Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 10
>44
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998
i&nlist
ísland
— plötur og diskar —
Rykið dustað af gleymdri kvikmyndatónlist:
) 1(1) Left of the Middle
Natalie Imbruglia
t 2 ( - ) Mezzanine
Massive Attack
t 3(4) All Saints
All Saints
4 4(2) Pottþótt 11
Ymsir flytjendur
i 5(3) This is Hardcore
Pulp
| 6(6) Pilgrim
Eric Clapton
t 7(8) Tho Pillage
Cappadonna
4 8(5) Madonna
Ray of Light
t 9 ( - ) A Thousand Leaves
Sonic Youth
t 10 (11) Let's Talk About Love
Ccline Dion
4 11 ( 7 ) Titanic
Ur kvikmynd
4 12 ( 9 ) Drumsanddecksandrockandroll
Propellcrheads
4 13(10) Moon Safari
Air
t 14 (- ) Jackie Brown
Úr kvikmynd
| 15 (15) Urban Hymns
The Verve
| 16 (16) Fat Of The Land
The Prodigy
4 17 (12) Moment of Truth
Gang Starr
4 18 (13) OK Computer
Radiohead
t 19 ( - ) Walking Into Clarksdale
Page & Plant
t 20 (Al) Glinggló
Björk & Tríó Guðmundar Ingólfs.
London
-lög-
t 1. (-) AIIThatlNeed
Boyzone
| 2. ( 1 ) It's Like that
Run DMC Vs Jason Nevins
t 3. (- ) Sound Of Drums
Kula Shaker
| 4. ( 3 ) Feel It
The Temperer featuring Maya P...
f 5. ( - ) Road Rage
Catatonia
t 6. (- ) Last Thing On My Mind
Steps
4 7. ( 5 ) Truely Madly Deeply
Savage Gardon
4 8. ( 2 ) Turn it up / Fire it up
Busta Rhymes
t 9. ( - ) Dance Tho Night Away
Tho Mavericks
4 10. ( 4 ) My Heart will go on
Celine Dion
>
NewYork
-lög-
t 1. (1 ) Too Close
Next
t 2. ( 5 ) You're Still the One
Shania Twain
| 3. ( 3 ) Let's Ride
Montell Jordan
t 4. ( 2 ) All My Life
K-Ci & Jojo
4 5. ( 4 ) Frozen
Madonna
t 6. ( 7 ) Body Bumpin' Yippie-Yi-Yo
Public Announcement
t 7. ( 8 ) Truely Madly Deeply
Savage Garden
t 8.(11) Everybody
Backstrect Boys
4 9. ( 6 ) Romeo & Juliet
Sylk-E. Fyne
| 10. (10) Sex&Candy
Marcy Undorground
Bretland
— plötur og diskar—
t 1. ( -) Mezzanine
Massive Attack
4 Z ( 1 ) Life Thru a Lens
Robbie Williams
t 3. ( -) Walking Into Clarksdale
Page & Plant
| 4. ( 4 ) The Best Of
James
t 5. (13) International Velvet
Catatonia
4 6. ( 2 ) Let's Talk About Love
Coline Dio
| 7. ( 3 ) Titanic
Úr kvikmynd
4 8. ( 6 ) Urban Hymns
The Verve
4 9. ( 7 ) Ray of Light
Madonna
4 10. ( 8 ) Essentials
George Benson
Bandaríkin
— plötur og diskar —
t 1. (1 ) Titanic
Úr kvikmynd
t 2. ( 2 ) Let's Talk About Love
Celine Dion
| 3. ( 7 ) City of Angels
Úr kvikmynd
t 4. ( 5 ) Savage Garden
Savage Garden
^ | 5. ( 4 ) Backstreet Boys
* Backstroot Boys
4 6. ( 3 ) Qotthe Hook-Úpl
Ur kvikmynd
t 7. ( 8 ) Love Always
K-ci & Jojo
t 8. ( 9 ) Ray of Light
Madonna
t 9. ( - ) Come On Over
Shania Twain
|10. (10) Left of the Middle
L*, Natalie Imbruglia
i
Fornleií'aírædi
semBsegirBsex!
