Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 HLJÓMPLtÍTll lilllií/]! Skítamórall — Nákvæmlega Uppi í sveit, þegar fegurð ís- lenskrar náttúru og lögg í pela er búin að ræna mann öllum smekk og flestum skilningar- vitum, kæmu flmmmenning- amir í Skítamóral örugglega sterkir inn með sitt heima- sætupopp. Þeir gera út á að höfða til ákveðins hóps - sem virðist vera risastór - og tekst það frábærlega, sbr. þaulsætn- ina á íslenska listanum. Stuði á sveitaballavísu kunna drengimir að tappa á, en minna er pælt í gæðum og ferskleika, að ég tali nú ekki um frumleik- ann; hér era helstu áhrifavaldamir Sálin, Sólin, sitt-að- aftan popp og Toto-legt iðnaðarrokk. Ekki amaleg blanda það, segir einhver, og jú- jú, Skítamóralsmenn kunna alveg að spila og geta barið saman finum slögurum og rómantískum ballöðum ef þeir leggja sig fram. „Nóttin til að lifa“ (80’s gítar- rokk), „Bakvið bláu augun“ (besta lag plötunn- ar - flott ballaða), „Augun“ (silkimjúkt) og stórsmellurinn „Farin“ eru allt ágæt popplög og nokkuð haglega gerð. Þar fyrir utan fer að halla undan fæti, lagasmíðamar eru of þunniidislegar, kraftleysið of áberandi og sullumsullið of stirt. Titillagið er ískyggilega kauðslegt, eitthvert bongódjamm og na na na ooo-ó og í beinu framhaldi af „Augun“ kemur „S.M.M.", þar sem kappamir rokkfonka í höfuðið á Red Hot Chili Peppers en gefast upp í miðju lagi. „Hugarflug" og „Þráin" jussast áfram og eru einfaldlega ekki nógu sniðuglega upp- byggð og í „Sílicon” eru áhrifin allt of augljós, Sálin í erindinu en gargandi Helgi Björns í viðlaginu. í laginu tekst textahöfundi að koma orðinu „lymskufullur" að, en ég hélt að Bjöm Jömndur væri með einkaleyfi á því. Textamir hljóma annars oftast eins og gelgju- legt óráðshjal, eins og Stefán Hilmarsson og Helgi Björnsson hafi skrifað þá í verulega vondri þynnku. En hvað með það; platan er bú- in á rúmum hálftíma og í bláendann er slegið upp vinnukonugripap- artii - þar er Skítamórall á heimavelli; hressir strákar og til í tusk- ið. Hinum fjölmörgu aðdáendum er svo gert hátt undir höfði með margmiðlunarpakkanum sem fylgir. Gunnar Hjálmarsson Ýmsir flytjendur - Athletico Speak *** í ensku „Bigbeat” deildinni er fyrirtækið Skint leiðandi, en fast á hæla þess koma nokkur merki, þ. á m. Athletico, sem er uppsprottið úr samnefndu danshúsi i Stafford. Á safhdiskinum sem hér um ræðir fáum við tiu sýnishorn úr diskóbúrinu og það sem snúðarnir hafa baukað heima við, lið sem kallar sig ekki ónýtari nöfnum en t.d. Psychedeliasmith, Selectah, Sir Drew og The Jeep Beat Collect- ive. Annars virðist enginn vera að gera danstónlist til að ota sínum tota og verða frægt andlit, svo þess vegna gæti þetta allt verið einn og sami maðurinn og græjumar hans. Að bigg-bít sið er tónlistin end- urunnið mauk með sallafínum takti og víða borið niður; á tæplega klukkutima er samplað villt og galið hvaðanæva úr rokksögunni - þeyst úr skítafönki yfir í sixtíslegt sýrupopp - bassalínurnar hafðar sleipar og búttaðar og grúfið keyrt áfram eins og hjartabíll á leið í út- kall. Þó tónlistin sé yfirhöfuð „heimskuleg" og eigi að vera þannig er þó stundum