Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 9
il¥ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 HLJÓMPLjíTU Massive Attack - Þriðja stóra plata Massive Attack (fyrir utan remix-plöt- urnar) er drungaleg og veru- lega frábær. Það er eins og tón- listin hér búi í eigin svart/hvítum heimi þar sem rykmauramir eru á stærð við ketti og landslagið er gert úr svörtum málmi. Tónlistin er vísindalega mallað framtíð- artripp hopp þar sem fornald- arhljóðfæri eins og trommusett og rafgítar fá inni. Hljómurinn hjá Massive var hlýrri og hass- mettaðri áður, meiri döbbfllíngur í gangi, en nú er hann glerharður og málmkenndur. Fyrsta lagið, „Angel“, er svimandi einfaldur gald- ur þar sem Horace Andy, löngum viðloðandi söngvari Massive, hvísl- ar yfir lag sem býr mann undir það sem koma skal; svört óveðursský hrannast upp. „Rinsington" næst, töff en myrkt og grimmilegt. Loks næsta smáskífa, „Teardrop", þar sem Liz Frazer úr Cocteau Twins birtist eins og bjargvætturin Laufey og rífur mann með englarödd sinni úr þessari spennandi myrkraveröld. Platan heldur því sem næst fullum dampi plötuna í gegn. „Inertia Creeps", „Black Milk“ og „Group 4“ eru allt verulega góð lög og Frazer kemur aftur við sögu í tveim þeim siðamefndu. Horace mætir aftur í gömlum reggae-slagara eftir John Holt, „Man Next Door“, sem er frábært lag að upplagi og hljómar vel úr málmpressu Massive. Ekki eins frábært er „Dissolved Girl“, sem Sara Jay syngur of jarðbundið og sætt, og hin ósungnu „Exchange 1 og 2“, þar sem bandið mýkist upp til að gefa áheyrend- um frí úr drunganum. Þessir smáhnökrar breyta því ekki að hér er þegar kominn sterkur keppandi um titilinn „besta plata ársins". Gunnar Hjálmarsson Mezzanine **++ Sonic Youth - A Thousand Leaves * New-Yorkbúunum í Sonic Youth hefur verið hægt að treysta fyrir fínu rokki og skemmtilegum pælingum í gegnum tíðina og á fhnrn ára tímabili, 1988 til 1992, gáfu þau m.a.s. út þrjú meistara- verk, „Daydream Nation", „Goo“ og „Dirty“, sem tryggja sæti þeirra í rokksög- unni. Síðustu plötiu- hafa átt ágæta spretti, þótt snilldin hafi ekki verið jafn stök og fyrr en með nýjustu afurð- inni er eins og botninn detti snögglega úr sköpunargleði sveitar- innar því þetta er einfaldlega hundleiðinleg plata þar sem sveitin vafrar áhugalaus um margtroðnar slóðir. Sjálf segja þau þetta „aft- urhvarf til fortíðar", og jújú, þetta hefði kannski verið sniðugt 1981 þegar fiórmenningarnir voru að stíga sín fyrstu skref, en núna, eftir meistaraverkin og þróunina er þetta fáránlega tilgangs- laus gítarhávaði. Það er eins og þau séu lokuö í fílabeinsturni eða komin á elliheimili - úrill gamalmenni að juðast á fölskum gítur- um tímunum saman. Thurston og Lee muldra óspennandi langlok- ur oní teygt djammið og Kim Gordon minnir alltaf meir og meir á geðvonda mömmu að garga á óþekka gríslinga. Skást er „Sunday", sem þó er ekki skárra en það að geta hafa verið sæmilegt uppfyll- ingarlag á gullöld sveitarinnar. Gallharðir aðdáendur heyra kannski einhveija dýpri merkingu í þessum yfirþyrmandi leiðind- um en það hjálpar til ef þeir hafa dvalið í einangrun í fimmtán ár og eru farnir að missa heym. Gunnar Hjálmarsson The Firm - The Album * ThcFirnn rriiiTin misjw The Firm er rapphljómsveit skipuð þeim