Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1998, Blaðsíða 29
JZ>V LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1998 Glönd Fyrrverandi eiginkona Guccis ákærð fyrir morðið á honum: Betra að gráta í Rolls en vera hamingjusöm á hjáli Patrizia Reggiani, fyrrverandi eiginkona tískukóngsins Maurizio Gucci, í lögreglubíi eftir aö hún var handtekin í janúar í fyrra. Símamynd Reuter. „Ég myndi heldur vilja gráta í Rolls Royce en vera hamingjusöm á hjóli.“ Þetta eru íleyg orð Patriziu Reggiani, fyrrverandi eiginkonu tískukóngsins Maurizio Gucci. Pat- rizia er ákærð fyrir að hafa látið koma Maurizio fyrir kattarnef. Réttarhöld í máli hennar hefjast í næstu viku. Patrizia bíður réttarhaldanna í San Vittore-fangelsinu í Mílanó á Ítalíu. Hún er svo sem enginn venjulegur fangi þó svo að hún skreyti sig ekki lengur með gim- steinum og loðfeldum. Patrizia, sem ítalska pressan kallar Svörtu ekkj- una, var handtekin í lúxusíbúð sinni fyrir 15 mánuðum. Hún var sökuð um að hafa leigt tvo menn til að láta myrða fyrrverandi eiginmann sinn. Patrizia neitar sak- argiftum. Vandamál Gucci- fjölskyldunnar eru næstum jafnþekkt og skórnir og handtöskurnar sem hún seldi. Fyrsta Gucci-fyrirtækið var söðla- verkstæði í Flórens sem sett var á laggirnar 1906. Söðlaverkstæðið átti eftir að verða eitt stærsta tískufyrir- tæki heims. Stofnandi fyrirtækisins, Guccio Gucci, hvatti syni sína til að keppa hver við annan. Samkeppnin hélt áfram þegar sonasynir Guccios höfðu tekið við. Stundum var svo heitt í kolunum á stjórnarfundum að hnefahöggin glumdu. Guccifjöl- skyldunni var líkt við Borgiafjöl- skylduna í Flórens á miðöldum en sumir meðlima hennar voru frægir eiturbyrlarar. Uppreisn Maurizios Maurizio ákvað að gera uppreisn. Þegar hann var tvítugur tilkynnti hann fjölskyldunni að hann ætlaði að kvænast dóttur þvottakonu. Fað- ir Maurizios, Rudolfo, varð æfur og ákvað að gera allt sem hann gæti til að koma í veg fyrir brúðkaupið. Maurizio hafði kynnst Patriziu, sem var flórum árum eldri en hann, í partíi í Milanó í upphafi áttunda áratugarins. „Við fórum að fara út saman en faðir hans harðbannaði það strax. Hann sagði að ég væri gullgrafari," sagði Patrizia eitt sinn í blaðaviðtali. Þrátt fyrir tilraunir Rudolfos til að fá erkibiskupinn í Mílanó til að skerast i leikinn gekk Maurizio að eiga Patriziu árið 1972. Patrizia tilheyrði ósköp venju- legri fjölskyldu. Móðir Patriziu yfir- gaf fóður hennar til að kvænast manni er rak vöruflutningafyrir- tæki. Patrizia var síðar ættleidd af stjúpföður sínum. Skólafélagar Patriziu segja að Benedetto Ceraulo, meintur leigumoröingi. Símamynd Reuter. hún hafi aðeins haft eitt takmark í lífinu, það er að kvænast ríkum manni og hafa gnægð fjár milli handanna. Þegar takmarkinu var náð tók Patrizia völdin í hjónabandinu. Henni reyndist auðvelt að stjórna hinum feimna Maurizio sem hafði misst móður sína þegar hann var fimm ára. Henni fórst einnig vel úr hendi hlutverk eiginkonu í Gucci- fjölskyldunni. Sagan segir að hún hafi haft með sér 100 ferðatöskur á ferðalögum og verið iðin við að halda kampavínsveislur. Það komu hins vegar upp vanda- mál þegar Maur- izio erfði 50 pró- sent Gucciauðæf- anna árið 1983 við andlát fóður síns. „Maurizio breyttist á einni nóttu,“ sagði Pat- rizia í viðtali skömmu áður en hún var handtek- in. „Hann hætti að hlusta á mig.“ Maurizo tók yfirráðin. Hann rak frænda sinn úr stjórn fyrirtækisins og fór að seilast eftir hinum helm- ingi auðæfanna. Konan hans varð næsta fómar- lamb. Dag nokkurn, tveimur árum eftir andlát föður síns, steig Maurizio um borð í einkaþotu sína í Mílanó og kom aldrei aftur heim til Patriziu. Patrizia fylltist reiði og sakaði Maurizio um allt mögulegt milli himins og jarðar. Sagði hún hann meðal annars getulausan og brjálað- an. Hún samþykkti ekki tillögu hans um skilnaðarsamkomulag. Samkvæmt ítölskum blöðum bauð Maurizio Patriziu um 70 milljónir íslenskra króna. Ekki leið á löngu