Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Page 2
16 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 JjV kvikmyndir KVIKMYIÍDA Háskólabíó - A Thousand Acres Pelíkanadætur 'k'trk Það vakti nokkra at- hygli þegar fréttist að kvikmynda ætti A Thousand Acres. Þessi fræga skáld- saga Jane Smiley, sem hlaut æðstu verðlaun bandarískra bókagagnrýn- enda og Pulitzerverðlaunin, er endurgerð á harmleik Shakespeares um Lé konung (meira að segja nöfn aðalpersónanna hafa sömu upphafs- stafi). Lér afsalar konungdæmi sínu í hendur dætrum og tengdasonum en lærist ekki að laga sig að breyttri samfélagsstöðu. Harmleikur Lés snýst meðal annars um að hann telur sig enn konung en þar sem hann er valdalaus líta flestir til dætra hans. í Þúsund ekrum segir frá stórbóndanum Larry Cook (Jason Robards) sem ánafnar dætrum sínum, Ginny, Rose og Caroline (Jessica Lange, Michelle Pfeiffer og Jennifer Jason Leigh) aleigunni. Þær Ginny og Rose taka gjöflnni með þökkum en Caroline leyflr sér að efast um réttmæti ákvörðunarinnar. Larry, sem ekki er vanur því að dómar hans séu dregnir í efa, kastar henni á dyr. Hann sér þó fljótt eftir ákvörðun sinni því honum lætur illa að sitja auðum höndum og hann hefur nú glatað því ægivaldi sem hann hafði yfir dætrum og tengdasonum. í miklu upp- gjöri heldur hann af bænum óveðursnótt eina og í samráði við yngstu dóttur sína reynir hann að endurheimta jörðina með hjálp dómstóla. Barátta Larrys við dætumar snýst ekki aðeins um peninga. Átökin má rekja til ósagðrar fortíðar allra. Það er alltaf erfitt að gera vinsælum skáldsögum skil í kvikmynda- handriti. Margt þarf að fella niður og list aðlagandans felst í að skapa nýja heild. Þetta tekst Lauru Jones ágætlega framan af en þegar líður á myndina bregst henni bogalistin. í sögu Smiley eru karlpersónurnar án efa einfaldari en konumar. Þessi tilhneiging er ýkt upp úr öllu valdi í kvikmyndahandritinu þar sem karlpersónumar verða að flötum og nei- kvæðum fulltrúum karlveldisins. Enn vantar ákveðið jafnvægi í þessa nýju kvikmyndagrein, „kvennamyndina", eins og sést á því hversu ósannfærandi karlpersónurnar vilja verða. Leikurinn er ágætur hjá Lange, Pfeiffer og Leigh en sérstaklega ber að nefna túlkun Robards sem margir telja einn fremsta sviðsleikara Bandaríkjamanna. Hann er frábær í hlutverki ættföðurins erfiða. Leikstjóri: Jocelyn Moorhouse. Aðalhlutverk: Michelle Pfeiffer, Jessica Lange, Jennifer Jason Leigh, Colin Firth, Keith Carradine og Jason Robards. Guðni Elísson Kringlubíó - Úr öskunni í eldinn: Þunnir sveitabrandarar Tim Allen hefur slegið í gegn sem sjónvarps- smiðurinn í Handlögnum heimilisfoður og er einn af fáum sjón- varpsleikur- um sem hafa einnig náð fótfestu í kvikmynd- um. Kirstie Alley er ekki síður vinsæl sjónvarps- leikkona en hefur ekki náð sömu fótfestu í kvikmyndum og Allen. En þegar miðað er viö frammistöðu þeirra í Úr öskunni í eldinn (For Richer or Poorer) ættu þau að halda sig í sjónvarpinu. í þessari heimskulegu kvikmynd sem er á mörkum þess að vera farsi leika þau hjón á kafi í lífsgæðakapphlaupinu um leið og þau stunda sam- kvæmislífið af miklum eldmóði. Þegar myndin hefst hafa þau lifað um efni fram, auk þess sem endurskoðandi þeirra hefur verið að taka af þeim peninga sem skatturinn hefði átt að fá. Allt kemst upp og í ljós kemur að hinn umsvifamikli verktaki skuldar fimm milljónir dollara í skatt. Hjónin, sem voru um það bil að skilja, leggja því á flótta til þess að sleppa við handtöku og fangelsisvist og þurfa endilega að lenda hjá Amish-fólki, sem hefur ekki rafmagn, síma eða sjónvarp. Þau dulbúast og láta sem þau séu frændi og frænka sem komin eru langt að. Eftir þetta byggist myndin að miklu leyti á fimmaurabröndurum á kostnað þess einfalda lífs sem viðgengst í sveitinni þegar miðað er við lífið í há- hýsum á Manhattan og þær tilraunir hjónanna að ná því til baka sem þau áttu. Úr öskunni í eldinni er ein