Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 5
f FOSTUDAGUR 19. JUNI1998 ' um helgina Það er ávallt mikiö um að vera í Árbæjarsafni á sumrin. Ný sýning í Árbæjarsafni: Hvað var sett á veggi og gólf? í tilefiii af 70 ára afmæli Félags veggfóðrara- og dúklagningameistara opna Árbæjarsafii og félagið nýja sýn- ingu í húsinu Líkn í Árbæjarsafni sunnudaginn 21. júní kl. 14. Á sýningunni er fjallað um störf veggfóðrara og dúklagningarmanna í gegnum tíðina. Þar er sýnt hvemig strigi var strekktur yfir panil, pappi lagður og síðan veggfóðrað. Einnig eru til sýnis gömul verkfæri og ljós- myndir. Félagsmenn verða á staðnum á sunnudögum í sumar og fræða gesti og gangandi um handverk og þróun þess. Auk þess verður hefðbundin kynn- ing á handverki alla helgina í Árbæj- arsafni. Gullsmiður verður í Suður- götu og handverk bændasamfélagsins kynnt í Árbæ. Harmoníkan verður þanin í Árbæ og Dillonshúsi þar sem boðið er upp á veitingar. Fyrir bömin er svo leikfangasýn- ingin Fyrr var oft í koti kátt auk þess sem skepnur em á safiisvæðinu, t.d. kýrin Búkolla og kálfúrinn Skjöldur. Húbert Nói er einn þeirra sem sýna á Seyðisfirði. Gallerí Sölva Helgasonan Þversnið Ragnars Lár Ragnar Lár opnaði nýlega mynd- listarsýningu í Galleríi Sölva Helga- sonar að Lónkoti í Skagafirði. Þar gefúr að líta þversnið af verkum Ragnars Lár í gegnum tíðina. Ragnar er fæddur 1935. Hann nam við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík að gagnfræðaprófi loknu. Fyrstu einkasýningima hélt hann f Reykjavík 1956 en síðan hefúr hann haldið margar sýningar heima og er- lendis. Ragnar hefúr myndskreytt margar bækur, einkum bamabækur, gert hreyfimyndir fyrir sjónvarp, stundað blaðamennsku og auglýs- ingateikningar. Ragnar hefur samið og teiknað sjö bamabækur, m.a. Mola lifla flugustrák sem náð hefur miklum vinsældum. Ragnar gaf út Spegilinn um árabil Galleríi Sölva Helgasonar sýnir Ragnar Lár þversnið af verkum sínum. Þessi mynd er eftir Sölva sjálfan. ásamt Ása í Bæ og þekkt er blaða- figúra hans, Boggi blaðamaður, sem birtist í Vísi, Dagblaðinu og síðar í Tímanum. Seyðisfjörður: Margt á seyði Á Seyðisfirði verður opnuð stór- sýningin Á seyði á morgim klukkan 17. Þar eru á ferðinni margar mynd- listarsýningar sem dreift er um bæ- inn. Sýningamar, sem standa munu til 16. ágúst, eru forvitnilegar. Á Hótel Snæfelli sýnir María Gaskell vatnslitamyndir, súrrealísk olíu- málverk og fleira. í Upplýsingamið- stöð ferðamála verður sölusýning á verkum Stórvals, Stefáns V. Jóns- sonar. í Skaftfelli við Austurveg verður samsýning fjölda listamanna sem nefnist Sýning fyrir allt í minn- ingu og til heiðurs Dieter Roth sem andaðist fyrir skömmu. Þar sýnir einnig Magnús Reynir Jónsson ljós- myndir og Pétur Kristjánsson sýnir myndir, skúlptúra og dót. í Seyðisfjarðarskóla við torgið verða til sýnis vatnslitamyndir Hallgríms Helgasonar og landslags- verk Húberts Nóa. Þar vinnur Ósk Vilhjálmsdóttir einnig með rými og notar til þess ljósmyndir og video. Inga Jónsdóttir verður þar með inn- setningu sem kallast Stærðfræöi og átthagafræði og þeir Garðar Ey- mundsson og Sigurður K. Ámason sýna málverk sín. í Tækniminjasafninu verður svo sýning á ljósmyndum af húsunum í bænum og þróun byggðar. ' ' — / !/jfj/jujj jjú 2!L)L) þíJjJLJjjd j'íjjÚsJsJ JJUjÍ jjj'JjJíUJÚnj m MjjiJUjjH £ - www.visir.is i Enn er gaman á visir.is. Yfir 6000 manns tóku þátt í Vísisævintýrinu í síðustu viku og hlutu 7 manns verðlaun frá Raftækjaverzlun íslands. Nöfh þeirra má finna á www.visir.is. Verðlaunin þessa vikuna er glæsilegt DUX hjónarúm frá Duxiana. Það er auðvelt að vinna. Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn á Internetið, slá inn www.visir.is og finna happahnappinn, sem þessa vikuna lítur svona út: Ef þú smellir á happahnappinn er þér gefinn kostur á að slá inn nafn þitt og fleiri upplýsingar. Gerir þú það, ertu kominn í pottinn sem dregið er úr daglega alla vikuna. Þú getur tekið þátt í Vísisævintýrinu einu sinni á dag alla vikuna, en aðeins einu sinni á dag. Þeir sem skrá sig oftar eru ekki með í úrdrættinum. Góða skemmtun. Ævintýratilboð Veitum 15% afelátt á öllum sérpöntunum á rúmgöflum 0g náttborðum frá DUX, einnig á sérpönntuðum rúmteppum. MHB Aukaverðlaun Verslunin GEGNUM GLERIÐ veitir sex sérstök aukaverðlaun: Amerísk oiíuljós (fyrir parafínoliu) Falleg skrautljós fyrir rómantíska lýsingu heima eða í bústaðnum ! www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.