Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
15
Spilað
i anda
Suzukis
Bömin í Tónlistarskóla
íslenska Suzukisambandsins
em ekki há í loftinu. Þau
töfra þarfram tóna í anda
meistara Suzukis sem hefði
orðið 100 ára á þessu ári.
Litlum sálum finnst gott að hafa
mömmu eða pabba með t spilatíma.
Foreldramir taka því virkan
þátt t samspilinu.
Hefur tröllatrú á tónlistarnámi
Karl Ágúst Úlfsson leikari og
Ásdís Olsen ritstjóri eiga
fjögurra ára dóttur, Bryn-
hildi, sem hóf í haust píanónám
við Tónlistarskóla íslenska
Suzukisambandsins. Hún hafði
verið á biðlista í tvö ár. Litla stúlk-
an á þrjú eldri systkini sem öll
hafa verið í tónlistamámi. Píanóið
var valið vegna þess að það er pí-
anó á heimilinu. „Bömum finnst
alltaf freistandi á glamra á píanó.
Annars finnst mér ekki skipta höf-
uðmáli hvaða hljóðfæri er valið,“
segir Karl Ágúst.
Brynhildur varð spennt þegar
hún frétti af fyrirhuguðu tónlistar-
námi. „Ég held að henni hafi þótt
hún vera orðin stór þegar henni
var sagt að þetta stæði til.“ Hjónin
kusu að skrá Brynhildi í Tónlistar-
skóla íslenska Suzukisambandsins
vegna þeirrar hugmyndafræði sem
námið byggist á en þar er unnið
með eðlislægar forsendur barnsins
til að læra - líkt og það lærir
tungumálið sem fyrir því er haft.
Ástæðuna má líka rekja til þess að
nokkrir kunningjar hjónanna eiga
böm sem hafa numið við skólann.
„Við höfum fylgst með gangi máli
í gegnum þau og okkur leist nógu
vel á útkomuna til að viö værum
til í að prófa þetta sjálf. Námið í
skólanum krefst agaðra vinnu-
bragða."
Eins og komið hefur fram mæta
foreldrar með börnun sínum i
spilatíma. Karl Ágúst ætlar að
taka það hlutverk að sér. Það þýð-
ir að hann fylgist með æfmgum
dótturinnar þegar heim er komið.
„Öll jákvæð samvera foreldra og
bama er til góðs. Þama eru í raun
og vera báðir aðilar að læra sam-
an og ég tel að tengslin á milli okk-
ar verði nánari en ella.“
Karl Ágúst segist hafa tröllatrú
á tónlistamámi. „Ég tel mikilvægt
að böm kynnist tónlist frá unga
aldri og ég held að það hjálpi fólki
á lífsleiðinni á fjölbreyttan hátt.
Tónlistamám hefur æskileg áhrif
á þroska og allra handa heilastarf-
semi. Tónlist er ekki einstakt og
einangrað fyrirbæri. Það er tónlist
í lífinu og það er tónlist í tungu-
málinu. Ef við lærum að öðlast til-
finningu fyrir tónlist skerpum við
margs konar skynjun á tilvemna."
-SJ
Karl Ágúst Úlfsson og Bryn-
hildur við nótnaborðið.
DV-mynd Teitur
Verð svo
Hanna Valdís Guðmundsdóttir
er píanókennari við Tónlist-
arskóla íslenska Suzukisam-
bandsins. Dóttir hennar, Tinna, sem
er 14 ára, var þar í píanónámi í 6 ár
og Hrafnhildur, sem er 10 ára, hefur
verið þar í fiðlunámi í fimm ár.
„Ég byrjaði í skólanum þegar ég
Mæðgurnar Hanna Valdís og Hrafnhildur. Hanna Valdís, sem söng inn á
hljómplötur í æsku, segir að í gegnum tónlistarnámið eignist börnin fjár-
sjóð. DV-mynd Hilmar Þór
var íjögurra ára vegna þess að
mamma er tónlistarkennari," segir
Hrafnhildur. Tónlistin gefúr manni
mikið. „Ég verð meira lifandi og ég
verð svo glöð þegar ég spila."
