Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 4
18 m helgina FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 PV Kaffileikhúsið: Húmor og tregi í kvöld kl. 21 frumsýnir KafBleik- húsið í Hlaðvarpanum nýtt islenskt leikrit eftir Hallgrím H. Helgason. Það ber nafhið Annað fólk og er fyrsta dramatíska leikverk Hailgrims sem sýnt er á íslensku leiksviði. Jafnframt kynnir Kaffileikhúsið með þessu verki nýjan leikstjóra, Vigdísi Jakobs- dóttur. Annaö fólk er sérstaklega samið fyrir húsakynni Kaffileikhússins og gerist í Reykjavík nútimans. Þetta er húmorískt verk með tregafullum und- irtóni sem er ekki síst byggt á stemn- ingarríkum svipmyndum og sterkri persónusköpun. Söguþráðurinn er á þá vegu að ung og atorkusöm kona fLyst í gamalt hús í Reykjavík og smám saman kynnist hún nágrönnum sínum, heldri konu á efri hæðinni og dulum manni í kjall- aranum. Samskipti þeirra taka síðan á sig ýmsar myndir, jafnframt þvi sem sitthvað vaknar úr fortíð hússins og hefur áhrif á framvinduna. Með hlutverkin þrjú fara Marta Nordal, sem leikur ungu stúlkuna, Helga Bachmann, sem leikur heldri konuna, og Jón Hjartarson, karlinn í kjallaranum. Helga Bachmann og Jón Hjartarson leika íbúa gamals húss í Reykjavík. Inn til líf í hversdaginn. þeirra flytur ung stúlka og þá færist DV-mynd BG Dómkirkja Krists konungs: Tónlistarlegar fornleifar Á sunnudaginn kl. 18 og 24 og mánudaginn kl. 12, 18 og 20 flyt- ur Kanúkaflokkurinn Voces Thules Þorlákstíðir. Þorlákstíðir eru fom helgitónlist sem til- einkuð er Þorláki biskupi Þór- hallssyni, eina dýrlingi íslend- inga. Verkið verður nú flutt f heild sinni í fyrsta sinn eftir siðaskipti en það hefur verið varðveitt í íslensk- um handritum. DV spurði Sverri Guðjónsson, einn meðlima Voces Thules, nánar út í aðdraganda þessa flutnings. „Það var í raun fyrir fimm árum sem þetta Það er Aöalsteinn Bergdal sem flytur texta Markúsarguð- spjalls og ber hita og þunga af uppfærslu Leikfélags Akur- eyrar á verk- inu. DV- mynd BÓS barst til tals, þegar rétt 800 ár voru liðin frá dánardægri Þor- láks. En vinnan við að finna tón- listina og koma henni í heppilegt form hefur verið það mikil að nú fyrst er hún tilbúin til flutnings, þegar 800 ár eru síð- an Þorlákur var tekinn í dýr- H linga- tölu,“ Sverrir. „Leitin í handritum og útfærsla tónlistarinnar er geysi- mikil og krefjandi og í raun má líkja þessu við fornleifauppgröft á tónlist.“ Sverrir vill einnig benda þeim sem koma til að hlýða á Þorláks- tíðir að þarna sé ekki um eigin- lega tónleika að ræða. „Þetta er frekar helgistund og fólk ætti að mæta með því hugarfari að slaka á og njóta friðarins. Þannig fær það mest út úr Þorlákstíðum." Kanúkafiokkurinn Voces Thules: Frá vinstri eru Sverrir Guðjónsson, Eggert Páls- son, séra Kristján Valur Ingólfsson, Guölaugur Viktorsson, séra Jakob Rolland, Sig- uröur Halldórsson, Einar Jóhannesson og Eiríkur Hreinn Helgason. Þjóðarbókhlaðan: Fornir tónar A morgun verður opnuð sýning á fomum íslensk- um handritiun sem innihalda nótur. Ber sýningin yfirskriftina Trú og tónlist í íslensk- um handritum fyrri alda. Mun meira er varð- veitt af nótum í íslensk- um handritum en vitað hefur verið um til þessa og eru þær frábrugðnar þeim sem finna má í prentuðum bókum frá sama tíma. Á sýning- unni verður reynt aö bregða verður frumflutt útsetning Snorra Sigfúsar Birgis- sonar á laginu. upp mynd af þessum menningar- arfi sem komið hefur í leitimar að undanfómu. í tilefni opnunarinnar verður haldin sérstök hátíðardagskrá í Þjóðarbókhlöðunni milli kl. 14 og 15.30 á morgun. Þar verður m.a. flutt tónlist sem í handritunum er að finna. Til dæmis má nefna frumflutning á verkinu Guðs al- máttugs dóttir dýr, kvæði eftir sr. Daða Halldórsson í Snóksdal (1638-1721) í útsetningu Elínar Gunnlaugsdóttur. Einnig verða frumfluttar útsetningar Snorra Sigfúsar Birgissonar úr handrit- um Landsbókasafns fyrir sópran og selló. Bústaðakirkja: Markúsarguðspjall Um hvítasunnuna verður Leikfélag Akureyrar með tvær sýningar á Markúsarguðspjalli í Bústaðakirkju í Reykjavík. Fyrri sýningin verður á hvítasunnudag kl. 20 og sú síðari daginn eftir á ann- an í hvítasunnu, einnig kl. 20. Sýn- ingin er einleikur Aðalsteins Berg- dal og var hún frumsýnd á Renni- verkstæðinu við Strandgötu um páskana. Sýning LA var frumsýning Mark- úsarguðspjalls hérlendis en á und- anfómum árum hafa nokkrir er- lendir leikarar spreytt sig á því að flytja fagnaðarerindi Markúsar guð- spjallamanns á leiksviði. Sýningin frá Akureyri er að óverulegu leyti byggð á hinni ytri tækni leikhússins heldur hvílir allur þunginn á leikar- anum, rödd hans og hreyfmgum og ekki síst nálægð hans. I sýningunni á Markúsarguö- spjalli flytur Aðalsteinn texta guð- spjallsins nokkuð styttan. Felldir vora úr guðspjallinu kaflar, einstök vers og setningar þar sem örlar á endurtekningu en þess gætt að halda meginefni ffásagnarinnar til haga. Leikstjóri sýningarinnar er Trausti Ólafsson, leikhússtjóri Leik- félags Akureyrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.