Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Qupperneq 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
23
Iþróttir
BlcancS i P oka
Þorkell Gudbrandsson heldur
áfram að skora grimmt fyrir Cottbus
í þýsku C-deUdinni i handknattleik.
Hann gerði 9 mörk um helgina þegar
lið hans gerði jafntefli, 25-25, við
Lichtenrade á útivelli. Cottbus er efst
í sínum riðli og Þorkell er marka-
hæstur.
Hollenska knattspyrnufélagió Fey-
enoord hefur verið tekið til rann-
sóknar fyrir meint skattsvik. Þau eru
talin tengjast kauptun á erlendum
leikmönnum á þessum áratug en þar
á meðal eru Arnar og Bjarki Gunn-
laugssynir sem Feyenoord fékk frá
ÍA árið 1992.
Ellefu rauð spjöld litu dagsins ljós í
tíu leikjum i spænsku A-deildinni í
knattspyrnu um helgina. Þetta er
versta umferð i deildinni í niu ár að
þessu leyti. Johan Cruyff fyrrum
þjáifari Barcelona, skrifaði í blaðið
Marca í gær að helmingur brott-
vísananna hefði átt rétt á sér, hinn
helminginn mætti skrifa á dómarana
sem virtust túlka reglur íþróttarinn-
ar hver á sinn hátt.
Ófarir belgíska knattspyrnurisans
Anderlecht halda áfram. Um helgina
féll liðið út í 32-liða úrslitum bikar-
keppninnar fyrir B-deildarliði Dend-
erleeuw í vitaspyrnukeppni eftir 3-3
jafntefli liðanna. Þá voru meistarar
Club Brugge slegnir út af B-deildar-
liði Liege.
Trond Sollied, þjálfari norsku meist-
aranna í knattspyrnu, Rosenborg, er
að fara til Belgíu þar sem hann tekur
við liði Gent.
Massimo Morrati, forseti ítalska
knattspyrnufélagsins Inter Milano,
bað i gær stuðningsmenn félagsins af-
sökunar á tapi liðsins, 3-5, fyrir Lazio
í fyrrakvöld.
Peter Knowles og Colin Haughton,
landsliðsmenn Englands í badmint-
on, voru i gær dæmdir i bann í lands-
liðinu. Eftir keppni í Hollandi fyrir
skömmu brutu þeir upp kústaskáp á
hóteli i ölæði og notuðu kústana til
að spila krikket.
Sveinn Áki Lúðviksson var endur-
kjörinn formaður íþróttasambands
fatlaðra til tveggja ára á sambands-
þingi þess á laugardaginn. Ein breyt-
ing varð á stjórn, Kristján Svan-
bergsson var kjörinn gjaldkeri í stað
Guðmundar Grímssonar sem gaf
ekki kost á sér.
Tómas Ingi Tómasson þótti standa
sig mjög vel í fyrsta leik sínum með
AGF i dönsku knattspyrnunni á
sunnudaginn. AGFvann þá Aarhus
Fremad í nágrannaslag í A-deildinni
og vann, 3-2. Sagt var í dönskum
blöðum að Tómas hefði barist af
miklum krafti ailan leikinn á erfiðum
og rennblautum vellinum. Hann ætti
eftir að laga sig að hraðanum en
stuðningsmenn AGF hefðu fagnað
honum vel þegar honum var skipt af
velli seint í leiknum.
Steingrímur Jóhannesson, marka-
kóngm- úr Eyjum, er kominn heim
frá þýska félaginu Frankfurt. Hann
fékk ekki tilboð um samning, enda
hafa Þjóöverjamir verið að prófa
mikinn fjölda knattspyrnumanna
síðustu daga. Sænska félagið Elfsborg
hefur falast eftir Steingrími en óljóst
er með framhaldið.
Róbert Julian Duranona skoraði 4
mörk á laugardaginn þegar lið hans,
Eisenach, tapaöi fyrir Frankfurt,
25-19, í þýsku A-deildinni í hand-
knattleik.
Martin O’Neill, framkvæmdastjóri
enska knattspymufélagsins Leicest-
er, tók sér í gærkvöld sólarhrings
frest til að ákveða hvort hann fari til
starfa hjá Leeds. Stuöningsmenn Lei-
cester ákölluðu hann um að fara
hvergi á leik liðsins við Tottenham í
gærkvöld og stjóm Leicester er til-
búin með nýjan og glæsilegan samn-
ing handa O’Neiil.
