Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 f tónlist ísland m - plötur og diskar- — 1(1) Nákvæmlega Skítamórall 2(2) Mezzanine Massive Attack 3(3) íslenskir karlmenn Stuðmenn & Karlakórinn Fóstbr. 4(8) Blue Simply Red 5(6) Best of Nick Cave & The Bad Seeds 6(5) Big Willie Style Will Smith 7(4) Version ZO Garbage 8(11) Pottþótt 11 Ýmsir flytjendur 9 ( - ) Bulworth Úr kvikmynd 10(9) Left of the Middle Natalie Imbruglia 11(17) 5 Lenny Kravitz 12 ( 7 ) Moon Safari Air 13 (14) All Saints All Saints 14 (12) Madonna Ray of Light 15 (20) Aquarium Aqua 16 (Al) My Way (Best of) Frank Sinatra 17 ( - ) You Light Up My Lifo LeAnn Rimes 18 (Al) OKComputer Radiohead 19 (- ) Angels With Dirty Faces Tricky 20 (Al) Tjútt Skítamórall \ London . * | * 1. ( - ) C'est La Vie B*witched 2. ( - ) The Boy Is Mine Brandy & Monica 3. ( - ) Horny Mousse T Vs Hot 'n' Juicy 4. (1 ) Feel It The Temperer f. Maya Pepper 5. ( 2 ) Under The Bridge/Lady Marmalade All Saints 6. (- ) Come Back To What You Know Embrace 7. ( 4 ) Dance The Night Away The Mavericks 8. ( 3 ) Stranded Lutricia McNeal 9. ( 6 ) Last Thing On My Mind Steps 10. ( 9 ) How Do I Livo LeAnn Rimcs ■3 New York t i.(-i | 2.(1) | 3.(3) $ 4.(2) I 5.(4) | * (B) t 7.(7) t 8.(9) í 9.(8) J*j 10.(6) The Boy Is Mine Brandy & Monica Too Close Next You're Still the One Shania Twain MyAII Mariah Carey I Get Lonely Janet (Feat Blackstreet) Everybody Backstreet Boys The Arms Of The One Who I__ Xscapc All My Life K-Ci & Jojo Tniely Madly Deeply Savage Garden It's All About Me Mya & Sisqo Bretland — plötur og diskar — $ 1. ( -) Where We Belong Boyzone % 2. ( 1 ) Blue Simply Red Í 3. ( 3 ) Talk On Corners The Corrs t 4. ( 5 ) Life Thru a Lens Robbie Williams 4 5. ( 2 ) International Velvet Catatonia f 6. ( 6 ) All Saints All Saints t 7. ( 9 ) Urban Hymns The Verve | 8. ( 4 ) Ray of Light Madonna 9. ( 7 ) My Way (Best of) Frank Sinatra t 10. (12) The Bestof James Bandaríkin -plöturog diskar — I 1. (- ) It's Dark and Hell Is Hot DMX (2.(2) City of Angels Úr kvikmynd t 3. (- ) Sparkle Sparkle t 4. (- ) Godzilla Úr kvikmynd 1 | 5. (-) Lost Eightball I 6. (1 ) The Limited Series Garth Brooks I 7. ( 4 ) Before These Crowdod Streets Dave Matthews Band t 8. (- ) OpheliaNatalie Merchant Songs From Ally McBeal I 9. ( 7 ) Vonda Shepard Sittin' On Top Of Tha World $10. ( 3 ) LeAnn Rimes - tilbúin með „Universal“ Móa og nýja hljómsveitin hennar spila annað kvöld í Héðinshúsinu. Reyndar er hljómsveitin ekki ný, þau hafa starfað saman í ein tvö ár, en þetta verður í fyrsta skipti sem hópurinn kemur fram á íslandi. Síðast þegar ég vissi voru Móa og Eyþór Amalds starfandi saman sem Bong; gerðu stóra plötu 1994 og reyndu fyrir sér með smáskíf- ur í Evrópu. Nú starfar Móa ein og er komin á samning hjá Tommy Boy, einu virtasta hipp hopp fyrirtæki Bandaríkjanna. Hvers vegna hætti Bong, Móa? „Ég var yngri þá og lærði auðvitað helling af Bong en mér fannst tónlistin vera orðin einum of rokkuð. Mig langaði að prófa aðra hluti í tónlist- inni og var orðin nógu sjálfsöragg til að gera það ein á eigin forsendum. Þegar Mega Records hætti í Bretlandi (fyrirtæki sem gaf út smáskifu með Bong) varð maður auðvitað sár en það var bless- un í dulargervi því maður fékk tíma til að pæla í því hvað maður vildi í raun og veru gera.