Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Side 9
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998
HLJÓMPLjÍni
Innvortis - Kemur og
Þar kom að því að pönkið
næði til íslands á ný,
nokkrum árum á eftir tíman-
um, eins og í fyrra skiptið.
Loksins fáum við íslenska út-
gáfu af Green Day, Bad
Religion og öllum kaliforn-
íupönkböndunum sem skriðu
hátt á vinsældalista fyrir
sirka fjórum árum. Nýpönkið
er i boði Innvortis frá Húsa-
vík, fjögurra æskuvina sem
hafa hangið næpuhvítir (sjá
umslag) inni í skúr frá ferm-
ingu á meðan jafnaldramir
urðu rjóðir á vélsleðum og skilar harkið sér i velsmurðu og dúnd-
urþéttu samspili. Lögin eru 17 (+ sýnishorn úr partíi og tilraun til
jólalags í bláendann) og ná sjaldnast þrem mínútum að lengd. Þau
eru einfold - sjaldan er farið af gítar/gítar/bassi/trommur formúl-
unni og allt í lagi með það - og mörg soðin upp úr mjög kunnug-
legum riffum. „Bibbi“ hefur ágætlega popptæka rödd í popppönkið,
getur sungið svo hratt að aðdáun vekur og „Böbbi“ styður hann
skemmtilega með hráum öskurbarka. Lagasmíðarnar skiptast á
Bibba og trommarann „Agga“. Bibbi er glúrinn og þegar honum
tekst best til, eins og í „Maðurinn með vasaljósið" og „Bjó þetta
ekki til“, eru lögin það grípandi að maður gæti kært hann fyrir að
rjúfa friðhelgi einkalífsins, maður fær þau svo illþyrmilega á heil-
ann. Aggi er þyngri í sínum lögum, býður upp á rúgbrauð með
kæfu miðað við nammið úr Bibba og þarf þess vegna lengri melt-
ingartíma. Best tekst honum hetjupönkið í „50 mínútur" sem Ólaf-
ur Egilsson syngur traustvekjandi. Textagerðin er upp á heilmarga
fiska, ýmsum heimspekilegum pælingum er velt upp eða bara far-
ið í gott gálgagrín. Innvortis reyna fátt nýtt á þessari plötu og eru
líklega algerlega meðvitaðir um það. Þeir spila skemmtilegt, kraft-
mikið og melódískt pönk, gera það vel og ekkert kjaftæði.
Gunnar Hjálmarsson
fer ★★★
Akasha — Cinematique ★★★
Enska útgáfan Wall of So-
unds er traust þegar kemur að
góðu grúfl, þaðan koma t.d.
Propellerheads. Dúettinn
Akasha er nýjasta flaggskipið
og er óhætt að binda vonir við
þá Charles (alltmúlig spilari)
og Damian (blásari) sem skipa
bandið; þessi plata hefur alla
burði til að verða geysivinsæl.
Góðleg blanda djass og dans-
tónlistar er súpa hússins í
þrem fyrstu lögunum en þá
mætir söngkonan Nenah
Cherry og hið þreytulega Guns’N’Roses-lag „Sweet Child of Mine“
fær uppreisn æru og verður að glimrandi töffheitum á ný - hér er
vinsælt sumarlag i uppsiglingu. Rapparinn Maxi Jazz úr Faithless
gefur lögunum „Maximum Karrna" og „The Blues" sjarma og vídd og
ýmist annað aðstoðarfólk dembir sínum kryddum í mallið. Þegar á
líður opnast platan upp á gátt eins og töfrahellir en kemur þó sífellt
á óvart. Myndrænn og fljótandi geimaldardjass er í fyrirrúmi, sexí og
slóttugir lúðrar tæla og kúldrast um i faðmlögum við svala tölvu-
takta, brakandi hljóðgerflatóna og ilvolg sömpl. Spuninn er mátulega
villtur; dansfiðringur sækir ekki á mann, frekar kallar platan á að
maður setji lappirnar upp á skemil og hafi það huggulegt með spik-
feitum vindli. Sem sagt; töff afslappelsis- grúfþlata fyrir djassnörda
jafnt sem trip-hopp filara, hentug undir innslögum í dægurmálasjón-
varpsþáttum og ómissandi í ferðalög út fyrir gufuhvolfið.
Gunnar Hjálmarsson
Our Lady Peace - Clumsy ★★★★
Kanadíska hljómsveitin
Our Lady Peace er ekkert sér-
staklega þekkt hér á landi,
hefur gefið út eina plötu áður,
Naveed árið 1994. Sú plata
vakti mikla athygli í Kanada
og Bandaríkjunum og lagið
Starseed komst í fyrsta sæti
Modern Rock listans.
