Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 7
JOI/ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998
h$n helgina n
Borgarleikhúsið:
Eitt frægasta dans-
leikhús heims
Nederlands Dans Theater þykir vera meö bestu dansleikhúsum í heimi.
í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20
verður seinni sýning Nederlands
Dans Theater á Listahátíð í Reykja-
vík. Þarna er á ferðinni eitt fræg-
asta og virtasta dansleikhús heims.
Sýningarhóparnir sem í kvöld
sýna eru annars vegar hópur 17-22
ára dansara og hins vegar hópur
dansara sem komnir eru yfir fer-
tugt. Fyrri
hópur-
inn
Þaö verður
skrautlegt liö á
skemmtistaön-
um Heaven í
kvöld, þar sem
m.a. verður
haldin „frík-
keppni'
I
þykir sýna fádæma kraft, flmi og
tækni er dansaramir takast á við
krefjandi nútímaverk. í seinni
hópnum eru hins vegar reyndar
dansstjömur sem komnar eru yfir
fertugt. Dansararnir nýta reynslu
sína til að skapa margslungna upp-
lifun í leikhúsinu þar sem bæði
klassískur dans og nútimadans
samtvinnast látbragði, gamanleik,
sorgarleik og jafnvel söng.
Tónlistarskóli Garðabæjar:
Brúðkaup Fígarós
í kvöld kl. 20 frumsýnir Tónlistar-
skóli Garðabæjar uppfærslu sina á
óperunni Brúðkaupi Fígarós en það
er lokaverkefni skólans á þessu vori.
Óperan, sem er veigamesta verkefni
skólans til þessa í 34 ára sögu hans,
verður sýnd í Kirkjuhvoli við
Vídalínskirkju í Garðabæ.
Snæbjörg Snæbjamardóttir, yfir-
kennari við söngdeild skólans, er
stjórnandi sýningarinnar en
Hrafhhildur Hagalín er leikstjóri
hennar. í öllum aðalhlutverkum
eru nemendur Snæbjargar og
nokkrii- kennarar skólans en allir
þeir sem koma að sýningunni tengj-
ast skólanum á einn eða annan hátt.
Frá uppfærslu Tónlistarskóla Garöabæjar á Brúökaupi Fígarós sem frumsýnd veröur í kvöld.
Mannræktarmiðstöð Snæfells-
áss, samfélagsins Hellnum í
Snæfellsbæ, býður upp á „Ævin-
týraríka hvítasunnuhelgi undir
Jökli“ nú um helgina. Þangað
geta gestir komið í kvöld eða í
fyrramálið og bíður þeirra
mögnuð dagskrá i þrjá daga.
Meðal annars verður farið í
gönguferðir um nágrenni Hellna
um orkulínur og orkustaði,
heimasvæði huldufólks heimsótt
og farið í bátsferð til að skoða
fuglabjörg og fleira áhugavert.
Einnig verður hægt að fara á
Jökulinn á sleða og á skíði.
Kvöldvökur verða haldnar laug-
ardags- og sunnudagskvöld.
TungliJ breytist í Heaven
í kvöld mun skemmtistaðurinn
Tunglið breytast í skemmtistaðinn
Heaven. Þar verður héðan í frá rif-
andi stuð um hverja helgi og mikið
af uppákomum. Aðall hins nýja
skemmtistaðar verða sýningar af
ýmsu tagi, danssýningar, tískusýn-
ingar, dragsýningar og þess háttar.
Aðaldansgólf skemmtistaðarins
hefur verið endurinnréttað ásamt
hljóð- og ljósakerfi. Efri hæðir
skemmtistaðarins verða athvarf
þeirra sem vilja hverfa aftur í tím-
ann og upplifa blómatímabil sjö-
unda, áttunda og níunda áratugar-
ins.
I kvöld verða ýmsar uppákomur í
Ég auglýsti bílinn og
hann seldist eítir 3 tíma!
q\\t millf himjn<t
Smáauglýsingar
550 5000
tilefni opnunarinnar. Meðal annars
verður „frík-keppni“ en í dómnefnd
eru Páll Óskar, Sissa, Filippía,
Díana Omel, Baldur Stefánsson og
Rósa Björk. Einnig koma fram hin-
ar ítölsku karlfatafellur sem ærðu
landann fyrir nokkrum vikum.
Margt fleira verður gert
skemmtanaglöðum til ánægju, t.d.
verður keppt í því hverjir séu best-
ir í bananatotti.
Mannrækt
undir Jökli
; Epal, Skeifunni 6. Anna María Sig-
j urjónsdóttir meö ljósmyndasýningu
1 til 30. júni. Opið alla virka daga frá
fi kl. 9-8 og Id. 10-14.
Galleri 20 fermetrar. Hreinn Friö-
I finnsson sýnir til 7. júní. Opið
I miöv.-fim. 15-18.
; Gallerí Fold, Rauðarárstíg. Þor-
, ! björg Höskuldsdóttir sýnir í baksal.
1 Opiö daglega frá kl. 10-18, ld. 10-17 og
1 sd. 14-17 til 1. júní.
I Gallerí Gangur. Robert Derriendt
Esýnfr olíumálverk út júní.
Galleri Geysir. „20,02 hugmyndir
um eiturlyf': „Framtíöarsýn" til 31.
I maí.
1 Gallerí Ingólísstræti 8.„Grænmetis-
í; leikur" Ingu Svölu Þórsdóttur til 21.
R júní. Opið fim.-sun. 14-18.
Galleri Listakot, Laugavegi 70. Sig-
tii urrós Stefánsdóttir sýnir málverk.
; Gallcrí Sævars Karls. Erró og Guö-
j1 jón Bjarnason með sýningu til 10.
