Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Side 10
24 tónlist ** 'A' FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 I l' \. ísland -plöturog diskar ——— || 1(1) Adore Smashing Pumpkins t 2 ( - ) Stereo Páll Óskar & Casino # 3(2) Nákvæmlega Skítamórall | 4(4) Wedding Singer Úr kvikmynd $ 5(3) Mezzanine Massive Attack | 6(5) Best of Nick Cave &The Bad Seeds t 7(19) GlingGló Björk & Tríó Guðmundar Ingólfss. t 8 ( - ) For Ya Mind Vol. 1 Ýmsir flytjendur It 9 ( - ) Premonition John Fogerty t 10 (11) VersionZO Garbage 4 11(7) Left of the Middle Natalie Imbruglia 4 12 ( 6 ) Big Willie Style Will Smith t 13(14) Savage Garden Savage Garden t 14(17) Experience Hendrix Jimi Hendrix 4 15 ( 9 ) Blue Simply Red 4 16 ( 8 ) íslenskir karlmenn Stuðmenn & Karlakórinn Fóstbr. 4 17 (16) All Saints All Saints 4 18(12) Pottþóttll Ýmsir flytjendur 4 19(10) Bulworth Ur kvikmynd 4 20(15) Moon Safari Air London ^ —-........ — lög— ------------------- t 1. ( - ) 3 Lions '98 Baddier & Skinner & The Ligh.. t 2. ( - ) Vindaloo Fat Les t 3. ( - ) Got The Feeling 5 4 4. (1 ) C'est La Vie B*witched t 5. ( - ) Carnival De Paris Dario G t 6. (- ) The Rockafeller Skank Fatboy Slim 4 7. ( 2 ) Horny Mousse T Vs Hot 'n' Juicy t 8. (- ) Life Des'ree 4 9. ( 3 ) The Boy Is Mine Brandy & Monica 4 10. ( 5 ) Feel It The Temporer featuring Maya P.. New York | 1. (1 ) The Boy Is Mine Brandy & Monica t Z ( 3 ) You're Still the One Shania Twain 4 3. ( 2 ) Too Close Next | 4. (4) MyAII Mariah Carey | 5. ( 5 ) I Get Lonely Janet (Feat. Blackstreet) | 6. ( 6 ) Everybody (Backstreet's Back) Backstreet Boys t 7.(12) They Don't Know Jon B 4 8. ( 7 ) All My Life K-Ci & Jojo t 9. (11) Adia Sarah McLachlan 4 10. ( 8 ) Truely Madly Deeply Savage Garden Bretland —plötur og diskar— Ít 1. (-) TheGoodWillOut The Embrace 4 Z ( 1 ) Blue Simply Red | 3. ( 3 ) Talk On Corners The Corrs 4 4. ( 2 ) When We Were The New Boys Rod Stewart 4 5. ( 4 ) Where We Belong Boyzone | 6. ( 6 ) Life Thru a Lens Robbie Williams t 7. (12) Left Of The Middle Natalie Imbruglia $ 8. ( 8 ) All Saints All Saints 4 9. ( 7 ) Urban Hymns The Verve ) 10. (10) Intemational Velvet Catatonia Bandaríkin — plötur og diskar — t 1. (- ) MP Da Last Don Master P t Z (- ) Adore Tho Smashing Pumpkins I 4 3. (1 ) City of Angols Ur kvikmynd t 4. ( 2 ) Godzilla Úr kvikrnynd t 5. (15) Hope Floats Úr kvikmynd t 6. ( 3 ) It's Dark and Hell Is Hot DMX 4 7. ( 5 ) Backstreet Boys Backstreet Boys t 8. (- ) lf You See Him Reba McEntire t 9. ( 4 ) The Limited Sories Garth Brooks t10. (- ) Shut 'Em Down Onyx „Þaö er kalt á toppnum og langt niður!“ „Eldri kynslóðin heldur alltaf að við séum þrettán ára eða eitthvað, en við erum alveg háaldraðir." q y Sölvi Blöndal úr Quarashi er í viðtali og gleypir í sig spæld egg um leið, enda í mat. Er Quarashi fuU vinna? „Já. Við erum tveir sem erum bara í Quarashi en Höskuldur er í hálfri vinnu í fatabúð. Það veit í rauninni enginn hvar Steini held- ur sig, hann skýtur upp kollinum af og tH en ég er farinn að undir- búa næstu plötu.“ Á hún að koma út fyrir jólin? „Nei, hún kemur bara þegar hún er tHbúin og það verður ekki fyrir jól. Ég er ekki nógu góður fyrir íslenska hugsunarháttinn að það þurfi aUtaf að gera plötu fyrir hver jól. Ég tek svo mikinn tíma, ég er svo mikiU snigiU, er ógeðs- lega lengi að gera lög, er aldrei ánægður. Ég var eitt og hálft ár að semja síðustu plötu og svo fóru þrír mánuðir i að taka upp radd- imar.