Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 Afmæli Hjörleifur Brynjólfsson Hjörleifur Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri og oddviti Ölfus- hrepps, Básahrauni 4, Þorlákshöfn, er fertugur í dag. Starfsferill Hjörleifur fæddist á Selfossi en ólst upp í Þorlákshöfn frá fæðingu. Hann var í Bama- og unglingaskól- anum í Þorlákshöfn, lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum í Hvera- gerði og stundaði nám við MS. Þá lauk hann prófi sem fiskiðnaðar- maöur frá Fiskivinnsluskólanum 1984. Hjörleifur stundaði ýmis almenn störf á unglingsárunum, var verk- stjóri hjá Meitlinum hf. frá 1980, síð- an framleiðslustjóri þar til 1985, varð þá frystihússtjóri hjá Suðurvör hf. á Eyrarbakka og starfrækti síð- an, ásamt fleirum, frystihús á Eyr- arbakka 1987-91. Hjörleifur stofnaði Humarvinnsl- una hf., ásamt Magnúsi, bróður sín- um, 1992, og jafnframt fiskvinnslu- fyrirtækið Portland hf. 1993 og hef- ur verið framkvæmdastjóri þeirra fyrirtækja síöan. Hjörleifur sat í stjórn Fiskmarkaðarins í Þor- lákshöfn, og Hafnar- mjöls ehf. í Þorlákshöfn og gegndi um skeið stjómarformennsku í báðum þessum fyrir- tækjum, situr í sveitar- stjóm Ölfúshrepps fyrir Sjálfstæðisflokkin frá 1994, er oddviti þar frá 1998, var formaður skóla- nefndar Ölfushrepps og leikskólanefndar 1994-98, átti sæti í hreppsráði á sama tíma, situr í héraðsnefhd og héraðsráði frá 1998. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Þor- lákshafnar, sat þar í stjóm og spil- aði um skeið með sveitinni og hefur sungið með Söngfélagi Þorlákshafn- ar. Fjölskylda Hjörleifur kvæntist 15.8. 1987 Gróu S. Erlingsdóttur, f. 10.10. 1963, húsmóður. Hún er dóttir Erlings Ævarrs Jónssonar, f. 20.10. 1932, skipstjóra í Þorlákshöfn, og k.h., Sigríðar B. Ólafsdóttur, f. 23.9. 1939, húsmóður. Böm Hjörleifs og Gróu em Brynjólfur, f. 2.4. 1984; Erlingur Ævarr, f. 8.6. 1988; Ingibjörg, f. 27.4. 1996. Systkini Hjörleifs eru Magnús, f. 2.3. 1952, fram- kvæmdastjóri í Þorláks- höfn; Vigdís, f. 20.12.1959, skrifstofumaður í Þorláks- höfh; Sigurbergm-, f. 9.3. 1964, vélvirki í Þorláks- höfn. Foreldrar Hjörleifs vom Brynjólf- ur Magnússon, f. 15.7. 1922, d. 19.1. 1983, verkamaður í Þorlákshöfn, og k.h., Ingbjörg Hjörleifsdóttir, f. 14.11. 1929, d. 3.12. 1993, húsmóðir. Ætt Brynjólfur var sonur Magnúsar, hreppstjóra á Flögu í Villingaholts- hreppi Árnasonar, hreppstjóra að Hurðabaki Pálssonar, b. á Þingskál- um, bróður Jóns, afa Jóns Helgason- ar skálds. Páll var sonur Guðmund- ar, b. að Keldum Brynjólfssonar, b. í Vestur-Kirkjubæ Stefánssonar, b. í Árbæ, bróður Ólafs, langafa Odds, langafa Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Stefán var sonur Bjama, ættfoður Víkingslækjarættarinnar Halldórssonar. Móðir Áma var Þur- íður Þorgilsdóttir, b. á Rauðnefs- stöðum Jónssonar, bróður Guðrún- ar, ömmu