Söngvari Our Lady Peace er
óneitanlega með frábæra
rödd, ekki ólíka Billy Corgan
úr Smashing Pumpkins og
tónlistin er í einu orði sagt
geggjuð. í eyrum manns hljómar rödd sem virðist geta túlkað all-
an tilfinningaskalann og kraftmikil tónlist leikur undir sem hefur
safnað áhrifum víðsvegar frá en skilar þó einstæðum heildarsvip.
Melódískt en jafnframt þungt rokk ræður ríkjum á Clumsy og
verður að segjast að undirritaður verður æ hrifnari við hverja
hlustun plötunnar því hér er ekkert hægt að finna að, allir hlutir
ganga upp.
Ég ætla ekki að telja hér upp nein lög því þau eru öll stórgóð og
besta lagið í huga manns er sífellt að skipta um stað á plötunni.
Það er alltaf hægt að skynja ákveðin einkenni á frábærum plöt-
um og hér finnast þau öll. Clumsy er ein af bestu plötum ársins,
það leikur enginn vafi á því.
Páll Svansson
\
tónlist i
1
I pásu frá geimskrímslaveiðum:
Leikarann WiO Smith þekkjum við
vel sem bjargvætt heimsins úr mynd-
unum Independent Day og Men in
Black. Áður en hann fór að lemja nið-
ur geimskrímsli í ofurvinsælum
HoUywood- myndum hafði hann gert
garðinn frægan í rappinu og kaUað
sig Fresh Prince. Nýlega tók hann sér
pásu frá leiklistinni, sneri sér tíma-
bundið að tónlistinni á ný og gerði
gríðarvinsæla plötu: „Big WiUie
Style“.
Úr rappi í bíó
Hinn ungi WiU Smith er sonur raf-
virkja og kennslukonu og fæddur í
FUadelfíu 1968. Ungur fór hann að
leggja eyru við nýjum músíkstraum-
um sem komu úr Bronx- hverfi New
York-borgar. „Ég keypti fyrstu
rappplötuna mína þegar ég var tóff
ára, 1980,“ ryfjar WiU upp. „Þá var
tónlistin sem var þess virði að kaupa
annað hvort útgefin af SugarhiU
Records eða Enjoy Records." WiU fór
sjálfur að rappa og tók upp samstarf
við DJ Jazzy Jeff, fjölhæfan plötuþeyti
og músikant. Dúettinn DJ Jazzy Jeff &
The Fresh Prince sló snarlega í gegn
með léttu og sakleysislegu rappi sem
var ekki síður vinsælt hjá foreldrum
og krökkum enda í hrópandi andstöðu
við hart og gróft gangsta-rappið, sem
var að brjótast til vinsælda um sömu
mundir. Dúettinn gerði fimm plötur á
tímabUinu 1987 tU 1993 sem seldust í
Will Smith breytir öllu í gull sem hann snertir á.
tonnum og fengu nokkur Grammy-
verðlaun, þ.á m. fyrstu Grammy verð-
launin sem voru veitt sérstaklega til
rapp-listamanna, 1988.
Skemmtanagildi Wills á sviði fór
ekki fram hjá neinum. Skemmti-
kraftaveiðarinn Quincy Jones fékk
WiU tU að leggja rappið á hiUuna um
tíma og snúa sér alfarið að leiklist-
inni. Fyrst komu vinsælir sjónvarps-
grínþættir: „Fresh Prince of Bel- Air“,
þá myndirnar „Where the Day Takes
You“ og „Six Degrees of Seperation"
en heimsbyggðin tók fyrst verulega
eftir WiU i grín- og spennumyndinni
„Bad Boys“.
Aðalhlutverk í Independent Day og
MIB, tveim vinsælustu myndum síð-
ustu ára, hafa svo gert WiU Smith að
einni stærstu kvikmyndastjörnunni í
dag. Næsta mynd hans er spennu- og
hasarmyndin „Enemy of the State“
sem verður frumsýnd í sumar.
Hreinlegur rappari
WUl söng titiUagið í Men in Black
sem varð mjög vinsælt í kjölfar
myndarinnar. Hann komst í svo mik-
ið stuð við að gera lagið að ekki þýddi
annað en að demba sér í heUa plötu.
„Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef
getað gert plötu án þess að þurfa að
halda aftur af mér fjárhagslega," seg-
ir hann. „Ég gat fengið hvaða hljóð-
stjórnanda sem ég vildi og gert hvaða
hugmynd sem ég heyrði eða sá í höfð-
inu að veruleika. Það var ekki hægt
annað en að nota tækifærið." Larry
Blackmon úr Cameo var fenginn tU
að endurgera lagið „Candy“ fyrir
WUl, Poke og Tone - öðru nafni
Trackmasters - gerðu „Miami“ og
smellinn „Gettin’ Jiggy with It“ og
æskufélaginn DJ Jazzy Jeff lagði
hönd á plóginn i tveim lögum. Grínið
er oftast í fyrirrúmi, Will gerir sig
breiðan að rapparasið en sums staðar
er farið inn á persónulegri slóðir eins
og í „Just the Two of Us“ sem WiU
samdi tU sonar síns. „Ég vona að lag-
ið geymi brot af þvi hver ég er í dag.
Eftir tíu ár vU ég að sonur minn geti
hlustað á lagið og heyrt hvað pabbi
hans var að pæla.“ í „Forever" syng-
ur WUl tU konunnar í lífi sínu, Jade
Pinkett; „She makes me feel good,
makes me feel that forever is a possi-
bUity." Sætt hjá honum.
Will er hreinlegur rappari,
kannski má segja að hann sé Cliff
Richards rappsins. Honum finnst
aukið ofbeldi í rappheiminum mikið
áhyggjuefni og dauði rapparanna
Tupacs og Notorious B.I.G. fékk
mikið á hann. Á tímabili efaðist
hann um að hann ætti erindi í þá
ormagryfju sem rappið var að verða,
að hans mati, en svo birti tU. „Tón-
listin er langerfiðasta sköpunar-
formið,“ segir WiU Smith að lokum.
„Tónlistin er eins og lítið barn. Þú
þarft að gefa henni alla þína athygli,
aUt þitt líf.“
Unbelievable Truth:
Fjölskyldutengsl til framdráttar
Ekki hangandi í frakkaiafinu á Radiohead: Unbelievable Truth
Litli bróðir Thom Yorke, söngv-
arans í Radiohead, heitir Andy og
er söngvari og gítarleikari í
rokktríóinu Unbelievable Truth.
Sveitin gaf nýlega út fyrstu plötima,
„Almost Here“, og hefur verið að fá
afbragðs dóma fyrir. Hljómsveitin
var stofnuð í Oxford árið 1994 af
þrem skólafélögum. Andy er lærður
í rússnesku og hafði byrjað að setja
saman tónlist þegar hann dvaldi í
Moskvu á síðasta námsári sínu, ’93.
Hann kom tU baka með pokann full-
an af lögum. Bandið líkti sér við
karlkyns Throwing Muses eða Talk
Talk og átti litla samleið með brit-
poppinu, sem vinsælast var á þess-
um tíma. Félagarnir tóku sér nafn
eftir kvikmynd Hal Hartleys en
svartur húmorinn í myndinni höfð-
aði til þeirra. Andy fór aftur tU
Rússlands - „af því ég var með
landið á heUanum", segir hann - og
bandið lá í dvala í ár á meðan Andy
rasaði út í austrinu. Þegar hann
kom tU baka í september 1996 small
sveitin fyrst almennilega saman.
Virgin skrifaði upp á samning við
hana í mars í fyrra, smáskifan „Sto-
ne“ vakti þokkalega athygli sl. sum-
ar og eins var tekið eftir þeim þeg-
ar þeir hituðu upp fyrir Sundays,
Sparklehouse og Beth Orton. Fjöl-
skyldutengslin vekja athygli hvar
sem bandið fer. „Það hefur sína
kosti og galla,“ segir Andy. „Einn af
göllunum er að fólk afskrifar okkur
áður en það heyrir í okkur. Það að
ég sé bróðir Thoms hjálpar svo auð-
vitað líka til að við fáum athygli
fyrir það fyrsta.“ Bræðurnir eru
líkir í anda, báðir djúptþenkjandi
og Andy semur líkt og Thom texta
fúUa af kvíða, angist og neikvæðni
- það hefur verið gaman við morg-
unverðarborðið hjá þeim. Tónlistin
er einnig svipuð - þó enn eigi Un-
believable Truth eftir að ná sama
þroska og Radiohead - en alls engin
stæling. „Fólk mun eflaust segja að
við séum að hanga í frakkalafinu á
Radiohead en svo er alls ekki,“ full-
yrðir Andy og hefur engar sérstak-
ar áhyggjur enda stendur „Almost
Here“ fyllilega fyrir sínu án allra
fjölskyldutengsla.