Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 5
íþróttir Bland í poka Virgilius Alenka frá Litháen náöi á laugardag besta árangri ársins í kringlukasti karla. Alenka, sem varð annar á síöasta heimsmeistaramóti, kastaði 68,86 á móti í Halle í Þýska- landi. Norska kvennaliðid Bækkelaget vann um helgina sigur i Evrópu- keppni bikarhafa í handknattleik meö því að bera sigurorð af króatíska liðinu Kras Zagreb, 28-17, i úrslita- leik liðanna, og samanlagt 51-40. Anja Andersen fór á kostum í liði Bækkelaget og skoraöi 13 mörk. Þýskaland sigraði Tékkland, 24-23, í vináttulandsleik í handknattleik karla í gær. Martin Schwalb var markahæstur í liöi Þjóðverja með 8 mörk og Stefan Kretzschmar kom næstur með 4 mörk. Conchita Martinez frá Spáni sigraði frönsku stúlkuna Amelie Mauresmo 6-4 og 6-4 í úrslitaleik á opna þýska mótinu í tennis sem lauk í Berlín í gær. Svíar urðu i gær heimsmeistarar í íshokkí þegar þeir gerðu markalaust jafntefli gegn Finnum í síðari úrslita- leik liðanna en Svíar unnu fyrri ieik- inn, 1-0. Svíar urðu heimsmeistarar í sjöunda sinn en þeir unnu síðast titilinn árið 1992 en þá lögðu þeir einnig Finna í úrslitaleik. Darren Clarke frá N-írlandi sigraði á Benson- og Hedges-mótinu í golfi sem iauk i Oxford á Englandi i gær. Clarke lék á samtals 273 höggum eða 15 undir pari. Annar varð Spánveij- inn Santiago Luna á 276 höggum. Ron Atkinson mun ekki stýra liði Sheffield Wednesday í ensku úrvals- deildinni í knattspymu á næstu leik- tlð. Það var vilji stjómar Wednesday að endumýja ekki samninginn við Atkinson sem tók við liðinu á miðju tímabili. Bröndby varð 1 gær danskur meist- ari í knattspymu þriðja árið i röð. Liðið tryggði sér titilinn með því að gera markalaust jafntefli gegn Silke- borg á meðan Köbenhavn tapaði fyrir AB, 2-1. Þegar 3 umferðir em eftir er Bröndby með 11 stiga forskot á Köb- enhavn. Sádi-Arabar bám sigurorð af Nami- bíumönnum, 2-1, í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór i Cannes í gær. Islendingar og Sádar skildu jafnir, 1-1, á sama stað í síðustu viku. Inga Dóra Magnúsdóttir, sem gekk til liðs við úrvalsdeildarlið Hauka i knattspymu i vetur, byrjar ekki að spila fyrr en á miðju sumri. Inga Dóra fór i uppskurð vegna slitinna liðbanda í ökkla. Baldur Bragason og félagar i Pana- haiki féllu f gær úr 1. deild grísku knattspymunnar. Panahaiki, sem var utan fallsætis allt tímabilið, tapaði 4-0 í fallslag gegn Kavala og á meðan skomðu helstu keppinautamir, Ethn- ikos, sigurmark á siðustu minútu í sínum leik. -VS/GH/ih Kvennahandbolti: Magnús þjálfar lið FH Magnús Teitsson var í gær ráðinn þjálfari 1. deildar liðs FH í handknattleik kvenna. Magnús hefur þjálfað kvennalið Hauka undanfarin tvö ár en þjálfaði áður lið Stjömunnar í Garðabæ. Bæði Stjarnan og Haukar urðu íslandsmeistarar undir stjórn hans og nú er spuming hvort FH verður þriðja liðið sem hann ger- ir að meisturum. FH-liðið er ungt og mjög efni- legt. Það hafhaði í þriðja sæti í deildarkeppninni í vetur og komst í undanúrslitin um ís- landsmeistaratitilinn þar sem það tapaði fyrir Víkingi. Viðar Símonarson var þjálfari FH- liðsins lengst af vetrar en eftir að hann var úrskurðaður í bann af aganefnd HSÍ tók Slavko Bambir við stjóminni. -GH + MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 Ársþing HSÍ: Átta milljóna tap á árinu - hagnaður tryggður á næsta ári Ársþing Handknattleikssam- bands íslands var haldið um helg- ina. Skýrsla stjórnar bar nokkurn keim af þeim nauðungarsamning- um sem sambandið hefur verið í. í reikningunum, sem lagðir voru fram, kemur í ljós að 8 milljóna króna tap var á rekstri sambandins á starfsárinu og ræðst sú tala nokk- uð af vaxtagjöldum upp á rúmar 3 milljónir og vegna þess að ekki tókst að koma inn samningum við fyrirtæki eftir nauðasamningana. 