Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 27 Siguröur Bragi Guömundsson og Rögnvaldur Pálmason fagna sigri f fyrstu rallkeppni ársins sem fram fór um helgina. DV-mynd Ægir Már Fyrsta rallkeppni ársins: - sögðu Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason DV, Suðurnesjum: „Við getum ekki óskað eftir betri byrjun. Þetta var mjög erfitt en mjög spennandi. Eftir fyrstu fjórar sérleiðimar í morgun skildu aðeins 2 sekúndur okkur og feðgana, Rún- ar og Jón, sem við lítum ailtaf á sem okkar höfuðkeppinauta. Þegar við sáum þá úti í kanti þegar keppnin var rétt hálfnuð var bara aö keyra þetta af öryggi og halda því forskoti sem við höfðum á bílinn fyrir aftan okkur. Við hægðum á okkur og pössuðum okkur á steinum og keyrðum af öryggi,“ sagði Sigurður Bragi Guðmundsson sem sigraði í fyrstu rallkeppni ársins, sem fram fór á Suöumesjum um helgina, ásamt aðstoðarmanni sínum, Rögn- valdi Pálmasyni, sem tók undir orð Sigurðar. Sigurður Bragi og Rögnvaldur leiða því keppnina til íslandsmeist- aratitiis. Meiri barátta um titiiinn en undanfarin ár „Það verður meiri barátta um ís- landsmeistartitilinn en hefur verið undanfarin ár. Það er alveg ömggt,“ sögðu þeir félagar, Sigurður Bragi og Rögnvaldur. Þeir félagar aka á Austin Rover bifreið, Metrónum, og skiluðu sér í mark á 53,50 mínútum. Rallið, Aðalskoöunarrall, var á vegum Akstursíþróttafélags Suður- nesja og vom leiðimar um Reykja- nesið og endað við skemmtistaðinn Skothúsið í Keflavík. Þar fengu sig- urvegaramir blómkransa og kampavín sem fagrar blómarósir af- hentu þeim og var þeim fagnað vel eins og hæfir sigurvegumm. Sérleiðimar voru alls 9. Alls tóku 18 bílar þátt og 12 þeirra skiluðu sér í mark. í öðm sæti urðu þeir Páll H. Halldórsson og Jóhannes Jóhannes- son, 54:51, á Mitsubishi Lancer. í þriðja sæti urðu þeir Þorsteinn P. Sveinsson og Witek Bogdanski, 56:06, á Mözdu 323. Búnir aö skrá hverja einustu beygju og hæö Veðrið sem ökumenn fengu að glíma við var afar sérstakt og verð- ur sumum minnisstætt. „Það var afar sérstakt veður og annaðhvort var sól eða haglél. Við vissum aldrei á hverjuvið áttum von. En veginn þekkjum við mjög vel. Við emm búnir að skrá hverja einustu beygju og hæð,“ sögðu þeir félagar, Sigurður Bragi og Rögn- valdur. Driföxull brotnaöi tvívegis „Það vora þrír bílar að skiptast á um fomstu og mjög jafnt eftir fjórar sérleiðir en á þeirri 5. urðu þeir feðgar, Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson, úr leik. Mér skilst að það hafi brotnað tveir driföxlar í bílnum. Subaru-bifreið þeirra á að vera sterkasti bílinn í rallinu og nánast óþekkt að það brotni driföx- ull í slikum bíl, hvað þá tveir. Þetta vom ný stykki. Rallið tókst alveg frábærlega vel. Samstarf okkar við Reykjanesbæ og lögreglu var frábært og til mikillar fyrirmyndar. Viðhorfið gagnvart þessu sporti í dag er mjög jákvætt," sagði Garðar Gunnarsson hjá Akst- ursíþróttafélagi Suðumesja sem á hrós skilið fyrir gott mót. -ÆMK íslandsmótið í kraftlyftingum: Jón maöur mótsins Jón Gunnarsson var maður mótsins á íslandsmótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Borgarleikhúsinu um helgina. Jón tvíbætti íslandsmetið í hnébeygju og lyfti 390 kg, setti íslandsmet í bakpressu með því að lyfta 220 kg, tvíbætti metið í rétt- stöðulyftu, lyfti 350 kg og þríbætti svo ís- landsmetið í samanlögðu