Eigendur NBA-liöanna í körfu-
knattleik fengu tromp á hendi í gær-
kvöld í samningsstríði sínu við leik-
menn. Þá úrskurðaði réttur í New
York að þeir þyrftu ekki að greiða
leikmönnum á meðan verkbannið
stæði en það hefur verið i gildi frá 1.
júli. Ef dæmt hefði verið leikmönnum
i hag, hefði verið þýðingarlitið fyrir
eigendur að halda verkbanninu til
streitu en nú er pressan öll á leik-
mönnunum aö semja. Fyrstu umferð-
um NBA-deildarinnar hefur þegar
verið frestað.
-VS
Jóhannesi hrósað
DV, Belgíu:
Jóhannes Karl Guðjónsson, Skagamaðurinn ungi, fékk mikið hrós
fyrir frammistöðu sína með Genk gegn
Zultse í belgísku bikarkeppninni í blaðinu
Het Nieuwsblad í gær. Eins og fram kom í
DV í gær var þetta fyrsti leikur Jóhannesar
í byrjunarliði Genk en hann tók stöðu Þórð-
ar bróður síns sem er meiddur.
„Ég er dauðþreyttur því þetta var fjórði leik-
urinn minn á einni viku,“ sagði Jóhannes
við belgíska blaðið, en hann lék þrjá leiki
með unglingalandsliði íslands í Frakklandi.
„Ég var mjög ánægður með að fá að byrja og
var að vonast eftir því fyrst Þórður og Hor-
vath eru meiddir,“ sagði Jóhannes. -KB
„Eg er ekki
bestur í heimi“
- Mark O’Meara hógværðin uppmáluð
Bandaríski kylfmgurinn Mark
O’Meara segist ekki vera besti
kylfingur heims um þessar mund-
ir. Þetta sagði O’Meara skömmu
eftir að hann hafði tryggt sér
heimsmeistaratitilinn í holukeppni
með sigri yfir Tiger Woods í úrslit-
um.
„Ég held að ég sé sá þriðji besti
sem stendur og er yfir mig ánægð-
ur með það. David Duval og Tiger
Woods eru í sætunum fyrir ofan
mig. Duval hefur átt frábært tíma-
bil og sigrað á sjö mótum. Tiger
Woods hefur kannski oft unnið
fleiri mót en hann verðskuldar
fyrsta eða annað sætið. Ég hef
aldrei sett stefnuna á að vera sá
besti í heimi, aðeins að leika eins
gott golf og ég frekast get,“ sagði
O'Meara.
O'Meara vann sigur á US
Masters og British Open á þessu
ári og þrátt fyrir hógværðina er
hann af mörgum talinn sá besti í
heiminum í dag.
Mark O’Meara tryggði sér heimsmeistaratitilinn í holukeppni um helgina en segist
þrátt fyrir það ekki vera besti kylfingur heims í dag. Reuter
Lindsay Davenport frá Bandaríkjunum fagnar hér sigri sínum á
Evrópumeistaramótinu í tennis innanhúss. Davenport lék til úrslita gegn
Venus Williams og sigraði 7-5 og 6-3. Davenport er nýlega komin í efsta
sæti heimslistans í tennis kvenna og virðist ekki ætla láta þetta eftirsótta
sæti af hendi á næstunni. Reuter
Gigi Simoni, þjálfari Inter Milan, var ekki upplitsdjarfur eftir hrikalegt tap
Inter á heimavelli sínum gegn Lazio i ítölsku knattspyrnunni um síðustu
helgi. Hér gengur hann af leikvelli eftir 3-5 tapið sem er eitt versta tap
Inter á heimavelli í ítölsku A-deildinni frá upphafi. Reuter
Markus Wieser frá Þýskalandi siglir hér skútu sinni ásamt áhöfn til sigurs
í alþjóðlegri siglingakeppni sem fram fór á Spáni og lauk í gær. Sigur
Wiesers var mjög öruggur og langt í næstu skútu. Reuter
Pete Sampras hampar hér verölaunum sem hann fékk um síöustu helgi
fyrir sigur á opna austurríska meistaramótinu innanhúss í tennis.
Sampras sigraði Karol Kucera frá Slóvakíu í úrslitum, 6-3, 7-6 og 6-1.