Eyjólfs landshöfðingja, langafa Guðlaugs Tryggva Karlsson- £ir. Móðir Brynjólfs var Vigdís Stef- ánsdóttir, b. á Selalæk Brynjólfsson- ar, og Guðríðar Guðmundsdóttur. Ingibjörg var dóttir Hjörleifs, bróður Gíslrúnar, móður Sigur- bjöms Einarssonar biskups, fóður Karls biskups. Önnur systir Hjör- leifs var Ingibjörg, móðir Aðalheið- ar Bjamfreðsdóttur. Hjörleifur var sonur Sigurbergs, b. í Fjósakoti Ein- arssonar, b. í Bakkakoti Magnús- sonar. Móðir Hjörleifs var Ámý Ei- riksdóttir, b. í Lágu-Kotey Einars- sonar. Móðir Ingibjargar var Ingveldur Ámundadóttir, b. í Kambi í Vill- ingaholtshreppi Sigmundssonar og Ingibjargar Pálsdóttur, systur Áma, hreppstjóra að Hurðarbaki. Hjörleifur Brynjóifsson. Bergljót Böðvarsdóttir Bergljót Böðvarsdóttir, kennari við Rimaskóla, Skjólbraut 20, Kópa- vogi, er fimmtug í dag. Starfsferill Bergljót fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk hefðbundnu námi á ísafirði, stundaði nám við Samvinnuskólann og lauk þaðan prófum 1968, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1990, stundaði nám við KHÍ og lauk þaðan kennaraprófi 1993. Bergljót var búsett á ísafirði til 1972. Hún flutti þá í Kópavoginn og hefur átt þar heima síðan. Bergljót stundað almenn verslun- ar- og skrifstofustörf á árunum 1968-74 og hefur verið kennari við Rimaskóla frá 1993. Fjölskylda Bergljót giftist 12.7. 1969 Jóni Guðlaugi Magnússyni, f. 20.4. 1947, framkvæmdastjóra. Hann er sonur Magnúsar Guðlaugssonar, f. 15.7. 1916, úrsmiðs í Hafnarfirði, og k.h., Lám Kristínar Jónsdóttur, f. 13.11. 1921, d. 30.11. 1995, húsmóður. Böm Bergljótar og Jóns Guðlaugs eru Iðunn, f. 24.1. 1968, viðskipta- fræðingur, búsett í Barcelona; Magnús Freyr, f. 21.1. 1972, stýrimaður í Kópa- vogi; Böðvar, f. 17.4. 1976, nemi við Samvinnuskól- ann. Systkini Bergljótar: Haukur Böðvarsson, f. 18.10. 1949, d. 26.2. 1980, skipstjóri á ísafirði; Ei- ríkur Brynjólfur Böðvars- son, f. 9.11. 1956, fram- kvæmdastjóri í Hafnar- firði; Kristín, f. 1.6. 1958, húsmóðir og skrifstofu- maður á ísafirði. Foreldrar Bergljótar: Bergljót Böðvarsdóttir. Böðvar Sveinbjamarson, f. 7.4. 1917, fram- kvæmdastjóri á Isafirði, og Iðunn Eiríksdóttir, f. 9.6. 1921, d. 24.5. 1974, kaupkona á ísafirði. Ætt Böðvar er sonur Svein- bjöms Halldórssonar og Helgu Jakobsdóttur. Iðunn var dóttir Eiríks B. Finnssonar, og Krist- ínar Einarsdóttur. Bergljót er stödd í Barcelona á afmælisdaginn. Andlát Ásta B. Þorsteinsdóttir Ásta Bryndís Þorsteinsdóttir, alþm., hjúknmarfræðingur og vara- formaður Alþýðuflokksins, Hofgörð- um 26, Seltjamamesi, lést á heimili sínu mánudaginn 12.10. sl. Útfor hennar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, kl. 15. Starfsferill Ásta fæddist í Reykjavík 1.12. 1945 og ólst þar upp í Vesturbænum. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar 1962, prófi frá Norfolk High School í Norfolk í Nebraska í Bandaríkjunum 1963, stundaði nám við Hjúkrunarskóla íslands og lauk þaðan prófum sem hjúkrunarfræðingur 1968, stundaði framhaldsnám i hjúkrunarstjómun við Nýja hjúkrunarskólann 1987-88 og stundaði nám í skurðhjúkrun á íslandi og í Danmörku. Ásta var skurðhjúkmnarfræðing- ur á Borgarspítalanum 1968-69, hjúkmnarfræðingur við geðdeild i Árósum í Danmörku 1971, skurð- hjúkmnarfræðingur við Árhus Kommunehospital 1972-80, hjúkmn- arfræðingur við göngudeild Land- spítalans 1980-81, skurðhjúkranar- fræðingur við skurðdeild kvenna- deildar Landspítalans 1982-88 og hjúkmnarframkvæmdastjóri við Landspítalann með hléum frá 1988-97. Ásta sat í stjóm Landssamtak- anna Þroskahjálpar 1983-95 og var formaður 1987-95, var varaformað- ur NFPU, Norrænna hagsmunasam- taka um málefhi þroska- heftra 1991-97, var full- trúi Þroskahjálpar í stjóm Þroskaþjálfaskóla íslands, starfaði m.a. í nefnd um endurskoðun á lögum um málefni fatl- aðra 1992-96, sat í nefnd um forgangsröðum í heil- brigðismálum 1997 og í nefnd um skipun fram- haldsmenntunar fatlaðra, var fulltrúi íslands í Nor- diska námden fór Hand- icap Frágor, og sat í stjóm Norrænna foreldrasamtaka fatl- aðra. Ásta var fyrsti vþm. í Reykjavík fyrir Alþýðuflokkinn frá 1995-98 og alþingismaður. flokksins í Reykja- vík frá ársbyrjun 1998, gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu- flokkinn og var varaformaður flokksins frá 1996. Hún ritaði grein- ar um heilbrigðismál og málefni fatlaðra i blöð og tímarit. Fjölskylda Ásta giftist 10.9. 1966 Ástráði Benedikt Hreiðarssyni, f. 14.12.1942, yfirlækni við Landspítalann og dós- ent við Hl. Hann er sonur Hreiðars Stefánssonar, f. 3.6. 1918, d. 1995, kennara og rithöfúndar, og k.h., Jennu Jensdóttur, f. 24.8.1918, kenn- ara og rithöfundar. Böm Ástu og Ástráðs em Amar, f. 17.2. 1967, læknir í Gautaborg en eiginkona hans er Steinunn J. Kristjánsdóttir fomleifa- fræðingur og era böm Steinunnar frá fyrra hjónabandi Sigurhjörtur og Helga Valgerður; Ás- dis Jenna, f. 10.1. 1970, guðfræðinemi, búsett á Seltjarnarnesi, en unnusti hennar er Heim- ir H. Karlsson kennara- nemi; Þorsteinn Hreiðar, f. 19.9. 1975, læknanemi við HÍ, búsettur á Sel- tjarnamesi en unnusta hans er Björg Sæmunds- dóttir, ritari hjá fastanefnd SÞ í New York. Systkini Ástu em Víglundur, f. 19.9. 1943, framkvæmdastjóri BM Vallár; Hafís Björg, f. 25.4. 1955, sál- fræðingur i Danmörku. Foreldrar Ástu: Þorsteinn Þor- steinsson, f. 8.7. 1918, d. 20.2. 1975, fisksali og sjómaður í Reykjavík, og k.h., Ásdis Eyjólfsdóttir, f. 14.12. 