Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Blaðsíða 10
>0 menning MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 JUj"V Frummynd Ljósvíkingsins Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur hefur gert einsöguna að sínum fræðavettvangi, sögu daglegs lífs venjulegs fólks, og er staðráð- inn í að skipa hinum almenna manni á bekk í þjóðarsögunni. Hann stofnaði fyrir ári ritröð- ina Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og gaf út fyrstu bókina í henni, Bræður af Strönd- um, þar sem hann birti persónulegar heimildir tveggja vel skrifandi alþýðumanna að vestan, og í ár bætist enn einn Vestfirðingurinn við. Sigurður Gylfi stóð ásamt fleirum að Degi dagbókcirinnar 15. október, og áður en við spjöllum við hann um nýju bókina spyrjum við hann frétta af dagbókardeginum. Stórkostlegur árangur „Við erum í sjöunda himni,“ segir Sigurður Gyífi. „Fast að 6000 manns hafa þegar sent dagbókar- færslur sínar til Þjóðminjasafns- ins - ríflega 2% þjóðarinnar - og það er andskoti magnað. Auk þess hafa um 50 einstaklingar komið með handrit á Þjóðarbókhlöðu, allt frá fáeinum bréfum eða dag- bókarkorni upp í gríðarleg hand- ritasöfh. Gunnar Friðriksson gaf til dæmis bréfasafn Einars Ás- mundssonar i Nesi og dagbækur hans, fágætar heimildir um merk- an mann. Svo ánafnaði Gunnar Landsbókasafni sínu eigin hand- ritasafni og bara skráin yflr það er yfir hundrað vélritaðar síður! Þar eru dagbækur afa hans og föður og efni frá Gunnari sjálfum sem var framarlega í samtökum iðn- rekenda. Þetta eru ómetanlegar heimildir um árdaga iðnaðar á ís- landi.“ Danir gáfú út bók með sýnis- homum úr dagbókum fólks eftir Dag dagbókarinnar hjá sér og hún varð metsölubók þar. Meiningin er að gera þetta líka hér heima, en vill einhver lesa svona brot úr lífi fólks? „Já, þetta er furðulega skemmti- legt,“ segir Sigurður Gylfl. „Ég held að vandalaust verði að búa til læsilega og spennandi bók úr þess- um 6000 dagbókarfærslum. Sjálfum finnst mér sem sagn- fræðingi svo spennandi að fá fólk til að hugsa um sína þátttöku í sögunni. Með okkar daglega amstri eram við þátttakendur í henni þó að það sem við gerum í dag sé lítill skerfur. Þegar allur þessi fjöldi er kominn í einn pott þá er dagurinn orðinn mikilvæg heimild fyrir fræðimenn og rithöfunda framtíð- arinnar sem fjalla um hversdagslíf fólks. Hvað gerðu íslendingar 15. október 1998!“ Maður á tímamótum Núna á haustdögum var Sigurður Gylfi að gefa út dagbækur Magnúsar Hj. Magnússonar, sjálfsævisögu hans, bréf og i------------- kvæði undir heitinu Kraft- birtingarhljómur Guðdóms- ins. Við þekkjum þessi orð úr Heimsljósi Halldórs Laxness, enda hefur aldrei verið neitt leyndarmál að sveitarómaginn, bamakenn- arinn, þurrabúðarmaðurinn og tukthúslimurinn Magnús Hj. Magnússon var helsta fyr- irmynd að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi. Vora Magnúsi þá ekki gerð nógu rækileg skil í Heims- ljósi, einni mikilfenglegustu skáldsögu Evrópu á þessari öld? Þurftu heimildir hennar að koma á prent lika? „Ég nálgast þetta auðvitað fyrst og fremst sem sagnfræð- ingur og fyrir mér er þetta '------------- frábær heimild um lifskjör alþýðufólks á fyrri tíð,“ segir Sigm-ður Gylfi. „Hugsunin með rit- röðinni allri er að þar komi út athyglisverðar heimildir fyrir áhugamenn um sagnfræði. Handritadeild Landsbókasafns er stútfull af frá- bæram heimildum sem fólk veit ekkert af, og sárafáir sagnfræðingar hafa unnið með slíkar heimildir. Ég las Skáldið á Þröm eftir Gunnar M. Magn- úss sem unglingur og Heimsljós skömmu seinna og varð fyrir miklum áhrifum af þeim, einkum Heimsljósi. En um leið og ég fór að skoða