60 milljóna hagnaöur með nauðasamningunum „Þó svo að reksturinn sé í mínus núna er nánast búið að tryggja þær tekjur að sambandið skili hagnaði á næsta ári. Það er ríflega 60 milljóna króna hagnaður af rekstri HSÍ þeg- ar nauðasamningarnir eru teknir inn,“ sagði Örn Magnússon, fram- kvæmdastjóri HSí, við DV. Ein breyting varð á stjóm HSÍ. Ragnheiður Karlsdóttir óskaði ekki eftir endurkjöri og í hennar stað var kosin Hallgunnur Skaptason. „Stjórnin er búin að setja markið hátt fyrir komandi tímabil og við ætlum að sækja fram í unglinga- og í kvennahandboltanum," sagði Örn. Tekiö til I lögum HSÍ Örn sagði að tekið hefði verið til í lögum HSÍ, fyrst og fremst til að lagfæra þá hluti sem urðu vegna bikarúrslitaleiksins. Þá voru gerð- ar breytingar á starfsaðferðum dómstóls HSÍ, hvernig eigi að vinna að slíkum málum og samþykkt var að samræma lög HSÍ lögum ÍSÍ. Ein helsta breytingin á mótahald- inu næsta vetur er sú að keppni í 3. deild karla verður tekin upp og keppni B-liðanna felld niður. Þá var samþykkt að taka upp keppni í 2. deild kvenna og i þeirri deild verða B-liðin og „old girls“ liðin. Tillaga lá fyrir þinginu að splitta upp dómarapörunum í 4. hverri umferð en það var ekki samþykkt og var vísað til skoðunar hjá dóm- aranefndinni. -GH Glæsimark frá Arnóri Arnór lék vel með örebro i 9ær. _ örebro burstaði Gautaborg, 4-0 DV, Svíþjóð: Arnór Guðjohnsen skoraði glæsilegt mark þegar Örebro vann óvæntan stór- sigur á Gautaborg, 4-0, í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þetta var fyrsti sigur Örebro á tímabilinu og liðið komst af botninum upp í 10. sæti. Amór gerði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu. Dan Sahlin sendi boltann fyrir mark Gautaborgar frá vinstri, Amór tók hann viðstöðulaust með vinstra fæti, beint upp undir mark- vinkilinn. Sahlin gerði næstu tvö mörk og Michael Andersson innsiglaði sigurinn með stórbrotnu langskoti. Arnór og Sahhn vom sagðir bestu menn Örebro í leiknum. Hvorki Hlynur Birgisson né Gunnlaugur Jónsson léku með Örebro. Helsingborg vann Örgryte, 0-2, á úti- velli og Trelleborg og Norrköping skildu jöfh, 0-0. íslendingar komu ekki við sögu í þessum leikjum. Helsingborg, Frölunda og Norrköp- ing era jöfn og efst með 12 stig en ný- liðar Frölunda eiga einn leik til góða. -EH/VS Magnús yfir 60 metrana - á vígslumóti nýja Kaplakrikavallarins Magnús Aron Hallgrimsson, Selfyss- ingurinn efnilegi, kastaði kringlu í fyrsta skipti yfir 60 metra í gær. Það gerði hann á vígslumóti hins nýja og glæsilega frjálsíþróttavallar FH-inga í Kaplakrika. Magnús kastaði kringlunni 60,08 metra og það lofar góðu fyrh sum- arið. Aðstæður vora erfiðar vegna veðurs og dró það úr árangri keppenda. Jón Ás- grímsson úr FH kastaði þó spjóti yfir 60 metra i fyrsta skipti, 61,40 m, og Þórey Edda Elísdóttir, FH, átti góðar tilraunir við 3,90 m í stangarstökki. Þá náðu Bima Björnsdótth, FH, og Bjöm Mar- geirsson, UMSS, ágætum tímum í 800 meha hlaupi. Fyrsti sigurvegarinn á nýja vellinum var Ingi Sturla Þórisson, FH, sem sigraði í 300 m grindahlaupi drengja. -VS Sigrún Óttarsdóttir, fyrirliöi Breiöabliks, meö deildabikarinn eftir sigurinn á Val í gærkvöld. DV-mynd Brynjar Gauti Breiöablik deildabikarmeistari kvenna: „Bara