Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 45 Fréttamynd ársins, grátandi kona fyrir utan sjúkrahús í Bentalha í Alsír. Bestu frétta- myndirnar Þessa dagana stendur yfir í Kringlunni ljósmyndasýningin World Press Photo ‘98 sem er þekktasta samkeppni í heiminum á sviði fréttaljósmyndunar. Sýn- ingin, sem er í báðum húsum Kringlunnar, stendur til 7. nóvem- ber. World Press Photo samkeppn- in hefur verið haldin árlega síðan 1955. Að þessu sinni bárust í keppnina 36.041 mynd frá 3627 ljósmyndurum i 115 löndum. Sýningar Sýningunni er skipt niður í flokka og veitt verðlaun fyrir þrjár bestu myndimar í hveijum flokki, bæði fýrir myndaraðir og einstakar myndir. Sýningin er flokkuð í fréttaskot, fóík í fréttum, vísindi og tækni, daglegt líf, íþróttir, listir, náttúru og um- hverfi og almennar fréttir. Alls em þetta 200 myndir og em allar verðlaunamyndimar á sýning- unni. Við hverja mynd er svo ítar- legur og fróðlegur texti um myndefni á íslensku. Fréttamynd ársins að þessu sinni kom frá Al- sír og sýnir grátandi konu við sjúkrahús í Bentalha, ljósmyndar- inn heitir Hocine. Þess má geta að World Press Photo gefúr út árbók með verðlaunamyndunum og skýringartextunum og er bókin til sölu i verslun Hans Petersen í Kringlunni. Sjálfsævisöguleg skrif Félag islenskra fræða boðar til fund- ar með Eiríki Guð- mundssyni og Sig- þrúði Gunnarsdóttur bókmenntafræðingum í kvðld kl. 20.30 í Skólabæ, Suðurgötu 26. Eiríkur og Sig- þrúður fjalla um sjálfsævisöguleg skrif en bæði eru að gefa út bækur um þessar mundir. Fundurinn er öllum opinn. Eft- ir framsögu verða almennar umræður. Fjölskyldustefna óskast Á fundi á vegum Menningar- og frið- arsamtaka íslenskra kvenna sem hald- inn verður í kvöld að Vatnsstíg 10 (MÍR-salnum) verður fjallað um stöðu barnafiölskyldunnar á íslandi um þess- ar mundir, uppeldi og skólagöngu. Er- indi flytja, Guðrún Helgadóttir, Kristin Blöndal og Guðrún Friðgeirsdóttir. Samkomur ITC deildin FÍFA Fundur verður í kvöld kl. 20.15 að Digra- nesvegi 12. Fundurinn er öllum opinn. Félag eldri borgara í Reykjavík Opið verður í Þorraseli kl. 13-17. Al- menn handavinna í umsjón Kristínar Hjaltadóttur. Háskólafyrirlestur Milton H. Marquis og Tor Einars- son, viðskipta- og hagfræðideild HÍ, flytja erindi sem þeir nefna: Uncertain Labor Quality and Asset Pricing á mál- stofu viðskipta- og hagfræðideildar á 3. hæð í Odda kl. 16.15. Sænskur Rosen nuddari í nóvember og desember er stödd i Reykjavík Christina Wránghede, lög- giltur Rosen therapeut. Mun hún eftir því sem hún annar bjóða landsmönn- um að njóta Rosen-aðferðarinnar. Upp- lýsingar eru í sima 561 7819. Sigþrúður Gunnarsdótt- Iðnó: Ensími og Súrefni Útgáfutónleikar verða í Iðnó í kvöld. Þar munu koma fram hljómsveitimar Ensími og Súrefni sem báðar eru komnar með nýjar plötur. Þessar tvær hljómsveit- ir eiga það sameiginlegt að vera á mála hjá Denis Records en það er útgáfufyrir- tæki sem sífellt er að sækja í sig veðrið á útgáfúmarkaðinum. Skemmtanir Ensími og Súrefni leika afar ólíka tón- list en þær lofa góðum tónleikum sem út- varpað verður á X-inu í kvöld þar sem efni af Kafbátamúsík, sem er plata Ens- íma, og plötu Súrefnis, Wide Noise, er í fyrirrúmi. Húsið verður opnað kl. 20.30 og er aðgangseyrir 500 kr. Aðgöngumið- inn að tónleikunum gildir svo á útgáfu- teiti sem verður á laugardaginn á Kaffi Thomsen. Gaukur á Stöng í kvöld og annað kvöld skemmtir hljómsveitin Á móti sól á Gauki á Stöng. Þar verða í fyrirrúmi smellir sem flestir þekkja. Um helgina er það svo hljómsveit- in írafár, mikil gleðisveit, sem skemmtir á Gauknum. Ensími er önnur tveggja hljómsveita sem skemmta í lönó í kvöld. Veðrið í dag Snjókoma sunnanlands Skammt suövestur af Reykjanesi er heldur vaxandi 1008 mb lægð sem þokast suðaustur, 1038 mb hæð er yfir Grænlandi. Austur við Noreg er nærri kyrrstæð 993 mb lægð. í dag verður austan- og norðaust- ankaldi eða stinningskaldi. Snjó- koma fram eftir degi sunnanlands en léttir til síðdegis. É1 norðan- og austanlands. Norðaustangola eða kaldi í nótt. Kólnandi veður. Á höfuðborgarsvæðinu er norð- austankaldi eða stinningskaldi og skýjað en úrkomulítiö. Léttir til síð- degis. Norðaustangola eða kaldi 1 nótt. Frost 0 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.02 Sólarupprás