Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Síða 20
b í ó Bíóborgin The Horse Whlsperer ★★i Bók Nicholas Evans hlaut misjafnar vlötökur og var annars vegar lofuð sem glæsi- legt meistaraverk og hir innihaldslaus loftbóla. Myndin brúar aö mínu mati biliö, og kannski má kalla hana fallega loftbólu. -ge Lethal Weapon 4 ★★★ Þessi nýjasta viöbót í seríuna er ágætis afþreying. Hún erfyndin og spennandi og áhættuatriöin flest til fyrirmynd- ar. Þótt hún nái aldrei aö toppa þaö besta úr fyrstu tveimur myndunum ætti hún ekki aö valda aödáendum þeirra Riggs og Murtaugh vonbrigöum. Þetta veröur líklega slöasta myndin og ekki amaleg endalok á eftirminni- legri seríu. -ge Bíóhöllin/Saga-bíó Hope Floats ★★ Sterkt byrjunaratriöi vekur falskar vonir. Rjótt veröur myndin aö meló- dramatískum klisjum sem haldiö er uppi af góöum leikurum. Einstaka atriöi ná þó aö lyfta henni upp úr meöalmennskunni en nægir ekki aö til að fela augljósa galla sem koma einkum fram I lokin. -HK vegar gagnrýnd sem Armageddon ★★ Bruce Willis stendur fyrir sínu sem mesti töffarinn I Hollywood í mynd þar sem frammistaöa tæknimanna er þaö eina sem hrós á skiliö. Leikstjórinn Michael Bay gerir það sem fyrir hann er lagt og því er Armageddon meira fyrir auga en eyru. -HK Mafia ★ Mafia er ein af langri röö grínmynda sem taka fýrir og hæöa tiltekin fyrirbæri úr kvikmyndaheiminum. Háöiö var allt hálfvolgt, sem lýsti sér kannski best í því hvaö ofbeldis- atriðin voru blóölaus. Þrátt fyrir nokkuö góöa byrjun og skondin atriöi inn á milli nær Mafia ekki einu sinni aö vera meðalhundur í þessum parodíu-bransa. -úd Háskólabíó Danslnn ★★★ Agúst Guömundsson meö sína bestu kvikmynd frá því hann geröi Meö allt á hreinu. Áhrifamikil saga sem lætur engan ósnortinn. Vel gerö og myndmál sterkt. Oft á tíöum frumleg þar sem dansinn dunar í for- grunni og eöa bakgrunni dramatískra atburða. Leikarar í heild góðir og ekki hallað á neinn þegar sagt er aö Gunnar Helgason, Pálína Jónsdóttir og Glsli Halldórsson séu þest meöal jafningja. -HK -» Björgun óbreytts Ryan ★★★★ Striö I sinni dekkstu mynd er þema þessa mikla kvikmynda- verks. Stórfenglegt byrjunaratriði gæti eitt sér staöiö undir ómældum stjörnufjölda, en Steven Spielberg er meiri maöur en svo að hann kunni ekki að fylgja þessu eftir og I kjölfarið kemur áhugaverð saga um björgun mannslífs, saga sem fær endi I ööru sterku og löngu atriði þar sem barist er gegn ofureflinu. -HK Sportaust ★★* Leikararnir skila sínu og sögu- fléttan er aö mestu I anda góðra spennumynda. Þ6 er að finna slæmar holur I plottinu sem eru leiðinlegar fýrir þá sök aö auövelt heföi veriö aö bjarga þeim. Þessir hnökrar spilia þó tæplega miklu og myndin ætti ekki aö valda vonbrigðum. -ge Predlkarlnn ★★★ Robert Duvall fer á kostum I hlut- verki predikara sem fremur glæp en frelsast á flótta. The Apostle er kvikmynd Roberts Duvalls I meira en einum skilningi, hann er einnig leikstjóri og handrits- höfundur Með mynd sinni sýnir Duvall aö hann er mikill listammaöur og vonandi er að hann geri aöra mynd sem fyrst. -HK Paulle ★ Einkennileg mynd sem viröist hvorki fýrir börn né fullorðna, kannski vegna þess að hún reynir aö gera öllum til hæfis. -ge Kringlubíó Sam-bíóin frumsýna í dag Fullkomið morð, þar sem Michael Douglas finnur fullkomnu leið til að drepa eiginkonu sína, Gwyneth Paltrow: Milljónamæringur vill drepa konuna ur því hann fær hana ekki A Perfect Murder, sem Sam-bíóin taka til sýningar i dag er lauslega byggö á kvikmynd Alfred Hitchcocks, Dial M For Murder, sem hann gerði árið 1954 og þykir ekki með hans betri myndum. Hún var síðan endurgerð fyrir sjónvarp árið 1981. Kannski er þessi útgáfa best, allavega hafa dómar verið hlið- hollir myndinni. Plottiö er klassískt, þríhymingur, tveir karlmenn, ann- ar ríkur og valdamikill, hinn félaus en myndarlegur, ein kona, ung, fal- leg og óánægð i hjónabandinu. Steven Taylor er