íþróttir
DV
Hógvær
meistari
ETjl ENGLAND
Bryan Robson hefur skrifaö undir
nýjan fimm ára samning við Middles-
brough og verður við stjómina áfram
hjá liðinu þrátt fyrir vangaveltur um
annað. Robson hafði verið orðaður
við enska landsliöið. „England hefur
ágætan þjálfara og ég er ánægöur hér
hjá Middlesbrough. Við erum á réttri
leið en margt er enn ógert og ég vil
taka þátt i frekari uppbyggingu hjá
Middlesbrough," sagði Robson í gær.
Glenn Hoddle, iandsliðsþjálfari Eng-
lands, hefur sagt að hann sé ekki að
hætta sem landsliðsþjálfari. „Allir
sem þekkja mig vita hve það er mér
mikils virði að standa mig í minu
starfi. Ég mun vinna að því áfram að
standa mig i minu starfi og að enska
liðið nái góðum árangri." Einn af for-
ráðamönnum enska knattspyrnusam-
bandsins bað menn í gær um að
halda ró sinni og gefa Hoddle tæki-
færi til aö sinna sinu starfi í friði.
Mjög liklegt er talið að Peter
Schmeichel taki á ný stöðu sína í
marki Manchester United er liðið
leikur gegn danska liðinu Bröndby i
meistaradeild Evrópu á morgun.
Schmeichel æfði í hálfa klukkustund
með United um síðustu helgi en hann
hefur verið mjög slæmur i maga.
Alex Ferguson hefur ekki misst
trúna á danska markveröinum þrátt
fyrir hrikaleg mistök í síðasta leik
sínum með United gegn Bayern
Múnchen í meistaradeildinni. „Hann
er enn einn besti markvörður heims
í dag,“ sagði Ferguson.
Steve McManaman á í viöræðum við
forráðamenn Liverpool um endumýj-
aðan samning. Samningur McMan-
amans rennur út eftir yfirstandandi
tímabil. „Við erum að ræða við Mc-
Manaman og erum bjartsýnir á að
niðurstaða líti dagsins ljós á næstu
dögurn," sagði Roy Evans, stjóri
Liverpool í gær.
B-deildarlið Wolves hefur orðið fyr-
ir miklu áfalli. Robbie Keane, einn
mesti markaskorari liðsins, er illa
meiddur á hné og verður að gangast
undir uppskurð. Hann verður frá I
nokkrar vikur og Wolves er þegar
farið að leita að nýjum leikmönnum.
George Graham, stjóri Tottenham,
segir aö Sol Campbell sé álitlegur
kostur sem fyrirliði enska landsliðs-
ins i framtíðinni. -SK
Keflavík mætir KFÍ
Dregið var til 32-liða úrslitanna í bikarkeppni karla í
körfuknattleik á sunnudag. Tveir innbyrðis leikir verða á
milli úrvalsdeildarliða, Keflavík fær KFÍ í heimsókn og
Valur tekur á móti KR.
Bikarmeistarar Grindavikur hefja titilvörnina gegn 2.
deildar liði Dalvíkur á útivelli. Þessi lið mætast í umferð-
inni sem fer fram um mánaðamótin:
Hvöt - Þór Þorlákshöfn
Smári - Öminn
Reynir, Hellissandi - Þór, Akureyri
Stafholtstungur - Tindastóll
Selfoss - Breiðablik
Reynir, Sandgerði - Njarðvík
ÍV - Stjarnan
Golfklúbbur Grindavíkur - Sindri
Hamar - ÍS
Fjölnir - Snæfell
Skallagrimur - Grindavík B
ÍR - Haukar
Dalvík - Grindavík
Valur - KR
Keflavík - KFÍ
HK-ÍA
-VS
Sviss-ísland á morgun:
Patrekur
er líklegur
- ætti að geta spilað í Aarau
Þórður Guðjónsson:
Lærvöðv-
inn er rifinn
í gær kom í ljós að Þórður Guðjónsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, er meö rifmn vöðva í
læri. Nokkur bjartsýni var um að Þórður hefði
sloppið með tognun en læknisrannsókn í gær
leiddi annað í ljós.
