Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 6
30 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 íþróttir lan Wright kom ekki inn á í úrslita- leiknum en fagnaði samt manna mest eftir að bikarinn var í höfn. ENGLAND Lundúnabúar eru ánægðir með af- rakstur timabilsins. Arsenal vann deildina og bikarinn og Chelsea bæði deildabikarinn og Evrópubikarinn. Kenny Dalglish: Jöfnunarmark heföi þýtt sigur „Arsenal var betri aðilinn í fyrri hálfleik en við vorum betri i þeim siðari ,og áttum ekki skOið að fá á okkur ann- að mark. Við sóttum og skutum i slá og stöng í stöðunni 1-0. Ef við hefðum jafn- að er ég handviss um að sigurinn hefði fallið okkur í skaut því leikmenn Arsenal voru farnir að þreytast," sagði Kenny Dal- glish, framkvæmdastjóri Newcastle. -VS Arsenal kórónaði tímabilið með bikarsigri Arsenal varð á laugardag annað félagið í sögu enskrar knattspymu til aö verða tvívegis tvöfaidur meistari - sigurvegari bæði í deild og bikar sama tímabilið. Arsenal endurtók afrek sitt frá árinu 1971 og jafnaði árangur Manchester United sem vann tvöfalt 1994 og 1996. Arsenal sigraði Newcastle, 2-0, að viðstöddum 80 þúsund áhorfend- um á þéttsetnum Wembley-leik- vanginum í London. Sigurinn var í heildina séð sanngjam og mörkin gerðu þeir Marc Overmars á 24. mínútu og Nicolas Anelka á 69. mínútu. í bæði skiptin stungu þeir sér inn fyrir vörn Newcastle eftir góðar sendingar frá Emmanuel Petit og Ray Parlour. Newcastle hafði þó ekki heppn- ina með sér snemma í síðari hálf- leik því þá gat liðið hæglega jafnað. Nikolaos Dabizas átti skalla í þver- slá og Alan Shearer skaut í stöng- ina og út. En síðan skoraði Anelka og úrslitin vom ráðin. Glæsilegur endir á mögnuðu timabili hjá Ars- enal. -VS Arsene Wenger: Frábært tímabil Arsene Wenger, Frakkinn yfirvegaði, varð á dögunum fyrstur útlendinga til að hampa enska meistaratitlinum sem fram- kvæmdastjóri. Á laugardag endurtók hann leikinn i bikamum. Wenger hefúr nú unnið báða titla í tveimur löndum. Það gerði hann hjá Mónakó auk þess sem hann vann bikar- inn í Japan með Grampus Eight. „Við komum í leikinn sem meistarar og það hefði verið hræðilegt að missa af tvennunni því það tækifæri kemur kannski aldrei aftur. Það er geysilega erfitt að vinna bæði þessi mót og þetta setti dálitla pressu á okkur í dag,“ sagði Wenger eftir leikinn. „Þetta er búið að vera frábært timabil. Staða okkar var ekki góð í desember en það sem síðan hefur gerst er ótrúlegt. Ungu leikmennimir hafa þroskast mikið, liðsandinn styrktist dag frá degi og blanda enskra og erlendra leikmanna gekk upp. Eftir því sem þeir kynntust betur og unnu fleiri leiki fór sjálfstraustið vaxandi. í leiknum í dag var heppnin á okkar bandi því það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef Shearer hefði jafnað í stað þess að skjóta í stöng,“ sagði Arsene Wenger. Peningarnir skipta ekki máli Hann staðfesti eftir leikinn að hann yrði áfram hjá félaginu. „Ég er tilbúinn til að halda áfram. Ég skrifa undir nýjan samning ef hann stendur til boða því ég elska Arsenal og nýt þess að starfa hjá fé- laginu. Peningamir skipta ekki máli, ég kom ekki þeirra vegna,“ sagði Wenger. Peter Hill-Wood, stjómarformaður Arsenal, sagðist viss um að Wenger yrði lengi hjá félaginu. „Það yrði gaman að vinna Evrópumeistaratitilinn og við höf- um peningana til að styrkja liðiö til að ná því