byrjunin" - Margrét með þrennu í framlengdum úrslitaleik „Þetta er bara byrjunin á sumr- inu, það verður barátta fram á síð- ustu mínútu. Deildabikarkeppnin í vor hefur sýnt fram á það að deild- in verður jöfn í sumar. Og í dag voram við að láta vita af okkur,“ sagði Margrét R. Ólafsdótth sem skoraði öll mörk Breiðabliks í úr- slitum gegn Val í Deildabikarkeppn- inni þar sem Breiðablik sigraði 3-2. Valur byrjaði leikinn betur og á 16. mínútu skoraði Ásgerður H. Ingibergsdótth með fóstu skoti úr teig efth laglega sókn Vals. Mar- grét jafnaði leikinn fyrir Breiðablik á 67. mínútu með glæsilegu skoti af um 25 metra færi. Margrét kom Breiðabliki síðan yfir fimm mínút- um síðar með skalla efth horn- spyrnu. Þegar venjulegum leiktíma var lokið braust Rakel Logadótth upp vinstri kantinn, jafnaði leikinn fyrh Val með góðu skoti og tryggði framlengingu. Sigríður Þorláksdóttir fiskaði vítaspymu fyrir Breiðablik skömmu fyrh hálfleik ffamlenging- arinnar og úr henni skoraði Mar- grét þriðja mark sitt og hyggði þar með Blikum deildabikarinn. Leikurinn var vel leikinn og sýndu bæði lið að þau koma mjög vel undhbúin í íslandsmótið sem hefst á föstudag. „Við ætlum okkur að vera í topp- baráttunni í sumar. Hópurinn, sem er mikið breyttur frá í fyrra er alltaf að ná betur og betur saman. Við erum með nýjan þjálfara, Jörand Áka Sveinsson, sem hefur náð að binda hópinn saman. Hann er harð- ur en með húmorinn í lagi,“ sagði Margrét. Valur sigraði KR í undanúrslit- um, 7-4, eftir vítaspyrnukeppni en Breiðablik lagði ÍA, 2-0. -ih Sverrir áfram meðKA Sverrh Björnsson, hinn stórefnilegi handknattleiksmaður úr KA, er ekki á förum frá félaginu eins allt benti til fyrir nokkru. Hann leikur því með Akureyrar- liðinu næsta vetur og anda KA-menn því léttar því honum er ætlað stórt hlutverk með liöinu á næsta tímabili. Var feitasti bitinn Sverrh hugðist fara i nám í Reykjavík í haust og þegar þær frétth spurðust út var hann shax orðinn feitasti bitinn á leikmannamarkaðnum þar sem flest liðin í 1. deildinni á höfuðborgarsvæöinu höfðu samband við hann. Það sem breytti því að Sverrh fer ekki suður er sú að hann getur byrjað háskóla- nám sitt fyrir norðan í haust. -GH Lithái í mark KA-manna? Svo getur farið að landsliðsmarkvörður Litháa í handknattleik og leikmaður Granitas Kaunas leiki i marki KA-manna næsta vetur. Atli Hilmarsson, þjálfari KA, sagði við DV í gær að Litháinn væri inni í myndinni en að það væri enn langur vegur frá að hann væri á leið til liðsins. Guömundur samdi viö Val Litháanum er ætlað að fylla skarð Sig- hyggs Albertssonar en hann hefur ákveð- ið að hætta. Landsliðsmarkverðimh Guð- mundur Hrafnkelsson og Reynh Þór Reynisson voru þeh fyrstu sem KA-menn ræddu við en nú er Ijóst að hvoragur þeirra leikur í búningi KA næsta vetur. Guðmundur skrifaði undan nýjan samn- ing við Val í síðustu viku og Reynir Þór er á leið til þýska liðsins Solingen. -GH Dormagen fór niður Dormagen, lið Héðins Gilssonar og Ró- berts Sighvatssonar, féll úr þýsku 1. deild- inni í handknattleik í gær. Dormagen tap- aði þá fyrh Schutterwald, 25-19, í síðari leik liöanna um laust sæti í 1. deildinni á næsta tímabili en Dormagen hafði áður unnið fyrri leikinn á heimavelli, 24-21. Þar með féllu tvö Islendingalið úr þýsku 1. deildinni en hitt liöið var Hameln, lið Alfreðs Gíslasonar. Héðinn Gilsson skoraði 6 mörk fyrir Dormagen en markahæstur var danski landsliðamaðurinn Nikolaj Jacobsen með 8 mörk. -GH t MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 29. I>V íþróttir