Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 12
46
tyndbönd
MYNDBAHJfí
Ástin blómstrar ★-*
Emily Hope er móðurlaus auðmannsdóttir sem á
erfitt með að fá föður sinn til að veita sér athygli.
Nýjasta ráðabruggið hennar er að setja á svið mann-
rán og láta föður sinn borga milljón dollara fyrir sig,
en þar sem hún er búin að handjárna sig og kefla og
loka sig inni í skottinu á bílnum sínum er bílnum
stolið. Kynni hennar og bílþjófsins verða eldfim í
meira lagi, ástin blómstrar, og Emily vill ekki lengur fara heim til
pabba. Hér er lagt af stað með heljarmikla mynd og meiningin er greini-
lega að blanda saman drama, gríni, spennu og rómans. Gallinn er að það
er í raun fremur lítið af hverju og myndin verður að fremur stefnulausu
þunnildi. Alicia Silverstone reynir að búa til svipaða persónu og í Clu-
eless sem virkar ágætlega í kómísku atriðunum en vandræðalega ann-
ars. Christopher Walken veldur einnig vonbrigðum og virðist illa staðn-
aður sem leikari. Benicio Del Toro er hins vegar að kljást við skemmti-
lega persónu bílþjófsins og ræður vel við verkefnið. Það er þó varla að
hann nái að hífa þessa mynd upp í meðalmennskuna.
Excess Baggage. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Marco Brambilla. Aöalhlut-
verk: Alicia Silverstone og Benicio Del Toro. Bandarísk, 1997. Lengd: 97
mín. Öllum leyfð.
-PJ
Grimmur heimur
★★★’Í
4
Karl Childers er lítillega þroskaheftur vistmaður á
geðveikrahæli þar sem hann hefur verið síðan hann
drap móður sína og elskhuga hennar. Yfírvöld telja
að honum sé batnað og sleppa honum út. Hann fer
aftur í heimabæ sinn og vingast þar við ungan dreng
sem hefur átt erfitt síðan faðir hans framdi sjálfs-
morð. Kærasti móður hans er viðskotaillur hrotti og
drykkjumaður og Karl sér hann eitra líf drengsins og
verður að taka ákvörðun um hvort hann á að taka
málin í sínar hendur. Billy Bob Thornton skrifar
handritið, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið og ferst
allt saman vel úr hendi. Stór hluti af gæðum myndarinnar felst í stór-
leik hans og greinilegt er að hann er einn af þeim leikurum sem geta
leikið nánast hvernig hlutverk sem er sannfærandi. Aðrir leikarar eru
yfirleitt einnig mjög trúverðugir og sérstaklega var gaman að fylgjast
með Lucas Black sem leikur strákinn en hann virðist mjög þroskaður
sem leikari. Sagan er mjög dramatísk og þvi er það lofsvert hversu vel
hefur tekist að gera myndina trúverðuga en ég er þó ekki viss um að ég
geti sætt mig við boðskapinn í lokin.
Sling Blade. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri og aðalhlutverk: Billy Bob
Thornton. Bandarísk, 1995. Lengd: 129 mín. Bönnuð innan 12 ára.
-PJ
★★★'Í
Hjálp af himnum ofan
Við fyrstu sýn virðist hér um nánast sömu mynd
að ræða og Excess Baggage hér að ofan. Lágstéttar-
maður rænir auðmannsdóttur og þau verða ástfang-
in en vondur faðir hennar sendir misindismenn á
eftir þeim. Þetta er miklu betri mynd sem setur sér
ákveðin markmið og nær þeim. Áherslan er á grínið
og þótt rómans og hasar séu þarna líka er alltaf ver-
ið að reyna að skemmta áhorfandanum. Holly Hunt-
er og Delroy Lindo leika tvo engla sem eiga að sjá til
þess að tilvonandi elskendur nái saman og nota oft
til þess heldur óvönduð meðul. Þessir englar eru ekki það sem fólk
myndi kannski búast við og Holly Hunter virðist meira að segja túlka
sinn engil á létt- pervertískan hátt. Vel skrifaðar og skemmtilegar per-
sónur, hnyttin samtöl og oft sprenghlægilegar aðstæður gera myndina
að fyrirtaksskemmtun þótt mér hafi reyndar þótt skotið yflr markið í
lokin. Cameron Diaz er skemmtilega frökk en má þó lúffa fyrir enda-
lausri góðmennsku Ewans McGregors sem er auðvitað einhver vonlaus-
asti mannræningi sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Þetta er þriðja mynd
þremenningaklíkunnar sem gerði Shallow Grave og Trainspotting og
þeir hafa ekki enn klikkað. Ég bíð spenntur eftir næstu mynd.