Við búum við endurunninn tón-
listarveruleika í dag. Hjólið er fund-
ið upp á nýtt á hverjum degi. Það
sem var hallærislegt í gær er ógeös-
lega kúl á morgun. Allt er að fá upp-
reisn æru; engin tónlist síðustu
þrjátíu ára er svo frámunalega hall-
ærisleg að hún sé ekki gengin í
hring og komin aftur sem nýupp-
blásinn og ferskur draugur úr for-
tíðinni. Fornleifafræðingar hjá
þýska plötufyrirtækinu Crippled
Dick Hot Wax eiga nóbelsverðlaun í
poppi skilið fyrir frábæra fundvísi á
forna en fríska kvikmyndamúsik.
Tónlistin sem þeir hafa verið að
kynna hafði hírst rykfallin og nið-
urlægð á háalofti poppsins áratug-
um saman og ekki verið heyranleg
öðrum en sérvitrum plötusöfhurum.
Allar þessar plötur eiga sammerkt
að þeim fylgir einhver forvitnilegur
gustur úr fortíðinni og það jafnast á
við að vafra um ævintýralegan flóa-
markað að hlusta á þær. Tékkum...
Tónlist fyrir lesbíska
vampíru
Það sem ruddi brautina var diskur-
inn „Vampyros Lesbos", sem geymir
tónlist úr þremur myndum Spánverj-
ans Jess FYanco. Sá er þekktur fyrir
ofurmannleg afköst, hefur gert allt
upp í 13 myndir á ári. Mest eru þetta
einnig ofurmannlega lélegar myndir,
en þó alltaf með mjög fyndnum „list-
rænum metnaði" sem gerir þær at-
hyglisverðar. Ofbeldi og klám er
Spánverjanum hugleikið yrkisefni og
er tónlistin á Vampyros disknum
fengin úr þrem myndum sem hann
geröi árið 1970; „Vampyros Lesbos",
„She Kills in.Ectasy" og „The Devil
Came from Akasawa". Þar lendir les-
bísk blóðsuga í dularfullum málum,
lufsast fáklædd og stjörf um miðalda-
kastala og drepur og sefur hjá á víxl.
Hin eggjandi lesbía er leikin af
Soledad Miranda, sem ýmsir
kompunördar vilja koma í guðatölu.
Hún var aufúsugestur í myndum
Francos en lést í bílslysi árið 1971, að-
eins 27 ára. Höfundar tónlistar eru
tveir þýskir heiðursmenn, Manfred
Hubler og Siegfried Schwab. Þeir sjá
um útsetningar en tónlistin er flutt af
Vampires’ Sound Incorporation; sessí-
onmönnum í ankannalegu ástandi.
Ekki veit ég um önnur afrek þeirra
Hublers og Schwab, eða hvort þeir
voru lokaðir beint inn eftir þetta. Á
þessum diski fara þeir hins vegar á al-
gjörum kostum og skapa fáránlega
flottar stemningar. Sýrulagðir sítarar
keppa hér um athyglina við hvellar
bakraddasöngkonur, eitthvað sem
hljómar eins og stór gormur að
skrölta í stálbala og píanó að detta
niður stiga - og hér er ég bara að tala
um eitt lag! Takturinn er þó alltaf
grúfí og kúl og minnir um margt á
sýru-fönk og djass. Vampyros Lesbos
diskurinn hefur selst í nokkur hund-
ruð eintökum á íslandi. Hann er líka
margnotaður á kafíihúsum bæjarins
og þegar maður heyrir snilldina
skimar maður ósjálfrátt í kringum sig
og gáir hvort Soledad Miranda sé
nokkuð farin að dansa uppi á næsta
borði.
Þýskt klámpopp
Annar fimm stjömu diskur frá eð-
almerkinu þýska er „Schulmadchen
Report", sem hefur að geyma tónlist
úr nokkrum léttbláum þýskum klám-
myndum frá því um 1970. Myndirnar
vom með „vísindalegu ívafi“ til að
kynna ungum Þjóðveijum gmndvall-
aratriðin í kynfræðslu en vom auðvit-
að ekkert annað en illa dulbúnir kyn-
lífsfarsar sem féllu i svo góðan jarð-
veg að um 7 milljón Þjóðveijar mættu
á fyrstu myndina sem var frumsýnd
árið 1968. Þessar myndir hafa orðið
vinsælar aftur meðal ruslmyndaspek-
inga enda fullar af léttrugluðum hú-
mor og töfíhallærislegri popphippat-
isku, en tónlistin er líka stór þáttur í
þessari endurvakningu. Sá sem samdi
við þessar ræmur heitir Gert Wilden.
