Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Page 4
FIMMTUDAGUR 30. APRlL 1998 33"V
22 tf|n helgina
Tjarnarsalur Ráðhússins:
Afganistan myndað
Þessa mynd af kaupmönnum í Shibergan tók Inga Margrét þegar hún var aö kynna starfsemi
endurhæfingarstöövar sinnar.
Á laugardaginn
kl. 16 verður opnuð
sýning í Tjamarsal
Ráðhúss Reykja-
víkur á ljósmynd-
um Ingu Margrétar
Róbertsdóttur sem
hún tók meðan hún
dvaldi í Afganist-
an. Þar bjó hún frá
því í desember 1996
til júní 1997 og
sinnti störfum á
vegum Rauða kross
íslands.
Þama er um að
ræða um 30 myndir
sem sýna annan
menningarheim en
við eigrnn að venj-
ast og kynna um
leið almenningi
það starf sem Al-
þjóðaráð Rauða
krossins og Rauða
hálfmánans vinnur
við erfiðar aðstæður.
Meðan hún var í borginni Mazar-
i- Sharif stjómaði Margrét ásamt
breskum stoðtækjasmið gervilima-
og endurhæfingarstöð með um 50
sjúkrarúmum og göngudeildarþjón-
ustu. Þjónustusvæði stöðvarinnar
náði yfir noröurhémð Afganistan,
um það bil 200.000 ferkílómetra
svæði. Þar vora smíðaðir um 100
gervifætur á mánuði og einnig
spelkur hækjur og annað sem
þurfti.
Inga Margrét segir ástandið á
þessum slóðum alls ekki gott um
þessar mundir. Rauði krossinn hef-
ur orðið fyrir talsverðum árásum
undanfarið og sjálf varð hún vitni
að snörpum bardögum sem áttu sér
stað við heimili hennar.
Carl Möller píanóleikari er einn þeirra sem ætla aö djassa fyrir gesti og gang-
andi í Hafnarborg á morgun.
Hafnarborg:
Djassað á degi alþýðu
Hinir árvissu djasstónleikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verða í Kaffi-
stofu Hafnarborgar fóstudaginn 1. maí kl. 21. Á efnisskránni verður innlend
og erlend djasstónlist. Flytjendur eru Carl Möller píanóleikari, Stefán Ómar
Jakobsson básúnuleikari, Gunnar Gunnarsson flautuleikari, Birgir Braga-
son bassaleikari og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari.
Aðgangur er ókeypis og era allir velkomnir.
Vinkonur úti I náttúrunni, eitt verka Kíkós Korríró sem sýnt veröur í Gallerí
Kambi.
Gallerí Kambur:
Kíkó Korríró
Á laugardaginn klukkan 17 opnar
alþingismaöurinn ísólfur Gylfi
Pálmason nýtt myndlistargallerí í
Holta- og Landsveit sem ber nafniö
Gallerí Kambur. Fyrsta sýning gall-
erisins veröur á myndverkum lista-
mannsins og einfarans Kíkós
Korriró.
Sýning listamannsins ber yfir-
skriftina Myndir úr þjóðarsálinni
og þar er að finna um 50 pastelverk
sem unnin era á pappir, flest á síð-
astliðnum 10 árum. Kíkó Korríró,
eða Þórður G. Valdimarsson eins og
hann heitir réttu nafni, hefur hald-
ið eina einkasýningu áður, áriö
1983. Um myndir sínar hefur Þórður
sagt: „Það sem vakti fyrir mér viö
gerð myndanna var alls ekki að
gera listaverk heldur að virkja hæfi-
leika mína til hugboða sem ég vissi
aö ég bjó yfir í ríkum mæli og ég
taldi að gætu komiö mér að gagni
við vissar lífeðlisfræðilegar rann-
sóknir er hugur minn stóð til, sem
sé rannsókn á eðli lífs, dauða og
öldranar, svo og fyrirbrigðinu guð -
frá vísindalegu sjónarmiði fremur
en trúarlegu."
Sýningin verður opin alla daga
nema miðvikudaga fram til 2. júní.
Gerðuberg:
Fantasía og fornir draumar
Á sunnudaginn, kl. 17, verður
haldin í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi seinni sýning á verkinu
Tóndansmynd en það var framflutt
sl. þriðjudagskvöld. Tóndansmynd
er um það bil klukkutímalangur
gjömingm- þar sem tvinnaðar era
saman þrjár listgreinar: tónlist,
dans og myndlist. Áhorfandinn er
leiddur inn í framandi og draum-
kenndan heim þar sem viðmið
hversdagsins eru ekki lengur til
staðar en fantasían og fomir
draumar taka yfirhöndina.
Höfundar og flytjendur eru
Guðni Franzson tónlistar-
ánsdóttir dansari og Ragnhildur
Stefánsdóttir myndlistar-
-— maður.
Tóndans-
myndin er
Á innblásin
S af lífs-
freyj-
unnar
á
Hliða-
renda, Hallgerðar langbrókar, og
hugarástandi hennar. Myndin er
dansandi, gúmmíkenndur skúlptúr
við tónlist sem er ýmist köld eða til-
finningaheit og á stundum yfir-
þyrmandi.
Inn í fyrrihluta gjörningsins flétt-
ast tónlist effir meiri háttar spá-
menn 20. aldar, svo sem John Cage
og Luciano Berio, en einnig frum-
stæðir tónar, leiknir á framandi
hljóðfæri eins og didjeridu og
krúmmhom.
Lára Stefánsdóttir dansari er ein
þriggja flytjenda gjörningsins
Tóndansmyndar en hinir tveir eru
t'~'i Guöni Franzson og Ragnhildur
Stefánsdóttir.
DV-mynd E.ÓI.