Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 21
Natasha Henstridge, sem leik-
ur Evu í Species II, lék I fyrstu
kvikmynd sinni fyrir þremur
árum þegar hún lék Sil í Species.
Hinar miklu vinsældir Species
gerðu það að verkum að hún fékk
mörg tilboð í kjölfarið og lék því
næst í Maximum Risk á móti
Jean-Claude Van Damme.
Species II er þriðja kvikmyndin
sem hún leikur í og hefur verið
sýnd almenningi. Þar með er ekki
sagt að hún hafi verið aðgerðalaus
í millitíðinni, fjórar kvikmyndir
með henni eiga eftir að koma fyrir
augu almennings, gamanmyndin
Dog Park, Kids in the Hall, þar
sem Janeane Garofolo leikur á
móti henni, Standoff, þar sem mót-
leikarar hennar eru Robert Sean
Leonard og Keith Carrdine, Bela
Donna, dramatísk mynd sem ger-
ist í Brasilíu, og It Had to Be You,
rómantísk mynd sem gerist í New
York en stutt er síðan tökiun á
þeirri mynd lauk.
Natasha Henstridge er fædd á
Nýja-Sjálandi en ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Alberta-fylki í
Kanada. Leið hennar í kvikmynd-
imar lá í gegnum tískuheiminn
sem hún hefur nú sagt skilið við.
Henstridge sagöi nýlega í viðtali að
þótt hún hefði orðið þekkt fyrir
leik sinn í Species þá liti hún ekki
á það hlutverk sem neinn stökkpall
enda hefði það ekki krafist neins af
henni sem leikkonu. Hún hafði aft-
ur á móti búist við meiru i
Mamimum Risk: „Sú reynsla að
leika á móti Jean-Claude Van
Damme olli mér nokkrum von-
brigðum. Það kom fljótt í ljós að
hann hafði í raun engan áhuga á
öðru en að myndin fengi góða að-
sókn, allt annað skipti engu máli.
Atriðin voru tekin upp með það
fyrir augum hvað félli áhorfendum
best í geð. Þetta gerði það að verk-
um að við sem einhvem metnað
höfðum misstum áhugann."
Nú verður dálítil bið á að
Natasha Henstridge leiki í kvik-
mynd því hún er ófrísk og hefur
ákveðið að taka sér góða hvíld.
-HK
Laugarásbíó framsýnir í dag Species II,
framhaldsmynd óvænts smells frá jþví
fyrir tveimur áram, þar sem Natasha
Henstridge glímir við Michael Madsen
Skorkvikindi
Regnboginn
Phantoms Phantoms inniheldur mikiö
af mögnuðum senum og sitúasjónum sem
gera hana bara nokkuð eftirminniiega. Það er
fátt sem kemur á óvart, en hér er unnið vel úr
gömlum tuggum, og með vel völdum og ágæt-
um leikurum má vel hrylla sig (ánægjulega)
yfir þessari. -úd
The X-files ★★ Einhvern veginn þýddust ráðgát-
urnar illa á stóra tjaldið. Þarna er sannleikann
bak við þættina að finna, en það er eins og að-
standendur hafi aldrei almennilega getaö gert
upp við sig hvort gera skuli langan sjónvarps-
þátt eða bíómynd. David Duchovny sýnir enn og
sannar aö hann er og verður aldrei annað en
þriðja flokks sjónvarpsleikari, meðan Gillian
Anderson ber breiðtjaldið betur. -úd
í konugæru
sigað á illa
innrættan
geimfara
Geimhrollvekjan Species, sem
sýnd var fyrir tæpum tveimur
árum, átti miklum vinsældum að
fagna. Þegar klingir í dollurum
eiga framleiðendur í Hollywood
erfitt með sig og fyrst þeir gátu
endurvakið Ripley frá dauðum í
fjórðu Alien-myndinni þá var ekki
mikið mál að endurvekja Sil, hálfa
konu, hálfa ófreskju, eða gera eft-
irmynd hennar eins og raunin er
í Species II sem Laugarásbíó
frumsýnir í dag.
