Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 12
 26 lyndbönd MYNDBANJA _k __) __*. to* te iiÉab %& _t i_ t«E _i iMiiY \íl 8 Heads in a Duffel Bag: Hausaveiðar Mafiósinn Tommy Spinelli þarf að fljúga til Kali- forníu með átta hausa 1 handtöskunni til að sanna fyrir mafiuforingja þar að mennirnir hafi verið myrtir. Hann lendir í töskurugli og klaufa- legur læknanemi fer með kærustu sinni og foreldrum hennar til Mexíkó með töskuna hans. Hann verður að ná hausunum aftur áður en yfirmað- ur hans missir þolinmæðina og bætir hans eigin haus í safnið. Það reyn- ist nokkurt mál að hafa uppi á læknanemanum sem lendir í ýmsum upp- ákomum með hausana og ekki bætir úr skák að honum helst einkar illa á þeim. Þetta er fín hugmynd í dellufarsa með góðan slurk af gráu gamni en handritið er ekki nógu þétt. Framan af er myndin ffemur ófyndin og maður verður fljótt leiður á að sjá leikarana öskra og baða út öllum öng- um. Leikararnir eru ekki það góðir að þeir nái að skapa skemmtilegar persónur, fyrir utan kannski Joe Pesci sjálfan sem kann auðvitað þessa rullu utan að. Sem betur fer tekur myndin við sér síðasta hálftimann og verður nógu brengluð og yfirgengileg til að kitla nláturtaugarnar. Mað- ur stendur því alla vega ekki óánægður upp. Útgefandi er Bergvík. Leikstjóri Tom Schulman. Aðalhlutverk Joe Pesci. Bandarísk, 1997. Lengd 95 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Basil: *** Svikamylla Myndin gerist í Englandi á nítjándu öld og segir frá Basil, ungum aðalsmanni sem á mjög strangan föður. Hann kemst í kynni við almúgamanninn Bob Mannion sem hjálpar honum að vinna ástir konu úr kaupmannastétt. Þau giftast á laun en Basil kemst síðan að því að hún er ástkona Bobs og ber barn hans undir belti. Þegar hann síðan segir fbður sinum tíðindin er honum fleygt á dyr og stendur uppi allslaus. í ljós kemur að atburðarásin öll er hluti af djöfullegu ráðabruggi Bobs sem rekinn er áfram af hefhdar- þorsta. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Wilkie Collins sem er vænt- anlega í uppáhaldi hjá Christian Slater. Hann er einn framleiðenda og leikur Bob en er eiginlega svolítið út úr kú í Englandi Viktoríutímans eins amerískur og hann nú er. Fyrir utan hreiminn stendur hann sig þó ágætlega, eins og reyndar flestir leikararnir, en þarna er einn þunga- viktarmaður, Derek Jacobi, sem ljær myndinni ákveðin atvinnumanns- brag. Sagan er ágæt, svolítið melódramatísk örlagasaga þar sem persón- urnar lenda í miklum hremmingum og ná loks að draga einhvern lær- dóm af. Persónurnar eru sæmilega lifandi þrátt fyrir að vera nokkuð fjarri okkur í tíma og frásögnin verður því aldrei leiðinleg. Útgefandi er Háskólabíó. Leikstjóri Radha Bharadwaj. Aðalhlutverk: Jared Leto, Christian Slater, Derek Jacobi og Claire Forlani. Bresk/bandarísk, 1997. Lengd 98 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ $t ðfe *** ^um Fiction: ^^ Útúrsnúningar Síðustu 10-20 árin hefur orðið vinsælt að taka ákveð- in kvikmyndaform fyrir og draga þau sundur og sam- an í háði. Það er löngu búið að taka allar helstu stefh- urnar fyrir og því hafa viðfangsefnin verið að þrengj- ast þangað til þau verða bundin við einstakar kvik- myndir. Plump Fiction notast við ramman úr Pulp Fiction og skýtur síðan inn í myndum eins og Reservoir Dogs, NBK, Forrest Gump, Nell, og fleir- um. í staðinn fyrir að gert sé grín að ákveðnum klisjum sem sjást í mynd- um af ákveðinni sort eru tekin einstök atriði úr þessum