Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Side 11
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998
- "fc
tónlist
r
K *
45
Hljómsveitin Croisztans:
Drukkið
in
Evrópu
Hljómsveitin Croisztans var
formlega stofnuö 19. febrúar 1997
eftir að meðlimirnir hittust á bar-
áttufundi í Kaupmannahöfn.
Fundurinn var um eflingu menn-
ingar Croisztan, sem hljómsveitin
segir að sé riki í norðausturhluta
Úkraníu. „Þar er mjög sérstakur
kúltúr." Sextettinn skipa Siggi
(sem syngur og „dúllast á drasli úr
tösku" og söng áður með Texas
Jesús), gítarhaldarinn Finnbogi,
Obba bassaleikari og Palli áslátt-
arleikari. Hin franska Gwenn leik-
ur á harmóníku ættaða frá Brit-
anníuskaganum og trommuleikar-
inn er danskur og heitir Christian.
Fljótlega eftir stofnfúndinn fór
sveitin á tónleikaferðalag um Evr-
ópu. Siggi og Finnbogi segja mér
nánar frá því: „Við spiluöum víða.
Eitt giggið var á hálfgerðu elli-
heimili í Þýskalandi. Okkur var
hent af sviðinu eftir fjögur lög.
Stærstu tónleikarnir voru á Peps-
isziget-hátíðinni í Búdapest, þar
var um hálf milljón þegar best lét.
Loks enduöum við á heilsuhæli í
Frakklandi þar sem eðalhjón sáu
um að Fita okkur eftir magurt
sumar. Þegar við höfðum náð fyrri
heilsu komum við til íslands."
Hamingjusamt
þjóðlagapönk
Hér hefur sveitin starfað frá því
síðasta haust. Spilað og tekið upp
plötu. „Það er svo kúl að koma til
íslands og taka upp, sbr. Blur,“
segja þeir. Platan heitir „Karta"
(„Viðbjóður" á cróíszku) geymir 7
lög, en er undir 14 mínútur að
lengd. Hún er að koma út núna en
er ekki hugsuð til sölu hér. „Við
Fágæt heimild um hljómsveitina Croisztans að drekka kaffi.
hendum kannski nokkrum eintök-
um í Kidda í Hljómalind, en ætlum
aðallega að nota hana til kynning-
ar í næstu Evrópuferð.“ Sá hefst
nú í maí, byrjar i Frakklandi og
kemur til með að standa yfir í 3
mánuði, að meðaltali 2-3 uppá-
komur í viku. „Við græddum fullt
af kontöktum í fyrra. Síðast vor-
um við úti í einn og hálfan mánuð
en núna verða þetta þrír. Vonandi
sex mánuðir að ári og svo endar
þetta með því að við fáum ekkert
jólafrí.“
Tónlistina vilja þeir kalla „ham-
Kóngulóarbandið:
Fíflagangur á
Kóngulóarbandið kemur úr
Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Fimm strákar af Austurlandi skipa
bandið; Logi Helguson syngur og spil-
ar á bassi, Ágúst Magnússon sér um
gítarleik, Bjöm Ingi Vilhjálmsson
öskrar og spilar líka á gítar, Sigurður
M. Þorbergsson sér um trommuleik
og nýjasti meðlimurinn er enn einn
gítarleikari, Hallur Jónsson. Þeir segj-
ast óhikað spila „allrahanda gleöi-
rokk“ og það er ekki laust við að
fyrsta plata sveitarinnar „Andlausir
& barnalegir" beri nafn með rentu.
Platan kom út rétt fyrir síðustu jól.
Mér þótti við hæfi að slá á þráðinn,
talaði við Loga en tvær aðrar
Kóngulær gjömmuöu inn í á bakviö.