Hin glæsilega leikkona,
Natasha Henstridge, er aftur
mætt til leiks í hlutverki Evu sem
er í útliti kvenmaður af fullkomn-
ustu gerð en að innan frekar í ætt
við skorkvikindi og, það sem verst
er, hennar innra dýr getur þegar
minnst varir tekið völdin af henn-
ar ytri manni. í Species II er hún
þó á mála hjá jarðarbúum við að
eyða hættulegum óvini sem kemst
tU jarðarinnar í líkama geimfar-
ans Patricks Ross, sem þar að
auki er sonur öldungadeildarþing-
manns. Það kemur í hlut dr.
Lauru Baker að affrysta gen sem
bæði geta verið hættuleg en
einnig gagnleg og búa til úr þeim
mannveru sem getur unnið á hin-
um hættulega óvini og þannig
verður Eva til.
Auk Natöshu Henstridge leika í
myndinni Michael Madsen og
Marg Helgenberger sem bæði
voru til staðar í fyrri myndinni. f
leikhópinn hafa síðan bæst við
Justin Lazard og Mykelti Willi-
amson, sem leika geimfara,
James Cromwell, George
Dzundra og Peter Boyle.
Leikstjóri er Peter Medak sem
lengi er búinn að starfa í
Hollywood. Upprunalega kom
hann til Bandaríkjanna frá Ung-
verjalandi en hann flúði land
ásamt frænku sinni eftir að upp-
reisnin árið 1956 fór út um þúfur.
Með fjörutíu ár að baki í kvik-
myndabransanum er Peter Medak
með mikla reynslu og hefur starf-
að í flestum geirum kvikmynd-
anna. Hann hóf þó ekki að leik-
stýra kvikmyndum fyrr en seint á
ferli sínum. Meðal kvikmynda
hans eru Romeo is Bleeding, The
Men's Club, Pontiac Moon og Let
Him Have It. Peter Medak er gift-
ur óperusöngkonunni Juliu Mig-
enes.
Les visiteuis 2 ★ Þótt Jean Reno sé skemmti-
legur leikari með mikla útgeislun getur hann
ekkert gert tii þess að bjarga þessari mynd
sem líður fyrir óvenju vont handrit. Þegar upp
er staðið er myndin ekkert annaö en tíma-
eyösla. -ge
Stjörnubíó
The Mask of Zorro ★★*
Þeir nafnar og félagar Ant-
onio Banderas og Ant-
hony Hopkins náðu ein-
hvern veginn aldrei sér-
lega vel saman í þessari
mynd um tvær kynslóðir skylmingahetjunnar
Zorró. Hins vegar mátti vel skemmta sér yfir
þessum ýktu hetjulátum og útblásnu rómantlk
og myndin var ákaflega áferöarfalleg, glæsileg
og glamúrus og flott og smart, en einhvem veg-
inn vantaði herslumuninn. -úd
Hlmnabál ★★★ Gráleit gamanmynd sem byrj-
ar vel, bætir jafnt og þétt við sig og hrynur svo
á síðustu 20 mlnútunum. Ég var þess lengi vel
fullviss að þessi ástralska vegamynd næði að
feta einstigið milli ofbeldis og húmors, en
myndin tapar áttum og missir fiugið. Það er
miður þvl að lengi vel átti ég von á aö þetta yrði
ein eftirminnilegasta mynd haustsins. -ge
Godzllla ★★★ Godzilla er skemmtileg en
ekki gallalaus. En hún hefur þaö sem máli
skiptir: Godzillu. Og hún er stór, og hún er flott
og hún er afskaplega tæknilega fullkomin; og
hún er myndin. Emmerich tekst að ná flottum
senum með magnaðri spennu, sérstaklega
var lokasenan algerlega frábær og nægir ein
og sér til að hala inn þriðju stjörnuna. -úd
-HK
itiex3t*a a.
www.visir.is
Michael Madsen bregöur sér aftur í hlutverk Press Lennox, fyrrum starfsmanns
sjóhersins, sem hafði aftökur að aðalstarfi.
9. október 1998 f Ókus
www.simnet.is
internetforritin
i töluuna jrína
Komdu meö tölvuna þína til okkar í nýja Þjónustuverið
Grensásvegi 3 og þú færð hana daginn eftir með öllum
internetforritum uppsettum.