Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Page 36
'í JLr Ltnvi » aðvmna, ^ fyrir kl. 16 a morgun iFRÉTTASKOTIÐ |l) SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið t hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 Sjö menn úr Fiskakletti: Náðuá tindinn í nótt „Þeir voru auðvitað rosalega ánægðir þegar þeir stigu á fjall- stoppinn. Það var sól og blíða á tindinum og þeir sögðust sjá Ever- est fjallið í um 15 kílómetra fjar- lægð. Þeir sögðu að þetta væri magnað og ég trúi því vel,“ segir Dagur Jónsson, björgunarsveitar- maður í Fiska- kletti í Hafnar- firði, en hann var 1 xAma Dablan. beinu simasam- bandi við sjö liðs- menn sveitarinnar sem komu á tind Ama Dablam í Nepal milli 2 og 3 í nótt að íslenskum tíma. „Ferðin gekk ótrúlega vel hjá þeim og þeir voru langt á undan áætlun. Þeir lögðu í lokaatlöguna sl. sunnudag og það er frábært að þeir skyldu ná á tindinn í nótt. Strákarnir eru allir við góða heilsu og eru nú á leið niður fjall- ið. Þeir eru í góðu formi og að- stæður á fjallinu góðar þannig að ‘^ferðin niður ætti að ganga vel,“ segir Dagur, sem var í stöðugu símasambandi við leiðangurs- menn í nótt. -RR Borgarstjóra á þing: í góðum félagsskap - segir Ingibjörg Sólrún Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði í morgun í samtali við DV að hún væri i ji»eannarlega ekki í slæmum félags- skap með Jóni Baldvin Hanni- balssyni, þegar bornar voru und- ir hana niður- stöður könnunar blaðsins á því hvaða ein- staklinga al- menningur vill helst fá inn á þing sem ekki eru þar nú. Jón Baldvin er sá sem fólk vill helst sjá á Alþingi á eftir Ingibjörgu Sólrúnu. Ingibjörg ítrekaði það sem hún hefur áður lýst yfir, að hún verði í t i^orgarstjórn út kjörtímabilið. Ekki ratandi til að víkja frá þeirri ákvörð- un. Nánar á bls. 4 -SÁ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Skákstúlkurnar Aldís Rún Lárusdóttir, Harpa Ingólfsdóttir og Ingibjörg Edda Birgisdóttir báru saman bækur sfnar í gærkvöld. Þeim er eðlilega brugðið enda fá drengir að fara á heimsmeistaramót í skák fyrirhafnarlítið en þeim er gert að safna fyrir förinni. Jafnréttisráði er brugðið vegna málsins. DV-mynd S Jafnréttisráð harðort í framhaldi fréttar DV um að skákstúlkur borgi sjálfar: Gegn jafnréttislögum - og Skáksambandið bert að grófri mismunun. Safnað fyrir stúlkurnar Jafnréttisráð ræddi forsíðufrétt DV á fundi sínum í hádeginu í gær- dag og ályktaði í kjölfarið um það þegar strákar fara ókeypis á skák- mót erlendis en stelpumar þurfa að borga fyrir sig sjálfar. Stjóm Skák- sambandsins fær á baukinn í álykt- < un ráðsins. Skák- samband íslands ber sem fyrr við erfiðum ijárhag og segir þátttöku stúlkna í skák afar litla, erfltt sé að koma á jöfnuði milli kynjanna. „Það er ekki okk- ur að kenna aö við erum svona fáar, en þetta er ósanngjarnt," sagði ein stúlknanna fjögurra í gærkvöldi. Þær em á aldr- inum 15 til 17 ára. „Við fundum eftir frétt DV í gær mikinn og góðan stuðning fólks.“ Stúlkumar sögðust ákveðnar í að fara utan. Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs, sagði í gær að ráðið hefði vægast sagt verið undr- andi og nánast orðlaust. „Það er ljóst að ráðiö lítur svo á að þarna sé um grófa mismunun að ræða og að þessi ákvörðun Skáksambandsins sé í engu samræmi við tilgang og mark- mið jafnréttislaga. Það ber líka að hafa í huga að þarna er um að ræða samtök sem njóta styrks frá íslenska ríkinu," sagði Elsa. “Mér finnst þessi atburður segja okkur betur en margt annað að það veröur að taka á þessari mismunun sem byrjar strax i hópum stúlkna og drengja. Þetta heldur áfram upp í gegnum árin, hvort heldur þú ert í íþróttum eða öðra félagslifl, eða ver- ið er að tala um annað það sem okk- ur finnst jöfn tækifæri. Þau era mjög ójöfn, en það virðist alltaf eins og hægt sé að finna skýringar á því hvers vegna sama staða er ekki hjá piltum og stúlkum. Núna er sagt að strákarnir séu betri í skákinni. Þetta er röng hugsun, það á að taka bestu stúlkumar og bestu drengina og kosta báða hópana," sagði Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður jafhaðarmanna, í gær. „Forseti skáksambandsins kemst ekki frá þessu með einhverju fleipri eða vitleysu," sagði Ólafur H. Ólafs- son æskulýðsleiðtogi í Taflfélagi Reykjavíkur í morgun. „Hann er að ljúga sig út úr þessu. Fyrir viku fengum við þau boð að stelpurnar fengju að fara ef þær söfnuðu sjálf- ar fyrir ferðinni. Strákamir hafa ekki þurft af hafa fyrir þessu. Mér er nú málið skylt því þrir strákam- ir era hjá mér í Taflfélagi Reykja- víkur og hef umsjón með þeirra þjálfun. Þetta er dapurleg stað- reynd. Núna erum við að hlaupa um bæ- inn og reynum að safna upp í ferðina. Þetta era stelpur sem hafa alllangan móta- feril. Verksmiðjan Vífilfell, fram- leiðandi Coca- Cola, sýndi við- brögð þegar for- ráðamenn hennar fréttu af misrétt- inu í síðustu viku. Friðrik Eysteins- son markaðsstjóri vildi sem minnst úr málinu gera í gær, sagði aðeins að mönnum hefði blöskrað óréttlæt- ið. Ein stúlknanna fjögurrra var styrkt til utanfararinnar. Toyota hefur ákveðið að hjálpa til og fleiri fyrirtæki. í upplýsingum sem bárast blað- inu í gær frá Skáksambandi íslands segir að á undanfornu ári hafi 154 keppendur tekið þátt í fjórum mót- um, þar af hafi aðeins verið 6 stúlk- ur. Þessi staðreynd hafi áhrif á ákvarðanir þegar velja þarf á milli unga fólksins. -JBP Bílvelta og banaslys Maður á sextugsaldri lést er vörubifreið sem hann ók fór út af veginum og valt í gærmorgun, skammt stmnan Húsavíkur. Að sögn lögreglu var krapi á veginum og talsverð hálka. Mað- urinn mun hafa lent undir bif- reiðinni og var látinn þegar lög- regla kom á vettvang. Nafh hans verður ekki birt að svo stöddu. Þrátt fyrir snjó og hálku hafa ekki orðið mörg umferðaróhöpp í umdæmi Húsavíkurlögreglunn- ar. Á Akureyri urðu hins vegar 14 árekstrar síðari hluta sunnu- dags og í gær en þar var fljúgandi hálka og fjöldi ökutækja enn á sumarhjólbörðum. -gk Elsa Þorkels- dóttir - gróf mismunun. Veðrið á morgun: Hvasst á öllu landinu Á morgun verður norðaustlæg átt, stormur suðaustanlands en víða stinningskaldi eða allhvasst í öðrum landshlutum. Rigning verður austan til, él norðvestan- lands, en þurrt að mestu suðvest- an til. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig, hlýjast suðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 37. *SUBWRY* *SUBWflV* «SUBWflVT MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-2c íslenskir stafir 5 leturstæröir 6 leturgerðir, 6, 9 og 12mm prentboröar Prentar í 2 línur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.