Ég spurði þá fyrst út í rokk á Austur-
landi. „Það er nú frekar dapurt," við-
urkennir Logi. „Lebensraum er annaö
band héma í Menntaskólanum, en
það hefur verið dapurt yfir þeim. Svo
er eitthvert dútl í gangi í barnaskólan-
um og nokkrar gamlar kempur í
hljómsveitinni Spesíunni. Ekki má
svo gleyma Danshljómsveit Friðjóns
Jóhannssonar, það er eðalband og
heitt hjá Gesti Einari."
Eitthvað rámar mig í hljómsveit-
irnar Niturbasarnir og Döðlurnar,
sem báðar gáfu út diska, og spyr Loga
út í þær sveitir. „Niturbasarnir vom
hættir áöur en platan þeirra kom út,
þeir gáfu hana bara út til minja, og
Döðlumar voru aldrei annað en fyrir-
bæri.“ Er Kóngulóarbandið hugsað
sem fyrirbæri líka? „Ekki gefum við
okkur nú út fyrir þaö lengur og emm
að vinna að nýju efni núna sem verð-
ur ekki eins andlaust og barnalegt.
Við erum að þróast og stefnum á að
verða alvöru hljómsveit."
Logi segir að öll markaðssetning á
plötunni haíi miðast við Austurland;
„Það hafa allir tekiö plötunni vel, en
hún er vinsælli meðai ungra krakka,
yngra fólks en við.“ Bandið hefur spil-
Kóngulóarbandið: belti eru fátfö á Austurlandi.
að á grunnskólaböllum, „fyrir litlu
krakkana sem kunna lögin og syngja
með. Það er miklu skemmtilegra að
spila fyrir krakka sem em „hæ on
læf‘, en að spila fyrir blindfulla og
freka unglinga."
Stefnt á landsfrægð
Strákamir segja að bandið hafi
byijað sem fiflagangur, en „á meðan
það er gaman að vera til og spila tón-
list höldum við áfram“. Þeir segja að
það hafi verið dýrt spaug að gefa plöt-
una út og því er verið að æfa upp ball-
prógramm til að reyna að fá upp í
skuldimar í sumar. Með nýju efni
sem nú er verið að semja vonast
Kóngulæmar svo til að „taka stóm
Reykjavík á komandi vetri“.
Á ekkert að ota diskinum hérna
fyrir sunnan? „Nei nei. Hann er
hvergi til enda langar engan í hann.
Hann er hugsaður sem vandfundinn
safngripur eftir að næsta plata kemur
út og við verðum landsfrægir."
Er eitthvað verið að tala við útgef-
endur? „Já, eitthvað smá. Sá síðasti
sem við töluðum við var svo leiðinleg-
ur að við nennum ekki að tala við
hann aftur.“
Hvaða tónlist hlustiði
annars á?
„Núna erum við að hlusta á Hall
spila á xýlófón, en við hlustum t.d. á
demó með sjálfum okkur og mikið á
gruggrokk - sérstaklega Chili Pepp-
ers.“
Hvað emð þið að dunda ykkur
þama fyrir austan þegar þið emð
ekki að spila? „Ja, það er nú spurning.
Ég var spurður að þessu sama af stelp-
um úr Reykjavík á dögunum. Þegar ég
spurði þær á móti hvað fólk gæti gert
í Reykjavík stömuðu þær út úr sér að
þar gæti fólk farið í bíó og á bari. Ég
held að félagslíf úti á landi, á minni
stöðum - sérstaklega þar sem er
heimavist - sé miklu skemmtilegra en
í sollinum í Reykjavík."
