Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 Spurningin Hvað er kynferðisleg áreitni? Óskar Kristinsson nemi: Ég er ekki viss. Jóhann Torfason listamaöur: Ég er of feiminn tii að svara svona spurningu. Snjólaug Sveinsdóttir nemi: Áreitni sem hefur kynferðislegan undirtón og sem báðir aðilar eru ekki sammála um. Maríanna Garðarsdóttir nemi: Ég veit það ekki. Helgi „Prince" Frímannsson að- stoðarforstjóri: Það sem ég verð fyrir daglega. Margrét Ólafsdóttir verslunar- maður: Þegar ég er klipin í boss- ann. Lesendur Landssíminn hf. - eign þjóðarinnar Bergþór Atlason skrifar: Þeir sem nú eru eða hafa verið að byggja upp ný fjar- skipta- og hugbúnaðarfyrir- tæki á sviði sem mun heyra til samkeppni við Landssím- ann hf. eru heldur óþreyju- fullir þessa dagana. Ég vil því benda þeim á að hafa eft- irfarandi í huga. - í dag er Landssíminn hlutafélag í eigu íslensku þjóðarinnar. Að breyta fyrirtækinu í hlutafélag á ekkert skylt við það að félagið skuli vera víkjandi á sínum markaði heldur öfugt. Á næstu árum mun Landssiminn heyja harða samkeppni við erlend fyrirtæki hér heima og jafn- vel erlendis. Þessi sam- keppni er þegar hafin á sviði hugbúnaðar og farsímaþjón- ustu. Hugbúnaðarfyrirtæki hér heima eru þegar komin í samstarf við stóra og fjár- sterka aðila erlendis. Fram- tíð þessara fyrirtækja liggur fyrst og fremst í landvinn- ingum erlendis. Á sama hátt verða íslenskir aðil- ar sem hyggja á samkeppni við Landssímann hér heima að styðjast við fjársterka aðila eða símafyrir- tæki erlendis frá. Verð á þjónustu fyrir neytendur verður í framtíð- inni borið saman á milli landa. Þessi samanburður er mjög hag- stæður Landssímanum í dag. Af símaþjónustu í öðrum lönd- um þá er ekki óeðlilegt að er- lendir samstarfsaðilar íslend- inga hér heima séu óþreyju- fullir. Þessir aðilar gera nú hinar og þessar kröfur i garð Landssímans og tala um að reynt sé að kæfa þeirra sam- keppni. Jafnvel skipta fyrir- tækinu - herbragð sem ekki má heppnast. Fyrir Lands- simann gildir margt smátt eitt stórt en ekki öfugt. Gjaldskrá fyrir nýja aðila sem vilja aðgang að dreifi- kerfl eða fjarskiptaneti Landssímans er auðvelt að reikna. Yfir þennan þröskuld geta ný fyrirtæki samt ekki stokkið með óhróðri einum saman til þess að fá mikið fyrir lítið. Menn skulu vera minnugir þess að íslenska þjóðin var marga áratugi að byggja upp Landssímann, m.a. með reglulegum árlegum greiðsl- um af fjárlögum. Hluti sem þessa fá menn ekki gefins. í dag veitir fyrirtækið ein- hverja ódýrustu þjónustu sem veitt er í öllum heiminum hvorki meira né minna. Fyrir neytendur er hug- takið um samkeppni að vera af hinu góða. Fyrir þá sem hins vegar standa í samkeppni gildir það að vera heiðarlegur og þrautseigur. Önnur gildi snúast um úlfa í sauð- argærum. Erfitt er að keppa við fyrirtæki sem veitir góða þjón- ustu á lágmarksverði. Nýir samkeppnisaðilar Lands- símans hafa fundið fyrir þessu, segir bréfritari m.a. þeim sökum hafa erlend símafyrir- tæki ekki staðið í biðröðum tíl að komast á þennan íslenska markað. Á undanförnum vikum hafa nýir samkeppnisaðilar Landssímans fundið fyrir