myndum og snúið út úr þeim. Þetta er því í rauninni orðið allt öðruvísi grín en það sem við sáum í Top Secret, Airplane, Naked Gun og hvað þetta allt annars heitir. Um leið gerir grínið meiri kröfur til áhorfandans því að í staðinn fyrir að það nægi að hafa séð nokkrar myndir úr einhverjum ákveðnura geira þarf að hafa séð nákvæmlega þær myndir sem atriðin eru tekin úr til að geta haft gaman af gríninu. Plump Fiction er eins ódýr og myndir gerast (þeir nota ekki einu sinni tómatsósu þegar einhver er skotinn) og leikararnir eru flestir þriðja flokks. Þó eru t.d. NBK- parið og Nell ansi góðar eftirhermur. Myndin er afar misjöfh - hún er á ystu mörkum fáránleikans og mörg at- riði eru bara ófyndið bull en inni á milli komu gullmolar sem fengu mig til að skella upp úr. Hún er alla vega tilbreyting við hefðbundið formúlugrin. Útgefandi er Myndform. Leikstjóri Bob Koherr. Aðalhlutverk: Tommy Davidson, Julie Brown, Sandra Bernhard, Jennifer Rubin og Paul Dinello. Bandarísk, 1997. Lengd 80 mfn. Öllum leyfð. -PJ Tomorrow never Dies: ** Brosnan mætir aftur Pierce Brosnan þótti takast vel upp í hlutverki James Bond í Goldeneye. Hann smellpassar i hlut- verk harðjaxlins háttvísa og mun sjálfsagt endast nokkrar myndir i viðbót og eitthvað fram á næstu öld. Mynd númer tvö í valdatíð hans er að vísu mun slappari en sú fyrsta en þar er ekki við Pierce Brosn- an að sakast heldur handritshöfundana. Það vantar einfaldlega eitthvað aukreitis, skemmtilegri persónur, yfirgengilegri hasaratriði eða eitthvað sem lyftir henni upp úr meðalmennskunni. Goldeneye hafði a.m.k. þrjá stórskemmtilega undirskúrka og auðvitað skriðdrekaatriðið óborgan- lega. Tomorrow Never Dies hefur ekkert slíkt, fyrir utan Dr. Kaufmann sem staldrar fremur stutt við. Jonathan Pryce er fínn leikari en nær að- eins að gera aðalskúrkinn rétt rúmlega meðalbrjálaðan. Það sem bjarg- ar myndinni frá því að falla strax í gleymsku er slagsmáladrottningin Michelle Yeoh sem kemur með örlítinn ferskan vindblæ í annars frem- ur staðnaða Bond-mynd. Svo er þetta auðvitað Bond-mynd þannig að hún bara getur ekki verið beinlínis leiðinleg. Útgefandi er Warner myndir. Leikstjóri Roger Spottiswoode. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan og Jonathan Pryce. Bandarísk, 1997. Lengd 114 mfn. Bönn- uð innan 12 ára. -PJ Myndbandalisti vikunnar PWÍV 9. -15. júní SÆTI FYRRI VIKA 1 VIKUR ; Á LISTA i TITILL ÚTGEF. TEG. 1 Ný 1 i j Tomorrow Never Dies Sam Myndbönd Spenna 2 2 2 11 i Know What You Did Last Summer The Game Skifan Háslólabíó Spenna 3 1 * ! Spenna 4 3 i 4 j j j In & Out Sam Myndbönd Gaman 5 5 5 í LA. Conf idential WamerMyndir Spenna 6 4 3 ! i Alien: Resurection Skífan Spernia 7 6 3 Perlur&Svín Sam Myndbönd Gaman 8 ! 10 2 Í i Plump Fiction Myndform Gaman 9 7 5 ' j That Old Feeling CIC Myndbönd Gaman 10 í Ný i ! j 8 Heads in a Duffel Bag Bergvík Spenna ii ! 8 3 ' 0 j PlayingGod Myndform Spenna 12 9 j 9 i j The Peacemaker CIC Myndbönd Spernia 13 ! 13 7 ! Life Less Ordinary Skífan Gaman 14 11 10 í ] Face/Off SamMyndbönd Spenna 15 15 4 ) She's so Lovely Skffan Spenna 16 ! 16 io ! j My Best Friend's Wedding j Skífan Gaman 17 17 4 ! Home Alone 3 Skífan Gaman 18 ! Ní i ! ) Basil Háskólabíó Drama 19 ! 