Þetta þýðir að Þórður verður minnst þrjár vikur
frá keppni og sennilega eitthvað lengur. Hann
missir því ömgglega af báðum leikjum Genk við
Mallorca í Evrópukeppni bikarhafa en sá fyrri fer
fram á fimmtudagskvöldið og sá síðari tveimur vik-
um síðar. -VS
- líkur á að bræðurnir þrír spili saman
Nokkrar líkur eru á því að enska Rúmena í Evrópukeppninni á mið-
knattspyrnufélagið Newcastle láni vikudaginn.
Bjama Guðjónsson til belgíska félags- -VS
ins Genk. Hann myndi þá leika þar
við hlið bræðra sinna, Þórðar
og Jóhannesar.
Bjami hefur fengið heimild
frá Newcastle til að fara á
lánssamning til annars félags í
minnst þrjá mánuði. Hann
hefur engin tækifæri fengið í
leikmannahópi aðalliðs félags-
ins. Hann var í Belgíu um
helgina og er væntanlegur aft-
ur þangað i dag. Á fostudag
spilar hann leik með varaliði
Genk og í kjölfarið kemur í
ljós hvort af lánssamningnum
verður.
Genk vantar tilfinnanlega
sóknarmann því í ljós er kom-
ið að ungverski leikmaðurinn
Horvath er fótbrotinn. Hann Þórður og Bjarni Guðjónssynir gætu orðið samherjar hjá Genk innan
meiddist í leik Ungverja og skamms ef Bjarni verður lánaður til félagsins. DV-mynd GH
Má boxa
íþróttanefnd Nevada-fylkis í Bandaríkj-
unum gaf í gærkvöld Mike Tyson leyfi
til að taka þátt í hnefaleikakeppni í fylk-
inu á ný. Tyson hefur verið í banni síð-
an hann beit eyrað af Evander Holyfi-
eld í bardaganum alræmda á síðasta
ári. Leyfinu fylgja afar ströng skilyrði
um hegðun og framkomu Tysons og
honum var gerð grein fyrir því að þetta
yrði hans allra síðasta tækifæri til að
koma ferli sínum á réttan kjöl á ný. Á
myndinni bregður Tyson á leik í dóms-
salnum í gær og sýnir eiginkonu sinni
tennurnar beittu. Reuter
Þrjú met á
Ægismótinu
Þrjú aldursflokkamet voru
slegin á sundmóti Ægis í Sund-
höll Reykjavíkur um helgina.
Hermann Ragnar Unnarsson,
Njarðvík, setti sveinamet í 200 m
flugsundi, 2:43,27 mínútur.
Jón Oddur Sigurðsson, Njarð-
vík, setti drengjamet í 50 m
bringusundi, 33,13 sekúndur.
Öm Amarson, SH, setti pilta-
met í 100 m skriðsundi, 51,09 sek-
úndur.
Þær Elín Sigurðardóttir úr SH
og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir
frá Akranesi vom sigursælustu
einstaklingamir á mótinu en
þær unnu þrjár greinar hvor.
-VS
DV, Suhr:
Islenska landsliðið í handknatt-
leik er komið til Suhr í Sviss en á
miðvikudagskvöld mæta íslending-
ar Svisslendingum í undankeppni
HM og fer leikurinn fram í Aarau.
Fimm leikmenn lögðu í hann
eldsnemma í gærmorgun en það
voru leikmennirnir sem leika á fs-
landi. Þeir hittu svo fyrir atvinnu-
mennina níu sem leika í Þýskalandi
að undanskildum Júliusi Jónassyni,
sem spilar í Sviss, á flugvellinum í
Zúrich. Þaðan hélt íslenski lands-
liðshópurinn til Suhr sem er spöl-
kom frá keppnisstaðnum í Aarau.
Patrekur Jóhannesson verður að
öllum líkindum með í leiknum en
eins og fram hefur komið hefur
hann átt í meiðslum og á tímabili
var tvísýnt hvort hann gæti leikið
- -
gegn Svisslendingum. Patrekur spil-
aði með liði Essen á sunnudags-
kvöldið en lék að mestu í vörninni.
Patrekur sagði í samtali við DV í
gærkvöld að hann væri allur að
koma til og líklega yrði hann klár í
slaginn annað kvöld. Að öðru leyti
era allir íslensku landsliðsmennirn-
ir heilir og tilbúnir í erfitt verkefni
gegn Svisslendingum.
