Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 18. MAÍ1998 »g lagði annað up; i í Belgíu - Bls. 2 Tvöfalt hjá Arsenal - bls. 30 Valur þjálfar Stólana Valur Ingimundarson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeild- arliðs Tindastóls í körfuknatt- leik og tekur hann við starfi Páls Kolbeinssonar. Valur hefur und- anfarin þrjú ár þjálfað og leikið með BK Odense í Danmörku og undir hans stjórn fór liðið upp um tvær deildir á jafnmörgum árum og endaði í 4.-5. sæti í 1. deildinni í vetur. „Við erum mjög ánægðir að vera búnir að ganga frá þessum málum og væntum góðs af störf- um Vals. Valur þekkir vel til héma á Króknum og hann mun styrkja lið okkar,“ sagði Halldór Halldórsson, formaður körfu- knattleiksdeildar Tindastóls, við DV í gær en Valur mun einnig leika með liðinu. Valur er ekki ókunnugur liði Tindastóls því hann hann lék með liðinu í nokkur ár og þjálf- aði það síðast 1992-1993. -GH Lottó: 18 19 29 34 36 B: 30 Enski boltinn: lxl 21x x21 2x11 Guöjón Þóröarson: Geysilega stelt- ur af syninum DV, Belgiu: „Ég er geysilega stoltur af syninum. Ég horfði á lið Genk æfa daginn fyrir leik og það var síðan stórkostlegt að sjá leik- inn sem var vel útfærður og vel spilaður," sagði Guðjón Þórð- arson, landsliðsþjálfari íslands í knattspymu, sem horfði á Þórð son sinn verða bikarmeistari með Genk á laugardaginn. Guðjón sat ásamt Þórði fóður sínum í heiðursstúkunni á vellinum í Brussel. Þar vom þeir í félagsskap forsætisráð- herra Belgíu og fleiri merkra manna. -KB Evrópumót áhugamanna í snóker í Finnlandi: Kristján Evrópumeistari Kristján Helgason tryggði sér í gær Evrópumeistaratitilinn í snóker á Evrópumóti áhugamanna sem lauk í Finnlandi í gær. Krist- ján sigraöi Alex Borg frá Möltu í úrslitaleik meö 7 römmum gegn 2 og í undanúrslitunum á laugardag- inn lagði hann N-írann að velli, 8-3, þar sem hann náði að gera 104 skor í einum rammanum. Það má því segja að allt er þegar þrennt er hjá Kristjáni en tvö undan- ferin ár hefur hann tapaö úrshtaleik á þessu sama móti. Þetfe er annar stóri titillinn sem Kristján vinnur í snókemum en fyrir nokkrum árum hampaði hann heimsmeistaratitlinum í flokki unglinga á móti sem fram fór hér á landi. Heimsmeistaratitillinn kærari „Þetta gekk bara mjög vel í úrslitaleiknum. Ég náði strax tökum gegn Borg og hreinlega lokaöi hann inni. Ég náði engum sér- stökum stuðum því þetta var vamarbarátta. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með titilinn. Ég stefndi að því leynt og ljóst að vinna þennan titil og tókst það loks í þriðju tilraun. Það er svolítið erfitt að bera sam- an þennan titil og heims- meistaratitilinn en ætli mér sé ekki sá síðarnefndi kær- ari,“ sagði Kristján í sam- tali við DV, skömmu eftir að titillinn var í höfn. „Eftir tvo fyrstu sigrana á mótinu fann ég að ég gæti farið alla leið. Maðm- fékk aukið sjálfstraust og það er mjög mikilvægt í þess- ari íþrótt. Þessi sigur opnar ekkert sérstakt fyrir mig nema kannski það að ég á vonandi auðveldara með að fá styrktarað- ila í framtíðinni. Við Jóhannes vorum einu keppendurnir á mót- Kristján Helgason Evrópumeistari áhugamanna í snóker. inu sem ekki voru styrktir sérstaklega og það er mjög erfitt," sagði Kristján. Atvinnumótin í haust Kristján er orðinn atvinnumaður í greininni en á dögunum vann hann sér keppnisrétt í und- ankeppni fyrir atvinnumannamót- in og hefst sú keppni í haust. Þar keppa 198 snókerspilarar um 128 sæti í atvinnumannamótunum. „Ég tel mig eiga góöa möguleika á að komast áfram í undankeppn- inni og steöii að sjálfsögöu aö því,“ sagði Kristján en frábær frammi- staða hans og góð frammistaða Jó- hannesar vakti mikla athygli í Finnlandi. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.