Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1998, Blaðsíða 17
) ) ) I ÞRIÐJUDAGUR 2. JUNI 1998 íenning Helgi Þorgils Friöjónsson sýnir á Safnasafninu í júní. DV-mynd GVA Safnasafn fyrir ferðalanga Á hvítasunnudag var opnuð sýning á verkum eftir Helga Þorgils Friðjóns- son á fyrstu hæð Safnasafnsins á Svalbarðsströnd. Þar sýnir hann olíu- * málaða skúlptúra úr leir, skissur fyr- ir gosbrunna og verk samtengd fjölda- framleiddum skrautstyttum, einnig teikningar og eldri verk úr ýmsum efnum. Safnasafnið á Svalbarðsströnd er sannkallað gósenland fyrir ferða- menn um Norðurland, stórt og geysi- lega fjölbreytt. Það var stofnað í Reykjavík árið 1995 af Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur en flutt- ist á Svalbarðsströndina um áramótin I og var opnað fyrir almenning 9. maí. Áður hafði safnið staðið fyrir sýning- um í Nýlistasafninu í Reykjavik. Markmið þess er að safna verkum eftir alþýðulistamenn, uppfinninga- menn, hagleiksmenn, einfara og lista- menn sem vinna undir áhrifum frá verkum slikra manna. Einnig að safna munum og heimildum um al- þýðulistamenn, efla alþýðulist og sinna almennum skyldum safns um söfnun verka, varðveislu, skráningu, i kynningu og sýningar. Hafa safninu á þessum þremur árum borist þúsundir muna og listaverka að gjöf. Safnið er til húsa í gamla þinghús- inu á Svalbarðsströnd. „Við vorum búin að leita lengi að hentugu húsi,“ segir Níels Hafstein. „Um tíma var ætlunin að setja safnið upp í stóru húsi á Hvammstanga en það gekk því miður ekki. Húsið hér er strax orðið oflítið." Sýningarsalir eru á tveimur hæð- um en umsjónarmenn búa á þriðju hæð. Settar eru upp 6-8 sýningar á sumri og verða Ásta Ólafsdóttir og Anna Líndal með sýningar í Suðursal núna i sumar auk Helga Þorgils. Með- al listamanna sem eiga verk í öðrum sölum safhsins eða utan húss i sumar eru Ragnar Bjamason frá Öndverðar- nesi, Eggert Magnússon, Stefán Jóns- son frá Möðrudal, Gunnar Kárason frá Sólheimum í Grímsnesi og Sæ- mundur Valdimarsson. Auk þess er brúðusýning í miðrými á jarðhæð með hvorki meira né minna en 370 brúðum - þær elstu eru frá öldinni sem leið - 32 verk frá Afríku, sýning á munum úr tönnum, beini, steini, horni og tré, hannyrðasýning og margt fleira. „Við erum með hugmyndir að 360 sýningum," segir Níels, „mér endist ekki aldur til þess í þessu húsi að koma þeim öllum upp. Safnasafnið er opið alla daga vik- unnar frá kl. 10 til 18 til september- loka. Höfum flntt starfscmi okkar úr Hafnarflrði í Skeifuna 3a Reykjavík. Verið velkomin Skelfen 3a „úr SÍIX' KÍT Skeifan 3a 108 Reykjavik Sími: 588-2108 Starfslaun listamanna Auglýst er eftir umsóknum um starfslaun listamanna hjá Reykja- víkurborg. Menningarmálanefnd borgarinnar velur þá listamenn er starfslaun hljóta. Þeir einir koma til greina við úthlutun starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík. Starfslaun skulu veitt í allt að 12 mánuði. Þeir listamenn sem starfslaun hljóta skuldbinda sig til að gegna ekki fasdaunuðu starfi á meðan þeir njóta starfslaunanna. Starfslaunin verða kunngerð í tengslum við afmælisdag Reykjavíkur hinn 18. ágúst n.k. og hefst greiðsla þeirra 1. október eftir til- nefningu. Umsóknum um starfslaunin skal skila til Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Kjarvalsstöðum, v/Flókagötu fyrir 20. júlí n.k. 17 Verzlunarskóli íslands INNRITUN NÝNEMA VORIÐ 1998 Nýútskrifaöir grunnskólanemar Umsóknarfrestur um skólavist í Verzlunarskóla ✓ Islands rennur út föstudaginn 5. júní kl. 16.00. Verzlunarskóli íslands getur nú innritað 280 nemendur til náms í 3. bekk. Berist fleiri umsóknir verður valið úr þeim á grundvelli einkunna í samræmdum greinum á grunnskólaprófi. Reiknað er meðaltal samræmdra einkunna og skólaeinkunna. Eldri umsækjendur og þeir sem hafa stundað nám í erlendum grunnskólum eru þó metnir sérstaklega. Námsbrautir Verzlunarskóla íslands hafa verið endurskipulagðar og geta nemendur sem nú innritast valið eftirtaldar námsbrautir til stúdentsprófs: Braut IglSérkeniii Alþjóöabraut: Hagfræöibraut: Málabraut: Stæröfræöibraut: Viðskiptabraut: Samskipti á erlendum tungumálum. Saga og menning helstu viðskiptalanda, alþjóðastofnanir og starfsemi þeirra. Viðskiptagreinar, stærðfræði og tungumál. Góður gruimur að háskólanámi í hagfræði og öðrum þjóðfélagsgreinum. Fimm erlend tungumál í kjama. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Stærðfræði, raungreinar og viðskiptagreinar. Góður grunnur að háskólanámi í verkffæði og raunvísindum. Rekstur og stjómun fyrirtækja. Stofnun og rekstur eigin fyrirtækis. Góður gmnnur að háskólanámi í viðskiptagreinum. • A fyrsta ári eiga nemendur val milli þýsku og frönsku en að öðru leyti stunda allir sama nám. • Að loknu fyrsta námsári er valið milli brauta. • Sérkenni hverrar brautar mótast af því framhaldsnámi sem stefnt er að og þeirri þjálfun sem nemendur fá til starfa í atvinnulífinu. • Verslunarpróf er tekið að loknu tveggja ára námi á öllum brautum. Umsóknareyðublað fylgir grunnskólaskírteinum en það má einnig fá á skrifstofu skólans og þar sem sameiginleg innritun íframhaldsskóla ferfram. Upplýsingar um nám er að finna á heimasíðu skólans http://www.versIo.is. Þar er einnig hægt að leggja inn fyrirspurnir og umsókn um skólavist. Opið hús verður í Verzlunarskóla Islands þriðjudaginn 2. júní 1998 kl. 15.00-18.00. Þar munu kennarar og námsráðgjafar veita upplýsingar um námið í skólanum og taka á móti umsóknum. Verið velkomin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.