19 6 ! Chasíng Amy Skifan Gaman 20 12 j 7 > Event Horizon CICMyndbönd Spenna James Bond stendur ávalit fyrir sínu og þaö þarf engum aö koma á óvart aö nýjasta Bond-myndin, Tomorrow never Dies, skuli fara beint í efsta sæti myndbandalistans. Myndin er tilvalin afþreying og heldur öllum viö skerminn meðan á sýningu stend- ur. A6 ööru leyti eru ekki miklar breytingar á listan- um. Paö þarf aö fara í tíunda sætið til að finna aðra nýja mynd, 8 Heads in a Duffel Bag, svarta kómed- íu með Joe Pesci í aðaihlutverki. Leikur hann leigu- morðingja sem þarf að sanna fyrir mafíuforingja að hann hafi drepið átta menn og það gerir hann með því að skera af þeim hausinn og setja í tösku. Upp kemur stórt vandamál þegar sakleysingi tekur tösk- una sem hann heldur sína. -HK Tomorrow never Dies Pierce Brosnan og Jonathan Price. Styrjöld milli Bret- lands og Kína vofír yfir eftir að kínverskar þot- ur sökkva bresku her- skipi undan strönd Ví- etnams. Þrumu lostnir nilltrúar krúnunnar og hersins spyrja sig hvers vegna í ósköpunum herskipið villtist svona rækilega af leið og hvers vegna Kinverjar brugðust svona harka- lega við? Lausnin á gát- unni er falin í bæki- stöðvum fjölmiðlakon- ungsins Elliots Carvers og aðeins einn maður er fær um að leysa gát- una og koma í veg fyrir stríð. Hann heitir Bond, James Bond. I Know What You Did Last Summer Jennifer Love Hewitt og Sarah Michelle Gellar. Helen, Barry, Julie og Ray eru búin að ljúka prófum og stefha hvert í sina áttina næsta vetur. öll hafa þau metnað til að gera stóra hluti í lffinu og stefna hátt. Á þjóðhátíð- ardaginn keyra þau út á afskekkta strönd og skemmta sér þar við drykkju og hryllings- sögur en á leiðinni heim verða þau fyrir því óhappi að keyra á mann sem liggur hreyf- ingarlaus eftir. Þau sjá fyrir sér hneyksli og jafnvel ákærur fyrir manndráp af gáleysi og ölvun við akstur. Þau ákveða því að losa sig við líkið með því að fleygja því í sjóinn. The Game In & Out Michael Douglas og Sean Penn. Nicholas Van Orton á 48 ára afmæli. Frá bróður sínum sem hann hefur ekki séð lengi fær hann gjafa- bréf frá CRS-fyrirtæk- inu sem sérhæfir sig í að krydda tilveru manna með óvæntum uppákomum. Van Orton þiggur gjafabréf- ið en honum finnst hugmyndin það fárán- leg að hann leiðir ekki hugann að henni fyrst um sinn. Smám saman er forvitni hans þó vakin og það endar með því að hann fer í höfuöstöðvar fyrirtæk- isins til að innheimta gjöfina. Þar með tekur líf hans kollsteypu. Kevin Kline og Joan Cusack. Lífið í smábænum Greenleaf í Indiana gengur sinn vanagang fyrir utan dálitla spennu sem er I loftinu vegna óskarsverö- launafhendingarinnar en einn af sonum bæj- arins er tilnefndur sem besti leikari. Þegar sá hlýtur verðlaunin þakk- ar hann öllum sem hafa stutt hann, meðal ann- ars gömlum kennara sínum, Howard Beckett, sem hann segir að sé hommi. Howard, sem eins og aðrir bæjarbúar hefur fylgst með út- sendingunni, verður felmtri sleginn, enda hefur hann aldrei veriö viö karlmann kenndur. Hann reynir hvað hann getur til að koma í veg fyrir þennan misskiln- ing sem veldur miklu frafári i heimabæ hans. LA. Confid- ential Kevin Spacey og Russell Crowe. Hrottalegt morö er framið inni á litlum veitingastað og í ljós kemur að einn hinna myrtu er lögreglumað- ur. Hvað hann var að gera þarna er félaga hans 1 lögreglunni, Bud White, hulin ráð- gáta enda bendir allt til þess að hann hafi verið flæktur í eitt- hvert glæpsamlegt at- hæfi. Bud ákveður'því að hefja rannsókn á málinu upp á eigin spýtur og kemst fljót- lega að þvl að þar með er hann búinn að stinga sér út 1 Ufs- hættulegt hyldýpi svika og morða þar sem enginn er óhultur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.