Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Page 9
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998
HUÓMPLjiril
iMðtYNI
Smashing Pumpkins - Adore ★★★★
Þrátt fyrir alla velgengni
Smashing Pumpkins hafa síð-
ustu tvö ár verið hryllileg, ekki
fyrir sveitina heldur meðlimi
hennar. Síðasta plata sveitarinn-
ar, Mellon Collie & the Inflnite
Sadness varð ein af mest seldu
plötum allra tíma en á sama
tíma tröllriðu sveitinni eiturlyf,
dauði, vonbrigði og aðskilnaður.
Það þurfti því að bera á sárin
og nýja plata sveitarinnar,
Adore, ber öll merki þess. Hér
eru horfnir þrumugítarar og í
staðinn komið píanó. Og jafnvel Corgan hefur dregið út öskrum sínum.
En þrátt fyrir að þrumugítarar séu næstum horfnir er Adore kannski
merkilegasta verk sveitarinnar til þessa.
Platan er pródúseruð af Billy Corgan með hjálp Brad Wood og hljóð-
blönduð af Corgan og Flood og er á margan hátt frábrugðin fyrirrennur-
um sínum. Lög eins og Perfect og Daphne Descends eru með Corgan og
James Iha í aðalhlutverki sem vælir gítarnum yfir tölvutrommur, sem
verður að teljast frekar nýtt fyrir Pmnpkins. Hér ríða tregafullar ballöð-
ur húsum likt og í laginu Once Upon a Time þar sem Corgan syngur óð
til nýlátinnar móður sinnar. Ekki má heldur gleyma byrjunarlagi plöt-
unnar: To Sheila, enn ein frábæra ballaðan.
Síðari hluti plötunnar státar af fh’nagóðum píanóballöðum ((For
Martha, Annie-Dog og Blank Page), lög sem sýna fram á hæfileika Corg-
an sem lagasmiðs.
Kannski í tímans rás mun Smashing Pumpkins verða heil af sárum
fortíðarinnar en ég verð að segja að þeir hljóma þrusugóðir í veikindun-
um. Páll Svansson
Páll Úskar & Casino -
Það versta við Casino er að
hljómsveitin spilar eingöngu ko-
ver-lög, lög eftir aðra, því það
væri verulega spennandi að sjá
þetta band gera eitthvað á eigin
spýtur, spila frumsamin lög og
demba sér i tilraunir. Þetta er
nefnilega þrusugrúppa, spreng-
lærðir og gufuþéttir tónlistar-
menn. Stjórnandinn, Samúel Jón,
virðist líka vera með vel hrein
eyru því hljómurinn á þessari
plötu er frábær. Ég leyfi mér að
fullyrða að þetta sé ein best
hljómandi sumarplata sem lýðveldið hefur getið af sér - tært og bjart sánd
- og það verður gaman að „blasta" þessari plötu yfir grillinu. Já, og
grillpinninn ætti ekki að standa í ömmu gömlu þó þessu verði dembt á í
sólinni því Casino er „fyrir alla aldurshópa". Þeir félagar eru á svipuðum
slóðum og Milljónamæringamir og Júpiters í leitinni að hinu fullkomna
balli en setjast innst í setustofu poppsins og kíkja jafnvel í lyftuna lika.