þessar bækur sem sagnfræðingur sá ég annmarkana á þeim. Gunnar er að skrifa varn- arrit, Halldór er að skrifa skáldsögu og báðir túlka Magnús á sinn hátt. Magnús er mjög sérkennilegur maður og Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur - á alltaf erfiðara með sagnfræði og skáldskapar. DV-i stendur um margt á tímamótum. Hann er með annan fótinn í þessum forna heimi sem er svo miskunnarlaus en á líka til mikla mannúð Svo er hann líka í nýja tímanum sem kemur með vitund um réttindi manna til mannsæmandi lífs en er líka miskunnarlaus á sinn hátt. í dag- bókum Magnúsar hittum við á mann í lok 19. aldar sem ber skynbragð á hugmyndir nýja tímans en líka djöfulganginn sem þeim fylgir. Og hann ákveður að halda dagbók, skrásetja það sem er að gerast í lífi hans. Hann verður ----------------1 fyrir óvenjulega miklu harð- ræði og hann semur sina eig- in varnarræðu þar sem hann talar við framtíðina; segir: Ég vil að þið skiljið hvað ég þmfti að ganga í gegnum. Og þaö er eins og hann bæti við: Ég mun hafa sigur um síðir - þegar ævi mín verður gerð opinber. Þegar dagbækumar verða gefnar út. Dagbækur Magnúsar eru beinlínis spennandi texti og ég sá strax að fyrir sagnfræð- inga vora þær gullmoli, þrátt fyrir bækm- Gunnars og Hall- dórs, ekki síst nákvæmar lýs- ingar hans á daglegu lífi sínu.“ -------------Hver var Magnús? - En hvað með persónuna sjálfa? Era þrír Magnúsar í þessum þremur bókum? „Já, alveg tvímælalaust. En það er erfitt að svara þvi hver Magnús Hj. Magnússon var í raun og vera, vegna þess að hann er ekki að glíma við þá spumingu í textanum, og þegar maðm kemm að þessu flóði af orðum þá er erfltt að draga sam- an heildstæða mynd af mannin- um. í einhverjum skilningi held ég að hann sé sambland af skáldi Gunnars og Ólafi Kárasyni. Spmningin er líka hvort við getum treyst dagbókinni. Eða er hann að búa til einhverja ímynd? Vandinn hjá Magnúsi er að það er svo mikil upplausn í text- anum og ímynd hans líka. Einn daginn er hann kvennamaðm og hælir sér af þvi að allar konur falli fyrir honum, annan daginn er hann dæmdm nauðgari. Þetta era ansi mikil átök í sjálfsmynd eins manns. Hann er alltaf af glíma við sína eig- in sjálfsmynd en það sem við fáum er maðm sem er að móta líf sitt sjálfur alla sína ævi.“ - Er þá Ólafur Kárason einfald- ari persóna en Magnús? „Reyndar era þeir glettilega lík- ir. En um leið og þú snertir dagbók- ina þá ferðu að vinna úr henni, al- veg ósjédfrátt. Um leið og Magnús hefur lesið um sig sjálfan í dagbók- arfærslunum hefm hann farið að einfalda myndina af sér. Dagbækur Magnús- ar eru gott dæmi í umræðunni um hvers virði persónulegar heimildir séu. Hvað segja þær okkm? Hvað draga þær fram? Og um leið erum við komin að kjama sagn- fræðinnar: Hvers kon- ar heim erum við að endursegja? Eram við að búa eitthvað til eða eram við að segja frá einhverju sem við get- um sagt með sanni að hafi gerst? Ég er þeirrar skoð- unar að við sagnfræð- ingar notum heimildimar til þess að blekkja. Þetta era allt svip- myndir af heiminmn hjá okkur. Jafnvel hjá Magnúsi sjálfum verða til ímyndir þegar hann lítur til baka. Hann er að búa til ímynd af ævi sinni og það sama er með okkm sagnfræð- inga. Og í vissum skilningi er það líka það sem Halldór er að gera. Ég á alltaf erfiðara með skil- in milli sagnfræði og skáldskapar, ég verð að viðurkenna það. Við það er ég að glíma í inn- ganginum að Kraftbirtingarhljómi Guðdóms- ins. Við höfum þetta dásamlega dæmi sem Heimsljós er og getum borið saman sköpun Halldórs og sköpun Magnúsar á sínu eigin lifi. Svo kemur sagnfræðingurinn og nýtir sér hvort tveggja og býr til þriðja heiminn. Ég