“ Hvað tók við? „Bong hafði verið algjört samstarfsverkefni og þar var t.d. pælt mikið í sándum en ég leitaði aft- ur til píanósins og fór að semja lög. Ég vissi ekk- ert hvað myndi gerast. Ég fékk Bjarka Jónsson (forritari sem var i Scope og er í Icon-genginu) til að gera nokkrar prufuupptökur með mér. Þetta var árið 1995. Útkoman fékk rosalega góð við- brögð hjá því fólki sem Bong hafði verið að vinna með, miklu betri en Bong hafði fengið, svo það Mér finnst ekk- ert sniðugt að kryfja tónlist- ina sjálf en sumir hafa lýst henni sem „21. aldar kabarett- tónlist". sendum og til langs tíma. Þetta var því gæfulegt hjónaband frá upphafi.“ Hvemig eru framtíðarplönin? „Stóra platan kemur út um allan heim í haust en fyrsta smáskífan er með laginu „Memory Cloud“ og kemur út í júlí. Ég var að klára mynd- bandið, tók það upp í New York með konu sem heitir Judy Troilo. Hún sendi brjálað handrit sem „Ég hef enga ástæðu til ann- ars en að vera bjartsýn!“ gaf manni sjálfstraust til að breyta um tónlist, nafn og allt.“ Hljómsveitin kynnir sig Móa leitaði til fólks í Bretlandi og þróaði prufu- upptökurnar áfram. Einnig setti hún saman band. Bjarki sér um samplerinn og hljómborðið, Kiddi, bróðir Móu, er á bassa; „þótt hann sé í Vinýl finnst honum spennandi að fá að ferðast með okkur,“ segir Móa. Hjörleifur Jónsson trommar og spilar á víbrafón - „djasstrommari en tæknilega þenkjandi", Þórhallur Bergman spilar á Rhodes-píanó - „hann er úr klassíska geiranum", og Eyþór spilar stundum með á Moog-hljóðgerfll og selló; „þegar hann er ekki að vinna í öðru, OZ eða pólitíkinni", segir Móa. Hún er mjög ánægð með bandið. Það kemur úr sitt- hvorri áttinni og það segir hún endurspegla gróskuna í tónlistinni og hvar ræturnar liggja. Þau hafa oft komið fram erlendis, aðallega á hin- um ýmsu bransakynningartónleikum, en eru öll rosalega spennt að spila á íslandi í fyrsta skipti. „Við verðum að spila það prógram sem við verð- um með þegar við förum fyrir alvöru að kynna okkur,“ segir Móa. Hún segir að þau munu spila á nokkrum sniðugum tónleikum í sum- ar en fari svo í alvörutónleikaferðalag í haust um Bandaríkin, líklega sem upphitunaratriði hjá stærra bandi. Gæfulegt hjónaband Fyrsta platan er tilbúin og heitir „Universal". Móa haföi meginumsjón með helmingnum sjálf en aðrir hljóðmenn eru Phil Chill, sem hefur t.d. unnið með Nenah Cherry og Mark Morrisson; Dave Bascomb, sem er frægastur fyrir vinnu sína með Depeche Mode, Tears for Fears og Erasure - „gaman að vinna með honum“, segir Móa, „hann vinnur allt öðruvísi en þessir ungu gæjar og svo er ég líka veik fyrir poppi frá níunda áratugnum, fæ t.d. alltaf tár í augun þegar ég heyri í Duran Duran.“ Þriðja hjálparhellan er George DeAngel- es. „Griskt undrabarn á píanó sem brjálaðist og fór að vinna með Ninu Hagen,“ segir Móa. En hvernig kom samningurinn við Tommy Boy til? „Ég var reyndar komin með samning á borðið frá öðru fyrirtæki, en er ánægð að Tommy Boy- dæmið varð ofan á. Vinkona min í Bandaríkjun- um, sem er umboðsmaður fyrir hina ýmsu hljóð- stjómendur, var rosalega hrifin af upptökunum með okkur og var alltaf að leyfa fólki að heyra. Einn af þeim var þefari hjá Tommy Boy sem kynnti mig í fyrirtækinu og þar urðu allir spenntir. Ég hafði alltaf fllað þá listamenn sem TB hefur á sínum snærum svo það var sjálfgefið að ég tæki tilboðinu frá þeim. Stemningin á merkinu er eins og hjá fjölskyldufyrirtæki, eig- endurnir hálfgerðir pabbi og mamma og fyrir- tækiö trúir á mig og vill að ég starfl á eigin for- ég féll fyrir. Hún hefur