Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Side 14
0
§U]3
Carson vakti fyrst athygli fyrir ævintýra-
legt útlit brimbretta-blaösins The Beach
Culture. Síðar sá hann um útlit Ray Gun,
sem varö viö það sama mikið tískublað.
stauta sig eftir heldur sem hráefni
til að skapa síðuna. Ljósmyndir,
teikningar, krot, tákn - jafnvel
prentklessur og skítur - fá sömu
meðferð. Ekkert virðist hafa neitt
gildi í sjálfu sér, aðeins notagildi
fyrir expressioníska
heildarmynd sem Carson
vill ná fram. Hann er þvi
nokkurs konar Pollock
hönnuðanna. Og eins og
Pollock hefur hann ekki
grænan grun um hvað
þessi heildarmynd er að
segja eða meina. Hún
bara virkar.
Þetta er einmitt ein af
helstu kenningum Car-
sons í hönnun, að fólk
eigi ekki að spyrja sig af
hverju þessi mynd sé
þama en ekki hérna eða
hvers vegna þessi stafur
svona stór eða lítill. Ef fólki finnst
að síðan gangi upp eins og hún er
þá er hún eins og hún á að vera.
Það þarf ekki að rökstyðja það
frekar. Ef fólk vill sannfæra sig
með orðum um að það sé að gera
rétt festist það í einhverjum klisj-
um og bulli. Ráðið er því að þegja
og gera; mér finnst þetta ganga
upp af því að mér finnst þetta
ganga upp. Punktur.
Carson er kominn til íslands og
ætlar að halda fyrirlestur í Há-
skólabíói á föstudaginn og um
helgina tekur hann 25 íslenska
hönnuði í læri. Það komust færri
að en vildi á námskeiðið en nem-
endafiöldinn var takmarkaður.
Reyndar eru
íslendingar
ekki alveg
ókunnugir
hönnun Car-
sons. Fyrir
n o k k r u m
ámm var am-
eríska blaðið
Ray Gun í
nokkurri tísku
hér en það var
helsti vett-
vangur Car-
sons lengi vel.
Nú er hann
hættur og blaðið vart svipur hjá
sjón, eftirmenn hans reyna að éta
upp eftir honum helstu stælana en
skortir stílinn. Áhrifa Carsons
gætti einnig nokkuð í „0“ (lesist:
Núllið) sem Mál og menning gaf
út fyrir nokkrum árum en ekki
síður í flestu sem Eiður og Einar
Snorrar sendu frá sér, til dæmis
Extrablaðið.
Það er Guðbjörg Gissurardótt-
ir hönnuður sem tók upp á því að
flytja Carson til landsins. Hún fór
á fyrirlestur hjá honum í Banda-
ríkjunum og spurði hvort hann
væri til í að koma til íslands.
Hann sagði okay og er kominn.
Engar útskýringar.
f Ó k U S 9. október 1998
Þessir 25 ættu hins vegar að geta
breitt eitthvað út af viðhorfum
Carsons. Ekki veitir af eftir
íhaldssama hönnun undangeng-
inna kreppuára.
David Carson er umdeildur
- hönnuður. Hann gerir allt vitlaust
og brýtur allar reglur, sjálfsagt
vegna þess að hann hefúr aldrei
innbyrt nein fræði eða kenningar
um hönnun. Hann er félagsfræð-
ingur og brimbrettafrík sem tók
að sér að sjá um útlit á litlu brim-
blaði sem gefið var út í Los Angel-
es fyrir rúmum áratug eða svo. En
þrátt fyrir að hann vissi ekkert
um hönnun - eða líkast til vegna
þess - sneri hann öllu á haus,
braut allar reglur og skapaði eitt-
hvað ótrúlega nýtt. Síðan þá hefur
hann hannað allt mögulegt; tíma-
rit, pakkningar, auglýsingar. En
þrátt fyrir mikla velgengni er
hann enn umdeildur, bæði vegna
þess að hann er utangarðsmaður -
ómenntaður plebbi innan um há-
menntaða hönnuði með skotheld-
an smekk - en einnig vegna þess
að fólk getur átt æði erfitt með að
lesa blöðin sem hann hannar enda
hefur verið sagt um hönnun hans
að hún sé svanasöngur hinnar
deyjandi prenttækni. Hann smyr
letrinu á blaðsíðumar eins og
málari olíu á dúk, hann virðist
ekki líta á það sem tákn til að
Uppboð
Galleri Fold stendur fyrir llstaverkauppboðl á
Hótel Sögu á sunnudagskvöldið og hefst það
kl. 20.30. Meöal verkanna eru að sjálfsögðu
nokkur eftir hina svokölluðu gömlu meistara.