farið yfir strikið í þunnheitum og fyrirsjáanlegum stuðtrixum. Það breytir því þó ekki að hér er allnokkuð svalt geim í gangi og platan er fullkominn félagi í partíið ásamt góðum skóm. Gunnar Hjálmarsson Scott Weiland—12 BarBlues Scott Weiland er hér með fyrstu sólóplötu sína en þessi söngvari Stone Temple Pilots hefur jafnan verið umdeildur og gagnrýnendur ósparir að rífa niður plötur, söng og laga- smíðar sveitarinnar. Hér kveð- ur hinsvegar við allt annan tón en hjá Stone Temple Pilots og liggur við að platan komi frá annarri reikistjörnu. Rokk- stjarnan og dóp-afvötnunar- gæinn Weiland dregur hér upp draumkennt landslag blandað eiturlyfjum og óskiljanlegum textum. Einhvemveginn tengir maður þessa plötu við The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars með Bowie án þess að hún komist eitthvað nærri henni. 12 Bar Blues er mjög áhugaverð plata og Weiland reynir hér við hluti sem ekki hefðu gengið upp með Sto- ne Temple Pilots . Ég bjóst við allt öðmvisi plötu frá drengnum en ég hef ekki enn orðið fyrir vonbrigðum. Hér skiptast á ofurblíðar ballöður eins og lagið Son og síðan arg- asta pönk spilað úr 50 watta gítarmagnara eins og í laginu Cool Kiss. En líkt og lög Stone Temple Pilots eru lögin á 12 Bar Blues ótrúlega grípandi og maður ánetjast lagstúfum hér og þar sem er ágætisdóm- ur fyrir lagasmíðar. Páll Svansson tonlist 2 „Simply Red-nafnið er eins konar regnhlíf því það er mjög mikilvægt fyrir mig að fá framlag frá hljóðfæraleikurunum og svo er ég eins konar klippari á það efni sem kemur.“ Sjötta plata Simply Red: S orgbitinn hunangsíOCld Mick Hucknall er Simply Red. Sjötta platan er „Blue“ og er nú á sigurfor um heiminn enda dún- mjúkt poppið og hunangsgljáð rödd Micks vinsæl um allan heim. Á Plötunni eru bæði lög eftir Mick og lög eftir aðra sem hann tekur á með sínum þekktu silkihönskum. Bretinn er þrjátíu og átta ára. Hann er einbimi og ólst upp hjá pabba sínum eftir að móðirin stakk af þegar hann var lítill. Litli rauðhaus var lagður i einelti en harðnaði á pönkárunum og fór í hljómsveitina The Frantic El- evators. Upp úr henni varð Simply Red til og gaf út sína fyrstu plötu, „Picture Book“, árið 1985 og lagið „Holding back The Years“ af henni gerði bandið frægt um allan heim. Þar syngur Mick um móður- missinn. Síðasta plata Simply Red var „Greatest Hits“-plata og með henni segir Mick ákveðin kaflaskil hafa orðið. Nú eru allir hættir í bandinu nema Mick og hvers vegna vinnur hann þá enn undir Simply Red nafninu? „Það væri móðgun við þá hljóð- færaleikara sem vinna á plötunum mínum að gera það ekki,“ segir hann. „Simply Red-nafnið er eins konar regnhlíf því það er mjög mikilvægt fyrir mig að fá framlag frá hljóðfæraleikurunum og svo er ég eins konar klippari á það efni sem kemur. Ef ég segði, „gerðu þetta og gerðu hitt alveg eins og ég vil að það sé“, gæti ég kannski unnið undir eigin nafni." Eins og nafnið bendir til er nýja platan dapurleg og hreint og beint sorgleg á köflum. Hvers vegna Mick? „Síðasta ár var frekar dapurlegt fyrir mig. En ég hef þá tilfinningu að ef maður kemst gegnum and- streymið komi maður oft miklu