Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1998, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1998 DV Viöhorf kjósenda eftir flokkum til Helga og Hrannars: 13 prósent flokksfélaga Hrannars vilja hann burt - mun færri liösmenn Helga vilja aö hann víki sæti Viðhorf til Helga eftir flokkum ■ Fylgjandi ■ Andvígir ■ Óákv./sv. ekki “ VÍkja sæti eður ei - 14/5 98 DV Viðhorf til Hrannars eftir flokkum • »/5 W, Fylgjandi Andvígir Óákv./sv. ekki — v^Kía sæti eður ei — R-listi DV D-listi Óákvysv. ekki ¥ 28,4% . 56,7% | 14,9% Tæp 13 prósent stuðningsmanna Reykjavíkurlistans vilja að Hrannar B. Amarsson víki sæti af listanum á meðan um 9 prósent vilja að Helgi Hjörvar taki pokann sinn. Nærri því tveir af hverjum tíu sjálfstæðis- mönnum eru andvígir þvi að Helgi víki sæti. Þetta eru meðal niður- staðna sem lesa má út úr skoðana- könnun DV, sem gerð var í fyrra- kvöld, þegar viðhorf fólks er skoðað eftir því hvaða flokka það kýs. Eins og kom fram i DV í gær voru reykví- skir kjósendur spurðir hvort Helgi og Hrannar ættu að víkja af R-listan- um í kjölfar mikiilar umræðu síð- ustu daga um fjármál þeirra. Ef við skoðum nánar viðhorf kjós- enda eftir flokkum þá sögðust 74 pró- sent stuðningsmanna R-listans vera andvíg því að Helgi færi af listanum og 17,3 prósent voru óákveðin eða vildu ekki svara spurningunni. Tæp 52 prósent sjálfstæðismanna töldu að Helgi ætti að víkja, 17,4 pró- sent voru því andvíg og 30,8 prósent voru óákveðin eða neituðu að svara. í hópi hinna óákveðnu kjósenda voru flestir einnig óákveðnir í af- stöðu til Helga, eða helmingur hóps- ins. Rúm 24 prósent töldu að Helgi ætti að víkja og 25,8 prósent voru á móti því. Eins og áður sagði vildu tæp 13 prósent stuðningsmanna R-listans að Hrannar víki af listanum, 62,1 pró- sent voru því andvíg og 25 prósent tóku ekki afstöðu. Innan raða sjálfstæðismanna reyndist meirihluti fyrir því að Hrannar hyrfi af R-lista, eða 56,7 pró- sent, 14,9 prósent töldu að hann ætti aö sitja áfram og 28,4 prósent voru óákveðin eða tóku ekki afstöðu. Innan raða óákveðinna kjósenda voru 28,2 prósent á því að Hrannar ætti að víkja, 20,2 prósent voru því andvíg en 51,6 prósent voru áfram óákveðin eða svöruðu ekki spurning- unni. -bjb Skoðanakönnun DV á því hvern Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra: Forskot Ingibjargar enn töluvert á Árna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur enn töluvert forskot á Áma Sigfússon þegar reykvískir kjósendur eru spurð- ur hvort þeirra þeir vilja sem borgar- stjóra. Samkvæmt niðurstöðu skoð- anakönnunar DV, sem gerð var í fyrrakvöld, vilja um 64 prósent Reyk- víkinga að Ingibjörg verði áfram borg- arstjóri frekar en að Ámi setjist í hennar stól. Forskot hennar hefur þó minnkað talsvert frá könnun DV í síö- ustu viku. Samkvæmt könnuninni nú vilja um 10 prósent sjálfstæðismanna Ingibjörgu frekar en Árna. Úrtakið í könnuninni var 600 manns í Reykjavík, jafnt skipt á milli kynja. Spurt var: „Hvort viltu fá sem borgarstjóra, Árna Sigfússon eða Ingi- björgu Sólrúnu?" Miðað við svör allra vildu 55,7 pró- sent aðspurðra fá Ingibjörgu, 31,5 pró- sent vildu Áma, 9,8 prósent gátu ekki gert upp á milli þeirra og 3 prósent vildu ekki svara spurningunni. Álíka margir tóku afstöðu nú og í síðustu könnun blaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu nefndu 63,9 prósent Ingibjörgu og 36,1 prósent Árna. Munurinn er 27,8 prósentustig og hefur á einni viku minnkað um 13,6 prósentustig. Meiri munur en á milli flokk- anna Munurinn á borgarstjóraefnum R- og D-lista er heldur meiri en á flokk- um þeirra samkvæmt könnun DV sem birt var í gær. Þar mældist R-listinn með tæplega 57 prósenta fylgi og D- listinn með um 42 prósent. Staða Ingi- bjargar er því enn nokkuð sterk þrátt fyrir „gemingaveður“, eins og hún orðaði það í DV í gær, sem rikt hafa vegna fjármála tveggja frambjóðenda R-listans. Ámi og Ingibjörg höfða greinilega ágætlega til kynsystkina sinna. Konur eru