“ Fullkomnunarárátta? „Eitthvað svoleiðis eða að ég er aldrei ánægður. Þegar ég verð ánægður þá hætti ég bara. Þá hef ég ekkert lengur að gera í þessu. Ég hef mikla trú á þessum snigla- vinnubrögðum." Sölvi stundar sína tónlist í Quar- ashi-hljóðverinu með sampler, hljómborð, ýmis tæki og tól og stóra tölvu. Hann hefur þó reynslu af hefðbundnari hljómsveitar- vinnubrögðum, trommaði með 2001 og Stjömukisa. „Ég prófaði þann pakka í nokkur ár. Það hafði sína kosti, gaman að fara á koju- fyUirí á æfingum, en þar fyrir utan kom aldrei neitt gott út úr þessu.“ Alltof mikið lýðræði í gangi? „Nei, ég held að það hafi ekki verið meinið. Frekar að enginn einstaklingur í bandinu var með einhverja heUdarmynd i höfðinu um það hvemig þetta ætti að vera. Það vom bara aUir að taka sóló, allir að reyna að vera stjaman. Það er svo sem gaman að vera í hljómsveit, en ég varð að hætta þegar Quarashi varð aðalmálið. Ég hafði verið að undirbúa Quarashi i eitt ár áður en „Switchtance“ kom út. Þetta átti svo sem aldrei að verða neitt, bara hobbí, því ég ætl- aði í Háskólann, þetta átti bara að vera svona með. Ég stefni eiginlega enn þá á að fara í Háskólann, nenni ekki að vera í þessu helvítis poppi. Þetta er bara rugl, þetta er bara fyllirí. Nei, ég segi bara svona.“ Lög sem fólki finnst skemmtileg Hvemig starfar bandið? Þú hangir í tölvunni og gerir lag, ,já og þeir fá það á kassettu. Semja textann, koma í stúdíóið, ég tek upp og pródúsera. Þannig hefur þetta alltaf gengið fyrir sig, það er mjög skýrt. Svo emm við líka með DJ.“ Já, er ekki kominn nýr snúð- ur í bandið? „Jú, hann heitir DJ Dice, eða Bjössi úr Versló, en það er meira kúl að kalla sig Dice. Hann er sannur Quarashi-bróðir." Hvað varð um gamla DJ-bróð- urinn? „Hann hvarf tU annarra starfa, sem ég veit ekki hver eru.“ Ég reyni að pumpa Sölva með nýja efnið. „Það er komið búnt af hugmyndum, en ég get ekki slegið á það hvað þetta eru mörg lög, kannski svona fimm ný lög á loka- stigi. Fyrir næstu plötu verða sam- in það mörg lög að það verður hægt að velja úr, eða gerð tvöföld plata ef fólki finnst aUt nógu skemmtilegt. Aðalmarkmið Qu- arashi er að gera lög sem fólki finnast skemmtUeg. í alvöru talað. Lög sem lætur fólki líða vel. Ég sé ekki tUganginn í einhveiju þung- lyndispoppi. Það er gott að gera skemmtUeg lög og skemmtUeg lög þurfa ekki að vera eitthvað sveita- baUapopp." Sölvi byijar fyrst að stama þeg- ar hann er spurður út í sveitaböU- in sem þeir hafa verið að taka með S.S.Sól. Eitt var í Miðgarði fyrir viku og annað kvöld er ball í Njálsbúð. „Quarashi hefur aldrei stefnt á að spUa á sveitaböUum, en okkur var boðið það og við áváð- um að tékka á því. BaUið í Mið- garði kom mér skemmtUega á óvart því krakkarnir gjörþekktu lögin. Ég ætlaði ekki að ná mér fyrir undrun. Við skemmtum okk- ur konunglega, það var geðbUað að sjá 600 blindfuUa sveitakrakka diUa sér við „Switchtance", eitt- hvert hard core rapp. Við ætlum ekkert að túra í sumar, en tökum kannski nokkur böU ef tími gefst. En ef það þvælist eitthvað fyrir minni stúdíóvinnu þá sleppum við því bara, sama hvaða peningar eru í boði. Stúdíóvinnan kemur fyrst.“ Quarashi alltaf númer eitt Á „Kvistum", væntanlegri safn- plötu á Quarashi lagið „Mr. Jinx“: „Þetta var ósungið á plötunni en nú er rappað oná. Mjög flott. Svo eru komnar þrjár vinyl-plötur með Quarashi, ein sem er alveg ófáan- leg og tvær sem við sitjum á. Það eru lög af plötunni og óútgefin lög, þ.