Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 ★ K u kvikmyndir Robin Wiiiiams sem vélmenm Leikarinn góökunni og leik- stjórinn Christopher Columbus, sem saman geröu Mrs. Doubtfire, ætla að sameina krafta sína á ný í Bicentennial Man, sem byggð er á smásögu eft- ir Isaac Asimov. Mun Robin Williams leika vélmenni sem i tvö hundruð ár reynir að komast að því hvemig hann geti orðið að manni. Hand- ritið eftir skáldsögunni skrifaði Nick Kazan fyrir nokkrum árum og keypti Disney-fyrirtækið það af honum. Uppmnalega átti Wolf- gang Petersen að leikstýra mynd- inni og þá var talið líklegt að Tom Hanks léki vélmennið. Beineix í sviðsljósið á ný Einn þekktasti leikstjóri Frakka, Jean-Jaques Beineix (Diva, Betty Blue), hefur ekki gert kvikmynd i sex ár eða frá því hann sendi frá sér IP5 með Yves Montant i aðalhlutverki. Hann er nú á fullu að undirbúa vampiru- myndina Deal of the Millenni- um, sem hefur fjármögnun upp á 60 milljón dollara og verður gerð í Bandarikjunum. Hugmyndin að Deal of the Millennium hefur ver- ið á borðinu hjá Beineix i fjórtán ár. Beineix skrifaði handritið á frönsku og var það þýtt yfir á ensku, enda um enskumælandi kvikmynd að ræða. Beineix er þessa dagana i Los Angeles i leit að leikurum í aðalhlutverkin. Sunnudagar með Oliver Stone Oliver Stone er umdeildur léikstjóri og er ófeiminn við að koma á framfæri skoðunum sín- um. Hann hefur látið öilrnn illum látum að undanfómu þar sem enginn er tilbúinn til að fjár- magna kvikmynd rnn Martin Luther King, sem hann vill gera. Mörgum finnst skiljanlegt að fjár- festar skuli halda að sér höndum þegar Stone tekur upp á því að gera kvikmyndir um frægt fólk, minnugir þess hversu frjálslegum höndum hann fór um morðið á Kennedy og þá ekki siður um ævi Nixons. Stone er samt ekki að- gerðalaus, hann er að fara að gera On Any Given Sunday, dramatíska spennumynd með A1 Pacino, Cameron Diaz, Dennis Quaid og Edward Bums í aðalhlutverkum. Tökur hefjast í haust. Adam Sandler í hlutverki söngvarans sem hefur atvinnu af aö syngja í brúökaupum. The Wedding Singer: Adam Sandler I The Wedding Singer, sem frum- sýnd er í dag, segir frá frekar sein- heppnum söngvara á níunda ára- tugnum sem hefur það fyrir vinnu að syngja i brúðkaupum. Myndin náði miklum vinsældum í Banda- ríkjunum fyrir nokkrum vikum. í aðalhlutverkinu er leikarinn Adam Sandler sem er ekki mjög þekktur utan Bandaríkjanna þar sem hann hefur öðlast talsverðar vinsældir í gegnum sjónvarpið. Þykir frammi- staða hans í þessari mynd gefa til kynna að hann eigi mikla framtíð fyrir sér í kvikmyndum. Sandler er einn margra frægra gamanleikara í Bandaríkjunum sem hafa orðið frægir á því að leika í sjónvarpsþáttaröðinni, Saturday Night Life, en i þann þátt var hann ráðinn árið 1990. Framleiðandi The Wedding Singer, Robert Simonds, segir: „Það er eitthvað við Adam Sandler sem gerir það að verkum að maður fer strax að brosa þegar maður sér hann og þegar hann opnar munninn þá fer maður að hlæja.“ Þótt The Wedding Singer hafi orðið stökkpallur fyrir Adam Sandler í Hollywood er hann enginn nýliði í kvikmyndabransanum. Hefur hann leikið í nokkrum kvikmyndum og er skemmst að minnast gamanmyndarinnar, Happy Gilmore þar sem hann í raun lagði grunninn að velgengni sinni. Aðrar kvik- myndir sem hann hefur leikið í eru meðal annars Billy Madison, Bullet- proof, Mixed Nuts og Airheads. Adam Sandler er margt til lista lagt. Hann hefur gefið út þrjár geislaplötur þar sem hann þykir fara á kostum í ýmsum gervum og hafa þær selst í meira en fjórum milljónum eintaka. Fyrir tveimur árum fór hann með skemmtipró- gramm til tuttugu stærstu borga í Bandaríkjunum og var uppselt á allar sýn- ingar hans, en auk þess að Drew Barrymore leikur góð- hjartaða þjón- ustustúlku. grínast var hann með rokksveit með sér þar sem hann var í hlut- verki söngvara. Adam Sandler hefur einnig látið til sin taka á ritvellinum. Hann var meðhandritshöfúndur að Billy Madison og Happy Gilmore og skrif- ar handritið