Opnanir
Gallerí Borg. Þorstelnn Helgason opnaði í
gærkvöldi sýningu á 20 verkum, öllum unnum
með olíulitum á striga. Galleriiö er opið virka
daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16.
Gallerí Geyslr, Hinu Húsinu viö Ingólfstorg.
Úðarafélaglð í Reykjavík opnar sýningu á
laugardaginn kl. 16 og sýnir þar og sannar að
úðaþrúsinn er pensill næstu aldar. Sýningin
er opin mánudega til fimmtudaga frá kl.
8-23, föstudaga 8-19 og um helgar frá kl.
13- 18.
Gangurlnn, Rekagranda 8. Listamaðurinn
Charly Banana/Ralf Johannes sýnir verk
sem samanstendur af 50 Ijósmyndum.
Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn-
arfjarðar. Á laugardaginn kl. 16 verður opnuð
sýning á verkum norska listamannsins Terje
Rlsbergs.
Ustasafn ASÍ. Á morgun verða opnaðar tvær
sýningar í safninu kl. 14. í Ásmundarsal sýn-
ir Inga Þórey Jóhannsdóttlr verk sín en I
Gryfjunni Ólöf Erla Bjarnadóttlr. Opiö er frá
14- 18 alla daga nema mánudaga.
Gallerí Nema hvaðl, Skólavörðustíg 22 c. I
dag opna Ragnhelður Tryggvadóttlr og Már
Örlygsson sýningu. Sýningin er opin flmmtu-
daga til sunnudaga frá 14-18.
Ustakot, Laugavegi 70. Inga Rún sýnir
keramísk verk. Á sýningunni eru einnig mál-
verk eftir föður hennar, Hörö Ingólfsson. Sýn-
ingin er opin mánudaga til föstudaga kl.
12-18 og laugardaga og sunnudaga kl.
11-16.
Kafflhús Súflstans í
j húsi Máls og menn-
ingar við Laugaveg.
I Opnuö hefur verið
j sýning á dagbókar-
færslum í tengslum
við Dag dagbókar-
Innar. Meöal þeirra
j sem leyfa fólki að
I kíkja í bækurnar sín-
ar eru Thor Vllhjálmsson, Hallgrimur Helga-
son, Auður Jónsdóttlr, Ragna Garðarsdóttlr,
Slgrún Slgurðardóttlr og Svanur Krlstbergs-
son. Sýningin er opin á sama tima og kaffi-
húsiö, frá kl. 9-22.
Imeira á. I
www.visir.is
frarnan siö
Það er ekkert óalgengt að hljóm-
sveitir og tónlistarmenn sem mað-
ur hefur aldrei heyrt minnst á
áður dúkki upp og gefi út plötu.
Sjaldgæft er þó að þær séu jafn-
vandaðar og góðar og fyrsta plata
hljómsveitarinnar Lo-Fi, sem gaf
út geislaplötuna „Nano“ fyrir
stuttu. Lo-Fi kennir sig við tripp
hopp og Friðgeir Eyjólfsson er
heilinn á bak við nafhið. Þó hann
vinni hjá Landflutningum neitar
hann alfarið að leyfa mér að segja
að hann sé verkamaður sem poppi
á kvöldin og segir að hann sé nú
meira svona tölvukarl.
„Maður var alltaf að reyna að
setja saman hljómsveit, en það var
alltaf eitthvað sem klikkaði,“ segir
hann. „Ég er gítarleikari að upp-
lagi og átti einhverja fimm gítara,
en þegar ég fór í heimsókn til vin-
ar míns og sá tölvu og samplersá
ég framtíðina. Þetta var lausnin og
ég seldi alla gítarana um leið,
nema þann lélegasta, og keypti
mér tölvu. Það eru svona þrjú, fiög-
ur ár síðan.“
Með nýju tólin fór Friðgeir að
semja, og semur öll lög og texta á
Nano.
„Ef ég ætti að lýsa hljómsveit-
inni Lo-Fi þá eru eiginlega þrjú el-
ement í gangi hjá mér; gaur með
gítar, sá sem semur ljóðin og svo
er það síðasti hlutinn, tölvukarl-
inn, sá sem útsetur tónlistina. En
ég fékk gott fólk með mér til að
spila og syngja á plötunni, t.d.
þrjár söngkonur og þrjá gítarleika
sem aðstoða mig. Ég er mjög dipló
svo það fengu allir að njóta sín.“
Hvaöa fólk er þetta - eitthvaö sem
maður á aö þekkja úr bransanum?