Nas Escobar sem sendi frá sér meistaraverkið 111- matic fyrir nokkrum árum, Foxy Brown (111 Na Na), AZ (Do or Die) og Nature. Allt eru þetta reyndir tónlistarmenn en vinna hér sam- an að sinni fyrstu skífu. Umsjón með verkinu hafði dr. Dre ásamt Trackmasters. Reyndar rappar dr. Dre með þeim á þessari skífu ásamt fleirum, t.d. þeim Canibus og Noriega. Á þessum diski er tónlistin í anda Godfather-myndanna eins og umslagið gefur til kynna, ásamt sömpl- um í mafiustíl. En það er nákvæmlega það sama og Suge Knight gerði á disknum The Doggfather með Soonp og allir vita hvernig það gekk, hmmm. Það er synd að sjá hvemig sumir haga sér þegar þeir komast í peninga. Þetta á einkum við um Nas, en hann hefur verið á niðurleið eft- ir sinn fyrsta disk. Það er nákvæmlega svona fiöldaframleiðsla sem er að eyðileggja rapp- heiminn í dag. Það er klastrað saman 14-15 lögum sem eru öll eins, helst með einhverju frægu sampli, síðan eru einhverjir látnir rappa yfir. Þetta er kannski svo sem í lagi ef menn halda þessu fyrir sjálfa sig - en, neeeeii, þetta er sett í sölu og það furðulega gerist: þetta selst eins og raftæki á ís- landi, á útsölu! Vita ekki allir hvernig afrit af afriti verður? Þetta er affit af afriti í 5. veldi. Sem sagt ekki kaupa þetta, þig langar ekkert til þess, OK, treystu mér, ég veit hvaö ég er að að gera. Heldur klént - hálf sfiarna. Guðmundur Halldór Guðmundsson tónlist Hróarskelduumfjöllun DV: í síðustu tveim Fjörkálfum hefur I verið farið í ýmsa sauma varð- I andi Hróarskelduhátíðina en nú er um að gera að varpa ljósi á það sem öllu máli skiptir, hljóm- sveitimar sem spila. Árlega koma fram um 150 atriði og er verið að bóka þau fram á síðustu stundu. Nú hafa rúmlega hundrað atriði verið staðfest og hér er ætlunin að draga eitthvað af þeim listamönnum í dilka, enda má segja að Hróarskelda sé ein magnaðasta rokkrétt heims- ins. Allur heimurinn á fulltrúa Reggeatónlistin hefur cilltaf átt upp á pallborðið í Hróarskeldu og í ár mæta tveir af sonum Bobs Marley, þeir Julian og Damian, og sýna hvað í þeim býr. Náfrændi Trickys, Bretinn Finley Quaye, sem að sönnu hefur verið líkt við Bob Marley, mætir einnig með hljóm- sveit sinni. Frá Jamaika mætir reggea- og skasveitin The Skatalites, sem er gömul í hettunni og kann sannarlega að ná sér og áheyrend- um á flug. Fjölbreytt dansdeild Aðstandendur hátiðarinnar hafa alltaf tekið mið af tónlistarþróun og því er ekki nema eðlilegt að dans- og tölvuböndum fari fiölgandi. Margt spennandi verður boöið í þeirri breiðu deild og hlýtur endur- koma rafmagnsafanna í Kraftwerks að vera sérstakt tilhlökkunarefni. Þá er Alabama 3-flokkurinn einnig stórskemmtilegur á sviði og hrærir upp í áhorfendum með óvæntum uppákomum. Drum & Bassistar fá Englendinginn Adam F til að hnykkja sér við. Fulltrúar harðs teknós eru t.d. Frakkinn Laurent Garnier og bandaríski snúðurinn DJ Jeff Mills. DJ Carl Cox hrærir svo öllu saman á gamalkunnan hátt. Big-bítið sprettur fram í líki Bentley Rhythm Ace, Death in Vegas og He- adrillaz - allt frábær bönd með skemmtilega sviðsframkomu. Ambi- ent-sinnaðir keldufarar fá svo norskt ambient beint í æð frá Drum Island. Það eru svo strákarnir í Be- astie Boys sem ættu að sameina flesta á svæðinu í einróma fíling, enda þar á ferð