Hann er Tékki og lærði í Prag og
hafði gert tónlist viö um 50 kvikmynd-
ir af öllum gerðum áður en hann tók
að sér klámverkefnið. Aðspurður
hvort hann færi í ákveðnar stellingar
þegar hann semdi fyrir myndimar
svaraði hann því til að fyrst leikar-
amir gætu þóst fyrir framan kvik-
myndavélina ætti hann eins að geta
samið þessa tónhst í öllum fötum.
Tónlistin er vægast sagt glatt og geggj-
að klámpopp og hefði ekki getað orðið
til á öðrum tíma en í lok bitlaáranna.
Gert segir að sig dreymi alltaf það
sama áður en hann fer að taka upp -
„að milljón grænir karlar séu að spila
milljón vitlausar nótur í hljómsveitar-
gryt]u“ - og tónlistarmaður sem á sér
svona drauma getur ekki annað en
gert frábæra tónlist!
Og ítalskt pastapopp
Viðtökumar við þessum tveim út-
gáfum hleyptu miklu kappi í fornleifa-
fræðingana hjá Crippled Dick Hot
Wax. Þeir fóru nú að leita í skúma-
skotum evrópskrar kvikmyndagerðar
og fundu loks verðugt viðfangsefni í
ítölskum B-myndum frá síöbítlaskeið-
inu þar sem grín, spenna, hryllingur
og erótík sullast saman í kekKjótta
heild.
Ekki dugði minna til en tveir di-
skar til að koma þessari tónlist til
skila, „Beat at Cinecitta volume 1 og
2“. Hér gutlar og sýður á pastapopp-
inu og ljóst að áhrif meistara Ennio
Morricone eru ekki langt undan.
Merkilegir spámenn eiga hér fína
spretti, Piero Piccioni og Nora Orl-
andi þar afkastamestir. Tónlistin er
gustmikil og sólrík, mikið um háal-
varleg tilþrif en þó alltaf fjömgur
taktur í fyrirrúmi og ljóst að ítalskar
skvisur hafa dansað við þessa tónlist
uppi á Fíatbílum fyrr á öldinni á með-
an tyggjójórtrandi Rómverjar héngu
svalir á götuhornum og stældu
gangstera B-myndanna eða snemst í
hringi á Vespum.
Jerry Cotton bjargar
heiminum
Á meðan Dýrlingurinn bjargaði
heiminum á íslandi sá FBI-njósnarinn
Jerry Cotton um þá deild í Þýskalandi.
Sá var hökustæltur og jakkafata-
klæddur byssutöffari og leikinn af Ge-
orge Nader. Ótal sjónvarps- og kvik-
myndir vom gerðar um kappann á sjö-
unda áratugnum og alltaf fylgdi sér-
stök tónlist, samin af Þjóðverjanum
Peter Thomas. Hann er algjör vinnu-
hestur í bransanum, hefur samið mús-
ík fyrir óteljandi kvikmyndir í öllum
stílbrigðum og er enn að. Á tvöfóldum
geisladiski, „100% Cotton", sem hverj-
ir aðrir en Crippled Dick Hot Wax
gáfu út nýlega, er tónlist hans úr
Cotton-myndunum kynnt til sögunnar,
en upprunalegu plötumar höfðu lengi
verið ófáanlegar. Tónlistin var eftir-
sótt af nostalgíuþjáðum Þjóðverjum og
hér komast því margir í spikfeitan
kvikmyndatónlistarpakka. Tónlistin
er léttdjössuð og svingið heitt, þó alltaf
einhver tilraunamennska og sniðugt
stuð í gangi, enda Peter Thomas vin-
sæll hjá þeim fjölmörgu sem aðhyllast
slæpingspopp („easy listening") og
kokkteildjass, t.d. vann hann nýlega
músík með hljómsveitinni Combusti-
ble Edison.
Og segjum það þá gott í bili af
þýskri rykdustun. Hvar spekingar út-
gáfunnar bera niður næst er erfitt að
spá um, en miðað við fyrri uppgröft
megum við eiga von á góðu. -glh