hressari út hinum megin. Ég man að þegar ég var ellefu ára fór stelpa sem ég var skotinn í að vera með besta vini mínum og ég sat og hlustaði á „Let’s Stay Together" með A1 Green aftur og aftur í sorg minni. Lagið linaði þrautina og ég trúi því að tónlist geti haft þessi áhrif. Þannig að þó „Blue“ sé dap- urleg plata þá kom ég glaður út úr gerð hennar." Hvað gerðist eiginlega? Ástar- málin í ólagi? „Ég hætti í ástarsambandi. Klúðraði málunum algjörlega. Ég kom illa fram við manneskjuna og það var of mikil gremja til að hlut- irnir gætu fallið í samt lag aftur. Ég var á tónleikaferðinni í kring- um „Life“-plötuna, var húinn að lofa mér í hálft annað ár að spila á tónleikum um heiminn og varð að gera upp á milli tónlistarinnar og hennar." Þetta vekur spumingar um hvort sé mikilvægara, vinnan eða lífið. „Einmitt. Sú spurning er dálítið í gangi á þessari plötu. Ég ætla ekki að gera sömu mistökin aftur. Ég eyddi löngum tíma einn eftir „Life“-túrinn og hugsaði minn gang og pældi í nýju plöt- unni. Ég er vanur einverunni þar sem ég er einbirni og alinn upp af einu foreldri. Þegar ég var lítill hætti ég oft að leika við krakkana og fór eitthvað til að vera einn. Ég var samt ekki einmana þegar ég gerði þessa plötu. Fólk má ekki rugla saman einveru og einmana- leika.“ Sex og drögs og rokk og ról, beibí! Þetta eru dálítið öfugsnúin orð úr munni Micks Hucknall, þar sem fáir standast honum snúning í glaumgosa- og kvennabósahlut- verkinu um þessar mundir. Slúð- urblöðin hafa ekki undan að segja fréttir af nýjustu bólfélögunum. Einmana eða ekki, þú virðist leysi flestan vanda með kynlífi, ekki satt Mick? „Auðvitað! Eftir sambands- klúðrið hellti ég mér út í hið ljúfa líf og þóttist vera glaður, en auð- vitað leysti það ekkert. Ég var al- veg í köku. Var að skemmta mér eins og djöfull en leið djöfullega. En ég er í þessum bransa; sex og drögs og rokk og ról, beibí - svona er þetta bara!“ í ensku blöðunum er þér lýst sem sífullu kynlífsskrímsli. „Mér finnst sú mynd af mér fá- ránleg, en ég ber enga ábyrgð á henni. Ég ræði aldrei um það kvenfólk sem ég hef verið með við blöðin. Það eru alltaf þær sem fara og selja blöðunum sögur um mig og hvað get ég gert? Ekki langar mig til að hanga alltaf heima eða ganga í klaustur. Ég fer út og þeg- ar ég fer út kemur það oftast fyrir að ég hitti konur.“ Þú þarft nú kannski ekki að sofa hjá þeim öllum? „Af hverju ekki? Það er gott!“ En líður þér ekki eins og fifli þegar stelpurnar hlaupa í blöðin og segja bólfarasögur af þér? „Jú, en hvað get ég gert? Ég lít á stelpuna og hugsa, aumingja skinnið, hún hlýtur að hafa verið orðin blönk. Aðalvandamálið er að pressan er alveg stjórnlaus. Hún segir alltaf að það megi ekki rit- skoða neitt, en mér finnst frjáls- ræðið vera orðið frekar ógeðslegt þegar það gengur út á nákvæmar lima- og kynlífslýsingar. En ég læt pressuna ekkert stoppa mig. Ef ég er búinn að klára úr fjórum kampavínsflöskum og langar til að fara i rúmið með fimm stelpum í einu þá geri ég það bara - það er minn réttur. Og þaö er líka partur af vinnunni, fjandinn hafi’ða!”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.