Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Blaðsíða 11
Courtney Love
er hvatvís og frek,
athyglisjúk kjaftatík
og heróínisti sem
sprautaði sig þegar
hún var ólétt. Það er
því ekki að undra að
hún fari í taugarnar
á mörgum. Ekki síst
þeim sem finnst
plötur hljómsveitar
hennar hingað til
hafa verið þunnur
þrettándi. En þriðja
plata sveitarinnar er
Kassagítarar og strengir eru ráöandi á nýju Hole-plötunni og það er elnhver sólríkur Kaliforníu-fílingur í gangi, enda
grínast meðlimirnir með það sín á milli að platan sé þeirra „Hotel California", og vltna þar í plötu Eagles frá 1976.
komin út og þar fer
sveitin á flug
á Hótel
Rokkekkjan
Kaliforníu
Það er auðvelt að
láta Courtney Love,
söngkonuna í Hole,
fara í pirrumar á
sér. Henni hefur
verið lýst sem at-
hy glisjúkri
kjaftatík sem
lýsir skoðunum
sínum um-
búðalaust á
öllum sköpuð-
um hlutum,
hvort sem hún er spurð eða ekki.
Hún er hvatvís og frek, frægasta
rokkgribba dagsins í dag. Hún á á
vissan hátt velgengnina að þakka
að hafa verið með Kurt Cobain.
Þau giftust snemma árs 1992 og
áttu saman stelpu, Frances. Bæði
voru heróínistar og á tímabili leit
út fyrir að þau myndu missa um-
ráðarétt yfir dótturinni eftir að
kvennatímaritið Vanity Fair
greindi frá því að Courtney hefði
sprautað sig í óléttunni. Hún
varðist með kjafti og klóm, hélt
krakkanum, en seinna kom í ljós
að hún djönkaði sig á meðgöng-
unni. Á tímabili var allt í góðum
gir hjá rokkfjölskyldunni, en þá
reið ógæfan yfir, Kurt kálaði sér
og varð um leið frægasta sjálfs-
morðstilfelli rokksögunnar. Að-
eins fjórum dögum eftir að líkið af
Kurt fannst í bílskúr í Seattle
kom önnur Hole-platan út og hét
því viðeigandi nafni „Live
Through This“.
En þó Courtney „græði“ á því
að vera frægasta ekkja rokksins,
er ósanngjamt að segja að hún
hafi ekki hæfileika. Hún stóð sig
frábærlega á móti Woody Harrel-
son í mynd Milos Forman um
Hustler-kónginn Larry Flint, og
þó fyrri plötur Hole hafi verið
frekar þunnur þrettándinn er
bandið þó komið á nokkuð gott
flug á sinni þriðju plötu
„Celebrity Skin“ sem var að koma
út.
Courtney var frá fýrstu tíð vill-
ingur, enda uppeldið stormasamt.
Hún fór um heiminn og vann fýr-
ir sér með nektardansi, en dagaði
svo uppi í Seattle 1989 og stofnaði
Hole með gítarleikaranum Eric
Erlandson. Saman hafa þau geng-
ið í gegnum ýmis skakkaföll,
bassaleikarinn Kristin Phaff
dópaði sig t.d. til dauða aðeins
tveim mánuðum eftir að Kurt fyr-
irfór sér. Þá hefur Courtney þmft
að verja sig gegn ails konar ásök-
unum, aðallega þeim að hún væri
ekki neitt ef hún hefði ekki hitt
Kurt. Ekki veit ég hvort hún
losnar við skugga fortíðarinn-
ar með nýju plötunni, gagn-
rýnendur skiptast í tvennt,
þeir sem þola ekki Courtn-
ey hata plötuna, en margir
eru geysihrifnir. Platan er
stórt stökk frá þeirri síð-
ustu, enda búin að vera í
vinnslu lengi og er rán-
dýr, kostaði 1.25 milljón
dali í framleiðslu. Ekki
heyrist nú beint í hvað
peningarnir fóru, þetta
er mjúkt rokk sem minn-
ir lítið á fyrra hávaða-
rokk, nema kannski titil-
lagið. Kassagítarar og
strengir eru ráðandi og
það er einhver sólríkur
Kaliforníu-filingur í
gangi, enda grínast
Hole-meðlimir með
það sín á milli að plat-
an sé þeirra „Hotel
Califomia“, og vitna
þar í plötu Eagles frá
1976. Samlíkingar við
Fleetwood Mac, Cheap
Trick, Cars og alls
konar síð-áttunda ára-
tugar tónlist koma
upp í hugann, en
Courntey syngur af
innlifun persónulega
texta sem hún neitar
i ekki að séu um það
I sem á undan er geng-
ið; frægðina, bransann, dópið og
dauðann.