á m. eitt sem er það allra fyrsta sem Quarashi gerði. Þá vorum ég og Hössi ekki búnir að kynnast Steina. Við vorum að prófa okkur áfram með hard core rapp, mjög áhugavert. Það getur verið að við látum þetta frá okkur á næstunni, nokkur eintök í einhverjar plötu- búðir. Það má reyndar lesa aUt um þetta á heimasíðunni okkar sem er nýopnuð - this.is/quarashi - ég hvet aUa tU að kíkja þangað." Segðu okkur frá Prodigy-mix- inu. „Ég hitti Liam þegar þeir komu hingað síðast og það tókst ágætur kunningsskapur með okkur. Hann var yfir sig hrifinn af bandinu og plötunni - virkUega hrifinn, og þeir aUir reyndar. Tveim, þrem vikum síðar hringdi gaur frá XL, hljómplötufyrirtækinu þeirra, og sagði að Liam vUdi að ég rímixaði „Diesel Power“. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kynntist því að vinna undir þessum Stasi-njósna- sampl aga, því þetta er auðvitað Prodigy og það má ekki sampla hverju sem er, ekki eins og á gömlu góðu dögunum þegar var minna pælt í höfundarréttarhlið- inni.“ Hvemig mix gerðirðu? „Þetta er bara rokk og ról, mjög hard core og í svipaða átt og Qu- arashi stefnir." Hvar kemur þetta út? „Ég veit það ekki, þetta kemur allavega í bíómyndasándtrakki þar sem Prodigy á lög. Ég þarf að tékka betur á því. Miðað við að þetta eru súperstjörnur fannst mér nokkuð fyndið að þeir skyldu grafa okkur upp og gefa séns. Þeir filuðu okkur rosalega vel og sögðu það við okkur. Það er auðvitað frá- bær tUvUjun því Prodigy - sér- stakiega Liam sem prógrammer - hefur verið ein af uppáhaldshljóm- sveitunum mínum í mörg ár. Fólk er upptekið við að líkja okkur við Beastie Boys, en viU gleyma því að það eru sterk áhrif frá Prodigy og Chemical Brothers líka.“ Eru fleiri rímix á borðinu? „Það er spurning hvað maður hefur mikinn tíma, því Quarashi er aUtaf númer eitt. Mig langar tU að gera eitthvað með hljómsveit- inni Spitsign, lítið rokkband með flottum strákum sem eru með aUt á hreinu. Það kemur í ljós hvort þaö verður tími til þess.“ Einhver ný tónlist sem þú hef- ur verið að fíla upp á síðkastið? „Það er dálitið hallærislegt að segja frá því en ég féU alveg fyrir tónlistinni sem PhUip Glass gerði fyrir myndina „Kundun". Ég hef verið að hlusta mikið á sándtrökk og mikið af seventís fonki líka, það er auðvitað grunnurinn að þessu öUu. Svo datt ég inn á rappara, sem ég hélt ég myndi aldrei fíla, Puff Daddy. Ég hef lært að meta hann, ftnnst hann alveg briUjant rappari með góðar hugmyndir." Sannir aðdáendur bíða bara „Það er kalt á toppnum og langt niður,“ segir Sölvi aðspurður um stöðu sveitarinnar á íslandi. „Það er ekkert mont að segja að við séum vinsælasta hljómsveit lands- ins. Við erum það. Eldri kynslóðin heldur aUtaf að við séum þrettán ára eða eitthvað, en við erum al- veg háaldraðir." Er þá ekki takmarkið að halda vinsældunum og gera plötu á þessu ári? „Ég segi nei við því. Það væri ekkert mál að gera ágæta plötu, en næsta verður bara að vera betri en síðasta plata. Það er aðalmálið. Siðasta plata var helvíti góð en ég gef ekki út plötu nema hún verði betri, þá er betra að sleppa því. Að gera plötu bara tU að selja önnur sex þúsund eintök, ég nenni því ekki, frekar fæ ég mér vinnu í sjoppu." Ertu ekki hræddur um aö fólk gleymi Quarashi? „Ef þetta eru sannir aðdáendur þá gleyma þeir ekki. Þá bíða þeir bara.“ -glh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.