Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1998, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1998 DV i8 (dagur i lífi i Landnámsdagur á hálendinu í lífi Jörmundar Inga allsherjargoða: Himinn oa iörð runnu saman Jörmundur Ingi allsherjargoöi haföi í nógu aö snúast síöastliðinn sunnudag er hann fór aö miðpunkti Islands og helgaði hálendiö. Strax aö athöfn lokinni tók Ómar Ragnarsson hann í viðtal - og meö sínu lagi! DV-mynd Birgir Brynjólfsson (Fjalla-Eyvindur) „Ég tók sunnudagsmorguninn óvenju snemma um síðustu helgi, klukkan hálfsex. Kvöldið áður hafði verið annasamt. Útbúa þurfti nesti og ótalmargt annað fyrir langa ferð. Ég er orðinn óvanur slíku enda ekki lagt fyrir mig fjallaferðir í mörg ár. Allt byrjaði þetta á fimmtudegin- um þegar umræðan um hálendis- frumvörpin svokölluðu stóð sem hæst. Ég gat einfaldlega ekki hugsað mér að hálendinu yrði skipt upp í stjórnsýslulegar ræmur með allri þeirri hreppapólitík sem slíku hlýtur að fylgja. Eitthvað varð að gera og niðurstaðan var nýtt landnám eða öllu heldur að reka endahnútinn á það landnám sem hófst fyrir meira en ellefu hundruð árum. Góður fyrirboði Ég var svo ljónheppinn að hafa fengið einhvem reyndasta fjalla- mann landsins, Birgi Brynjólfsson, Fjalla-Eyvind öðru nafni, til að fara með mér inn eftir. Við lögðum í hann kl. hálfátta. Það var frekar dumbungslegt loft en mjó heið- ríkjurönd í austri var góður fyrir- boði. Heiðskírt hafði verið á há- lendinu undanfarna daga og frost og þvi von til að færðin væri góð jafnvel á þessum tíma árs. Land- spjöllum vildum við ekki valda og síst af öllu af þessu tilefni. Ferðin gekk ótrúlega vel enda bílstjórinn frábær. Von bráðar vor- um við komnir að Búrfellsvirkjun og áfram er haldið. Því ofar sem viö komum í landið því meiri verður eyðileggingin. Stíflur, skurðir og uppistöðulón hvert sem litið er. Vegurinn er furðugóður, örlítil eðjuskán á stöku stað þar sem mold hefur verið notuð í ofaníburð en undirlagið beinfrosið svo þetta kemur ekki að sök. Treyst á tæknina Von bráðar erum við komnir á snjóasvæði og stuttu síðar hverfur vegurinn. Nú verðum við að treysta á tæknina, undratækið GPS. Ég hef það reyndar á tiifinn- ingunni að Fjalli keyri eftir minni. Við komum að læk með svo brött- um bökkum að eigi verður komist yfir. Tökum við það til bragðs að keyra upp með honum. Brátt verð- um við varir við bíl á eftir okkur. Þama er kominn sjálfur Ómar Ragnarsson, hlaðinn kvikmynda- vélum og fleira dóti. Ómar keyrir ekki eftir GPS-tæki heldur notar kort og málband. Reyndist hann jafnsnöggur tækninundrinu og jafn nákvæmur, að minnsta kosti bar þeim alltaf saman. Eftir nokkra leit með GPS-tæki okkar og málbandi Ómars kom- umst við á uppgefinn stað en þar var ekkert merkilegt að sjá. En nokkm sunnar sáum við glæsilega hæð með stóram steini á toppnum. Reynist þetta vera staðurinn. Það eina sem skyggir á er skýjafarið. Ekki verður á allt kosið, hugsa ég, en við erum að minnsta kosti staddir á íslandi miðju hvað sem öllum skýjum líður. Dolfallinn yfir dýrðinni Þegar við komum út úr bílnum verð ég dolfallinn. Nú sé ég loks útsýnið í allri sinni dýrð. Hofsjök- ull með Arnarfelli hinu mikla í suðvestur. Tungnafellsjökull i suðri og í austri sést Trölla- dyngja. Hér er allt landslagið svart og hvítt og síðan óendanleg- ur fjöldi blárra tóna. Ekkert gæti fullkomnað þá mynd sem blasir við. Hér erum við á vatnaskilum. Upptök Þjórsár eru rétt vestan við okkur og Skjálfandafljót á upptök sín i austri. Rétt fyrir norðan eru upptök Fnjóskár og nokkuð til suð- urs hefur Kaldakvísl ferð sína til sjávar. Stórir hópar gæsa fljúga oddaflug yfir höfði okkar og stefna í Þjórsárver. Það leiðir hugann að því að nú eru að hefjast virkjunar- framkvæmdir þar í grenndinni. Hernaðurinn á móti landinu heldur áfram, svo vitnað sé í Halldór Lax- ness. Eldar tendraðir Ég undirbý landnámsathöfnina með því að tendra tólf elda í hring, tákn hinna fornu þinga. Síðan tendra ég eldinn í miðjum hringnum og athöfnin hefst. Ég byrja athöfnina á hinni fornu þinghelgun, hef stallahringinn mót sólu sem mótar fyrir bak við skýin: „Nefni ég í það vætti, alla þá er orð mín heyra, er ég vinn eið að þessum baugi, baugeið, að allt það er ég hér geri, er það sem ég veit réttast og sannast og helst að lögum. Hjálpi mér svo Freyr og Njörður og hinn almáttki Ás. Lýsi ég staðarhelgi og skyndi- lega brýst sólin fram úr skýjunum og baðar landið aflt í ljósi sínu. Litirnir skýrast landið virðist lyfta sér nær himninum. Himinn og jörð renna saman. Landið er ekki lengur jarðneskt. Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jaröneskt, hér ríkir feg- urðin ein, ofar hverri kröfu, svo vitnað sé aftur í Laxness. Land- vættirnar hafa gefið blessun sína. Ég lýk athöfninni, eins og í leiðslu. Ferðin hefur heppnast fullkomlega." $imm breytingar Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Aö tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsvekjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.490. „Þú ættir að sjá hann í fullri stærð!“ Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun nr. 461 eru: 1. verólaun: Rannveig Gústafsdóttir, Hvanneyrarbraut 35, 580 Siglufjörður. 2. verölaun: Kristín Andrésdóttir, Hlégarði 12, 200 Kópavogur. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkid umslagið meó lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 463 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.