Tónlistin hér ætti að virka ljúfsárt á þær kynslóðir sem muna gullald-
artíma einokunar Ríkisútvarpsins því að ætla má að mörg þessara laga
hafi heyrst þar, ósungnu lögin á milli Daglegs máls og íslensks máls en
þau sungnu í Óskalögum sjúklinga. Lagavalið er gott, fínt jafnvægi á milli
ballaða og stuðlaga, og hlustendur fá oft nostalgíuglampa í augun. T.d. er
hnyttið að troða stefunum úr Línunni og Barbapabba að og stuttri
Eurovision-syrpu í endann. Tilraunaleysi Casino, sú tilhneiging að taka
lögin í nánast nákvæmum eftirlíkingum af frummyndinni, fer stundum í
taugarnar á manni, það er eins og legið hafi verið á gömlu plötunum með
stækkunargleri, en þá kemur Páll Óskar sterkur inn og stráir sínu sæta
fæðubótarefni ofan á og dæmið gengur upp. Þetta er sko setustofa sem
passar Palla og það fer vel um hann í plussinu. Eina lagið sem ég nenni
ekki að hlusta á hann syngja er Serge Gainsbourg-lagið, þar meika ég ekki
hermið, þó það sé kannski virðingarvert hjá hlutaðeigandi að kynna
þennan franska snilling fyrir þjóðinni. Allt annað er toppstöff og það verð-
ur forvitnilegt að sjá hvort þjóðin bitur á agnið og hvort snyrtipopp
Casino muni grassera í sumar. Gunnar Hjálmarsson
Money Mark - Push the Button ★★★★
Mark er handlaginn og hepp-
inn. Hann var kallaður til að gera
við garðshlið. Innandyra voru
Dust Brothers að hljóðvinna
Beastie Boys-plötuna Paul’s Bou-
tique. Beastie bjóða honum í
partí. Innan tíðar er hann farinn
að spila með þeim á hljómborð á
plötum og tónleikum og nú gefur
hann út sína aðra sólóplötu. Sú
fyrsta var djammaðri og í áttina
að þvi sem var hægt að búast við
af manni sem vinnur með Beastie
Boys og gefur út hjá Mowax en
þessi brýtur öll lögmál og er fyrst og fremst troðfull af vel heppnuðum lög-
um, átján í allt, og á rúmum fimmtiu mínútum flakkar Mark á milli stíla
eins auðveldlega og að láta renna í bað. Þetta er ein besta safnplata sem
maður heyrir á árinu. Annars vegar eru ósungin lög, sum latínskotin og
værukær, önnur beittari. Hins vegar eru hreinræktuð og flott popplög
sem maður fær á heilann og syngur í baði. Mark hverfúr frá tæknidýrk-
un nútímans og leitar i upprunann, flettir í gegnum plötusafnið og mæt-
ir með lög sem minna sterkt á Velvet Underground, Elvis Costello og
Stevie Wonder. Hér er allt smart og skemmtilegt, t.d. smáskífulögin Hand
in Your Head, lunkinn lítill smellur, og Maybe I’m Dead, drifandi damp-
mikið lag sem minnir á Beck, eins og reyndar margt annað á þessari
plötu. Mark segir að eins og Coltrane hafi byrjað að stæla Charlie Parker
hafi hann sjálfur þurft að heiðra fyrri snÉinga. Nú sé hann tilbúinn í
stærri mál. Hver þau eru verður fróðlegt að sjá en þangað til spái ég þess-
ari plötu góðu gengi. Gunnar Hjálmarsson
Stereo ★★★
Sean Lennon: „Vildi gera létta plötu og rómantíska.
Sean Lennoii
gefur út plötu
- plata um ástina og það rugl sem fylgir
Það er ekkert nýtt að börn frægra
poppara feti í fótspor foreldranna -
Emma Townsend, Jakob Dylan, Wil-
son Phillips, Chris Stills, Adam Cohen
- en það er sjaldgæft að börnin hafi
mikið meira en gott ættamafn til
brunns að bera. Á sama degi og Juli-
an Lennon gaf út nýja plötu eftir sjö
ára hlé og langt þref við útgáfufyrir-
tæki sendi hálfbróðir hans Sean frá
sér plötuna „Into the Sun“ og hefur
skyggt algjörlega á stóra bróður í um-
fjöllun tónlistarbransans. Sean var
bara fimm ára þegar John var skotinn
við Dakota- bygginguna og segist hafa
fullorðnast hratt eftir ódæðið. „Að yf-
irvinna hræðslu við ókunnuga hefur
verið einna erfiðast fyrir mig,“ segir
Sean, sem nú er orðinn 23 ára. „Alltaf
þegar mamma (Yoko Ono) gekk inn í
Dakota-bygginguna gekk ég á eftir
henni tilbúinn að henda mér fyrir
byssuskotið, ef svo færi að einhver
ætlaði að skjóta hana. Þannig hugsaði
ég þegar ég var sex og sjö ára.“
Æska Seans var nálægt því að vera
venjuleg. Að vísu fylgdu tveir vopn-
aðir öryggisverðir honum hvert fót-
mál. Snemma heyrði hann í Jimi
Hendrix og það breytti lífi hans og
kveikti áhuga hans á tónlist. Tólf ára
fór hann í heimavistarskóla I Sviss,
var þar í þrjú ár og sneri heim þegar
gruggrokkið var að verða æði. Það
fyrsta sem hann samdi voru lög
með Nirvana-áhrifum, sem
hann tók upp á 12-rása upp-
tökutæki sem Michael
Jackson hafði gefið honum.
Sean tók stórt stökk inn í tónlist-
arbransann þegar hann sannfærði
mömmu sína um aö gera tilrauna-
kennda plötu sem minnti á það sem
hún hafði gert með Plastic Ono Band.
Úr varð platan „Rising" árið 1995.