A Life Less Ordinary. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Danny Boyle. Aðalhlut-
verk: Ewan McGregor og Cameron Diaz. Bandarísk, 1997. Lengd: 108
mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
Fyrstu kynni af ástinni
★★
Myndin gerist árið 1943 í Svíþjóð og segir fyrstu
kynnum hins 15 ára gamla Stigs af ástinni og kynlíf-
inu. Hann laðast að kennaranum sínum, hinni fal-
legu Violu, sem er rúmlega tveimur áratugum eldri
en hann. Hún á drykkfelldan aumingja fyrir eigin-
mann og leitar huggunar í Stig. Þau hefja leynilegt
ástarsamband en smám saman verður báðum ljóst að
það getur ekki gengið endalaust. Stig vorkennir eig-
inmanni Violu og vingast við hann. Til að flækja
málin verður nágrannastúlka Stigs, skólafélagi hans
og jafnaldri, ástfangin af honum. Myndin fer svolítið
klunnalega af stað og nær ekki trúverðugleika fyrr en hún fer að ein-
beita sér að tiiflnningalífi Stigs og samskiptum hans við áðurnefndar
persónur og fjölskyldu sína. Þessi þáttur myndarinnar sýnir hvemig
Stig þroskast hratt við þessar óvenjulegu aðstæður og býður upp á
sterka og athyglisverða dramatík. Johan Widerberg sýnir mjög næman
leik í aðalhlutverkinu og flestir leikaramir eru góðir. í lokin lendir
myndin í tilgerðarlegu táknsæi fyrir bókmenntafræðinga og rýrir það
gildi hennar mikið og skilur eftir áhorfanda eins og mig óánægðan með
úrlausn söguþráðarins.
Elskunnar logandi bál (Lust och fágring storl. Útgefandi: Háskólabíó.
Leikstjóri: Bo Widerberg. Aðalhlutverk: Johan Widerberg og Marika Lag-
ercrantz. Sænsk, 1995. Lengd: 128 mín. Öllum leyfð. -PJ
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998
Myndbandalisti vikunnar
7 jT"
21-27. apríl
1 - : 1 J í ) 3 J J Face/Off • Sam-myndbönd ; Spenna
2 i i 2 I ) 3 J J J My Best Friends Wedding i Sktfan J J j Gaman j
3 J a ) 4 J J 2 j ) Peacemaker, The | ClC-myndbönd ; Spenna
j 4 ) j 3 ) J )..' 2 i j i G.l. Jane ) J Myndform J I Spenna i
5 i 5 ) ) 4 J J Nothing To Lose í Sam-myndbönd i Gaman
6 i 6 ) ) J 7 i . J J Full Monty, The ) Skífan J ; Gaman
7 ) 8 J J 3 ) Shooting Fish ) Stjömubíó ) Gaman ) j Spenna )
8 .i Ný J ) 1 J J ' J’ Fire Down Below \ Wamer-myndir J
9 i 7 J J J J 4 J J Money Talks 1 Myndform ; Gaman
10 í 9 6 ) J J Air Force One ) ) i Sam-myndbönd . Spenna ) )
11 i Ný J J 1 ) J Excess Baggage Skrfan J Gaman
j 12 J j 10 ) J J 5 ) ) i Contact J J Wamer-myndir J , ■ | Spenna
13 i 11 J ) 5 J J Volcano j Skrfan i j Spenna
»i 12 ) ) ) 6 ) ) ) Berverly Hills Ninja J Skffan J Gaman i ) ■'-A?
15 i 14 J J 8 J Austin Powers J Háskólabíó ) Gaman ) j Spenna j
16 I 13 J J J J 9 ) ) ) Conspiracy Theory i Wamer-myndir
17 i 18 ) 4 J 1 Eddie J Háskólabíó J Gaman
18 i ) 16 J ) iös 6 ). ) J Most Wanted j ) Myndform ) J J Spenna J
19 i Ný J J 1 ) ) Sling Blade J Skrfan ; Spenna
20 ; 15 ) ) J 3 ) ) ■ J Breaking The Waves J j Háskélabíó r 1 Drama J
Kvikmyndin Face/off meö John Travolta og Nicolas Cage
í aöalhlutverkum er enn í 1. sæti. Þaö sýnir aö áhorfend-
ur kunna aö meta leikarann sem sló í gegn í Grease á sín-
um tíma. Rómantíska gamanmyndin My Best Friends’s
Wedding, þar sem Julia Roberts er í aðalhlutverki, er jafn-
framt enn í 2. sæti. Myndirnar Peacemaker, sem nú er í 3.
sæti, og G.l. Jane skipta hins vegar um stall. Demi Moore,
sem leikur krúnurakaðan hermann, sýnir aö hún á upp á
paliborðið hjá íslenskum áhorfendum. Myndin Nothing to
loose er enn í 5. sæti.