„Þegar ég var að gera textana
þurfti ég oft að stroka út línur því
mér fannst ég fara yfir strikið,"
segir hún. „Þá las ég frábæra
setningu sem Bob Dylan sagði
við einhvem blaðamann. Hann
sagði: „Ég ætla ekki að segja þér
allt, en það sem ég segi þér er
merkilega en það sem maðurinn
á horninu hefur að segja.“ Ég segi
heldur ekki frá öllu því það er
alls konar stöff sem fólki kemur
ekki við. En það er líka stöff sem
ég þarf að tjá mig um og ég held
ég hafi náð að fara milliveginn.
Ég las mikið af ljóðum eftir Rilke
og las í Leonard Cohen-bókinni
minni. Ég hlusta á hann á hverj-
um degi. Það eru eiginlega þau
trúarbrögð sem ég legg stund á.
Ég les oftar Cohen en kyrja
(Courtney er búddisti)."
Um nýju plötuna segir hún:
„Það eina sem ég vildi gera var að
gera frábæra plötu sem fólki þyk-
ir skemmtileg. Fólk hefur eflaust
margar ástæður til listsköpunar,
en á endanum er þetta bara
spurning um að sanna fyrir
barnabömunum sínum að það sé
þess virði að erfa genin manns.
Og hvaða vitleysu sem ég hef sagt
eða gert um dagana þá er aðal-
málið alltaf á endanum að dóttir
mín geti verið stolt af mér.“
-glh
Fólk segir mér að platan „Von“,
sem Sigur Rós gerði í fýrra, sé mik-
ið meistaraverk, það þurfi bara
a.m.k. tólf hlustanir til að fatta
hana. Ég nenni ekki svoleiðis þrá-
kelkni og finnst sú plata því frekar
langdregið nýaldarjarm. Bandið
hefúr þó komið mikið á óvart á tón-
leikum upp á síðkastið, er farið að
spila frábæra tónlist og er tilhlökk-
unarefni í plötunni sem þeir em að
vinna um þessar mundir. Til að
stytta þá bið er „Von brigði“ ekki
galin leið. Þar krukka ýmsir
tæknitónlistarmenn í „Von“ og er
útkoman skemmtileg, enda þarf
varla nema tvær hlustanir til aö
fatta tónlistina í þessu tilfelli.
í anda Vonar em flest lögin hér
sveimandi og dreymin, en vítamín-
bætt. Múm gerir tilravmir ofan á
flothljóma í sínu rímixi, bryddar
m.a. upp á karlskratta úr sauðatal-
stöð í miðju lagi, Plastmic mallar
feitan óreiðutakt í kringum sitt inn-
legg og gus gus fara með sitt rímix
í heimsókn til Sindra-stáls og láta
sverfa til stáls. Þá er bmgðið út af
angurvæm tónaflóðinu á köflum;
Hassbræður hrista vel upp í „Hún
jörð“ með hráum takti og bassavegg
og Dirty-Bix ýkir taktinn í laginu
„Myrkur" svo úr verður massifur
gæðahlunkur. Ilo, Biogen, Curver,
Thor em aðrir blandarar og tekst
ágætlega upp. Þó er það Sigur Rós
sjálf sem stelur senunni með nýju
lagi, „Leit að lífi 2“. Þaö er frábært
lag þar sem frumlegur taktur, bassi
og aukahljóð bræðast saman í ómót-
stæöilega heild; skemmtilegasta og
aðgengilegasta framlag bandsins á
plötu til þessa, og maður hefur á til-
finningunni að Sigur Rós hafi loks-
„Sigur Rós hefur loksins tekist
það sem hún ætlaði sér.“
ins tekist það sem hún ætlaði sér.
Auk þess að sýna fram á að Sigur
Rós er á góðu flugi ber þessi mix-
plata vitni um að tæknitónlistar-
menn landsins taka sig alvarlega.
Hér tekur íslenska tölvu„dans“tón-
listin stórt skref fram á við.
Guirnar Hjálmarsson
Enn er von
Sigur Rós - Vonbrigði: ★★★
Broadway. I samstarfi við útvarpsstö&ina
Mono og hinn frábæra Fókus verður risaball í
kvöid. Skítamórall sér um tónlistina.
Klúbburinn. Geðveikt fjör
annað kvöld. Festival
verður sett stundvíslega
klukkan ellefu og barir
staðarins verða troönir af
tilboðum. Hljómsveitin
Bang Gang kemur fram I
tilefni af útgáfu lagsins
Sleep í Frakklandi. Trylltir dansarar hrista upp
í gestum, sumarfilingurinn heldur áfram á
dansgólfinu og húsplötusnú&urinn Gumml
Gonzales sér um skífuþeytingarnar.
Sir Ollver. i kvöld og annað kvöld leika Bar-
flugurnar en á sunnudagskvöldið mæta hinir
óumræöanlega fyndnu Bítlar til leiks.
Gaukur á Stöng. Gle&ihljömsveitin Bé-Pé, af-
sprengi Sniglabandsins, veröur á Gauknum
um helgina. Sent verður út i beinni á útvarps-
stööinni Stjörnunni FM 102,2 annaö kvöld.