þessu. Já, það er erfitt að keppa við fyrirtæki sem veitir góða þjónustu á lágmarksverði. Sé miðað við almennt verðlag á íslenskt kirkjuútvarp - til hvers? Sverrir skrifar: Einhver klerkurinn hefur verið að leggja það til að Þjóðkirkjan stofni sérstakt kirkjuútvarp í sam- vinnu við Ríkisútvarpið. Hvað myndi þetta nú þýða? Jú, enn eitt batteríið hjá RÚV. Segir enda fjár- málastjóri Rikisútvarpsins að svona útvarpsrás myndi fylgja gífurleg fjárfesting ef sendingin ætti að ná til allra landsmanna. En kannski má segja að útsendingin þurfi ekkert að ná víðar en til Reykjavíkursvæðis- ins. Ekkert frekar en Sjónvarpið, sem nær ekki skammlaust lengra en um þéttbýlissvæðið hér sunnan- lands og svo eitthvað í kringum Ak- ureyri. Annars staðar næst ekkert sjónvarp nema með drifhvítum skjá af snjó og truflunum. En við hér syðra höfum kristilegu stöðina Omega og hún er sallafin, með söng og hljóðfæraslætti og hann ekki af verri endanum. Þar eru líka viðtöl og þar talar fólk frjálslegt í fasi og málfari. Kristileg útvarpsrás (ekkert hefur verið tekið fram hvort hin nýja kristilega rás Þjóðkirkjunnar yrði hljóðvarpsrás eða sjónvarpsrás) RÚV yrði rétt eins og er í dag í kirkjunum í dag - ein leiðindaskjóða. Leggjum ekki eyrun við þessari hugmynd Þjóðkirkjunnar eða ein- staka presta hennar. Þeir verða að byrja á að vera sjálfir lifandi og leið- andi þjónar hins göfga orðs áður en þeir fá að ramba inn á rásir Ijós- vakamiðlanna. „Stórir skýjakljúfar eru ekki Ijótir ef þeir eru í samræmi. Ég sé t.d. ekki fallegri borg en New York og aðrar slíkar". Reykjavík - borgarkjarna vantar Helga Stefánsdóttir skrifar: Þar sem sífellt er verið að skrifa um höfuðborgina og aftur og aftur verið að koma með hugmyndir um hvernig miðborgin eigi að vera, finnst mér einkennilegt að ráða- menn og arkitektar skuli ekki þiggja eitthvað af þeim aragrúa hugmynda sem sjá má í nánast öll- um borgum austanhafs sem vestan. Fallegum borgum með borgar- kjarna, háhýsum og síðan aflíðandi lægri húsum allt til úthverfanna þar sem borgararnir búa í einbýlis- húsum eða aðskildum hverfum með blokkum, ekki of háum, og svo minni húsum og fjölbýlishúsum af minni gerðinni. Hér er enn verið að halda í það sjónarmið aö „vemda“ hús í sinni upprunalegu mynd og það i sjálfri miðborginni. Þetta er ekkert sjónar- mið, engin stefna og fellur um sjálfa sig. Ef vernda á hús eins og hér eru í miðborginni á að flytja þau á safn innan um önnur hús og sýna þau al- menningi þar. Umhverfið allt í mið- borginni á að ekki líða fyrir svona „gömul og merk“ hús. Lítum til annarra borga. Horfið á stílinn, sjarmann og hugarflugið. Stórir skýjakljúfar eru ekki ljótir ef þeir eru i samræmi. Ég sé t.d. ekki fallegri borg en New York og aðrar slíkar. Ómanneskjuleg? Alls ekki. Ef maður hefur tilgang slíks mið- borgarkjama í huga. Miðborgar- kjami hefur ávallt aðeins einn til- gang, líka í Reykjavík. DV Gagnagrunnurinn er í höfn S.P. skrifar: Ekki verður annað séð en gagna- gmnnsfrumvarpið sé í höfn nú þegar. Flestir andstæðingar þess hafa ýmist gefist upp í andófinu eða hreinlega sæst á málið og fylgja því nú. Maður skUur ekki