ekki leik- stýrt mörgum myndböndum áður en hefur séð um útlitið í vídeóum með t.d. Grace Jones og Cranberries. Það er allt að verða tilbúið til að hægt verði að fara að kynna smáskífuna." Fullt af endurhljóð- blöndunum eða hvað? „Ég er nú komin með nett ógeð á rímixum. Það er frekar þreytt fyrirbæri nema það sé eitthvað spes, það verður að hafa eitthvað við lag- ið að bæta til að það sé þess virði að gera það. En jú, það verða ein- hver rímix. Önn- ur smáskífan verður lagið „Joy And Pain“ og Dimitri from Paris og nýjustu Drum & Bass- hetjumar í 4 Hero eru að gera rímix af því núna.“ ímyndin mÍKÍIvæg „Þetta eru allt lög sem ég hef fyrst samið á píanó en svo fara þau í gegn- um langt vinnslu- ferli. Ég reyni að finna þeim passlegan hljóð- heim, sem getur verið allt mögulegt. Flest lögin hef ég prófað í ýmsum útgáfum, hægum og hröðum, en maður er aðeins farinn að vita bet- ur hvað maður vill núna. Mér finnst ekkert sniðugt að kryfja tónlistina sjálf en sumir hafa lýst henni sem „21. aldar kabarett-tónlist". Fólk er vant því að heyra röddina mína í djössuðu umhverfi en mér finnst gaman að setja hana í umhverfi sem ekki er augljóst að hún sé í. Plat- an fer í allar áttir, en röddin er alltaf eins og heldur henni saman." Hvað með texta - djúpar pælingar? „Þetta eru nú bara mínar pælingar, sem eru kannski ekkert sérstaklega djúpar. Bara per- sónulegar hugrenningar sem mér finnst eiga erindi til fólks. í „Toy“ eru t.d. svona „láttu mig í friði, fiílið þitt“-pæling i gangi. Já, þetta eru stelpupælingar - örugglega engir Oasis-frasar.“ Hvað með ímyndina? Mættirðu t.d. skipta um hárgreiðslu núna? „Ha ha, það væri örugg- lega ekki vel séð. ímyndin er náttúrlega rosa- lega mikilvæg í þessum bransa og Ameríkanar eru gagnteknir af ímyndinni og markaðssál fræði og svona. Maður er bara eins og ný skó tegund eða eitthvað. En ég er svosem ekker fokking 17 lengur og fæ miklu ráðið sjálf. Þai er ákveðið konsept í gangi en ég vil ekki segj; of mikið, það kemur bara í ljós hvað það er Það er ekkert lagt upp úr þvl að ég sé ís lensk, enda finnst Ameríkönum það ekker merkilegt. Þeim er alveg sama hvaðan maí ur kemur en pæla meira í því hvort maðu sé að gera góða hluti eða ekki.“ Hvaða tónlist ertu að hlusta ; sjálf þessa dagana? „Aðallega frídjass, t.c Ornette Coleman. Ég ta svona köst, hlusta t.d. , hann oft á dag, en svi ekkert í mörg á þess á milli Músik a frönsku sen unni er mjö£ góð djamm tónlist - þar er verið að taka allt og blanda saman upp á nýtt - það ein- kennir dálítið senuna núna. Svo hlusta ég mikið á klassisk og allt mögulegt, t.d. Drum & Bass, sem eru djassaðar pælingar bara með nýju sándi.“ Hvaða væntingar hefurðu? „Ég hef enga ástæðu til annars en að vera bjartsýn, hef fengið góðar viðtökur og fólk sem ég vinn með tekur tónlistina að sér og gerir að sínu gæluverkefni. Þetta er sú plata sem ég er stoltust af, enda hef ég lagt mikinn kraft og hugsun í hana. Ég er auðvitað mjög spennt en plat- an verður að eignast sjálfstætt líf. Ég verð eins og stolt móðir og styð við hana en fer ekkert á bömmer þótt það gangi kannski illa. Plötur- fyrirtækið stendur 100% með mér og vill þá bara fá aðra plötu. Ég er meira að segja byrjuð að pæla í nýju efni.“ Hvað væri það besta sem gæti gerst? „Nú að platan seldist eins og heit lumma og myndi skapa mér góðan grundvöll til að halda leitinni áfram.“ -glf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.