Face/Off
John Travolta og
Nicholas Cage.
Sean Archer stjómar
úrvalssveit manna sem
berst við hættulegustu
glæpamenn í heimi.
Einn þeirra er morðing-
inn Castir Troy. Þegar
myndin hefst hefur
Archer loks haft upp á
Troy sem liggur óvípr
í valnum eftir mikinn
skotbardaga. í ljós kem-
ur að Troy hafði komið
fyrir öflugri sprengju
sem var ætlað aö valda
miklu manntjóni. Eina
leiðin til að fá upplýs-
ingar um hvar sprengj-
an er niðurkomin er að
fá bróður Troys til að
leysa frá skjóðunni. Til
að fá hann til að tala er
andlit Troys grætt á
Archer svo hann haldi
að það sé bróðir hans.
Allt fer þó til fjandans
þegar Troy vaknar
óvænt úr dásvefni.
My Best Fri-
ends Wedding
Julia Roberts og
Dermot Mulroney.
Fyrir tiu árum
gerðu Julianne og
Michael með sér samn-
ing. Þau ákváðu að
hætta að vera elskend-
ur og ef þau væru ekki
gengin út þegar þau
væru 28 ára mundu
þau giftast. Þegar af-
mælisdagurinn nálg-
ast kemur upp sú
staða að Michael hefur
ákveðið að giftast
annarri konu. Þegar
Julianne sér fram á að
missa af Michael áttar
hún sig á því að hann
er í raun maðurinn
sem hún hefur alltaf
ætlað sér að eignast.
Hefur hún tjóra sólar-
hringa til að ná hon-
um til baka.
Peacemaker
George Clooney
og Nicole Kidman.
Þegar rússnesk lest,
sem flytur kjarnaodda,
ferst við grunsamlegar
aöstæður er kjarneðl-
isfræðingurinn dr. Jul-
ia Kelly fyrst til að
átta sig á því aö „slys-
ið“ var sett á svið til
aö hylma yflr ráða-
gerðir hryðjuverka-
manna. Um leið verð-
ur öllum ljóst að til-
gangur hryðjuverka-
mannanna er að koma
kjarnorkusprengju fyr-
ir einhvers staðar í
Bandaríkjunum. Sér-
sveitarmaðurinn
Thomas Devone er
settur í málið og þótt
hann og Juliu greini á
um hvaða aðferðum
eigi að beita verða þau
að snúa bökum saman.
G.l. Jane
Demi Moore,
Viggo Mortensen.
Þegar þess er kraf-
ist að sjóherinn opni
fyrir þann möguleika
að konur geti sótt um
inngöngu í sérsveit
hans er ákveðið að
bjóða Jordan O’Neal
að spreyta sig á verk-
efninu. það felst i því
að komast í gegnum
erfiða þjálfun sem
reynir ekki siður á
andlegu hliðina en þá
líkamlegu. En Jordan
tekur áskoruninni og
þrátt fyrir að enginn
sem þekkir til í hern-
um telji að hún hafi
möguleika á að kom-
ast í hóp hinna út-
völdu er hún ákveðin
i að gera sitt besta en
mörg ljón verða á vegi
hennar.
Nothing to
Loose
Tim Robbins og
Martin Lawrence.
Auglýsingastjórinn
Nick Beam verður fyrir
áfalli lífs síns þegar
hann kemur dag einn
að eiginkonunni i rúm-
inu með forstjóra fyrir-
tækisins sem hann
vinnur hjá. Það eina
sem honum dettur í hug
er að fara út í jeppann
sinn og aka eins langt
og hann kemst. Eftir að
hafa verið næstum
valdur að alvarlegu
slysi á hraðbraut keyrir
hann inn í vafasaman
.borgarhluta og áður en
hann veit af horfir
hann í byssuhlaup smá-
krimmans T. Pail. Rán-
ið fer út um þúfur og T.
Pail verður að fylgja
Nick Beam út í eyði-
mörkina með lögregl-
una og aðra krimma á
hælunum.