„Varla. Mæsí, eða Gulla, er
kisulóra; stelpa sem er að læra hjá
rússneskum söngkennara héma í
bænum - virkilega góð og gott að
vinna með henni. Flestir koma
fram undir dulnefni. Hlemm spilar
t.d. á gítar.“
Hvernig myndiröu lýsa tónlist-
inni?
„Þetta er einhvers konar fram-
tíðartónlist. Það er sama upplagið í
lögumnn en samt eru þau ólík, oft
á tíðum ævintýrakennd - þetta er
mjög dökk og hæg tónlist, kannski
gæti ég sagt að þetta sé valíum-
Popp.“
Sándiö minnir mig t.d. á Portis-
head.
„Já, ég er mikill Portishead-aðdá-
andi og fila tripp hoppið, Tricky og
þessa karla. Maður hefur verið að
tala við helling af fólki og það koma
allir með sína sýn á plötuna, emn
líkti þessu t.d. við Tom Waits sem
ég skil ekki alveg. Maður verður
auðvitað fyrir áhrifúm af öllu sem
maður heyrir og sér, t.d. af bíómynd-
um. Stundum held ég að ég hafi horft
aðeins of mikið á Star Trek.“
Reyndirðu aö fá útgefanda áöur
en þú gafst plötuna út sjálfur?
„í raun og veru ekki. Diskurinn
átti bara að koma út í hundrað ein-
tökum en bróðir minn sem var
milligöngumaður í Þýskalandi
misskildi mig eitthvað og gerði
þúsund. Þetta átti bara að vera lít-
ið, færri lög, en svo vafði þetta upp
á sig. Maður lærir helling á þessu
og verður alltaf reynslunni ríkari,
hvað svo sem kemur út úr þessu.“
Hvaö er svo fram undan?
„Ég ætla að gera video um helg-
ina við lagið „Bad Taste“ og svo er
jafnvel hugmynd að gera video við
alla plötuna, eitthvað súrrealískt.
Friðgeir Eyjóifsson
er heilinn á bak við
Lo-Fi, tripp hopp-sveit
sem sendi frá sér
disk upp úr þurru um
daginn, þrælgóðan
og vandaðan. Friðgeir
er verkari hjá Land-
flutningum á daginn.
Hann poppar bara á
kvöldin og um helgar.
Ég ætla að gera músík við sýningu
vinar míns. Hann heitir Bjami og
verður með sýningu í febrúar.
Hann hefur verið að gera verk úr
ljósum, ryksugum og alls konar
dóti og ég ætla að gera ambient-
tónlist við sýninguna. I raun er ég
svo búinn að semja næstu plötu,
sem verður meira popp. En maður
þarf alltaf að bíða og það er bara
heilbrigt að liggja yfir hlutunum.“
Hvaö meö tónleika?
„Það verður ekki fyrr en næsta
sumar. Krakkamir sem voru með
mér í þessu eru allir komnir út um
hvippinn og hvappinn, þetta eru jú
níu manns og erfitt að ná þeim öll-
um saman.“
Er ekki hœtta á aö tölvutónlist
úreldist um leiö og þaö koma betri
grœjur?
„Það eru náttúrlega alltaf ein-
hver tískusánd sem verða gömul,
en svo eru auðvitað sígild sánd
líka, sem lifa. Ég er annars mikill
kassagítarkarl og sem þetta allt
þannig, í nærbuxunum með
kassagítarinn fyrir framan sjón-
varpið. Ég hef annars verið að
pæla i tímaleysinu og hvemig sé
hægt að gera tímalausa tónlist."
Er þetta ekki bara spurning um
góö lög?
„Jú, líklega. Þetta hljómar oft
helvíti vel bara á kassagítar. En
svo er maður með tölvu og hefur
alla möguleikana. Umgjörðin getur
verið svo margvísleg. Með tölv-
unni getur maður prófað allar hlið-
ar. Það era allir með skoðanir á
því hvemig tónlistin er; fólk kem-
ur til mín og segir: þetta er alltof
hægt, alltof hratt eða eitthvað, en
maður getur bara verið trúr sjálf-
um sér. Það er í raun ekki hægt að
gera tónlist fyrir aðra. Ef þú ferð
að gera það er þetta ekki tónlist
lengur. Þá geturðu alveg eins farið
að búa til blómvendi fyrir fólk.“
-glh
Fyrir rúmum áratug rak hönnuði í rogastans yfir hundakúnstum Davids Cai
brimbrettakappa sem fyrir hálfgerða slysni tók að sér að hanna útlit á tímai
Má þetta? spurðu hinir settlegu hönnuðir. Síðan þá hafa áhrif Carsons
út um allt, meira að segja hingað upp á skerið. Hann er nú sjálfur ma
og ætlar að kenna íslendingum að bijóta allar reglur í hönnun.