þar til Patrizia sagði hverjum sem hlusta vildi að hún óskaði þess að Maurizio væri dauður. Barnfóstra Guccifjölskyld- unnar á að hafa sagt að Patrizia hefði beðið hana um að fmna ein- hvem til að myrða Maurizio. Snemma á þessum áratug fékk Patrizia heilaæxli. Hún segir að Maurizio hafi komið að heimsækja hana á sjúkrahúsið þar sem hún lá eftir skurðaðgerð. „Ég kom bara til að athuga hvort þú hefðir dáið,“ hvíslaði hann í eyra Patriziu, að því er hún fullyrðir. Þegar Patrizia frétti að Maurizio ætlaði að kvænast ljóshærða innan- hússarkitektinum, sem flutt hafði inn á Gucciheimilið, varð hún enn reiðari. Hún vildi ekki að dætur hennar misstu hluta af arfi sínum. Leigumorðingjar Þann 27. mars 1995, þegar Maurizio var á leið upp tröppurnar að skrifstofunni sinni í Mílanó, var hann skotinn tveimur skotum í bak- ið. Þriðja skotið hæfði hann í höfuð- ið. Húsvörðurinn réðist á morðingj- ann með kústi en var skotinn í öxl- ina og handlegginn. Morðinginn komst undan í grænum Renault Clio. Maurizio var myrtur tveimur ár- um eftir að hann hafði selt fjárfest- ingaraðila, sem var með araba á bak við sig, hlut sinn í Guccifyrirtækinu fyrir um tíu og hálfan milljarð ís- lenskra króna. Frændur hans höfðu selt sama aðila sinn hlut seinni hluta níunda áratugarins. I fyrstu taldi lögreglan að morðið á Maurizio tengdist einhverjum nýj- um viðskiptum hans. Hann ætlaði meðal annars að opna spilavíti i Sviss. Patrizia varð ekkert sérstaklega sorgmædd er hún frétti af morðinu. Eftir tveggja ára rannsókn hafði lög- reglan komist að þeirri niðurstöðu að um samsæri hefði verið að ræða. Ýmsar aðferðir höfðu verið notaðar við rannsóknina og hafði meðal annars levnilögreelumaður þóst vera morðingi frá Kólumbíu. Patrizia, skyggn vinkona hennar, sem heitir Pina Auriemma, dyra- vörður á hóteli, sem hefur áhuga á dulspeki, og tveir meintir leigu- morðingjar voru handtekin í janúar 1997 og ákærð fyrir morð að yfir- lögðu ráði. Lögreglan segir að Patrizia hafi greitt fjórmenningunum rúmar 24 milljónir íslenskra króna fyrir að myrða Maurizio. Áttu fjórmenning- arnir að skipta peningunum á milli sín. Frásögn fjórmenninganna renn- ir frekari stoðum undir þetta. Pat- rizia heldur því hins vegar fram að þeir hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að láta ósk hennar verða að veruleika án þess að ráðfæra sig við hana um það. „Það er rétt að ég gekk um og sagði að ég þyrfti að finna morð- ingja og að ég vildi að Maurizio væri dauður," sagði Patrizia í við- tali við dagblaðið Corriere della Sera. „En ef einhver heföi komið til mín með tilbúna áætlun hefði ég aldrei samþykkt hana.“ Að sögn Patriziu kúgaði hin skyggna vinkona hennar fé út úr henni um leið og hún krafðist greiðslu fyrir morðið. „Nú er röðin komin að þér að borga. Hver sá sem myrti getur myrt á ný. Hugsaðu um dætur þínar,“ hefur Patrizia eftir Auriemma. Sjálf kveðst Patrizia vera bjartsýn en jafnframt hrædd. Byggt á Reuter HONDA 5 d v r a 1 . 4 i 7 5 h e s t ö f l Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri InnifaUð í verði bílsins M400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun Hoftpúðar fyrir ökumann og farþega ►Rafdrifnar rúður og speglar ► Vindskeið með bremsuljósi ►Útvarp og kassettutæki kHonda teppasett M4" dekk ► Samlæsingar ► ABS bremsukerfi kRyðvörn og skráning Verð á götuna:1.295.000. Aðrar vélarstærðir einnig á lager, viðbótarbúnaður tilgreindur: Honda Civic 1.6 VTi VTEC 1.890.000,- 160 hestöfl 15" álfelgur Rafdrifin sóllúga 6 hátalarar Sportinnrétting Leðurstýri og leðurgírhnúður Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.490.000,- 115 hestöfl Fjarstýðar samlæsingar Höfuðpúðar aftan 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Honda Civic 1.4 Si 1.375.000,- 90 hestöfl Sjálfskipting 100.000,- (H) HONDA Sími: 520 1100 Umboðsaðiiar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 w Erlent fréttaljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.