Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1998 &n helgina 23 Strandamenn Árlegir vortónleikar Átthaga- félags Strandamanna verða haldnir í Seljakirkju laugardag- inn 2. maí kl. 16. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda þar sem flutt verða bæði innlend og erlend lög. Stjómandi er Þóra Vigdís Guðmundsdóttir, einsöngvari Erla Þórólfsdóttir og píanóleik- ari Laufey Kristinsdóttir. í til- efni af 40 ára afmæli kórsins verður boðið upp á afmælistertu og kaffi. Ungir og upprennandi tónlistar- menn munu láta Ijós sitt skína á vor- tónleikum Tónmenntaskóla Reykja- víkur. Vortónleikar Tón- menntaskólans Laugardagana 2. og 9. maí efnir Tónmenntaskóli Reykjavíkur til tvennra vortónleika. Þeir verða haldnir í íslensku óperunni en þar munu koma fram bæði yngri og eldri nemendur í einleik og samleik auk nokkurra kammermúsíkatriða. Um 460 nemendur hafa stundað nám í Tónmenntaskólanum í vetur og kennarar hafa verið 45 talsins. Á þessu skólaári varð Tónmennta- skólinn 45 ára og er því einn elsti starfandi tónlistarskóli á landinu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Fóstbræöur störfuðu með Stuðmönnum um tíma í vetur og bera þess enn merki því lög eftir Egil Olafsson og Jakob Frímann Magnússon eru á efnisskrá vortónleikanna. DV-mynd Pjetur Vortónleikar Fóstbræðra: Heilagur Frans, Egill Ólafsson og fleiri Hinir árlegu vortónleikar Kcirlakórsins Fóstbræðra standa nú yfir en tvennir tónleikar eru eftir, i kvöld kl. 20.30 og á laugardaginn kl. 15. Á efnisskránni eru m.a. 4 bænir heilags Frans frá Assisi eftir franska tón- skáldið Francis Poulenc en þær voru í fyrsta sinn fluttar hér á landi í heild sinni á tónleikum sem kórinn hélt í haust. Þeir félagar og Stuðmenn, Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon, eiga sitt lagið hvor á efnisskránni en það er í fyrsta sinn sem lög eftir þá valinkunnu heiðursmenn skreyta efn- isskrá vortónleika Fóstbræðra. Þungamiðja tónleikanna eru þó verk eftir Jón Þórarinsson, tónskáld og fyrrum stjómanda Fóstbræðra og Gamalla Fóstbræðra, en hann varð átt- ræður sl. haust. Ung og efnileg sópransöngkona, Auður Gunnarsdóttir, mun m.a. flytja þrjú lög Jóns. Margt fleira skemmtilegt er að finna á vortónleikunum. T.d. munu Gaml- ir Fóstbræður stíga á stokk og flytja nokkur lög. Islenska óperan: Fjölbreytt dagskrá Mosfellskórs Mosfellskórinn flytur fjölbreytta dagskrá á afmælistónleikum sínum í fs- lensku óperunni í kvöld. Arlegir tónleikar Mosfellskórsins verða haldnir i íslensku óperunni í kvöld kl. 20.30. Kórinn fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni verður dagskrá tónleikanna þver- skurður af efnisskrá síðustu 10 ára. Einsöngvarar sem hafa sungið með kómum á liðnum árum koma einnig fram á þessum tónleikum. Efnisskrá- in er fjölbreytt og hressileg og spann- ar ýmsar tónlistartegundir, t.d. hefð- bundin íslensk lög, discosyrpu, gospel, popp swing og fleira. Páll Helgason hefúr verið stjóm- andi kórsins frá upphafi en einsöngv- arar em Ann Andreasen, Bjarni Ara- son og Þorvaldur Halldórsson. Nemendafálag Fjölbrautaskóla Suðurlands: Leyndarmálum Ijóstrað upp Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands sýnir um helgina leik- ritið Leyndarmál, nýlegt verk eftir Jónínu Leósdóttur, blaðamann og rithöfund. Nemendurnir sýna í há- tíðarsal Fjölbrautaskóla Suður- lands en þetta er í fyrsta sinn sem leikið er í þeim sal. Um 30 manns koma að sýn- ingunni sem er hin veg- legasta. Leynd- j armál flallar um ungt fólk sem er að upp- götva sjálft sig. Þetta er viðkvæm- ur tími og því eiga allir sin leynd- armál. Þegar þeim er síðan ljóstrað upp er spennandi að sjá hvernig vinir og fjölskylda taka á málun- um. Leikstjórn er í höndum Selfyss- ingsins Guðmundar Karls Sigurd- órssonar sem hefur leikstýrt og leikið í verkum sem N.F.Su. hefur sett upp við góðan orðstír. Nú sein- ast leikstýrði hann söngleiknum Frá sýningu NFS á leikritinu Leyndarmáli eftir Jónínu Leós- dóttur en þar er fjallað um hinn viðkvæma unglingsaldur. Kostir hins villta lífernis sem vakti mikla athygli Sunnlendinga. Leikritið var frumsýnt í gær- kvöld en önnur sýning verður á morgun, 1. mai, þriðja sýning sunnudaginn 3. maí og fjórða sýn- ing þriðjudaginn 5. maí. Allar sýn- ingar hefjast kl. 20. Roskiide ilde ^ Þátttökuseðlll í Hróarskelduleik íslenska listans, DV og Perðaskrifstofu Stúdenta FRÍTT TIL HRÓARSKELDU? 1. 2. 3. Hvert rennur hagnaöurinn af Hróarekeldu ár hvert?____________________________________ Hvað eru seldir margir miðar inn á hátíðina í ár?____________________________ Hvað margir sjálfboðaliðar verða starfandi á hátíðinni þegar hún hefst?______________________ ATH! spurningar úr íslenska listanum og DV 30. apríl. Fjórir heppnir þátttakendur fá frían Hróarskeldupakka verólaun. Pakkinn samanstendur af flugi fram og til baka, aógöngumióa á hátíðina, rútuferóum til og frá mótsstaó og flugvallarsköttum. Þessi svarseöili er sá þriðji og síðasti í Hróarskelduieiknum. Munið að ekki þarf að svara öllum þrem seðlunum til að vera með. Nöfn vinningshafa verða kynnt í íslenska listanum 14. maí og í DV 15. mai Klipptu út seðiiinn og sendu hann til DV, Þverholti 11, 105 Rvk. merkt Hróarskelda fyrir 8. maí. 989 V ferSaskfifstcfa stúdlenta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.