og lyfti mest 960 kg. Jón fékk verðlaun fyrir besta stigaárangur í einstökum greinum og samanlögðu nema í bekkpressunni en þau fékk Jón B. Reynisson. Jón B. Reynisson setti íslandsmet í bekkpressu í +125 kg flokki en hann lyfti 269 kg. Hugrún Hilmarsdóttir var eini kepp- andinn í kvennaflokki og hún sló ís- landsmetið í bekkpressu í 48 kg flokki þegar hún lyfti 43 kg. Þá setti Lúðvik Bjömsson öldungamet í hnébeygju en hann lyfti 200 kg í +125 kg flokki 50 ára og eldri. Úrslit á mótinu urðu þessi: hnébeygja, bekkpressa, réttstöðulyfta og samanlagt: Kvennaflokkur: Hugrún Hilmarsdóttir 60-42,5-90 = 192,5 75 kg flokkur: Halldór Eyþórsson 232,5-112,5-230 = 575 Guðm.Thorarensen 115-100-155 = 370 82,5 kg flokkur: Alex Cala 200-137,5-235 = 572,5 ísleifur Árnason 180-152,5-210 = 542,5 90 kg fiokkur: Alfreö Bjömsson 275-180-262,5 = 727,5 Hörður Magnússon 270-160-260 = 690 Arnar Gunnarsson 235-180-240 = 655 100 kg flokkur: Jón Gunnarsson 390-220-350 = 960 Svavar Einarsson 315-195-300 = 810 Jóhann Ingvason 220-180-250 = 650 110 kg flokkur: Vilhj. Hauksson 285-235-285 = 795 Björgúlfur Stefáns 290-210-265 = 765 Marinó Arnórsson 270-185-285 = 740 125 kg flokkur: Auðunn Jónsson 365-235-350 = 950 +125 kg flokkur: Jón B. Reynisson 380-260-280 = 920 Páll Sigurðsson 240-185-280 = 705 Lúðvík Björnsson 220-165-230 = 615 -GH Jón Gunnarsson tekur hér vel á þvf í hnébeygjunni og fær kröftugan stuðning frá Andrési Guðmundssyni. Jón var maður mótsins og og sló mörg met. DV-mynd Brynjar Gauti íþróttir Noregur: Ríkharður skorar enn Ríkharður Daðason skoraði sitt sjötta mark á tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spymu á laugardag. Hann gerði þá fyrsta markið í 1-4 sigri Vik- ing Stavanger á Brann í Bergen. Úrslitin í Noregi: Brann-Viking ............1-4 Ágúst Gylfason lék í 80 mínútur með Brann. Haugesund-Lilleström....0-2 Rúnar Kristinsson kom inn á hjá Lilleström á 63. mínútu. Tromsö-Bodö..............4-4 Tryggvi Guðmundsson iagði upp eitt marka Tromsö og fór út af á 81. mín. Molde-Sogndal............4-0 Bjarki Gunnlaugsson lék síðustu 6 mínútumar með Molde. Válerenga-Kongsvinger...2-3 Brynjar Gunnarsson lék síöustu 16 mínútumar með Válerenga. Strömsgodset-Stabæk .....2-1 Óskar Þorvaldsson lék allan leikinn meö Godset. Heigi Sigurösson lék siðustu 14 mínúturnar með Stabæk. Rosenborg-Moss 6-0 Rosenborg 8 6 2 0 28-6 20 Molde 8 6 2 0 25-5 20 Viking 8 6 0 2 22-11 18 Stabæk 8' 4 2 2 12-9 14 Moss 8 4 1 3 9-17 13 Tromsö 8 3 3 2 12-11 12 Lilleström 8 4 0 4 13-21 12 Kongsvinger 8 3 2 3 12-13 11 Bodö 8 2 3 3 15-18 9 Strömsgods. 8 2 3 3 11-16 9 Válerenga 8 2 1 5 14-20 7 Haugesund 8 1 1 6 11-17 4 Brann 8 0 3 5 7-14 3 Sogndal 8 0 3 5 6-19 3 mkharóur Dadason fékk hæstu ein- kunn íslendinganna hjá Nettavisen, 5. Óskar Þorvaldsson fékk 4 og Tryggvi Guömundsson og Ágúst Gylfason 3. Sund: Hjalti og Lára urðu stigahæst Hjalti Guðmundsson og Lára Hrund Bjargardóttir unnu bestu afrekin á sundmeistaramóti Hafnarfjarðar sem haldið var á laugardaginn. Hjalti fékk 757 stig af 1.000 mögulegum fyrir 50 metra bringusund og hlaut afreksbikar karla í fimmta skipti á sex árum. Lára Hrund fékk afreksbikar kvenna en hún var með 793 stig fyrir 200 metra fjórsund. -VS ÞÍN FRÍSTUND - OKKARFAG INTER SPORT BlLDSHÖFÐA - Blldshöfða 20 - Slmi 510 8020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.