Sunnudagskvöldið veröur svo dónakvöld með
Bjarna Tryggva en mánudags- og þri&judags-
kvöld ver&a þeir Eyjólfur Krlstjáns, Slggi Grön-
dal og Bestl. Þeir kalla sig Tres Desperatos.
Naustið. Hljómsveitin Hálft í hvoru ætlar a&
leika fyrir dansi á efstu hæöinni Galdralofti í
kvöld og annað kvöld.
Naustkjallarinn. Skugga-Baldur sér um stuö-
ið um helgina og á fimmtudagskvöldið sér
Kántrýklúbburinn um linudans.
Café Amsterdam. Hin stórskemmtilega hljóm-
sveit Hunang ætlar a& halda uppi geggju&u
fiöri um helgina.
Næturgalinn. Hllmar Sverris og Anna VII-
hjálms leika i kvöld og annað kvöld. Á sunnu-
dagskvöldið leikur svo hljómsveit HJördísar
Gelrs og þá er gráupplagt að fá sér snúning i
gömlu og nýju dönsunum.
Café Romance. Liz Gammon kllkkar ekki á pi-
anóinu.
Álafoss föt bezt. Rytma- og blúshljómsveitin
Centaur leikur i kvöld. Tjútt- og tregasveitin
Blál flðringurinn tekur svo viö annað kvöld.
Hótel Saga. André Backman og KJartan leika
i kvöld og annaö kvöld á Mímisbar. í Súlnasal
verða útgáfutónleikarnir Maður lifandi til
styrktar vangefnum. Svo koma Milljónamær-
ingarnir fram á morgun ásamt Stebba Hllm-
ars, Ragga Bjarna og Bjarna Ara.
Krlnglukráln. Léttlr sprettir í stu&i sem
endranær. Leikur alla helgina og líka i gær. i
leikstofunni verður svo Guðmundur Rúnar
Lúðvíksson i kvöld og annað kvöld.
Fjaran. Jón Möller og syngjandi gengilbeinur
sjá um rómantíska tónlist.
FJörukráln. Víkingasveltln trallar fýrir víkinga-
veislugesti en Hljómsvelt Rúnars Júl. ásamt
Magnúsi KJartanssyni, spilar hins vegar á
dansleikjum í kvöld og annað kvöld.
Catalína. Hljómsveitin Útlagar spilar fyrir
Kópavogsbúa um helgina.
Gullöldln. Þar ver&ur stuð um helgina. Sælu-
sveltln skemmtir til þrjú i kvöld en Svensen &
Hallfunkel sjá um fjöríö annað kvöld.
Fógetlnn. Dúettinn Blátt áfram leikur bæöi
djammkvöldin um þessa helgi.
Vegamót. DJ Joe the France sér um tónlistina
í kvöld en á morgun leikur hljómsveitin
Funkmaster 2000.
Hltt húslð. Næsta hljómsveit sem spilar á
Síðdegistónleikum á kakóbar hússins er
Feedback en hún leikur í dag klukkan fimm.
Kostar ekki krónu inn.
Leikhúskjallarinn. Stjórnln á heimavelli i
kvöld en á morgun sér Siggi Hlö um diskótón-
listina.
Sveitin
Inghóll á Selfossi. Annaö kvöld veröur Skíta-
mórall mættur austur og allt fótboltalið Sel-
fyssinga veröur líka á staðnum í lokahófi eftir
vel heppnað sumar í boltanum.
Café Keflavík. Hljómsveitin Buttercup ver&ur
á ferðinni um landið um helgina og annaö
kvöld verður hún þar.
Ráln Keflavík. í kvöld og annað kvöld leikur
Rúnar Þór og hljómsveitin hans.
Staplnn. Uppskeruhátið fótboltans í Keflavík
og svakalegt fjör annaö kvöld. Sóldögg leikur
fyrir dansi og húsið verður opnað fyrir aðra en
matargesti klukkan hálftólf.
Skothúslð I Keflavík. DJ Slggl mætir i kvöld
með allt það nýjasta í danstónlistinni. Á morg-
un verður svo Reggae on lce á staðnum.
Búðarklettur i Borgarnesi. Jeeeee. Karaoke-
keppnl Vesturlands ver&ur haldin hér í kvöld.
Auk þess mun hljömsveitin Þotullðlð leika fyr-
ir dansi og líka annað kvöld.
Duggan í Þorlákshöfn. Haustdansleikur veröur
haldinn í kvöld og borgfirska hljómsveitin
Stuðbandalaglð sér um a& enginn sitji róleg-
ur.
Hofsós. Grelfarnlr ætla í kvöld að skemmta
börnum og unglingum Skagafjarðar og ná-
grennis.
SJalllnn. Grelfarnlr eru ótrúlega brattir, komn-
ir á þennan aldur. Eftir flöriö í Skagafirðinum
mæta þeir galvaskir til Akureyrar og trylla
gesti Sjallans annað kvöld.
meira á.1
www.visir.is
25. september 1998 f Ókus