Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 8
32 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 íþróttir Stefán J. Stefánsson, formaöur knattspyrnudeildar ÍR, og Njáll Eiösson, þjálfari ÍR-inga, meö Joe Tortolano á milli sín. DV-mynd S Reyndur Skoti til liðs við' - Joe Tortolano hefur leikið yfir 200 úrvalsdeildarleiki Nýliðar ÍR fengu um helgina góð- an liösstyrk fyrir baráttuna í úr- valsdeildinni í knattspyrnu í sum- ar. Þeir hafa fengið í sínar raðir skoska leikmanninn Joe Tortolano sem á að baki tíu tímabil með Hi- bemian í skosku úrvalsdeildinni. Tortolano er 32 ára gamall varn- armaður. Hann var í þrjú ár í her- búðum enska liðsins West Brom- wich Albion en fór til Hibernian sumarið 1986. Þar lék hann frá 1986 til 1996, spilaði 202 leiki fyrir félag- ið í úrvalsdeildinni og skoraði 11 mörk. Hann lék síðan með Falkirk í 1. deild 1996-97 og í vetur spilaði Tortolano með Clyde i 2. deild. Tortolano æfði þó með ÍR-ingum um helgina og reiknað er meö því að hann spili gegn Grindavík í fyrsta leik nýliðanna í efstu deild annað kvöld. Miðað við þá reynslu sem Skotinn hefur að baki ætti hann að reynast ÍR drjúgur liðs- auki. -VS liPV Fyrirliöar eöa fulltrúar úrvalsdelldarliöanna tlu sem hefja öll keppni I kvöld og annaö kvöld. DV-mynd S íslandsmótið í knattspyrnu hefst í kvöld: „Þróttarar verða erfiðir" - segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari íslandsmeistara ÍBV íslandsmeistarar ÍBV og meistar- ar 1. deildar í fyrra, Þróttarar úr Reykjavík, eigast við í opnunarleik íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld. Liðin mætast á Laugardals- vellinum kl. 20. Eyjamenn verða án þriggja leik- manna því ívar Bjarklind og Krist- inn Hafliðason eru meiddir og Kristinn Lárusson tekur út leik- bann. Þjóðverjinn Jens Paeslack leikur hins vegar væntanlega sinn fyrsta leik með ÍBV en hann er orð- inn löglegur með liðinu. „Leikurinn leggst ágætlega í okk- ur og maður er mest spenntur fyrir því að spila loks á góðum grasvelli. Þróttarar hafa spilað betur í vor en mörg lið sem hafa komið upp í deildina undanfarin ár, þeir eru með ágætis mannskap og verða mjög erfiðir mótherjar í fyrsta leik,“ sagði Bjami Jóhannsson, þjálfari ÍBV, við DV. Daði Dervic verður ekki með Þrótturum því hann tekur út leik- bann og þar verður skarð fyrir skildi í vöm nýliðanna. Að öðru leyti stilla þeir upp sínu sterkasta liði og að sögn Willums Þórssonar þjálfara em allir heilir og tilbúnir í slaginn. „Það er mikil stemning og tilhlökkun innan félagsins enda langt síðan liöið var í efstu deild,“ sagði Willum við DV. -VS Þróttarar eiga 81% möguleika Þrótti og ÍR, nýliöunum í úrvalsdeildinni í knatt- spymu, var spáð falli á hinum árlega kynningar- fundi deildarinnar á fimmtudag. Þróttarar og ÍR- ingar ættu þó ekki að láta hugfallast því sam- kvæmt tölfræði efstu deildarinnar frá 1977, þegar tíu liða deild var tekin upp og tvö lið féllu, em lík- umar á að lið þeirra haldi sér uppi nokkuð góðar. Þróttarar geta verið sérstaklega vongóðir því að í 81 prósents tilfella hefur meistaralið næstefstu deildar haldið sér uppi árið eftir. ÍR-ingum er al- mennt spáð falli en staðreyndin er sú að 57 prósent nýliða sem koma upp sem lið númer tvö hafa hald- ið sæti sínu í efstu deild. Til vinstri má sjá útkomu