I júní. Opið á afgreiðslutimum verslim-
3 arinnar.
Gerðarsafn, Kópavogi. Andrrzej
I Mlezko sýnir skopmyndir. Frá 30.
I maí til 15. júni sýna Vignir Jóhanns-
Íson, Albert Ka Hing Liu og Ólöf Odd-
geirsdóttir. Opiö 12-18 alla daga
nema mánud.
Gerðuberg, menningarmiðstöð.
1 Ljósmyndasýning Carlotu Duarte:
i;:i Odella - að lifa af, og ljósmyndasýn-
Í ing Maya-Indjána: Sópaðu aldrei síð-
Í® degis, standa til 20. júní. Opið frá kl.
12-21 md.-fid. og 12-16 fód.og ld.
Grafarvogskirkja. Kjuregej Alex-
andra Argunova heldur sýningu á
jarðhæð kirkjimnar. Opið er fram í
gi júni.
1 Hafnarborg. Mánudaginn 1. júni kl.
| 17 verður opnuð sýning eftir ýmsa
1 listamenn i tilefni af 90 ára kaupstað-
Í arafmæli Hafnarfjarðar og 15 ára af-
mæli Hafnarborgar. Sýningin stend-
| ur til 4. ágúst.
I Hafnarhúsiö. Sýningin „Konur" eft-
y; ir Erró. Opið kl. 10-18 alla daga til 23.
f ágúst.
Hallgrímskirkja, Reykjavík. Eirík-
;; ur Smith sýnir málverk.
Herrafataverslun Kormáks og
: Skjaldar, Skólavörðustig. Sýning á
■ portrettverkmn Ara Alexanders Erg-
p is Magnússonar í Forsetastofu.
i Jómfrúin, Lækjargötu 4.
i: Sandskúlptúrar eftir Greipar Ægis
r veröa sýndir út maí.
; Kaffitár, Bankastræti 8. Ljós-
myndasýning um hreinsun jarö-
1 sprengna í þriðja heims löndum
I stendur til 7. júni og er opin frá 8-18
| mán.-fód., 8-17 ld. og sud. 9-17.
| Kjarvalsstaðir. Ld. 30. mai veröur
ij opnuð sýning á úrvali verka úr eigu
:;! Listasafns Reykjavíkur. Sýningin
stendur til 30. ágúst og er opin frá kl.
I 10-18 alla daga. Leiösögn um sýning-
i una alla sd. kl. 16.
; Listasafn ASÍ við Freyjugötu. í
■ Arinstofu: Portrettmyndir af skáld-
um. í Ásmundarsal: Mannamyndir
i : eftir Ágúst Petersen til 5. júlí. Opið
i i, alla daga nerna mán. kl. 14-18.
I Listasafn Einars Jónssonar. Sýn-
1 ing á höggmyndum og málverkum
Einars Jónssonar ásamt íbúð lista-
1 mannsins. Opið ld. og sud. 13.30-16.
• Höggmyndagarðurinn er alltaf opinn.
i: Listasafn íslands. Sýning á verkum
| eftir Max Ernst stendur til 28. júní.
1 Opiö frá kl. 11-17 alla daga nema
j; mád.
1 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
| Laugarnestanga 70, Rvik. Sýning á
I þrívíddarverkum úr málmi eftir Öm
1 Þorsteinsson til 1. júlí. Opin ld. og
1 sud. kl. 14-17. Eftir 1. júní er opiö alla
I daga nema mán. kl. 14-17.
Norræna húsið. „Skjáir veruleik-
í' ans“, sýning á verkum 10 evrópskra
listmálara, stendur til 28. júni. Opið
i!; frá kl. 14-19 alla daga.
Nýlistasafnið. Ýmsir listamenn sýna
I á sýningunni „Flögð og fógur skinn"
H’ sem stendur til 7. júní. Opiö frá kl.
1 14-18 alla daga. Sýningin er einnig í
| 14 verslanagluggum i miðborginni.
: Ráðhús Reykjavíkur. Chissano,
I Mucavele og Malangatana frá Mó-
3 sambík með sýninguna „Hlið sunnan-
I vindsins". Hún stendm' til 7. júní og
1 er opin frá kl. 9-19 virka daga og frá
i kl. 12-18 mn helgar.
| Stofnun Áma MagnússonarHand-
ritasýningin „Þorlákstíðir" verður
| opnuð 31. maí kl. 16. Opið alla daga til
t; 31. ágúst kl. 13-17.
Stöðlakot. Hafsteinn Austmann sýn-
1 ir akvarellur til 7. júní. Opið frá kl.
1 14-18 alla daga. .
! Þjóðminjasafn fslands. Margrét II
1 Danadrottning sýnir „Kirkjuklæöi".
1 Opið 11-17 alla daga nema mád. til 7.
i júní.
I Gallerí +, Brekkugötu 35, Akur-
1 eyri. Steinunn Helga Sigurðardóttir
með myndlistarsýningu. Opiö um
Íhelgar frá kl. 14-18 og aðra daga eftir
samkomulagi til 31. maí.
Galleri Svartfugl, Akureyri. Bryn-
dís Björgvinsdóttir meö sýningu sem
stendur til 7. júní.
; : Listasafn Akureyrar.Roj Friberg
I sýnir til 6. júni. Opið frá kl. 14-18 alla
daga nema mán.
i Sögusetrið á Hvolsvelli. Sýningin
3 „Á Njáluslóð".
Gallerí Kambur, Hellu. Verk eftir
I listamanninn Kíkó Korriró (Þórö
I Valdimarsson) sýnd til 2. júni. Lokað
1 mid.
| Safnaðarheimilið Hruna. Systumar
í Jóhanna og Þórdis Sveinsdætur sýna
til 1. júní.