Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 rökrul ur xoti agga Stína lá í dái i mörg ár eftir að Risaeðlan hætti árið 1991. Nú er hún að kíkja upp á yfirborðið á ný með plötu sem hún er ekki alveg viss um hvað á að heita; „Kannski Naturally Naturally því fyrsta smáskífan er með laginu Naturally og ég er ekki viss um hvort stóra og litla platan má heita það sama. Ég þarf að hringja út og spyrja." Hér á hún við að hún þurfti að fá ráðleggingar hjá markaðsfræðingi One Little Indian- útgáfunnar sem gefur hana út. Magga hefur þó ekki skrifað undir neina samninga: „Ég gerði bara plöt- una og það hefur enginn talað við mig um samninga, þetta er allt svo natúralt." En hvemig er útgáfuáætlunin? „Ég held að smáskífan sé að koma hingað í vikunni og svo kemur hún út i Englandi 13. júlí, eða um allan heim, ég man það ekki. Stóra platan á svo að koma út í lok júlí.“ Plötuna hefur Magga verið að gera síðasta árið og fengið aðstoð hjá Valgeiri Sigurðssyni (úr Birthmark og Unun), Graham Massey (úr 808 State) og Lhooq-félögunum Jóhanni og Pétri. Ég er svo heppin að hafa heyrt plöt- una og hún er algjör snilld; það kem- ur mér stórlega á óvart ef hún vekur ekki mikla athygli. Ég spyr Möggu hvað hún vilji segja um tónlistina. „Það er engum blöðum um það að fletta að þetta eru dægurlög en ann- ars fmn ég engan stað fyrir þessa tónlist, ég vildi að ég fyndi hann. Ég sem lag án þess að pæla í því hvern- ig það á að vera, skilgreini það ekki í fæðingu. En ég gerði eitt lag með Sölva bróður (úr Quarashi) sem er áþreifaniegur slagari. Það var fyndið að vinna með honum, hann byrjaði lagið og ég tók við því. Vanalega er Stóru plötuna hefur Magga verið að gera síðasta árið og fengið aðstoð hjá Valgeiri Sigurðssyni (úr Birthmark og Un- un), Graham Massey (úr 808 State) og Lhooq-félögunum Jóhanni og Pétri. þetta á hinn veginn, ég byrja á ein- hverju og læt aðra koma inn í það.“ Flissa meira en æfa Fyrsta tækifærið til að heyra Hljómsveitin Canada: Þokkalega komin til að vera“ Hvað er það síðasta sem trommari segir í hljómsveit áður en hann er rekinn? „Strákar, ég var að semja lag.“ Þessi gamli bransabrandari virkar þveröfug- Popp í Reykjavík Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að Popp í Reykjavík-tónlistarhátíðin er í fullum gangi. Heimasíðan á netinu er á this.is/popmuzik en lifandi útsending frá hátíð- arhöldunum á www.livecon- certs.com. Föstudagur 5. júní Kaffi Thomsen kl. 17-21 DJ Fingaprint DJ Rampage Sækópa Dennis Rapp Lofkastalinn kl. 18-20.30 Páll Óskar og Casino Interspade Brim Sýrupólkasveitinni Hringir Héðinsskemman kl. 21-24 Quarashi Bellatrix Magga Stína Stjörnukisi Bang Gang Canada. Laugardagur 6. júní Kaffí Thomsen kl. 17-21 DJ Jón Atli DJ Tommi DJ Andrés DJ Amar + lifandi djassgrúf Loftkastalinn kl. 18-20.30 Biogen Slowblow Plastic Óskar Guðjóns Vector M.Art Héðinsskemman kl. 21-24 j Gus gus Móa Vuca Subterranean Súrefni „Það er orðið kúl að vera í hljómsveit aftur. Það er mikið að gerast og hnign- unin hlýtur að fara að koma. Ætli við séum ekki einhvers konar hnignunar- merki. Eða kannski frekar samnefnari?" ur í tilfelli hljómsveitarinnar Canada því þar sagði trommarinn Óbó þetta við félaga sína og hljómsveitin varö til. „Þetta gerð- ist á kaldri vetramóttu ’96 og sið- an höfum við ekkert gert að viti.“ Hér eru komnir Óbó og Ragnar söngvari. Aðrir Canada-menn eru hljómborðsleikarinn Úlfur, Hauk- ur gítarleikari og nýjasti meðlim- urinn er Doddi á bassa. Sveitin var þó ráðin i Sirkus Skara Skrípó og spilaði samfleytt undir töfrabrögðunum í ár. „Það besta við það voru peningarnir og kven- fólkið sem sirkuslífinu fylgir." Þarna vom spilaðir nokkrir standardar og sérhönnuð tónverk. „Allan þennan tíma vorum við í Canada- þynnku og vorum svo að pæla í heilt ár á eftir. Gerðum þó eitt hommalag með Emilíönu Torrini sem fékk þá frábæru gagnrýni að það væri langversta lag sem hún hafði komið nálægt. Nó hard fílings hjá okkur.“ Lagið var tekið upp síðasta sumar. „Síð- an höfum við aðallega spilað í heimahúsum í partíum, t.d. í frá- bæru áramótapartíi. Tónleikarnir í kvöld eru fyrstu stadium-tón- leikarnir okkar. Við errnn komn- ir.