miUjónamæring- ur, maður sem hefur allt sem hugur- inn gimist nema þaö sem hann þrá- ir mest, ást eiginkonu sinnar, sem hann telur sína dýrmætustu eign. Eiginkonan Emily er sjálfstæö og þrátt fyrir auðæfi eiginmannsins vinnur hún sem tungumálaþýðandi hjá Sameinuðu þjóðunum. Hefur hún átt í nokkum tíma í ástarsam- bandi við David, listamann sem gengur litið að selja verk sín. Eftir að hafa átt í ástarsambandi í nokkra mánuði er Emily tilbúinn að yfir- gefa Steven. Þegar Steven loks kemst að sambandinu finnur hann fyrir niðurlægingu og reiöi og í huga hans fer að fléttast sköpunar- verk sem hann telur að sé hið full- komna morð. í hlutverki Steven er Michael Douglas, sem er hér í sinni fyrstu kvikmynd eftir tveggja ára hvíld, Gwyneth Paltrow leikur eiginkonu hans og Viggo Mortensen elskhug- ann. Vert er að geta þess að í hlut- verki lögregluforingjans er David Suchet, sem þekktur er hér á landi fyrir leik sinn í hlutverki Hercule Poiroit, lögreglumannsins snjalla sem Agatha Christie skapaði. Aðstandendur A Perfect Murder em leikstjórinn Andrew Davis og framleiðendumir Arnold og Anne Koppelson, en saman gerðu þau The Fugitive fyrir nokkrum árum: „Þetta er ekki dæmigerður þriller þar sem spumingin er: Hver er morðinginn? heldur má spyrja: Hvernig verður fórnarlambið myrt?“ segir leikstjórinn. Það var fyrst Amold Koppelson sem viðraði hugmyndina að endurgera Dial M For Murder, hafði hann horft á myndina og hugsað um leið hvað efnið gæfi mikla möguleika í nútím- anum. Það kom i ljós að annar fram- leiðandi, Christopher Manki- ewicz, var í sömu hugleiðingum og átti réttinn á endugerðinni, þeir ákváðu að sameinast um gerð myndarinnar og leituðu til handrits- höfúndarins Patrick Smith Kelly að umskrifa handritið og færa það i nútímann en þess má geta að Hitchcock skrifaði sitt handrit eftir leikriti. Þar sem Koppelson hafði átt gott samstarf við Andrew Davis við gerð The Fugitive var hann fenginn til að leikstýra myndinni. Hjólin byrjuðu að rúlla. Þegar fréttist af gerð myndarinnar vom það margir frægir leikarar sem sýndu áhuga, meðal annars Michael Douglas, sem eins og áður sagði var að koma úr frii og var hann ráðinn. Þegar kom í ljós að Gwyneth Paltrow hafði ver- ið ráðin til að leika eiginkonu hans varð hann háifskrýtinn því allt í einu þurfti hann að fara að leika í heifimi ástaratriðum á móti stúlku sem hann hafði þekkt vel síðan hún var smákrakki, en pabbi Gwy- neth og Michael em miklir vinir. Varð þetta til þess að ástaratriði á milli þeirra em höfð í algjöra lág- marki. Andrew Davis hefur verið að festa sig í sessi sem einn besti hasarmyndaleikstjórinn í Holly- wood. Fyrsta stóra myndin hans var Under Siege, eina ahnennilega myndin sem Steven Seagal hefúr leikið í, The Fugitive kom næst og fyrir tveimur árum leikstýrði hann Chain Reaction með Keanu Reeves og Morgan Freeman. Inn á milli leikstýrði hann ódýrri mynd, Steal Big, Steal Little með Andy Garcia í hlutverkum tví- burabræðra. Þess má geta að fyrsta verk Andrew Davis í kvik- myndum var aðstoðarkvikmynda- taka við klassíska kvikmynd Haskell Wexler Medium Cool, sem gerð var 1969. -HK Stjörnubíó frumsýnir The Real Howard Spitz ðsb^ppnaóur sakamála- fundur skrtfar bamabék Kelsey Grammer er sjálfsagt vinsælasti sjónvarpsleikarinn í Bandaríkjunum eftir að Jerry Seinfeld lét sig hverfa. í hlut- verki útvarpssálfræðingsins Frasier hefur hann slegið í gegn um allan heim og virðast vin- sældir þáttarins frekar fara vax- andi. Sem kvikmyndaleikari er Kelsey Grammer aftur á móti frekar misheppnaður eins og Down Periscope sýndi okkur í fyrra. Nýjasta myndin hans, The Real Howard Spitz, sem Stjömu- bíó frumsýnir í dag virðist þó hafa farið vel í gagnrýnendur á Bretlandseyjum þar sem hún var frumsýnd fyrir stuttu (hefur enn ekki verið frumsýnd í Bandaríkj- unum) og fékk hún góða dóma í bresku pressunni. í The Real Howard Spitz leikur Kelsey Grammer titilhlutverkið, höfund