Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1998 35 Fréttir Kennarar og bæj- aryfirvöld ná samkomulagi - 17 milljóna króna útgjaldaauki hjá bæjarsjóði á ári DV, Akranesi: Á bæjarstjómarfundi á Akranesi þriðjudaginn 26. maí var kynnt samkomulag sem bæjaryfirvöld hafa gert við kennara í Grunda- skóla og Brekkubæjarskóla á Akra- nesi í kjölfar krafna um hækkun launa í samræmi við samkomulag sem hefur verið gert í Reykjanesbæ og fleiri sveitarfélögum. Af beggja hálfu er áhersla lögð á að markmið þessa samkomulags sé að tryggja sátt um skólastarf á Akranesi. Samkomulagið gerir ráð fyrir að kennari sem gegnir 33% kennslu eða meira muni fá greiddar 4 yfir- vinnustundir þá 9 mánuði sem skólastarf stendur yfir, yfirvinnu- stundimar séu tengdar eflingu for- eldrasamstarfs innan skólanna auk þess sem viðurkennd er ákveðin vinnuaukning sem hefur orðið með- al annars vegna bættrar þjónustu bæjarins í sérfræðiþjónustu. Þá er gert ráð fyrir að kennarar muni fá tveggja launaflokka hækkun frá og með 15. júní. Það er til þess að mæta vinnu við gæðamat, þ.e. verkefnið „Gemm góðan skóla betri“ og einnig til að mæta vinnu við skóla- námskrá. Samningurinn er til þriggja ára og er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara. Samkomulagið mun kosta bæjarsjóð 6 milljónir á þessu ári og 17 milljónir á því næsta. Bæjarstjóm Akraness sam- þykkti samkomulagið fyrir sitt leyti en beindi því til nýrrar bæjarstjóm- ar í samræmi við 96. greinar laga um kosningar að hún taki það til af- greiðslu á sínum fyrsta fundi til samþykktar. -DVÓ Börnin og gjaldkerinn. Frá vinstri: Gunnar Traustason, Unnur Ingimundar- dóttir, Hólmfríður Ýr Eysteinsdóttir, Tinna Rut Björnsdóttir, Stefanía Sif Traustadóttir og Ingimundur Pálsson, gjaldkeri björgunarsveitarinnar. DV-mynd Guðfinnur Börn styrkja björgunarstarf DV, Hólmavík: „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd þá ertu á framtíðarbraut." Fimm af yngri íbúum Hólmavíkur tóku sig til á dögunum og fóm um bæinn, bönkuðu upp á á heimilum fólks og fengu gefins ýmislegt sem góöhjartað fólk rétti þeim. Þeir héldu síðan hlutaveltu og seldu allt sem þau höfðu safnað og HARTÖPPAR i;mBERGHWN?Íí og HERKULES S £ Margir b verðflokkar. <r í Klapparstíj Rakarastofan ágóðinn, 5.300 krónur, rann svo óskiptur til björgunarsveitarinnar Dagrenningar á staðnum. Sveitin flutti nýlega með formlegum hætti í nýuppgert hús og hefur því veru- lega þörf fyrir stuðning af þessu tagi vegna margra nytsamra verkefna. -GF CIQK hjólmor Opnir 09 lokciðir Frábær verð v Skútuvogl 12A, s. 568 1044 Clara 3+1+1 ^KdISB IT^ÍWWXD Od®B> Grciðsliskilmálar við allra hgfi. Skuldabréf til allt að 36 mán. Mig vantaði mann í vinnu og það bam stoppaði eldd síminn! oW mil/í hirni. Smóauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.