“ Til að vera? „Þokkalega, hefði ég haldið.1 Betri en Doors Hvernig tónlist spilar Canada? Svarið stendur á sér eins og oftast þegar svo beinhörð spurning er lögð fram. Svo; „Þetta er bara, þú veist, gott rokk. Það er stórhættu- legt að kalla þetta eitthvað annað. Viö köllum þetta bara rokk, það gerir það enginn annar núna, allir í einhverju ísí og indí og kjaftæði." Framtíðaráform? „Það þýðir ekkert annað en að gera plötu og spila. Lokatakmark- ið hlýtur svo að verða besta hljóm- sveit í heimi. Betri en Doors.“ Finnst ykkur vera mikið að ger- ast? „Já. Það er orðið kúl að vera í hljómsveit aftur. Það er mikið að gerast og hnignunin hlýtur að fara að koma. Ætli við séum ekki ein- hvers konar hnignunarmerki. Eða kannski frekar samnefnari?" Samnefnari fyrir hvað? „Ja, samnefnari fyrir hnignun- armerki. Ha?“ -glh þetta efni á tónleikum býðst í kvöld. Magga hefur hóað nokkrum strákum saman í hóp og voru þeir flestir með henni í Funkstrasse en þar sá hún um bakraddir en Ótt- arr Proppé, í gervi Prófessors Pimp, sá um aðalrödd. „Vá maður, við erum búin að æfa í viku. Það er töluvert stuttur tími en alveg passlegur til að æfa jafnflókið efni fyrir þessa tegund af hljómsveit. Við flissum mun meira en æfum svo ég er ekki of viss hvernig þetta kemur út enda eru tónleikar bara happening, kannski slys og ég held að þetta verði gott slys.“ Guðni Franzson spilar á bassa; „einn framsæknasti danshöfundur sem ég þekki,“ segir Magga, „ég hvet fólk til að fylgjast með sporunum hjá honum." Pétur Hallgrímsson „spOar á alls kyns gítara, bæði innlenda og erlenda. Valgeir spilar á hitt og þetta, hann er undrabarn og ekki hægt að lýsa honum svo ég sleppi því bara.“ Óskar Guðjóns blæs í nokkrum lögum. „Hann átti að spila í einu lagi en svo vildi hann bara ekkert fara,“ og „Gjálíf- isprinsinn" Arnar Geir Ómarsson trommar: „Mér finnst alltaf eins og pabbi hans hljóti að vera Omar Shariff," fullyrðir Magga. „Við reynum aö spila svona fimm, sex lög og ég vona að fólk haldi ekki að þetta sé eitthvað dúdúdú-teknó, þótt það hafi kannski heyrt þannig rimix í útvarpinu. Eða kannski er gott að það haldi það bara. Fólk ^ hefur rétt á að halda það sem það vill sem manneskjur." Hvað gerist svo hjá ykkur á næstu mánuðum? „Æi, bara kynna plötuna, það er planið en ekki nein smáatriði komin á hreint enn þá. Þetta er allt svo vinalegt og á mannlegu nótunum að ég hef ekki enn náð að hugsa um þetta pródjekt sem vöru, enda kann ég ekki við það, það særir mig. Ég er svo hjátrúar- full að ég get ekki ætlað mér eitt- f hvað um eitthvað sem er jafn óá- ’ þreifanlegt og framtíðarplön um gengi dægurlaga. Það sem gerist, það gerist. Það eina sem ég veit er að ég ætla að hanga í bílskúr með þessum tilteknu piltum þar til yfir lýkur. Það er það eina sem er al- veg öruggt." -glh Inferno Á hinum glænýja og sjóö- heita skemmtistað Infemo í Kringlunni verða stuö- böndin Reggae on ice fóstudagskvöld og Gos laugardagskvöld. Stórtónleikar á Rósenberg Á Rósenberg verða stór- tónleikar á laugardags- kvöldið með hljómsveitun- um Soma, Woofer, Dan Modan og Bara Burt Reyni. Sóldögg Hljómsveitin Sóldögg verður í Festi á Grinda- vík í kvöld og i Miðgaröi, Skagafirði annað kvöld. Sir Oliver í kvöld og annað kvöld verður írski trúbadúrinn Kenneth Henningham á Sir Oliver en þeir Vil- hjálmur Goði og Pétur Örn mæta á sunnudagskvöldið. 8-villt Hljómsveitin 8-villt verður á Kafii Reykjavík í kvöld en mun spila á tveimur dansleilgum í Sandgerði á laugardagskvöld. Spur Hljómsveitin Spur leikur á unglingadansleik á Eski- "" firði í kvöld og á dúndur- dansleik í Hótel Björk, Hveragerði, annað kvöld. Wunderbar Trúbadúrinn Pétur Örn mun haldá uppi stuðinu á Wunderbar fostudags- og laugardagskvöld. Greifarnir Greifamir verða með dans- leik í Stapaniun í Njarðvík í kvöld. Annað kvöld halda < þeir síðan sameiginlegan dansleik með Landi og son- um í Njálsbúð. Fógetinn KK og Nærsveitarmenn verða í Fógetanum í kvöld og annað kvöld. Diagga „Þetta verður gott slys“ Stíra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.