marki,“ sagði Hill-Wood. -VS Fágœt ferna til höfuöborgarinnar sem löngum hefm- mátt horfa á eftir titlunum til risanna í Norður-Eng- landi. John Barnes lék lokamínútumar með Newcastle og varð þriðji leik- maðurinn í sögunni til að leika bikar- úrslitaleiki með þremur félögum. Hann lék til úrslita með Watford 1984 og Liverpool 1988. Jon Dahl Tomasson var ekki valinn í liö Newcastle og hann vill komast aftur til Hollands. Newcastle keypti Danann frá Heerenveen síðasta sum- ar og Ajax, PSV og Feyenoord vilja öll fá hann til sin. Giovanni Van Bronkhurst, efnileg- ur miöjumaöur hjá Feyenoord, er hins vegar að öllum líkindum á leiö til Newcastle. Steve Staunton gæti verið á leið til Liverpool á ný, sjö árum eftir að hann var seldur þaðan til Aston Villa. Samningur hans við Villa er runninn út og félagið fær þvi ekki krónu fyrir hann. Roy Evans, stjóri Liverpool, vill ólm- ur fá Staunton og sama er aö segja um kollega hans hjá Tottenham, Sheffield Wednesday og Benfica. Franck Leboeuf, vamarmaður Chel- sea og franska landsliðsins, sendi Alan Shearer viðvörun í viðtali í gær. „Shearer verður að róa sig og spila af skynsemi ef hann ætlar að ljúka HM með sóma. Þar er engum sýnd miskunn fyrir olnbogaskot og spörk i andlitiö," sagði Leboeuf. „Alan Shearer er einn besti sókn- armaður heims og getur enn bætt við sig. En dómarar á HM verða grimmir og Shearer þarf að halda sér á mottunni," sagði Leboeuf. -VS Tony Adams, fyrirliði Arsenal, lyftir bikarnum og David Seaman markvöröur fagnar meö honum. Til vinstri handleikur Dennis Bergkamp bikarinn en hann missti af leiknum vegna meiösla. Símamyndir Reuter Rétt blanda í liðinu „Þetta er stærsta stundin í sögu félagsins. Það var frábært að vinna deildina en að vinna bikarinn líka er stórkostlegt," sagði Lee Dixon, hinn reyndi hægri bakvörður Arsenal. „Við erum með rétta blöndu af enskum og erlendum leikmönnum. Árangur okkar sýnir hve vel nýju leikmennimir löguðu sig að liðinu. Þeir féllu frábærlega að leikstíl okkar,“ sagði vinstri bakvörðurinn Nigel Winterburn. „Anelka var frábær í sókninni í dag. Hann ógnaði stöðugt og það var nóg að senda boltann í áttina til hans. Og Overmars skoraði stórkostlegt mark en þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildar- innar,“ sagði miðjumaðurinn Ray Parlour. -VS Keflavík vann Meistarakeppni KSÍ. Martha Ernstdóttir vann Flugleiðahlaupið - kvenna Sveinn Margeirsson vann Flugleiðahlaupið - karla www.itn.is/leppin Langþráður sigur Hearts - vann Rangers, 2-1, í úrslitaleik skosku bikarkeppninnar Hearts vann sinn fyrsta stóra tit- il í skosku knattspymunni frá ár- inu 1960 á laugardag. Edinborgar- liðið lagði Glasgow Rangers að velli í úrslitaleik bikarkeppninnar á Parkhead, heimavelli Celtic, 2-1. Colin Cameron skoraði fyrir Hearts úr vítaspymu eftir aðeins 45 sekúndur og Stephane Adam kom Hearts í 2-0 á 53. mínútu. Ally McCoist, sem kom inn á sem vara- maður í kveðjuleik sínum með Rangers minnkaði muninn í 2-1 níu mínútum fyrir leikslok. „Síðustu 10 mínúturnar em þær lengstu sem ég hef upplifað en þetta er mesti gleðidagur lífs míns,“ sgði Jim Jefferies, fram- kvæmdastjóri Hearts, sem fyrir leikinn var útnefndur stjóri ársins í Skotlandi. Hearts vann bikarinn síðast árið 1956 en tapaði úrslitaleikjum árin 1968, 1976, 1986 og 1996. -VS 't

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.