Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1998, Page 7
Auður Jónsdótlir er barnabarn Laxness, skuggans sem liggur yfir öllum íslenskum rithöfundum. Auður spjallar um fyrstu skáldsöguna sína, flogaveikina, fortíðina og bara allt annað en afa sinn. Stjórn Fyrstu bókar höfundurinn Auð- ur Jónsdóttir er örugglega með lífsreyndari fyrstu bókar höfund- um. Hún er tuttugu og fimm ára gömul, fráskilin að vestan, floga- veik, alin upp í Mosfellssveit, fyrr- verandi starfsmaður á elliheimili og fiskvinnslukona, afgreiðir í Máli og menningu og nýjasta efnið sem þeir bjóða landsmönnum í haust. Stjórnlaus lukka? „Já, það er nafnið á bókinni sem kemur út í lok október," segir Auð- ur og bætir við að bókin sé búin að vera í tæp tvö ár í smíðum. „Og fyrir um einu og hálfu ári fór ég til Máls og menningar og sýndi þeim það sem ég var komin með. Þar voru allir ótrúlega almennilegir og leist vel á það sem þeir sáu. Gáfu mér grænt ljós með að halda áfram og settu Pál Valsson sem ritstjóra bókarinnar. Það var svona eins og að vera með einkakennara í ís- lensku. Alltaf að koma með krítik og minnti einna helst á ljósmóður sem hafði umsjón með fæðing- unni.“ Um hvaö er barnið? „Hún er alveg örugglega ekki um mig þó ég noti einhverja smá- þætti, eins og flogaveikina. Bókin er skrifuð út frá 18 ára stelpu sem er einmitt sögumaðurinn og floga- veik. Það gerði ég nú bara að gamni mínu og lét hana þjást að- eins meira en ég geri. En þessi stelpa á siðan móður, að sjálf- sögðu, sem er af'68 kynslóðinni, og bókin tekur á árekstri stúlkunnar við blómabamið. Þetta er samt engin boðskaparsaga þrátt fyrir að sagan sé raunsæ sem slík. Heimur- inn sem stelpan býr í er frekar draumkenndur og hún reynir að skilja og skilgreina heiminn út frá sínum forsendum. Sjálf sagan ger- ist annars í sjávarplássi en ég bjó einmitt fyrir vestan og kynntist líf- inu þar. Var gift fertugum sjó- j *». m mmm manni og vann i fiski og var frek- ar rammíslensk í eitt ár.“ En hvaö meö flogaveikina, hvern- ig er aö lifa meö henni? „Ég fæ engin köst lengur. Ég er á lyfjum sem halda þessu í skefj- um. Þetta var aðallega skrýtið þeg- ar ég var krakki. Þá slokknaði oft á mér í nokkrar sekúndur. Fólk hélt að ég væri svona utan við mig og ætti erfitt með að einbeita mér. Svo þegar ég var sautján ára þá fór ég að fá verri köst og þá uppgötv- aðist að ég væri flogaveik. Eftir það hef ég verið á lyfjum og floga- veikin háir mér ekkert.“ Það er allt á fullu hjá Auði þessa dagana. Hún er að fylgja barninu sínu út í lífið. Bókin er í setningu og kápan að verða tilbúin. Allt verður að vera fullkomið áður en bókin kemur fyrir sjónir almenn- ings. Auður er samt ekkert að stressa sig á hlutunum og vinnur hjá Máli og menningu um helgar og skrifar á virkum dögum. -MT í kvöld verður Dansinn, nýjasta mynd Ágústs Guðmundssonar, frumsýnd. Það má með sanni segja að Dansinn sé mögnuð endurkoma hjá Ágústi. Eftir góða byrjun á leikstjóraferiinum fýlgdu mörg mögur ár. En með Dansinum virðist hann hafa rifið sig upp úr ládeyðunni. Þetta má glögglega sjá þegar litið er yfir hans helstu verk í gegnum tíðina. Ágúst Guðmundsson rís úr öskustónni £ Land og synir Fyrsta ai- mennilega íslenska bíómyndin Markar upphafið á íslenska kvikmyndavorinu. Hógvær tilraun til að halda utan um frásögn í kvikmyndaformi. Með allt á hreinu Villt, fyndin og ' óhemjuskemmtileg mynd. Verður aldrei toppuð og eldist best allra íslenskra mynda. Áhorfandinn smitast af kæti og kæruleysi aðstandenda. 110.000 manns sáu myndina í bíói á íslandi. Dansinn Hér rís Ágúst upp úr lá- deyðunni og kemur fram með gullfal- lega mynd. Það má kannski finna eitt- hvað að litlum tæknibrellum en á heildina litið er þetta vel skrifuð mynd, með fínni áferð, ágætisleik og frábærri tónlist. Með Dansinum sýnir Ágúst að hann getur skapað magnað andrúmsloft sem gerir gott handrit að góðri kvikmynd. 1980 1985 1990 1995 25. september 1998 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.