á morgun: 9.23 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.20 Árdegisfióð á morgun: 06.42, stórstreymi (4,6 m) Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri snjóél á síö.kls. -3 Akurnes alskýjaö -2 Bergstaöir alskýjaö -4 Bolungarvík alskýjaö -1 Egilsstaöir -5 Kirkjubœjarkl. snjókoma -2 Keflavíkurfl. snjókoma -1 Raufarhöfn alskýjaö -3 Reykjavík alskýjaö -1 Stórhöföi súld 1 Bergen skýjaö 1 Kaupm.höfn rigning 2 Algarve þokumóöa 17 Amsterdam skúr á síð.kls. 7 Barcelona hálfskýjaö 15 Dublin léttskýjaö 2 Halifax léttskýjaö 4 Frankfurt skýjaó 8 Hamborg rigning á síð.kls. 7 Jan Mayen haglél á síö.kls. -4 London skýjaö 3 Lúxemborg skýjaö 6 Mallorca léttskýjaö 20 Montreal alskýjaö 2 New York hálfskýjaö 6 Nuuk léttskýjaö -5 Orlando þokumóöa 21 París skýjaö 5 Róm þokumóöa 19 Vín þokumóöa 7 Washington alskýjaö 6 Winnipeg heiðskírt -9 Hálka og hálkublettir Nokkuð er um hálku og hálkubletti á vegum. Á leiðinni Reykjavík-Akureyri er til að mynda hálka á Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði og Öxnadal. Á Norðausturlandi er snjóþekja í Fljótsskarði og Vík- Færð á vegum urskarði. Vegavinnuflokkar eru að vinna á Vest- fjörðum á leiöinni Botn-Súðavík og einnig er verið að vinna við leiðina Laugarvatn-Múli á Suður- landi, þá ber að varast steinkast á Hellisheiði. Ástand vega Skafrenningur m Steinkast 13 Hálka Q} Ófært E Vegavinna-aágát 0 Óxulþungatakmarkanir Œl Þungfært (£) Fært fjallabilum Aron Öm Myndarlegi drengurinn á myndinni heitir Aron Örn. Hann fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 21. júlí síðastliðinn kl. Barn dagsins 17.43. Aron Örn var 4315 gi’ömm að þyngd og 57 sentímetrar að lengd þeg- ar hann fæddist. Foreldr- ar hans eru Svala Bald- ursdóttir og Heimir Sverrisson og er Aron Öm þeirra fyrsta bam. Ed Harris leikur Christof, skapara Trumans. The Truman Show Laugarásbíó og Háskólabió sýna úrvalsmyndina The Tmman Show, kvikmynd sem alls staðar hefúr vakiö mikla athygli og era margir á því að hún muni keppa við Saving Private Ryan um ósk- arsverðlaunin í apríl á næsta ári. The Truman Show fjallar um Traman Burbank, sem ekki veit af því að hann er skærasta sjón- varpsstjama nútímans, hann er aöalleikari vinsælasta sjónvarps- þáttar í heimi sem sjónvarpað er tuttugu og fjóra tíma á sólarhring. Með ////////z Kvikmyndir v- hlutverk Tramans fer grínistinn Jim Carrey sem sýnir á sér nýja hlið í krefjandi hlutverki. Aörir leikarar era Ed Harris sem leikur skapara Tramans og höf- und sjónvarpsþáttanna, Laura Linney sem leikur eiginkonu Trumans og Natasha McElhone sem leikur hina einu sönnu ást í lífi Tramans. Leikstjóri er Peter Weir, einn virtasti leikstjóri nú- tímans. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Snake Eyes Bíoborgín: Popp í Reykjavík Háskólabíó: Primary Colors Kringlubíó: Fjölskyldugildran Laugarásbíó: The Truman Show Regnboginn: Halloween: H20 Stjörnubíó: Vesalingarnir Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Lárétt: 1 sjaldgæfar, 7 viröing, 8 brún 10 lönin, 11 sálin, 14 borga, 15 tvíhljóði, 16 peninga, 18 kvabb, 19 vanvirti. Lóðrétt: 1 pússa, 2 spíra, 3 digra, 4 kynið, 5 sprotana, 6 beita, 9 niði, 12 nísk, 13 þrengingar, 14 tíndi, 17 stöng. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 kyndugs, 8 álar, 9 rak, 10 rög, 12 etur, 13 Ingi, 14 slá, 15 kurfa, 16 al, 18 gífur, 20 fis, 21 ágæt. Lóðrétt: 1 Kári, 2 yl, 3 naggrís, 4 dreif, 5 urt, 6 gaular, 7 skrá, 11 öm"*' ugi, 14 saug, 15 káf, 17 lát, 19 fá. Gengið Almennt gengi LÍ 04. 11. 1998 kl. 9.15 Eininp Kaup Sala Tollqenqi Dollar 69,560 69,920 69,600 Pund 114,980 115,560 118,220 Kan. dollar 45,530 45,810 46,080 Dönsk kr. 11,0050 11,0630 10,8700 Norsk kr 9,3910 9,4430 9,3370 Sænsk kr. 8,8900 8,9390 8,8030 Fi. mark 13,7520 13,8340 13,5750 Fra. franki 12,4760 12,5480 12,3240 Belg. franki 2,0274 2,0396 2,0032 Sviss. franki 51,0500 51,3300 49,9600 ’ Holl. gyllini 37,1000 37,3200 36,6500 Þýskt mark 41,8500 42,0700 41,3100 ít. lira 0,042280 0,04254 0,041820 Aust. sch. 5,9450 5,9810 5,8760 Port. escudo 0,4079 0,4105 0,4034 Spá. peseti 0,4921 0,4951 0,4866 Jap. yen 0,595200 0,59880 0,511200 írskt pund 104,070 104,710 103,460 SDR 97,520000 98,11000 95,290000 ECU 82,0100 82,5100 81,3200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.