sakamálasagna sem skrif- ar undir nafninu Vance Kirby. Það er vægt til orða tekið að segja að sögur hans séu illa skrifaðar og óspennandi og nú er svo kom- ið að útgefandinn neitar að gefa úr fleiri bækur. Þetta kemur sér illa fyrir Spitz þar sem hann er skuldum vafinn. Dag einn er hann staddur í bókabúð og verð- ur það á að handleika bamabók. Það sem hann tekur fyrst eftir er að bókin er aðeins tvö hundruð orð og kostar eitt þúsund krónur. Þar með ákveður Spitz að skipta um gír og skrifa bamabækur. -HK Kelsey Grammer bregður sér í barna- bókapersónu sína og reynir að fá dóttur sína tll að hjálpa sér vlð skriftirnar. bíódómur Regnboginn/Laugarásbíó / Bíóhöllin: Málleysingjar? .. .. ™...oA Dagfinnur dýralæknir ★★ Lelkstjóri: Betty Thomas. Handrit Nat Mauld- in og Larry Levin. Kvikmyndataka: Russell Boyd. Tónlist: Richard Gibbs. Helstu hlut- verk: Eddie Murphy, Ossie Davis, Oliver Platt og Kristen Wilson. Dagfinnur dýralæknir varð ein vinsælasta mynd sumarsins með yfir 140 milljónir dala í tekjur í Banda- ríkjunum einum. Gríðarleg aðsókn tryggir ekki gæði en það kom mér þó á óvart hversu kraftlítil myndin var og stóð hún The Nutty Professor psonuiys imtíöarko amskiptal bL553dl langt að baki í léttleika. Sögumar um Dagfinn komu flestar út á þriðja áratug aldarinnar, sú fyrsta árið 1920. Nú er Dagfinnur ekki lengur piparsveinn úr enskri miðstétt heldur svartur læknir og fjöl- skyldufaðir í San Francisco. Mynd- in á það eitt sameiginlegt með fyr- irmyndinni að í báðum tilvikum skilur læknirinn dýramál. í upphafi myndarinnar er John Dolittle aðeins bam að aldri. Dýrin tala við strákinn og faðirinn (Ossie Dav- is) ákveður að reka þessa vit- leysu úr strákn- um með góðu eða illu. Það tekst svo ræki- lega að þegar John er orðinn fullorðinn (Eddie Murphy) hel hann tapað þessari „sérgáfu" og sýn- ir dýrum dætra sinna lítinn áhuga. John er nú mikilsmetinn læknir á vinsælu læknasetri sem stór- fyrirtæki hefur áhuga á að taka yfir. Allt virðist ganga í sögu þar til „gáf- an“ snýr aftur. Þá er Dolittle plagaður af dýran- um stórum og smáum en öll áta þau til hans i von um lækningu á meinum sínum. Dolittle stofnar viðskipt- „Þrátt fyrir að Eddie Murphy skili hlutverki sínu ágætlega hefur hann ekki úr miklu að moða.“ unum í hættu og svo fer að fjölskyld- an og starfsfélagamir taka að efast um geðheilsu hans. Það kom mér á óvart hversu lítið púður var í handriti Nats Mauldins og Larrys Levins en sagan sem slík hefði átt að tryggja fjörmeiri og eftir- minnilegri mynd. Þrátt fyrir að Eddie Murphy skih hlutverki sínu ágætlega hefur hann ekki úr miklu að moða og leikaramir i aðstoðar- hlutverkunum era með öllu litlausir. Það er helst að þeir sem ljá dýrunum rödd sína hafi eitthvað að skemmta sér yfir, sérstaklega Chris Rock sem leikur naggrísinn Rodney, John Leguizamo sem mexikönsk rotta, Gil- bert Gottfried i hlutverki ofvirks hunds og Garry Shandling sem leik- ur dúfu sem á við sjálfsmyndarvanda að stríða. Ég hafði gaman af ærslun- um i Eddie Murphy en Dagfinnur olli mér vonbrigðum. Guðni Elísson Töfrasveröiö ★★ Þetta er ekki fýrsta og örugg- lega ekki siöasta kvikmyndin þar sem Arhur kon- ungur, riddarar hans viö hringboröiö og sveröiö Excalibur koma viö sögu. Þaö sem greinir Töfrasveröiö frá öörum er aö hún er teiknimynd, en stendur ekki undir samanburöi viö þaö besta sem komiö hefur I þessum flokki. íslenska tal- setningin er góö. -HK Laugarásbíó Dr. Doolittle ★★! Sjá dóm Guðna Elissonar hér á opnunni. Sllding Doors **i Paltrow er Helen, ung kona á uppieiö, þegar hún er óvænt rekin af hópi karl- remba og lif hennar tekur stakkaskiptum tvöfalt. Leikurinn er almennt góöur en þó handritiö inni- haldi heilmikið af skemmtilegum punktum og klippingarnar milli sviöa/veruleika séu oft skemmtilegar þá vantar hér einhvern herslumun. -úd f Ó k U S 9. október 1998 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.