nýliðanna tveggja á hverju ári fýrir sig frá árinu 1977. Rauðu punktam- ir tákna nýliða í fyrsta sæti og þeir bláu nýliða í öðm sæti. Einu sinni á þessu tímabili hafa nýliðar staðið uppi sem íslandsmeistarar en það gerðu Skagamenn árið 1992. -ÓÓJ/VS líkur á aö nýliðar í fyrsta sæti haldi sér uppi f 57% líkur á að nýliðar í ööru sæti haldi sér uppi 1 2 3 4 5 6 7 8 9 II '77 '79 '81 '83 '85 '87 '89 '91 '93 '95 '97 Trínidadbúi í Breiðablik Hisham Gomes, 22 ára Trínid- adbúi, er genginn til liðs við 1. deildar lið Breiðabliks í knatt- spymu. Gomes er varnarmaður og hef- ur leikiö með bandarísku há- skólaliði að undanfómu. Meðal félaga hans þar vom Blikamir ívar Sigurjónsson og Guðmund- ur K. Guðmundsson og kom Gomes til íslands fyrir þeirra til- stilli. -VS FH og Breiðabliki spáð toppsætum FH og Breiðabliki er spáð toppsætunum í 1. deild karla í knattspyrnu í könnun sem Lengjan gerði meðal þjálfara liðanna. Nýliöunum tveimur, HK og KVA, er hins vegar spáð falli. Niðurstaða þjálfaranna um lokaröð 1. deildar varð þessi: 1. FH............................76 2. Breiðablik....................75 3. Sfjaman.......................65 4. Skallagrímur..................54 5. Fylkir .......................47 6. Víkingur, R...................43 7. KA............................37 8. Þðr ..........................26 9. HK............................16 10. KVA..........................11 Þjálfarar 2. deildar eiga von á öruggum sigri Víðismanna. Þar varð niðurstaðan þessi: 1. Víðir.........................81 2. Leiknir, R....................66 3. Tindastóll ...................65 4. Dalvík........................56 5. Selfoss.......................49 6. Völsungur.....................45 7. KS............................30 8. Ægir .........................26 9. Reynir, S.....................22 10. Rjölnir.....................10 -VS Grétar ekkert með Grindavík? Hætta er á því að Grétar Hjartarson, sem kominn er til liðs við úr- valsdeildarlið Grindvíkinga i knattspyrnu frá Stirling Al- bion í Skot- landi, geti ekkert spUað í sumar. Grétar meiddist á hné þegar 5 mínútur voru eftir af lokaleik Stir- ling í skosku 1. deUdinni um fyrri helgi. Komið hefur í ljós að kross- bönd em sködduð og Grétar spUar ekki á næstunni. Grétar er 21 árs og hefur staðið sig mjög vel í Skotlandi en þangað fór hann eftir að hafa slegið í gegn með Reyni í Sandgerði sumarið 1996. Grindvíkingar bundu miklar vonir við hann og meiðslin eru þeim því talsvert áfaU. -VS Bland i pokct lR-ingum var spáð botnsæti úrvals- deUdarinnar í knattspymu eins og fram kom í DV á fóstudag. En stiga- tölur úr könnuninni brengluðust að- eins. ÍR var sagt aðeins hafa fengiö 6 stig en það rétta var að lR fékk 63 stig i 10. sæti og Þróttur R. 81 stig i 9. sæti. Eyjamenn bjuggu sig undir opnun- arleik Islandsmótsins á Hvolsvelli um helgina. Þeir æföu þar á góðum grasvelli heimamanna á laugardag og sunnudag. Þróttarar funduðu meö Kötturun- um, hinum frægu stuðningsmönnum sinum, síödegis í gær en þar var lagt á ráðin um aögerðir innan vallar og utan. Þróttarar leika í kvöld fyrsta leik sinn í efstu deild frá árinu 1985. iBV og Þróttur hafa ekki mæst í efstu deild í enn lengri tíma, eða síðan 1983, þegar þau væm bæði þar síðast. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.