Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 7 sandkorn Árni blankur Yflrvofandi brotthvarf Þorsteins Pálssonar úr pólitík kom fáum á óvart enda Sandkom búið að margít- reka að ráðherrann væri á forum, saddur pólitískra lífdaga. Einn er þó sá sem var alveg blankur og ekk- ert vissi um málið. í King kong-þætti Bylgjunnar í gær upplýsti Árni John- sen, samþingmaður Þorsteins, að hann hefði ekki haft hugmynd um að Þorsteinn væri á for- um. Þegar King kong-menn gengu frekar á hann og spurðu hvort tvær heilsíðuauglýsingar í Mogga bentu ekki til að Ámi hefði vitað eitthvað sór hann það af sér og sagði: „Spyrjið þið bara Þorstein sjálfan." Ekki þykir Þorsteinn sérlega ábyggileg heimild svo sem sjá má í blaðinu Degi fyrir nokkrum vikum þar sem hann sagðist alls ekki á fómm úr pólitík. Nú mun það útbreidd skoðun að þingmennim- ir af Suðurlandi séu þeir vellygnustu á landinu... Með reynslu Þá er það ljóst að Jakob Bjöms- son, fyrrum bæjai'stjóri á Akureyri, ætlar að freista þess að hafa 1. sætið á lista Framsóknar- ftokksins á Norður- landi af Valgerði Sverrisdóttur þing- flokksformanni. Framarar ætla í hálf- opið prófkjör og það er talið nýtast Jak- obi betur þótt Val- gerður hafi reyndar einnig stutt að sú leið yrði farin. Það sem kann hins vegar að torvelda Jak- obi baráttuna er að tveir aðrir Akur- eyringar, Elsa Friðfinnsdóttir og Daníel Árnason, sækja fast á 2. sæti listans. Baráttan er hafm og Valgerð- ur hefur þegar lýst því yfir að hún hafi 12 ára reynslu af þingstörfúm sem hljóti að teljast henni til tekna. Helsta tromp stuðningsmanna Jakobs verður án efa að tími sé til kominn að Akureyringur leiði lista flokksins í kjördæminu ... Varað við vegi Um nokkur ár hafa verið erjur milli Vegagerðarinnar á ísafirði og Djúpbátsins sem em í samkeppni um ökumenn til ísafjarðar. Svo rammt kvað að þessu að stýrimaður Djúpbátsins tók sér stöðu við vegamót þar sem komið er niður af Steingrímsfjarðar- heiðinni og stöðvaði ökumenn til að vara þá við veginum um Djúp og hvetja þá til að taka ferjuna. Andófinu gegn Djúpbátnum stjómaði Kristinn Jón Jónsson, þáverandi rekstrarstjóri Vegagerðarinnar, sem vildi að bílstjórar ækju fyrir Djúp. Nú er komið annað hljóð í strokkinn hjá Kristni Jóns því hann er tekinn við rekstri Djúpbátsins og það sem meh’a er, á launum frá Vegagerðinni sem gerði við hann einn feitasta starfs- lokasamning allra tíma. Gámngar segjast vænta þess að Kristinn Jón muni taka sér stöðu á vegamótunum góðu og vara við veginum ... Gunnar að baki Kára Svo sem Sandkorn hefur greint frá stendur Gunnar Steinn Pálsson að baki auglýsingaherferð LÍÚ sem ætlað er að bæta ímynd meintra sægreifa. Gunnar Steinn hefur fleiri járn í eldinum þvi hann hefur einnig tekið að sér að tryggja hlýhug þjóðarinnar í garð íslenskrar erfða- greiningar. Þannig’ sér Gunnar Steinn um alla ráðgjöf til Kára Stefánssonar forstjóra hvað varðar framkomu og annað það sem snýr að almenningi... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Fréttir Örn og Ragnhildur Hannesdóttir, íbúar á Seilugranda, með lyfjakassann sem fannst í bílskýlinu. Á innfelldu mynd- inni má sjá æðaleggi sem voru m.a. í kassanum. DV-mynd S Vítavert kæruleysi: Lyf og notaðar sprautunálar - skilin eftir á glámbekk í bílskýli íbúunum við Seilugranda í Reykjavík brá illilega í brún þegar þeir vora að taka til í bílskýlum sín- um ekki alls fyrir löngu. Þá fundu þeir kassa sem í voru 3 tegundir af töflum, innúðunarefni, lyfjaglas með dropum og 3 pakkar af notuð- um sprautunálum. „Þessi kassi er merktur Lauga- vegsapóteki," sagði Öm Ingólfsson, íbúi að Seilugranda 2, við DV. „Lyfjaglösin eru merkt nafni ein- stáklings en það kannast enginn hér í húsinu við nafnið. Það er vitavert kæruleysi af fólki að skilja svona nokkuð eftir á glámbekk. Börnin hér era að leik í bílskýlunum þegar kalt er í veðri. Það er hægt að ímynda sér hvað komið gæti fyrir ef þau gleyptu einhver lyf af óvitaskap eða væru að fikta með notaðar nál- ar og styngju sig á þeim.“ Öm kvaðst mundu fara með lyfin til eyðingar. -JSS ELFA R LEMMENS HITABLÁSARAR Fyrir verslanir - iðnað - lagera Fyrir heitt vatn. Afköst 10 -150 kw Öflugustu blásararnir á markaðnum, búnir miðflóttaaflviftum og ryksíum. Betri hitadreifing - minni uppsetningarkostnaður, lægri rekstrarkostnaður. Hagstætt verð Margrét Frímannsdóttir: Klofningur þing- liðs nær ekki til flokksmanna „Óneitanlega hafa þetta verið erf- iðir tímar og enginn dans á rósum fyrir mig sem forystumann í Al- þýðubandalaginu þar sem hluti þingflokksins hefur ákveðið að fylgja ekki sameiningarferlinu. En þessi úrslit skoðanakönnunarinnar styrkir mig í þeirri vissu minni að mikill meirihluti alþýðubandalags- manna og vinstrimanna vill sam- fylkingu. Ég er því afskaplega ánægð að heyra þetta, ég get nú ekki dulið það,“ sagði Margrét Frí- mannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, í samtali við DV í í tilefni þess að hún er ótvírætt for- ingjaefni samfylkingar jafnaðar- manna samkvæmt skoðanakönnun DV sem birt var í gær. Margrét sagði að niðurstaðan væri ekki aðeins góð fyrir sig per- sónulega heldur væri hún ánægju- leg fyrir konur almennt. Þrjár kon- ur fengu flest atkvæðin í könnun- inni. Þetta sýndi líka vel að klofn- inginn í þingmannaliðinu væri ekki að finna meðal flokksmanna. Aðspurð um hvenær ákveðið yrði um leiðtoga hins nýja stjómmála- afls sagði Margrét að það væri enn ekki afráðið. „Við höfum ekki eytt miklum tíma í að ræða þetta heldur unnið sem samvirk forysta þessara flokka. Það er ekki verið að leggja þá niður," sagði Margrét. -JBP .-24. OKTÓBER NYJAR VORUR med sérstökum afslsetti 20%-50%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.