goðsagnakennt band sem höfðar til rokkara jafht sem dansflkla. Allra handa rokk Vegir rokksins eru rannsakanleg- ir á Hróarskeldu. Þar fer hart, lint, hrátt, mauksoðið og poppað rokk i allra kvikinda liki. Þungcirokkarar ættu að horfa með glampa til Soul- fly sem er nú í sinni fyrstu tónleika- ferð í Evrópu. Hljómsveitina stofn- aði fyrrum söngvari brasilíska rokkbandsins Sepultura og hefur Soulfly verið að fá frábæra dóma fyrir fyrstu plötuna sína. Annað yf- irvigtarrokk kemur frá hljómsveit- unum Korn, Deftones, Neurosis (allt bönd frá Ameríku) og hinum römmu þýskurum í Rammstein. Dönsk bönd eru vitanlega fiölmenn á Hróarskeldu og er strípurokk- bandið D:A:D þeirra frægast. Hinn stífmálaði Marilyn Manson mætir líka og afar þungarokksins í Black Sabbath eru með kombakk. Sumir leggja meiri áherslu á hráleikann. Rocket From The Crypt eru dúndur- þéttir og hráir og Jon Spencer Blu- es Explosion eru i svipuðu pönk- rokkabillístuði. Öllu tilraunakennd- ari eru Skotamir í Mogwai. Sonic Youth mæta og spæna upp nokkra gítara og hið tálgaða rokkmenni Iggy Pop lætur sig ekki vanta. Rokkkvensan Meredith Brooks er líka á Hróarskeldu og tekur örugg- lega „Bitch", og bara að vona að hún verði ekki púuð af sviðinu eins og gerðist þegar hún hitaði upp fyr- ir Rollingana nýlega. Tori Amos er að gefa út nýja plötu og spilar með hljómsveit á Hróarskeldu, en til þessa hefur hún aðallega komið fram ein við píanóiö. Poppað rokk má fá hjá Cake, Ash og Fu Manchu. Garbage og japanska bandið Pizzicato Five eru eðal i poppdeild- inni og gamli Morrissey lætur sig líka hafaða að mæta. Ska-pönkið á verðuga fulltrúa í The Mighty Mighty Bosstones. Stærstu bönd Englands i augnablikinu verða á Hróarskeldu; The Verve, Spiritu- alized (gamla brýnið Dr. John kem- ur fram með þeim), Pulp og Portis- head - allt hljómsveitir sem myndu fylla Laugardalshöllina á góðum degi. Talandi um höllina; mikið rokkleysi er yfirvofandi á Listahá- tíð og því eina vitið að drífa sig á Hróarskeldu. Miðasala er í fuUum gangi og enn eitthvað tU af miðum. Ef þú vUt treysta á heppnina má svo enn og aftur geta þess að Ferðaskrif- stofa stúdenta, DV og Bylgjan standa fyrir laufléttum leik þar sem í boði eru fiórir miöar á Hró- arskeldu. AtkvæðaseðiUinn er hér einhvers staðar í blaðinu. Ekki þarf að safna öUum svarseðlunum sam- an tU að vera með. SkUafrestur er tU 8. maí og nöfn vinningshafa veröa kynnt í íslenska listanum 14. maí og í DV 15. maí. Enn laus pláss Eins og sjá má á upptalningunni er Hróarskelduhátíðin stórkostleg skemmtun. Þó má búast viö að enn eigi merkUeg bönd og stór nöfn eft- ir að bætast við. Netið er fuUt af vangaveltum og spádómum um -r hvaða bönd það gætu hugsanlega orðið. Hér kemur óábyrgur listi yfir það sem líklegt er að tekið verði inn á hátíðina; Frakkarnir í Air, ís- landsvinimir í Bloodhound Gang, £ Jesus & The Mary Chain, New Order, R.E.M., Smashing Pumpkins, Tool og sænska rokkpoppbandið The Wannadies. Fjörkálfurinn læt- ur ykkur vita um leið og eitthvað verður staðfest um þau tæplega 50 pláss sem enn em laus á Hró- arskeldu, frábæmstu tónlistarveislu samtímans. -glh £ Engilsaxneska hljómsveitin Portishead verður á Hróarskeldu 1 sumar en hún á sér marga áðdáendur hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.