mun fleiri en karlar sem nefndu Ingibjörgu og því er öfugt farið með Árna. Þetta er svipuð niðurstaða og í könnun DV fyrir viku. Rússneskt kjör Ingibjargar Þegar afstaða kjósenda er skoð- uð eftir því hvaða lista þeir ætla að greiða atkvæði sín fær Ingibjörg nánast rússneska kosningu. Af öll- um þeim sem sögðust ætla að kjósa R- listann var aðeins einn kjósandi sem sagðist ekki geta gert upp á milli Ingibjargar og Áma. Enginn gat því hugsað sér Áma. Innan raða þeirra sem ætluðu að kjósa D-listann vom 10 prósent sem gátu frekar hugsað sér Ingi- björg sem borgarstjóra en oddvita flokksins. Miðað við síðustu könn- un hefur Ámi náð til sín heldur fleiri kjósendum sem vissu ekki hvaða lista þeir ætluðu að kjósa. Annars em óákveðnir áfram óá- kveðnir þegar kemur að uppgjöri á milli borgarstjóraefna R- og D-lista. Greining á kjósendum Húmanista- flokksins telst ekki marktæk sökum lítils fylgis. Þó skal nefna að þrír af þeim fimm kjósendum sem ætluðu að krossa við H-ið gátu frekar hugsað sér Áma en Ingibjörgu. -bjb Viðhorf eftir flokkum § Árni i Inglbjörg Árni eða Ingibjörg? - niöurstööur skoöanakönnunar DV 14. maí '98 - 11/3 '98 6/5 '98 14/5 '98 35-3%29,3%36’1% Ámi 64,7% 70,7% 63,9%; Ingibjörg T 12,8 % „K, 31, 5% 55,7% • Inglbjörg . Svör allra 14. maí '98 0 Skoflanakömuin stuttar fréttir Undrandi Gunnlaugur Sigmundsson, framkvæmda- stjóri Kögunar og alþingis- maður, segist við Visi undr- andi á yfirlýs- ingu stjórnar Þróunarfélags- ins um að sala á hlutabréfum félagsins hafi ekki verið i samræmi við yfir- lýsingu sem utanríkisráðherra var send voriö 1993. 2703 hluthafar Hluthafar í ísl. jámblendifé- laginu eru 2703. Hlutabréf í fé- laginu verða skráð á Verðbréfa- þingi íslands frá og með mánu- deginum. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Skip selt Útgerðarfyrirtækið Jökull hf. hefur selt Árnesi í Þorlákshöfn rækjuskipið Atlanúp ÞH-270 án aflaheimilda. Jafnframt hefur Jökull leigt sama fyrirtæki bát- inn Reistamúp. Lækkun Ávöxtunarkrafa stuttra verð- bréfa lækkaði í gær en hækkaði á löngum. Krafan á 1,7 árs löng- um bréfum lækkaði um fjóra punkta en á fjögurra ára spari- skírteinum hækkaði hún um þrjá punkta. Viðskiptavefúr Vís- is sagði frá. Hlutabréfakaup Grandi hf. hefur aUs fjárfest rúmar 550 mUljónir króna í hlutabréfum í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, sem oftast er kennt við AUa ríka, eða Aðal- stein Jónsson og í HB á Akranesi. Viðskiptavef- ur Vísis greinir frá þessu. Skuldabréf í Lux Landsbankinn hefur boðið út ný verðtryggð skuldabréf fyrir 1,5 miUjarða króna. Bréfin verða skráð í kauphöUinni í Lúxemborg og eru með svo- nefndum Eurobond-skilmálum. Bréfin eru með breytilegum vöxtum sem greiddir em ijómm sinnum á ári. Landsvísir, frétta- bréf Viðskiptastofu Landsbank- ans, segir frá. Ofþanið íslenska efhahagskerfið virð- ist vera ofþaniö og ýmislegt bendir tU þess að jafnvægi geti raskast þegar þjóðarbúið nálgast fuU afköst, segir í nýrri skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál. Hreppur kærður Samgönguráðuneytinu hefur borist kæra á hendur Gerða- hreppi fyrir að semja við leigu- bUastöðina Aðalstöðina í Keflavík um áætlunarferðir miUi Garðs og Keflavíkur. SBK hefur áætlunar- ferðasérleyfi á þessari sömu leið. Suðumesjafréttir sögðu frá. Vetnisfár ÞorkeU Helgason orkumála- stjóri gagnrýnir vetnisumræðu fjölmiðla að undanfomu og kaUar vetnisfár. I innanhúss- pósti Orkustofn- unar segir Þor- keU að vetnis- málið sé á slíku byrjunarstigi aö of snemmt sé að segja nokkuð um tU hvers viöræður við Þjóðverja og Kanadamenn muni leiða. Við- skiptavefur Vísis sagði frá. Dánarbætur Hæstiréttur hefur dæmt ís- landsflug tU að greiða konu 2,5 miUjónir vegna missis sambýlis- manns. Maðurinn var starfsmaö- ur félagsins og lést í slysi sem varð þegar veriö var að ferma flugvél á ReykjavíkurflugveUi. Undirréttur hafði áður sýknað íslandsflug af bótakröfu. -SÁ MNMMMMMMMMM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.