gef dagbókina út til að við getum notið frumtextans, því hann er stórskemmtileg lesn- ing, og hugmyndin með ritröðinni er sú að tengja almenning við sagnfræð- ina, gefa fólki kost á að setjast í stól sagnfræðings- ins og velta vöngum sjálft. Um leið og þú lest frásagn- ir fólks af daglegu lífi sínu ferðu ósjálfrátt að bera það saman við þitt eigið líf og það er svo einkenni- lega skemmtilegt. Ég fékk geysimikil viðbrögð við Bræðrum af Ströndum. Allir virtust finna eitthvað fyrir sig, hvort sem það vora ástarbréfin eða matarreikningarnir sem fólk heillaðist af. En ég held að útgáfan á dagbókum Magnúsar sé líka mikilll fengur fyr- ir áhugamenn um bókmenntir og aðdáendur Heimsljóss: að fá tækifæri til að virða fyrir sér frummyndina.“ Háskólaútgáfan gefur Kraftbirtingarhljóm Guðdómsins út. 3*4 skilin milli mynd ÞÖK Frakklandssaga Sölva Helgasonar Sölvi Helgason er persónugervingur þverstæðunnar í íslenskri menningar- sögu, eins og Jón Óskar skáld bendir á í formála sínum að útgáfu á verki eftir Sölva. Hann flakkaði milli bæja á öld- inni sem leið, sumir siguðu á hann hundum, aðrir skutu tímabundið yfir hann lágreistu skjólshúsi; þó málaði hann litrikar blómamyndir sem voru 1 hrópandi ósamræmi viö allar jurtir sem hann sá á sinni vegferð. Hann var sjálfmenntaður maður sem gegndi aldrei neinu embætti og fór aldrei til útlanda; þó tók hann sér fyrir hendur að skrifa samfellda sögu Frakklands frá því að Sesar lagði undir sig Gallíu ! ' ‘u ’ og til loka Napóleons- styrjaldanna 1815. Sölva tókst ekki að fá Frakklandssögu gefna út þó að það hefði hann þráð. Það er ekki fyrr en nú sem Jón Óskar hefur unnið texta sögunnar upp úr tveimur varð- veittum handritum Sölva og komið henni á prent. Ekki hefur tekist aö hafa upp á fyrirmynd Sölva að sögu sinni en Jón telur líklegt að hún hafi verið á dönsku. Ljóst er að minnsta kosti að heimildimar eru ekki skrifaðar frá sjónarmiði Frakka því oft er þeim hallmælt fyrir yfirgang þeirra. Varðveitt handrit eftir Sölva Helga- son era ótrúlega mikil að vöxtum, segir Jón Óskar sem áður hefúr gefið út ævisögu hans, Sölvi Helgason. Listamaöur á hrakningi (1984). Útgef- andi Frakklandssögu er Ólafur Jónsson sem hefur reist Sölva minnismerki í Lónskoti í Skagafirði. Eing og kunnugt er lést Jón um það leyti sem Frakklandssaga var að koma út. Hann fædd- ist 1921 og var einn af brautryöjendum módem- isma í ljóðagerð á ís- landi, gaf út fyrstu ljóða- bók sína 1953, Skrifað í vindinn. Hann gaf út endurminningar sínar í sex bindum og era þær ómetanleg heimild um eftirstríðsárin. Jón var ötull garðyrkjumaður á íslenskum menningar- akri alla starfsævi sína, orti, skrifaði sögur og var rómaður þýðandi, ekki síst franskra ljóða. Guðbergur hjá háskólakonum Guðbergur Bergsson talar um spænska listamanninn Goya á fundi hjá Félagi íslenskra háskólakvenna í Odda, stofu 101, annað kvöld kl. 20. Guðbergur gaf í haust út hjá Forlaginu bók með myndaröð Goyja, Kenjunum, ásamt skýringum með hverri mynd, túlkunum erlendra fræðimanna og sinni eigin túlkun. Hann sýnfr skyggn- ur af myndunum og talar um myndrööina. Fúndurinn er haldinn í samvinnu við heimspekideild og er öllum opinn. íslendingar á Krebsen Gallerí Krebsen í Kaup- mannahöfn hefur boðið Sigrid Valtingojer og Önnu Eyjólfsdóttur að sýna hjá sér undir yfirskriftinni Is- lands Kunst. Sigi'id sýnir tréristur og Anna sýnir lág- myndir og skúlptúra. Sigrid hefur áður sýnt grafík- myndir á Krebsen menning- arborgarárið 1996. Gallerí Krebsen er í Stu- diestræde 17 A í miðborg Kaupmannahafnar og stendur sýningin frá 6.-29. nóvember. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.