Sean hjálpaði til á plötunni, spilaði
m.a. á bassa og kynntist við gerð
hennar meðlimum hljómsveitarinnar
Cibo Matto, sem endurhljóðblönduðu
eitt lag á plötunni. Cibo Matto er skip-
uð þrem japönskum konum sem búa í
New York og á tónleikaferðalagi til
kynningar á fyrstu plötu þeirra fengu
þær Sean til að spila á bassa. Sean og
Yuka Honda úr Cibo urðu kærustupar
á ílækingnum og Sean kynntist góð-
kunningjum stelpnanna, köppunum í
Beastie Boys. Það er svo útgáfufyrir-
tæki Beastie Boys, Grand Royal, sem
gefur út fyrstu sólóplötu Seans,
þannig að stráksi er í góðum málum
og svölum félagsskap.
Eplið og eikin
Vitanlega ber John Lennon oft á
góma þegar Sean er í viðtölum. Það
vakti mikla athygli þegar hann full-
yrti að pabbi sinn hefði veriö myrt-
ur af leyniþjónustunni og Mark
Chapman væri aðeins heilaþveginn
undirsáti yfirvalda. „Þeir sem halda
að Mark Chapman hafi verið einn
að verki eru eitthvað ruglaðir eða
rosalega saklausir. En yfirvöld
fengu ekki það sem þau vildu, því
áhrifin af pabba hafa orðið miklu
sterkari eftir að hann dó.“
Sean er fæddur 9. október, sama
dag og pabbinn og er með eldri
konu (Yuka er 37 ára) eins og John
(Ono var mun eldri en hann). Það
vita það ekki margir en John
Lennon hafði miklar áhyggjur af
aukakílóunum, var alltaf í
megrun og Sean hefur tekið
þetta upp, er á ströngum
prótínkúr. „Pabbi var hé-
gómlegur á sumum svið-
um. Tímabilið í kringum
myndina „Help!“ kallaði
hann „Feita Elvis tímabil-
ið sitt“ og hugsaði ekki um
annað en að ná kflóunum
af sér.“ Vitanlega er Sean
á móti tilgátu margra
sinni við á þessum tíma. Ef eitthvað
er þá hafði mamma þau áhrif að
pabbi gerði mörg sín bestu lög. Fólk
hefur aldrei viðurkennt hve mikil
áhrif hún haföi á Bítlana!" Og hvert
er svo uppáhalds Bítlalag Seans?
„Happiness Is a Warm Gun".
Into the Sun
Sean tileinkar kærustunni frum-
smiðina, en hún hljóðvann plötuna.
„í dag eru margir að gera neikvæð-
ar plötur og sorglegar," segir Sean,
„en ég vildi gera hið gagnstæða, svo
ég reyndi að gera létta plötu og róm-
antíska, fallega og jákvæða. Mér
fannst dálítil bylting í því. Platan er
um mikflvægasta samband lífs
míns. Hún er um það að deila öllu
með einhverjum og þær hættur sem
því fylgja. Hún er um hamingjuna
sem kemur með ástinni og um
ruglið sem fylgir." Platan var tekin
upp í volgum analóg-hljóm, sem
Sean segir að endurspegli ástarsam-
bandið. í lögunum er farið víða,
áhrif frá Beck, Beach Boys, Stevie
Wonder og Bítlunum eru ekki langt
undan og kántríi, bossanóva og
djass er skotið að í smáskömmtum.
„Ég hef alltaf fundið mig í því að
kanna og sameina marga tónlistar-
stíla. Það sem mér finnst mest
spennandi við Beastie Boys og Beck
er hvernig þeir brjóta niður hefð-
bundna múra á milli tónlistar. Ég
held að það höfði til fólks af minni
kynslóð sem alltaf er að leita að ein-
hverju nýju. í gegnum tíðina hafa
tónlistarmenn alltcif verið flokkaðir
niður eftir stíl og settir í bása en í
framtíðinni held ég að það verði sí-
fellt erfiðara að flokka tónlist."
Platan hefur fengið fina dóma
víðast hvar og það er hægt að
taka undir það, þetta er ágætis
byrjendaverk. Sean er sem
stendur á tónleikaferða-
lagi, hitar m.a. upp
fyrir Beck, og
það er allt útlit
fyrir að hann
gæti enst í
bransanum
lengur en þangað
tfl allir eru orðnir
leiðir á að spyrja
hann út í fræga
pabbann.
-glh
Bítla-
fræðinga
að Ono hafi
splundrað
hljómsveit-
inni;
„Kjaftæði!
Það hötuðu
allir alla og
Paul og
pabbi töluð-
ust
ekki einu