari hálfleiks en þá skoruðu þær fjögur mörk í röð og náðu síðan átta marka forskoti, 20-12. Þá gerðu Stjörnustúlkur það sem íslenskt lið gera cilltof oft þegar þau ná góðu for- skoti. Þær slökuðu á og Haukum tókst að brúa bilið smátt og smátt með mikilli baráttu og undir lok leiksins var spennan orðin gríðar- leg. í raun getur Stjaman þakkað markverði sínum að Haukarnir komust hreinlega ekki yfir á þess- um kafla. Hún varði hvað eftir ann- að úr dauðafærum en félagar henn- ar gátu ekki nýtt sér það sem skyldi. Þær skomðu t.d. aðeins þrjú mörk síðustu fimmtán mínútur leiksins. Hulda Bjamadóttir jafnaði leikinn, 23-23, úr hominu þegar 1:10 mínútur vom eftir en Stjaman hélt haus og þegar 11 sekúndur vom til leiksloka fiskaði Hmnd Grétarsdótt- ir vítakast sem Ragnheiður Steph- ensen skoraði úr af öryggi. Sá tími sem eftir var var of naumur fyrir Hauka að knýja fram framlengingu. Stjömustúlkur eiga þennan titil skilinn enda em þær búnar að vera bestar í allan vetur. Uppskeran er einnig eftir því, þrír titlar. Ragn- heiður Stephensen fór hamförum í leiknum og Haukastúlkumar réðu ekkert við hana. Anna Blöndal átti einnig frábæran leik og er að kom- ast í hóp fremstu hornamanna landsins í kvennahandboltanum. Þá má ekki gleyma þætti Lijönu Sadzon markvarðar sem bjargaði málunum fyrir Stjömuna þegar þær slökuðu fullmikið á klónni undir lok leiksins. Haukastúlkur töpuðu þessum leik í byrjun seinni hálf- leiks með hræðilegum kafla. Þær sýndu þó gríðarlega seiglu undir lokin með því að vinna upp átta marka forskot og hefðu kannski með smáheppni getað knúið fram framlengingu. Harpa Melsteð, Hulda Bjamadótt- ir og Judith Ezstergal vom bestar hjá Haukum en það munaði miklu að markverðir þeirra náðu sér eng- an veginn á strik, vörðu aðeins 4 skot í leiknum. í leik sem þessum getur slíkt gert gæfumuninn. -HI „Geðveiki í 60 mínútur" - sagöi Aðalsteinn Jónsson, þjálfari Stjörnunnar „Það var mikil taugaspenna í lokin og svo munaði mikið um að missa Dísu (Herdísi Sigurbergsdóttur) út af. Það var hungriö sem skóp sigurinn hjá okkur, að vilja, ætla og geta. Þetta er geöveiki í 60 mínútur og ef maður trúir á þetta þá gengur það. Haukar voru verðugir andstæðingar og voru jafht og þétt að komast inn í þetta. Við ætluðum okkur að fara alla leið og við gerðum það,“ sagði Aðalsteinn Jónsson, þjálfari Stjömunnar, eftir leikinn. Uppskeran hjá hans stúlkum er góð, þrír titlar, og er þetta í fyrsta sinn sem lið í kvennahandboltanum hirðir alia þrjá titlana frá því þetta nýja keppnisform var tekið upp. „Þær voru miklu betri“ - sagði Magnús Teitsson, þjálfari Hauka „Þær voru bara miklu betri í dag og áttu sigurinn fyllilega skilinn," sagði Magnús Teitsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Markvarslan hjá okkur var lítil sem engin á meðan markvörður Stjörnunnar var að verja mjög vel. í þessum leik skiptir ekki máli þó að við höfum unnið þær í oddaleik tvö síðustu ár. Það er árið núna sem skiptir máli og í dag voru þær hreinlega betri.“ „Við byrjuðum mjög illa, spiluðum ekki eins vel og við getum, og þær voru hreinlega betra liðið í dag. Við sýndum rosalegan karakter að ná þessu þó upp í þetta og ég er mjög ánægður að við gátum það og að við gerðum þeim þetta ekki of létt fyrir. Þær höfðu viijann og þurftu að hafa fyrir þessu og eigum við ekki bara að segja að þær hafi átt þetta skilið í dag,“ sagði Harpa Melsteð, fyrirliöi Hauka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.