Hanna Valdís segir að Hrafnhild-
ur hafi verið betur undir Suzuki-
námið búin en systir hennar. „Nám-
ið byggist mikið upp á hlustun og
Hrafnhildur var búin að hlusta á
systur sína æfa í fjögur ár.“ Tinna
lærði á píanó vegna þess að Hanna
Valdís spilaði á hljóðfærið og treysti
sér til að fylgja náminu eftir. Fiðlan
var valin fyrir Hrafnhildi vegna þess
að Hanna Valdís var búin að kynn-
ast Suzuki-aðferðinni. „Ég var auk
segir hún og hlær. Eftir vikurnar
sex gat Hanna Valdís aðstoðað
Hrafnhildi fyrsta árið í skólanum.
„Foreldrar senda börn sín í
Suzuki-nám með hag barnsins í
huga. Mér finnst námið upplagt upp
á samskiptin að gera. Foreldrar og
böm eiga góðar stundir saman og ég
vissi það vegna þess að ég hafði sjálf
átt góðar stundir í tónlistinni."
Hanna Valdís segir að oft og tíð-
um þurfi foreldrar að leggja heilmik-
ið á sig til að dæmið gangi upp. Það
getur reynst útivinnandi foreldram
erfitt að komast í spilatíma með
bömunum, auk þess sem þau þurfa
að sjá um að bömin, sem sum era
Músík og móðurmál
Eitthundrað og sextíu börn
stunda nám við Tónlistarskóla
íslenska Suzukisambandsins í
Reykjavík. Um 400 börn era á
biðlista. Það er staðreynd
að sumir foreldrar
skrá börn sín í skól-
ann þegar þau era
nýfædd. Sum era
einungis þriggja
ára þegar þau
byrja að fóta sig
í tónlistinni.
Það þykir góð-
ur aldur þar
sem böm era
svo næm á
þessum aldri.
„Börn læra
móðurmálið
með því að
hlusta og
herma eftir.
Við notum þá
aðferð þegar
bömin byrja í
skólanum,"
segir Mary
C a m p b e 11
skólastjóri. „Bömin hlusta á geisla-
diska eða spólur heima og spila síðan
lögin á þeim eftir eyranu. Þau fara
ekki strax að lesa nótur. Þessi aðferð
á að auka þroska bamanna.
Þau verða líka agaðri fyr-
ir vikið.“ Sonur Mary er
sjö ára. Hann hóf nám í
skólanum þegar hann
var nýorðinn þriggja
ára. í dag finnst honum
gaman að fara á
Mary Campbell með ungum nemanda sínum. Stúlkan heitir
ir og er fjögurra ára.
tónleika sinfóníuhljómsveitarinnar.
Foreldrar bamanna í Suzuki-skól-
anum koma með þeim í tíma. í skól-
anum er söngdeild, fiðludeild,
víóludeild, sefiódeild og
píanódeild. Fyrstu önn-
ina þurfa foreldrar
bama í fiðludeildinni
að sækja sex vikna
námskeið áður en
bömin hefja þar nám.
Allir foreldrar skrifa
niður hvað gerist í
spilatímunum og
vinna heima með
börnunum á
hverjum degi.
Þetta þurfa for-
eldramir að
gera þangað til
bömin era tíu
til ellefu ára.
Það gæti verið
að þeirra böm
séu upprenn-
andi Nigel
Kennedy eða
Perla Ásmundsdótt- Anne Sophie
DV-mynd Teitur. Mutter. -SJ
glöð þegar ég spila
þess öruggari sem foreldri."
Hanna Valdís sótti nokkurra
vikna námskeið þar sem hún kynnt-
ist fiðlunni áður en HrafnhUdur hóf
nám við skólann. „Ég komst að því
að það er heilmikið mál að halda
bæði á fiðlunni og boganum og fá
tón. Þetta var hörmung hjá mér,“
innan við sex ára, haldi uppi reglu-
bundnum æfingum heima. „Auðvit-
að skiptast á skin og skúrir."
Burtséð frá skúrunum segir
Hanna Valdis að náminu fylgi agi og
að það byggist upp á að þroska and-
lega einbeitingu og hugsun auk þess
sem það krefjist heilmikiUar sam-
hæfingar. „Námið örvar bömin og
opnar fleiri víddir en eUa. í gegnum
tónlistamámið eignast bömin fjár-
sjóð."
-SJ