Með myndband frá Sviss
Þorbjöm Jensson og landsliðs-
strákarnir skoðuðu leiki Svisslend-
inga gegn Ungverjum á myndbandi
í gærkvöld en spóluna fékk Þor-
björn frá svissneska samhandinu og
í staðinn lét hann Svisslendinga fá
spólu af leikjum íslendinga og
Finna. -GH
Patrekur Jóhannesson virðist vera
kominn í gott stand.
AIK stendur best að vigi
- í baráttunni um sænska meistaratitilinn
AIK þykir sigurstranglegast í bar-
áttunni um sænska meistaratitilinn
í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á
Örebro í gærkvöld. Með tapinu er
Örebro úr leik í titilslagnum. Hlyn-
ur Birgisson lék allan leikinn í vöm
Örebro.
Þessi úrslit setja mikla pressu á
Hammarby, lið Péturs Marteinsson-
ar og Péturs Bjamar Jónssonar.
Hammarby mætir Halmstad á
morgun og verður að sigra til að
halda í við AIK.
AIK er með 41 stig og á 3 leiki eft-
ir. Hammarby er með 38 stig og á 4
leiki eftir, Helsingborg er með 38
stig og á 3 leiki eftir og Halmstad er
með 36 stig og á 4 leiki eftir. Barátt-
an um titilinn stendur á milli þess-
ara fjögurra liða í lokaumferðunum.
Norrköping tapaði sínum Fimmta
leik í röð, 1-3, fyrir Frölunda, og er
komið í fallhættu. Birkir Kristins-
son sat að vanda á varamanna-
bekknum hjá Norrköping.
-VS
Sex frá Jasoni
Jason Ólafsson skoraði 6 mörk um helg-
ina þegar lið hans, Dessau, vann Hildes-
heim, 21-19, á útivelli í þýsku B-deildinni
í handknattleik. Jason hefur þar með
skorað 52 mörk í fyrstu sjö leikjunum.
Dessau komst í 7. sæti norðurriðils
deildarinnar með sigrinum en liðið er
með 8 stig eftir 7 leiki. Nordhorn er efst
með 16 stig en síðan kemur Hameln, und-
ir stjóm Alfreðs Gíslasonar, með 15 stig.
-VS
Leicester vann
Tottenham
Leicester vann Tottenham,
2-1, í ensku knattspyrnunni í
gærkvöld. Les Ferdinand kom
Tottenham yfir en Emile Heskey
og Muzzy Izzet svöraðu fyrir
Leicester, sem komst með sigr-
inum í 11. sæti A-deildar með 12
stig. Tottenham er í 14. sæti með
11 stig. -VS
Guðrún dæmir
í Þýskalandi
Guðrún ísberg, alþjóðlegur
dómari í þolfimi, verður á meðal
dómara á opna þýska meistara-
mótinu í greininni sem fram fer
í Hannover í næsta mánuði.
Þýska fimleikasambandið falað-
ist eftir því að fá Guðrúnu, sem
dæmir með rússneskri konu, Jel-
enu Levina. -VS
Bjarni lánað-
ur til Genk?
Badminton:
Broddi og Elsa
best á Akranesi
DV, Akranesi:
Broddi Kristjánsson og Elsa Nielsen úr TBR sigr-
uðu í einliðaleik meistaraflokk á Atlamótinu í bad-
minton sem fram fór á Akranesi á laugardaginn.
Broddi mætti Egidijus Jankauskas úr UMFH i úr-
slitaleik karla og sigraði, 15-9 og 15-11.
Elsa mætti Brynju Pétursdóttur úr TBR og sigraði,
13-10, 6-11 og 11-7.
Guðmundur Adolfsson og Jónas Huang úr TBR sigr-
uðu í tvíliðaleik karla, Brynja Pétursdóttir og Elsa
Nielsen úr TBR í tvíliðaleik kvenna og þau Elsa og
Njörður Ludvigsson úr TBR sigruðu í tvenndarleik.
í A-flokki sigruðu Eva Petersen, TBR, og Aðalsteinn
Huldarsson, ÍA, í einliðaleik kvenna og karla. Davíð
Guðmundsson og Helgi Jóhannesson, TBR, sigruöu í
tvíliðaleik karla, Eva Petersen og Unnur Magnúsdótt-
ir úr TBR í tvíliðaleik kvenna og Davíð Guðmundsson
og Oddný Hróbjartsdóttir úr TBR í tvenndarleik.
-DVÓ