1921, fyrrv. skattendurskoðandi. Ætt Faðir Þorsteins var Þorsteinn, sjómaður í Reykjavík Guðlaugsson, verkamanns í Reykjavík, bróður Markúsar, afa Harðar Ágústssonar listmálara og langafa Markúsar Amar Antonssonar. Guðlaugur var sonur Þorsteins, b. í Gröf í Hmna- mannahreppi Jónssonar. Móðir Þor- steins eldra var Guðrún Jónsdóttir, b. í Galtafelli Bjömssonar, b. í Galtafelli Bjömssonar. Móðir Þorsteins var Ástriður, systir Guðmundar í Alþýðubrauð- gerðinni. Annar bróðir Ástríðar var Sigurjón, faðir Odds skólastjóra, fóður Guðmundar Oddssonar í Kópavogi, og afa Lúðvíks Bergvins- sonar alþm. Systir Ástríðar var Sig- ríður, amma Péturs Guðmundsson- ar, flugvallarstjóra á Keflavíkur- flugvefli. Ástriður var dóttir Odds, formanns í Brautarholti í Reykjavík Eyjólfssonar og Guðrúnar, systur Þorkels, langafa Páls Jenssonar pró- fessors. Guðrún var dóttir Áma, b. i Guðnabæ Guðnasonar og Steinunn- ar Þorkelsdóttur frá Krýsuvík. Ásdís er dóttir Eyjólfs frá Mið- húsum Brynjólfssonar, b. i Miðhús- um Eyjólfssonar frá Laugarvatni. Móðir Ásdísar var Kristín, systir Finnboga, föður Kristins fram- kvæmdastjóra. Kristín var dóttir Áma, b. í Miðdalskoti í Laugardal Guðbrandssonar, b. í Miðdal, bróð- ur Jóns, afa Margrétar Guðnadóttur prófessors og Guðnýjar, móður Guð- laugs Tryggva Karlssonar hagfræð- ings. Móðir Guðbrands var Margrét Jónsdóttir, b. á Ægissíðu Jónsson- ar. Móðir Jóns var Guðrún Brands- dóttir, b. á Felli Bjamasonar, ætt- fóður V íkingslækjarættarinnar Halldórssonar. Móðir Áma var Sig- ríður, systir Ófeigs, afa Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns. Sigríð- ur var dóttir Ófeigs, ættfóður Fjallsættarinnar Vigfússonar, og Ingunnar Eiríksdóttur, ættfóður Reykjaættarinnar Vigfússonar. I Ásta Bryndís Þorsteinsdóttir. Til hamingju með afmælið 20. október 85 ára Einar Söring, Njarðvíkurbraut 3, Njarðvík. Krlstín Haraldsdóttir, Silfurtúni 16 A, Garði. Magnús Jóhannesson, Hraungerði, Skeggjastaðahr. 80 ára Otti Sæmundsson, Kleppsvegi 62, Reykjavík. 75 ára Bjarney Ólafsdóttir, Hlíf II, Torfnesi, ísafirði. Sigríður Eyja Henderson, Óðinsgötu 6 A, Reykjavík. 70 ára Bergur Helgason, Kálfafelli II, Skaftárhreppi. Magnúsína Jónsdóttir, Hlíf, Torfnesi, ísafirði. 60 ára Edda Laufey Pálsdóttir, Klébergi 7, Þorlákshöfn. Guðlaugur Bergmann, Brekkustíg 1, Ólafsvík. Þórður Ólafsson, Lyngbergi 6, Þorlákshöfn. Hann er að heiman. 50 ára Garðar Pétursson, Heiðar\'egi 44, Vestmeyjum. Ragnhildur Pálsdóttir, Logafold 70, Reykjavík. 40 ára Egill Sölvason, Langatanga 5, Seyðisfirði. Ella Kristín Sigurðardóttir, Lerkigrund 5, Akranesi. Haraldur Kulp, Eikjuvogi 26, Reykjavík. Jón Ingvar Gunnarsson, Fannafold 143, Reykjavík. Kristin Einarsdóttir, Brekkugötu 16, Vogum. Kristján Einar Birgisson, Efri-Lækjardal, Engihlíðarhr. Marta Guðríður Georgsdóttir, Fagrahjalla 14, Kópavogi. Pétur Kristófer Pétursson, Krókabyggð 28, Mosfellsbæ. Sigríður Bjömsdóttir, Vallargötu 16, Keflavík. Sigurður Ásgeir Kristinsson, Nesvegi 61, Reykjavík. staögreiöslu- og greiöslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 1X21 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.