að nýjustu mynd sinni, The Waterboy, þar sem mótleikarar hans eru Kathy Bates og Fairuza Balk. Mótleikkona Sandlers í The Wedding Singer er Drew Barrymore, sem er kominn af fræg- ustu leikarafjölskyldu í Hollywood. Hún varð heimsfræg aðeins sex ára gömul þegar hún lék litla krúttið í E.T. I kjölfarið fékk hún stór hlut- verk, en hvarf af sjónarsviðinu um tíma vegna neyslu á áfengi og eit- urlyflum. Frægt er orðið þegar hún var send í sina fyrstu með- ferð tólf ára gömul. Eftir að hún náði tökum á lífi sínu hef- ur komið í ljós að hún er mikl- um leikhæfileikum gædd óg hefur verið að vinna sig upp og skilað nokkrum ágætum hlutverk- um. Meðal síðustu mynda hennar eru Boys on the Side, Mad Love, Batman Forever, Everyone Says I Love You og Scream. Næstu tvær myndir hennar eru Home Fries $ og Cinderella. -HK Óskar og Lúsinda Óskar og Lúsinda er byggð á samnefndri skáldsögu Peter Car- ey sem hlaut Booker-verðlaunin á sínum tíma. Sagan fjaUar um Óskar Hopkins (Ralph Fiennes), sem er að læra til prests í Englandi í byrjun þessarar ald- ar. Hann ákveður að gefa hemp- una upp á bátinn og byrjar að stunda fjárhættuspil af miklum áhuga. Til þess að þóknast Almættinu gefur hann ávallt vinninga sína í sjóð handa fátækum. Dag einn kynnist Oscar jafnoka sínum (Cate Blachett), sem er ung, for- rik og sjálfstæð áströlsk kona, sem kaupir glerverksmiðju vegna þess að henni líkar svo vel gljái og viðkvæmni glersins. Sameiginleg ástríða þeirra fyrir fjárhættuspilum dregur þau saman en síðan þróast samband þeirra þannig að þau ákveða að byggja glerkirkju og sigla henni tÚ afskekktrar eyju í Norður- Ástralíu. Kvikmyndinni er leik- stýrt af Gillian Ármstrong sem á að baki myndir eins og Chez Nous og Little Women. KVIKMYIÍDA i Él mtm jj Laugarásbíó/Stjörnubíó -The Wedding Singer: Brúðkaup en engin jarðarför Enn fáum við tímabilsend- urgerð upp i hendumar, núna er tekinn upp þráðurinn þar sem Boogie Nights skildi við, og haldið inn á miðjan níimda áratuginn, há-tið diskósins. Robbie Hart (Adam Sandler) vinnur fyrir sér sem söngvari í brúðkaupum og öðrum veisl- um, þar sem hann syngur fag- urlega ýmsar diskóballöður og tekur að sér hugljúf ræðuhöld líka. Hann dreymir um borgaralegt líf með ástkærri eiginkonu og álíka ham- ingju, en því miður gengur dæmið ekki álveg upp þvi unnustan Linda yfirgefur hann við altarið, og kvartar yflr því að tónlistarlegur frami hans sé á vonarvöl og þar með fjármögnunin. Söngvarinn góði fær taugaáfall, en með góðri hjálp þjónustustúlku (Drew Barrimore) nær hann sér á strik. Saman undirbúa þau brúðkaup hennar, en uppa-unnustinn er áhugalaus um slíkt með öllu, drullusokkur með meiru og heldur stöðugt fram hjá. Það er algert kikk fyrir mina kynslóð að sjá svona end- urgerð á „mínum“ tíma, og yngri kynslóðin virtist vera tilbúin til að flla þetta allt saman aflur. Diskóið hefur enda dunið allnokkuð nú síðustu ár, bæði í ýmsum endurgerðum sem í frummynd sinni. Tónlistarvalið var með eindæmum gott þar sem bæði textar og tónar féllu vel að sögunni hverju sinni, auk þess sem myndin er skemmtilega pökkuð vísunum í klæðnað, stjömur (Boy George-eftir- líking er hljómborðsleikari í sveit brúðkaupssöngvarans, frábærlega leikinn af Alexis Arquette) og dans- spor. Helsta vandamálið er hins vegar sjálf sagan, sem er bæði þunn og fremur óáhugaverð. Brúökaupsvafstur er vissulega eitthvað sem er orðið „in“ aftur (eins og diskó- ið), en er kannski ekki beint viðfangsefni sem nær að halda uppi heilli mynd, allavega ekki án eins og einnar jarðarfarar. í byrjun var náð upp ákveðinni sjálfsíróníu sem er nauðsynleg slíkmn tímabils-myndum, en síðan dó það allt út og um 'leið og alvara málsins tók við fylgdi meðalmennskan á eftir. Leikstjóri: Frank Coraci. Handrit: Tim Herlihy. Kvik- myndtaka: Tlm Surstedt. Tónlist: Teddy Castellucci. Að- alhlutverk: Adam Sandler, Drew Barrymore, Christine Taylor og Allen Covert. Úlfhildur Dagsdóttir I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.