endemis vitleysa frá upphafi til enda þar sem hver mótsögin rekur aðra. Tim Allen virðist á einhverju egótrippi þar sem hann er oft á tíðum í mótsögn við persónuna sem hann leikur og Kirstie Alley, sem alls ekki er skemmtileg leikkona og hefur aldrei verið, er enn leiðinlegri en Allen. Einstaka aukpersónur standa fyrir sínu, sérstaklega Wayne Knight í hlutverki endurskoðandans, en þegar upp er staðið er Úr öskunni í eldinn misheppnuð gamanmynd. Leikstjóri: Bryan Spicer. Handrit: Jana Howington og Steve Lukanic. Kvik- myndataka: Buzz Feitshanz. Tónlist: Randy Edelman. Hilmar Karlsson Hard Rain, sem Regnboginn og Sam-bíóin frumsýna í dag, er spennumynd sem gerist í smábæn- um Huntington þar sem stanslaust úrfelli hefur gert það að verkum að flóð eru í aðsigi. Lögreglustjórinn (Randy Quaid) og þeir sem alltaf hafa búið í borginni hafa farið í gegnum þetta ferli áöur og vita hvað koma skal og eru gerðar ráðstafanir til að rfstýra því að þjófar fari á kreik þegar flóðin ná hámarki. Einn sem á leið um bæinn er Tom (Christian Slater) sem er á skotvörð- um bíl ásamt frænda sínum Charlie (Ed Ashner). Eru þeir með peninga- sendingu í bílnum. Bíllinn festist og þegar þeir ætla að biðja um hjálp í talstöð er sambandið slitið og áður en þeir vita af eru þeir um- kringdir skuggaleg um mönnum sem stjórnað er af Jim (Morgan Freeman) og er greinilegt að Jim veit að Tom er með þrjár millj- ónir doll- ara í bílnum. Auk þeirra Christi- ans Sla- ters, Morgans Freemans, Rabdys Quaids og Ed Ashner leikur Minnie Driver stórt hlutverk í myndinni. Leikstjóri er Mikael Salomon sem lengst af hefur verðlauna á því sviði. Var það fyrir Backdraft og The Abyss. Hann er auk þess þekktur kvikmyndatöku- maður og meðal afreka hans á því Christian Slater leikur annaö aöalhlutverkiö Rain á móti Morgan Freeman. Hard starfað sem brellumeistari og hefur tvisvar verið tilnefndur til óskars- sviði má nefna Far and Away, Alwa- ys, Arachnophobia og Torch Song Trilogy. Christian Slater, sem leikur Tom, er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Hann hefur mikið verið í fréttum að undanfórnu vegna slæmrar hegðunar og fékk góðfúslega leyfi til að vera við frumsýningu Hard Rain áður en hann færi að afplána dóm. -HK Minnie Driver leikur kvenhetj- una í Hard Rain. HHH Grease á sínum tíma. Nú er komið að nýrri kyn- slóð að hafa gaman af Grease, og er ekki að efa að myndin meö sínum saklausa og hreina boð- skap á eftir að fara vel í unga fólkið. -HK í tilefni af því að tuttugu ár eru frá því ein vinsælasta táningamynd alira tíma, Grease, var frumsýnd hefur verið flikkað upp á hana og henni verið dreift í kvikmyndahús um allan heim og hefur aðsókn verið með miklum ágætum. Háskólabíó mun taka hana til sýningar og er vel við hæfi að hún sé sýnd í sama bíói og á árum áður. Grease var frumsýnd 1978 og urðu tekjur af henni 340 milljónir dollara. Alla tíð síðan hefúr myndin verið mjög góð söluvara á myndbandamarkaðinum og eru lögin úr henni orðin sígild. Grease er upprunalega söngleikur og þess má geta að hann verður tekinn til sýningar í sumar í Borgarleikhúsinu. Aðalpersónumar í Grease heita Danny, Sandy og Rizzo og í þessum hlutverkum eru John Travolta, Olivia Newton-John, og Stockard Channing. Söngleikurinn varð til árið 1971 og hefúr hann verið sýndur í 2200 skipti á Broadway. Sá sem valdi í hlutverkin á sinum tíma var Robert Stigwood, hinn framkvæmdaglaði Breti sem alltaf var meö einhver stór verk í gangi. Var hann búinn að tryggja sér John Travolta í Grease áður en Saturday Night Fever var frum- sýnd, en sú mynd geröi Travolta að stórstjömu í Hollywood. Olivia Newton-John, sem leikur Sandy, var ein vinsælasta poppsöngkonan á þess um árum en hafði aidrei leikið í kvikmynd áður. Þótti hún standa sig með mikilli prýði, eins og raun ar allir sem léku í myndinni. Allt ungt fólk sem vildi vera með

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.