menntaða menn sem hafa verið að reyna allt hvað af tekur að bera óorð á frumvarp heUbrigðisráð- herra um gagnagrunninn og telja fólki trú um að þarna séu brögð í tafli, jafnvel aUt að því að einhverjir mafiósar standi að baki hinu stóra fyrirtæki íslenskri erfðagreiningu. Ég get ekki annað séð en við íslendingar séum að fara inn á alveg nýja og stór- kostlega braut sem frumheijar í erfða- greiningarmálum og vísindum henni tengdum. Ég segi: Til hamngju, ís- lendingar. Fjárfestingar hótelanna Reynir skrifar: Maður er að lesa fréttir um að flest þekktustu hótelin hér á landi hafi ver- ið rekin með tapi í fyrra (nema Hótel Saga), og ekki verði útkoman betri á þessu ári. En er nokkur furða? Fjár- festing þessara fyrirtækja í auknu gistirými er óeðlUeg miðað við að ferðamenn hingað tU lands nota orðið hótelin miklu minna í dag en hér áður. Það má svo aftur rekja tU hins geypiháa verðlags sem hótelin setja á gistinguna. Verð á gistingu fer frekar lækkandi í löndum heims en hitt. Hér hefur verið stefna að blóðmjólka ferða- menn jafnt innlenda sem erlenda i gistingu og mat. Þetta verður að breyt- ast og það fljótt. Það kemur enginn ferðamaður þangað sem hann finnur að hann er plokkaður ótæpUega. Varðskip þar sem ódýrast er Þórarinn hringdi: Nýtt varðskip er í burðarliðnum eða svo gott sem, heyrir maður. Mik- ið er rætt um að það skip verði að smíöa hér á landi, þar sem það hafi góð áhrif á hagkerfið eins og einhver var aö orða það. En ekki er sopið kál- ið. Menn hér á landi gera sér víst enga grein fyrir þvi hvar viö íslend- ingar erum staddir í samskiptum við umheiminn. Nú erum við bundnir af samningnum um EES, og það þýðir að við verðum að láta bjóða út smíði á svona tæki. Við verðum því að sætta okkur við láta bjóða smíði varðskips- ins út og tökum þá auðvitað því boði sem hagkvæmast er og ódýrast. Er það nokkur áþján fyrir okkur? Burt meö strípastaðina A.Þ.J. hringdi: Ég las bréf Þorsteins Guðjónssonar rith. í DV 12. okt sl. undir fyrirsögn- inni „Hórmang - ný hagvaxtargrein?" - Um erlendu fatafeUurnar sem hér sýna og hin fjögur „hóruhús" sem út- varpið greindi frá að hér væru starf- andi undir því yfirskini að þar færi fram listdans. Og nú er búið að upp- lýsa mikið fjármálasvindl varðandi þessa starfsemi, þar sem ekki eru greidd lögboðin gjöld af rekstrinum. Er einhver ástæða tU aö líða svona starfsemi í landinu? Hvað segja þeir í dómsmálaráðuneytinu? Þora þeir ekki að ráðast gegn ósómanum? Ósómanum i fikniefnamálum og ósómanum í vændisrekstrinum? Burt með aUa strípastaöina, þeir verða aldrei ein af hagsvaxtargreinunum. Ekki raða á listana Svala hringdi: Svo virðist sem flokkarnir ætli sums staðar að viðhafa þá aðferð að raða frambjóðendum á lista sina í staö þess að halda prófkjör. Meira að segja virðast sjálfstæðismenn ætla að raða á lista sinn í Reykjavík. Það þyk- ir mér undur og stórmerki ef Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar ekki að við- hafa prófkjör í sínu höfuðvígi. Þessu trúi ég ekki fyrr en ég tek á. Ekki raða á listana, ég vU fá prófkjör, ann- ars kýs ég ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.