í , ,5, + % Þóröur Guöjónsson, til vinstri, lyftir bikarnum ásamt félögum sínum í liöi Genk. DV-myndir Marc De Waele Þórður Guðjónsson: Frábær sigur DV, Belgíu: „Þetta var frábær sigur og ég er auðvitað mjög ánægður. Þetta hafðist einfaldlega af því að viö gerðum allh okkar besta og hver einasti leikmaður liðsins lagði sig í þetta af fullum krafti," sagði Þórður Guðjónsson við DV efth sigurinn á Club Brugge í bikar- úrslitinum á laugardag. „Ég bjóst ekki við því fyrh leikinn að við myndum bursta belgísku meistarana með átta landsliðsmenn innanborðs. Það vantaði líka tvo góða leikmenn hjá okkur. Ég fann mig vel og trúði því að við myndum vinna. Við heföum getað unnið mun stærri sigur ef öll okkar færi hefðu nýst,“ sagði Þórður. Hann kvaðst vera á forum til Suður-Frakklands í tvær vikur en síðan myndi hann koma heim til Islands og enda sumarfríið þar. Stórkostlegt tímabil Stórkostlegu tímabili er lokið hjá Þórði. Dagblaðið Het Nie- uwsblad útnefndi hann besta leikmann belgísku 1. deildarinn- ai' og stuðningsmenn Genk völdu hann leikmann ársins. Bikarsigurinn á laugardag var síðan punkturinn yfir i-ið. Þórð- ur hefúr svo sannarlega slegið í gegn á fyrsta tímabili sínu í belgísku knattspyrnunni. -KB - Þórður skoraði og lagði upp mark í stórsigri Genk á meisturum Club Brugge, 4-0 DV, Belgíu: Þórður Guðjónsson er bikar- meistari Belgíu með liði sínu, Genk. Liði hans tókst það á laugardag sem fáh höfðu reiknað með því Genk gjörsigraði belgísku meistarana, Club Bragge, 4r-0. Þórður átti mjög góðan leik. Hann lék inni á miðjunni, var mjög virk- ur í vörn og sókn og vann geysilega vel allan leikinn. Oulare kom Genk yfh á 20. mín- útu. Aðeins mínútu síðar hirti Þórð- ur boltann af Van der Elst á eigin vallarhelmingi, óð upp allan völl og skaut, mEU'kvörður Bragge varði en boltinn hrökk til Oulare sem skor- aði, 2-0. Heiðurinn Vcir Þórðar sem fékk innilegar viðtökur félaga sinna. Skoraöi meö hörkuskoti í stöngina og inn Þórður var tvívegis nálægt þvi að skora áður en hann bætti við þriðja marki Genk á 37. minútu með hörkuskoti í stöngina og inn úr þröngri stöðu. Það var síðan Peeters sem inn- siglaði sigurinn á 57. mínútu og þar með var veislan hafrn hjá fjölmörg- um stuðningsmönnum Genk. Árangur Genk í vetur er frábær en liðið hafhaði í öðra sæti 1. deild- ar og vann síðan bikarinn. Aðeins eru tiu ár síðan félagið var stofnað en það varð til við samruna Waterschei og Winterslag árið 1988. Genk leit út eins og draugaborg á meðan úrslitaleikurinn stóð yfh á laugardag en stanslaus sigurstemn- ing var í Genk þegar liðið kom til borgarinnar með bikarinn eftir leik. Hátíðahöldin héldu áfram í gær en þá var tekið á móti leikmönnunum í ráðhúsi Genk. -VS Þórður sækir boltann í mark Brugge eftir aö hafa skorað þriðja mark Genk. Fögnuður leikmanna Genk eftir úrslitaleikinn var að vonum mikill. Þóröur er lengst til vinstri í fremstu röö. Þórður á fleygiferð í úrslitaleiknum. Þjálfari Genk sagði aö hraði hans og hinna sóknarmanna liösins hefðu komið Brugge í opna skjöldu. Þjálfari Genk: Þórður lék stórt hlutverk DV, Belgiu: „Þórður lék stórt hlutverk i því leikkerfl sem ég setti upp fyrh leikinn. Við lékum með einn „djúpan senter“, Oulare, og Þórð og Hendrikx fyrh aftan hann. Ég held að hraðinn á þeim hafi komiö Club Bragge í opna skjöldu. Þórð- ur var mjög góður, sívinnandi all- an leikinn, en það var þó liðsheild- in sem vann þennan leik,“ sagði Aieme Anthunies, þjálfari Genk, við DV. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.