-glh
ingjusamt þjóðlagapönk" og leggja
mikla áherslu á það hversu
drykkjuhvetjandi hún sé. „Besta
hól sem við höfum fengið var að
maður sem ætlaði ekkert að detta
iða það kvöld sá okkur á sviði og
fór heint á barinn." Áhrifin koma
úr ýmsum áttum, m.a. frá Austur-
Evrópu, úr kántrítónlist og úr
keltneskum þjóðlögum. „Við spil-
um allt sem okkur dettur í hug,“
segja þeir, „og það er alltaf mikið
stuð og læti i okkur.“ Textarnir
eru auðvitað sungnir á cróíszku og
fjalla aðallega um drykkju og frels-
isbaráttu. „Þau lög sem ekki fjalla
um það hvað er gott að vera fullur,
fjalla um það hvernig á að ná sér í
meiri bjór.“
Burtfarartónleikar
Þegar út er komið verður keypt-
ur nógu stór bíll og „einhver edrú
fenginn til að keyra“. Það þarf
auðvitað ekki að spyrja að því
hvernig hljómsveitin eyðir timan-
um á tónleikaferðalögum. „Við
höfum fengið á okkur dagdrykkju-
mannastimpil, en við gerum auð-
vitað margt annað. Dundum okkur
t.d. í því á hverjum morgni að fara
í Derrick-keppni (hver er með
mestu baugana) eða parkinson-
keppni (skýrir sig sjálft).“ Hljóm-
sveitin þarf líka að föndra á ferða-
laginu því hvert umslag af nýju'
geislaplötunni er handlitað. Plöt-
una gefur sveitin út sjálf en
franskt útgáfufyrirtæki er að
skoða málið; „Best að segja sem
minnst um það,“ segja félagarnir.
Síðasta tækifæri fyrir íslend-
inga í bili að sjá þennan hressa
hóp er á Rósenberg á morgun, 1.
maí, klukkan 23 stundvíslega. Þar
ætla þau að spila „allt heila gillið"
og segja að franskir fjöllistamenn
verði einnig á staðnum. „Þetta
verða burtfarartónleikar og við
leggjum allt undir. Við byrjum
snemma svo við ættum öll að
verða uppistandandi." „Það er frá-
bært að vera tónlistarmaður,“
segja þeir Siggi og Finnbogi að lok-
um. „Þetta er eina djobbið þar sem
maður kemst upp með að vera full-
ur í vinnunni!"
- glh
áS
Jn.
Sir Oliver
í kvöld mun trúbadúrinn
Ingvar Valgeirsson
skemmta gestum veitinga-
staðarins Sir Oliver. Á
morgun fer blúshljóm-
sveitin Barflugan harnfor-
um á staðnum og á laug-
ardag mætir svo dúettinn
Trípóli og heldur gestum
við efnið.
í hvítum sokkum
Dúettinn í hvitum sokk-
um leikur á veitinga-
staðnum Lundanum í
Vestmannaeyjum fimmtu-
dags-, fostudags- og laug-
ardagskvöld. Dúettinn
skipa fyrrverandi Eyja-
menn.
Skítamórall
Annað kvöld heldur hljóm-
sveitin Skítamórall uppi
fjörinu í félagsheimilinu
Þórsveri á Þórshöfn. Dag-
inn eftir leggja þeir land
undir fót og verða mættir í
Höfðann á Vestmannaeyj-
um kvöldið eftir.
Djass í Múlanum
Ómar Einarsson gítarleik-
ari, Ami Scheving ví-
brafónleikari, Tómas R.
Einarsson bassaleikari og
Einar Valur Scheving
trommuleikari munu
djassa í Múlanum á 2.
hæð á Sólon íslandusi á
sunnudagskvöldið kl. 21.
Viö Pollinn
Hljómsveitin SÍN leikur á
veitingahúsinu Við Poll-
inn á Akureyri alla helg-
ina.
Höröur G. á flakki
Hörður G. Ólafsson mun
skemmta á Gistiheimilinu
Ólafsvík í kvöld og á veit-
ingahúsinu Búðarkletti,
Borgamesi, annað kvöld.
Kaffi Reykjavík
Hljómsveitin góðkunna,
Hálft í hvora, mun leika á
Kaffi Reykjavík i kvöld og
annað kvöld. Á laugar-
dagskvöldið mætir hins
vegar hljómsveitin
Sangría og heldur uppi
fjörinu.